Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.07.1962, Blaðsíða 20
20 M O R G U F* B L A Ð l Ð J’riðjudagur 17. júlí 1962 __ Alexander Fullerton Guli Fordinn Feginn? Ég var alls ekki að hugsa um hana, heldur um Less- iing og farminn hans. Hún hafði sagt Tanga eða Mombasa. Hvom staðinn sem hann hefði ætlað á, var hann kominn þangað núna, og það væri vönlaaist verk fyrir mig að komast á sporið hans, þó að ég vildi fara að elta hann á bílnum, og ég hafði ekki efni á að fljúga, og jafnvel þótt ég gæti komizt að því á flugafgreiðslun- um, hvert hann hefði farið, mundi ég ekki finna hann þegar ég kæmi á staðinn. Fyrst ög fremst gat hann verið einhvers- staðar á fjögur hundruð" mílna svæði ög erindi hans var þannig vaxið, að hann mundi ekki fara að auglýsa ferðir sínar til áþarfa. Og í öðru lagi, úr því að hann hafði sagzt ætla að verða kominn aftur eftir tvo daga, þá yrði hann kominn um það leyti sem ég gæti verið að byrja að leita að honum. Snö'ggvast datt mér í hug að fara með sögu mína til lög- reglunnar í Dar-esSaalaam, en hætti strax við það. í fyrsta lagi hafði ég engar sannanir og eng- inn mundi trúa mér. í öðru lagi yrði ég spurður, hversvegna ég hefði ekkert gert í málinu fyrir fjórum dögum, og sú spurning var þannig löguð, að ég gat ekki einu sinni svarað sjálfum mér henni, svo í lagi færi, og hvernig gat ég farið að segja lögreglunni að eina ástæðan hefði verið sú, að ég var alltaf að brjóta heilann um, hvort kona manrlsins vissi um þessa starfsemi hans? Það hefði látið skrítilega í eynum, og ef því yrði trúað, mundi ég tal- iim sekur um yfirhikningu. Ég gat með öðrum orðum ekk- ert gert. Lessing hafði sloppið með það. Og þetta ,,það“ var her- fangið hans, hlekkjuðu þrælarn- ir, vamarlausar og s'kelfdar kon- ur. Ég hefði getað gert eitthvað í málinu, en eins og nú var komið var ég meðsekur. Og það var óskemmtileg hugsun. Ted! Jane horfði á mig, rétt eins og andlitið á mér hefði blán- að eða augun ranghvolfzt. Ég er búin að bíða hérna í heilan klukkutima, til þess að segja þér þetta, og hlakka til gleði þinnar yfir því, og svo gerirðu ekki ann- að en glápa á mig, eins og þér þætti fyrir því að hafa hitt mig eina! Fyrirgefðu, Jane. Auðvitað er það dásamlegt.... Nei, þetta var enginn hægðarleikur. Ég þurfti ofurlítið næði til að korna skipu- lagi á hugsanir mínar og koma Lessing og hans málum út úr huganum. Ég varð að finna ein- hverja aifsökun fyrir því að hafa ekki brugðizt við eins og hún bjóst við og vonaði. Bf ég hefði mátt segja henni upp alla söig- una, hefði þetta verið auðvelt, en það gat ég ekki. Og nú, þegar það var orðið vonlítið að hafa hendur í hári hans, hafði þettá ennþá minni tilgang. En jafn- hættulegt fyrir hana að vita það. Þetta kom bara svo á óvart, að ég get varla skilið það... .hvern- ig... .hvernig í ósköpunum.. nú var heilinn í mér loks farinn að starfa ofurlítið... .Ihvemig í ó- sköpunum hann gat skilið þig eftir eina, þegar hann veit, að ég er hérna. Hann hatar mig, Jane og hann hefur gefið það fullikom- lega í skyn á sinn heimskulega hátt, að hann hefur mig grunað- an.... I sambandi við þig, skil- urðu.. ég held hann viti, að ég ætla að taka þig frá honum. Þetta kvöld í Mbeya,-þegar hann kom til kvöldverðarins, var næst um eins og hann vissi, að við hefðum.... Hann vissi það. Nú fylgdist hún með mér aftur og hafði fyrir gefið mér þessa leiðslu mína. Hann veit það. Ég tók upp bjórglasið mitt. Ég hafði gleymt þessu. Hvernig veit hann það? Blússan mín var óhneppt á bak inu og rifin eftir saumi aftan á annarri öxlinni. Það hefði getað komið fyrir, hvernig sem vera vildi. Ég var búin að eiga hana í mörg ár og efnið var cnýtt. En hann sá þetta þegar við fór- um að hafa fataskipti og þegar við fórum upp að hátta, var hann varla búinn að loka dyrunum þegar hánn spurði mig, hvemig þetta hefði rifnað... ,og ég roðn- aði. Ég gat ekki að því gert, en það var eins og andlitið á mér væri að brenna. Ég sýndi honum hversu gömul flíkin væri og gæti rifnað hvar og hvenær sem væri. Og það varð hann að gera sér að góðu en ég sá vel, að það igerði hann bara ekki. Þá er það einkennilegra, að nú skuli hann.... Hún bristi höfuðið. Nei, hér er er, en það hlýtur að vera eitt- hvað mjög áríðandi. Verzlunin gengur fyrir öllu hjá Felix. Að vísu er ég líka mikilvæg, en ekki svo, að ég gangi fyrir. Hann sagði varla orð við mig frá því að við fórum frá Mbeya og þangað til við komum á hinn staðinn.. hvað hann nú heitir. Iringa. Já, einmitt. Á sömu stundu og við vorum lent þar, hringdi hann í flugafgreiðsluna og pantaði far til Tanga. Þú sagðir Tanga eða Mombasa. Já. Hann sagði Mombasa við mig, en þegar símasamibandið kom og hann varð að æpa hátt í símann, heyrði ég að hann pant- aði til Tanga. Ég sé ekki, að það geri neinn mismún, hann getur ‘hafa séð sig um hönd. Svo þegar við komum hérna, flýtti hanm sér að koma mér og farangrinum af sér og kom ekki einu sinni inn, heldur ók beina leið á flug- stöðina. Það hlýtur að hafa mun- að mjóu, að hann næði í vélina. Þú ert viss um, að hamn hafi náð í hana? Auðvitað. Annars væri hann kominn hingað fyrir mörgum klukkutímum. Þú ert ekki hrædd ur við hann, er það? Hún hló með augunum. Nei vitanlega er ég það ekki. Ef til vill hef ég nú samt verið það, en aðgætandi er, að ég Iþekkti hann betur á vissum svið- um en hún gerði. Að minnsta kosti var þessi kæti hennar ert- andi. Ég vildi hafa tekið þig frá honum fyrir löngu. Mér fannst — og finnst enn — að úr því að sprenging þarf að verða á annað borð, þá megi hún eins verða strax eins og seinna, þegar þú ert komin aftur til Jóhannesar- borgar. En það var þín hug- mynd....að láta það bíða. Ég er að reyna að gera það, sem þú baðst mig um....það er allt og sumt. Hún hleypti brúnum og ég drakk það sem eftir var í glas- inu. Þjónninn hafði verið að horfa á okkur og kom nú hlaup- andi, en ég veifaði honum frá. Jane, ef þér hefur snúizt hugur, þá láttu mig fara burt með þig strax. Komdu til Kenya með mér. Þetta var dásaimleg hug- detta og æsti mig upp — ég hafði alveg gleymt Lessinig og öllu sem honum fylgdi. Viltu það, Jane? Nei, Ted, það get ég ekki. Hún var nú sjálf mjög einbeitt, og virtist helzt hræðast þessa uppá- stungu mína. Ég get ekki út- skýrt það, Ted, en þú verður bara að trúa mér, að ég get það ekki. Er það einhver fyrirboði? Já, ef þú vilt kalla það svo.. Á ég að nudda á þér bakið? Við vorum saman í baðinu og átum aj>pelsínur, þegar mér datt í hug Sælundurinn, sem er veit- inga- og danshús, dálítið norður með ströndinni. Það gæti verið gaman að búa sig upp á og vera eins og siðaður maður eina kvöld stund, og dansa eftir góðri hljóm list Ég nefndi þetta við Jane, og hún varð strax hrifin. Það yrði yndislegt, Ted! Svo færði hún sig í kaf, til þess að þvo burt safann, sem hafði runn- ið niður eftir henni að framan. Hún var fallegri en nokkru sinni áður, með hárið uppsett. Þetta bað tók langan tima. Gistihúsið höfðu Þjóðverjar bygg't, þegar þeir réðu fyrir Tanganyika, og allt var í yfir- stærð þama. Ekki veit ég hvort þessir nýlendu-Þjóðverjar voru sjálfir í yfirstærð eða hvort þeir bara vildu hafa rúmt um sig, en ég var þeim þabklátur. Jane stóð upp og rétti út höndina eftir sápunni oig ég rétti henni hana. Ég vona, að ég geti fengið kjól pressaðan. En þarf ekki að panta þarna? Er ekki allt yfiníullt um helgar? Ég skal hringja. Einhvemveg- .inn skulum við komast inn. Þú getur sagt, að þú sént að- stoðarforingi landsstjórans. Já, og með annars manns konu með mér. Þeim þarf ekki að koma það neitt á óvart. Þegar ég náði sambandi við Sælund, var hlegið kurteislega að mér fyrir að vera svo ósvífinn að halda að hann gæti pantað borð á laugardagskvöldi, með svona stuttum fyrirvara. Ég hló á móti og bað um fonstjórann í símann. Hann var sagður vera önnum kafinn. Ég bað þá’ fara og spyrja hann, hvort hann væri of önnum kafinn til að tala við ritsitjóra Madame. Eftir mínútu var hann kominn í símann. Það er rétt að taka það fram, að Madame er gljáprentað kvennablað, sem gefið er út í Suðiur-Afríku. Það selst um allt meginlandið, eða að minnsta kosti allsstaðar, þar sem til er emskulesandi kvenfólk. Það hef- ur inni að halda allt þetta venju- lega, sem svona blöð flytja, en auk þess mánaðarlega grein um staði, sem ritstjórinn hefur heim- sótt og hafa góðan mat og góð vín. Ég þekki ritstjórann, sem heitir Matson og gestgjafar og veitingamenn eru alltaf altilegir við hann. Og nú sagði röddin í símanum við mig: Skildist mér það rétt, að þér væruð ritstjóri Madame? Já, ef ég hef sagt það. Ég heiti Matson, Ég er hér á ferðinni fyrir tilviljun, á leið til Kenya og enda þótt ég gæti ekki pant- að fyrir fram, þá hef ég heyrt mikið látið af veitingastaðnum yðar, svo að við konan mín lét- um okkur detta í hug að fÁokk- ur að borða þar. En vitanlega, ef þ að..,. Það er allt í stakasta lagi, hr. Matson. Ég skal hafa gott borð handa ykkur. Getið þér sagt mér svona nokkurnveginn, hvenær þér komið? Ja....svona eftir klukkutíma. Þá skal það verða mér ánægja að taka á móti ykkur, hr. Matson. Ég hló ekki fyrr en ég hafði lagt frá mér símann. Þá fór ég upp og barði að dyrum hjá Jane, og hún svaraði: Hver er þar? Herbergið hennar var bakatil i húsinu, ein fimmtíu skref frá mínum en þar hagaði eins til og hjá mér. Ég fann hana á svölun- um, klædda og tilbúna; hún var í sama græna kjólnum og hún hafði verið í í Bláa salnum forð- um og hún leit dásamlega út. Þú ert falleg, Jane. Undurfög- ur. Ég á engin orð til að lýsa því. Ég vöna, að þú horfir ekki svona á mig á almanna færi. Hversvegna ekki? Yegna þess, að þá finnst mér ég vera nakin. Fékkstu borð? Jlá. Við skulum fara niður og fá okkur eitthvað að drekka. Við þurfum ekki að flýta okkur neitt — það er ástæðulaust að koma allt of snemma. Við d'okuðum þarna við góða stund og síðan stönzuðum við annað eins á leiðinni, og ég minnti hana meðal annars á það, að í kvöld hétum við hr. og frú Matson, og útskýrði ástæðuna til þessarar nafinbreytingar fyrir SHUtvarpiö Þriðjudagur 17. Júll. 8.Ú0 Morgunútvarp (Bæn. — Tón« leikar. — 8.30 Fréttir — 8.3S Tónleikar — 10.10 Veðurfregnir) 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar), 13.00 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir, tilk, og tónleikar. 16.30 Veðurfr. —• Tónleikar. — 17.00 Fréttir. -• Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Harmonikulög. — 18.50 Tilkynu* ingar. — 19.20 Veðurfregnir, 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: .,Matinées Musicales#i op. 24 eftir Benjamín Britten (Hljómsv. Covent Garden óper* unnar í Lundúnum leikur; Warwick Braithwaite stjórnar), 20.15 Ný ríki í Suðurálfu; IX, erindi: Mið-afríku-lýðveldið, Tchad og Kamerún (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræðingur). 20.40 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor (Hljóðritað að heimili Griegs á Troldhaugen): Sigur- björn Bernhaft Osa og Finn Niel sen flytja fiðlu- og píanólöj; eftir Grieg. a) „Brúðargangan“. — b) „Ejúf lingslag“, Haddingjadans. c) ,.Slagur Jóns Væstafes“. d) „Brúðurin frá Skuldal.“ e) „Brúðarmars“. — f) „Rötn* ams-Knut“, Haddingjadans. 21.05 íslenzkt tónlistarkvöld: Baldur Andrésson talar um Markús Kristjánsson og kynnir veric hans. 21.45 ípróttir (Sigurður Sigurðsson), 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Liög unga fólksins (Guðún Ás* mundsdóttir), 23.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 18. júlí. 8.00 Morgunútvarp (Bæn. — Tón« leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregn- ir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillt, Tónleikar. — 16.30 Veðurfregn* ir. — Tónleikar. — 17.00 Frétt* ir. — Tónleikar), 18.30 Óperettulög. — 18.50 Tilkynn* ingar. — 19.20 Veðurfregnir, 19.30 Fréttir. 20.00 Lög eftir George Gershwln: Hljómsveit leikur undir ®tjóm Fredericks Fennells. 20.20 Auðæfum bjargað af hafsbotnlj síðara erindi (Séra Jón Kr. ís* feld). 21.05 „Fjölskylda Orra", flmmtánd® mynd eftir Jónas Jónasson. — Leikendur: Guðbjörg I>orbj- arnardóttir, Ævar R. Kvaran, Halldór Karlsson. Guðrún Ás- mundsdóttir, Richard Sigurbald- ursson og Valdimar Lárusson. 21.30 Jóðlað, sungið og leikið: Þýzk- ir listamenn skemmta. 21.40 Erindi: Aldarminning barna- fræðslu 1 Reykjavík og skóla- sýningin (Gunnar M. Magnús- son rithöfundur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Bjartur Dagsson** eftir Þorstein Þ. Þor®teinsson| VII. (Séra Sveinn Víkingur). 22.30 Næturhljómleikar: Dr. Hall- grímur Helgason kynnir holl- enzka nútímatónllst; 2. kvöldt Tvö verk eftir Hendrik Andri- essen, þ.e. Sinfónfa jvr. 4 og Ricercare (Concertgebouw hljóni 6veitin í Amsterdam leikur. Stjómenöur: Eduard van Bein- um og Georg Szell), 23.10 Dagskrárlok. X- X- >f GEISLI GEIMFARI X- X- X- — Þetta er alvarleg ákæra á dr. Draco, Gengin prófessor. Hvers vegna heldur þú að hann hafi skipu- lagt mannránin? — Vegna þess að hann sækist eft- ir leyndardómum langdrægu eld- flaugarinnar okkar. Þessvegna stal hann einnig Rafheilamyndsjánni.... Með hennar hjálp.... og vitneskju, sem býr í huga vísindamannanna minna.... getur hann náð þessum leyndardómum gegn vilja þeirra!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.