Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.09.1962, Blaðsíða 24
Fiertasimar Mbl — eftir lokun — Erletular fréttir: 2-24-85 Innlendat fréttir: 2-24-84 203. tbl. — Föstudagur 14. september 1962 Náttúruhamfarir Sjá bls. 10. Fyrir nokkrum dögum lenti þessi bifreið út af veginum vestan Moldhaugaháls, þar sem Dalvíkurvegur kemur inn á þjóðveginn. Bíllinn lenti í þriggja metra djúpri gjótu og var mikið lán að ekki hlaust stórslys af. Bíllinn er frá Aust fjörðum og er mikið skemmd- ur. Ofarlega á myndinni sést minnismerki um brezka her- menn, sem fórust á stríðsárun- um, þegar trukkur valt þarna ; ít af veginum og ofan í þesst ’sömu gjótu. — Ljósm. st.e.sig. Góð síldveiði í gær í GÆR voru síldveiðiskipin í Víðir II 1200 (þá með 32.400 í góðri veiði Uin 70 mílur ANA frá Raufarhöfn, og var vitað um þessi á leið inn með afla, en veður var heldur að spillast á miðun- um: Dorfi 600, Steingrímur trölli 1200, Helgi Flóventsson 1100, Björn Jónsson 1050, Jón Garðar 1100, Guðmundur Péturs 1000, Helgi Helgason 1300, Súlan 1300, Stórfellt ávísanafals IVEIB ungir piltar hafa fyrir pannisóknarlögreglunni í Reykja- vík játað á sig stórfellt ávísana- fals undanfarna daga, og þegar öll kurl verða til grafar komin mun upphæðin, sem piltamir sviku út nema nær 20 þúsundum króna. Þriðii maður er einnig flæktur í málið en var ófundinn í gær. Sveinn Sæmundsson, yfirlög- regiuþjónn, skýrði blaðamönnum svo frá í gær að upphaf þessa máls hefði verið að 4. september sl. hefði verið brotizt inn í skrif- stofu Öxuls hf. í Borgartúni 7, og stolið þaðan 40 krónum. ávis- anahefti og tveimur stimplum. Á öðrum stendur Öxull hf. — Bifreiðverkstæði, en hinum Al- menna Byggingafélagið. Ekki var tekið eftir hvarfi tékkheftisins þar sem það var gamalt. Var ávísanareikningnum breytt um áramótin 1958—1959 og lá heftið ónotað í skúffu. Sl. þriðjudag kom fyrsta ávís- uniri til rannsóknarlögreglunnar. Nam hún 1700 krónum með stimpli Almenna Byggingafélags- ins og hafði verið seld á Geit- hálsi. Síðan komu ávísanirnar hver af annarri, 650 kr. frá verzl- uninni Ás, 400 kr. frá Reykja- vikurapóteki, 3000 kr. frá Spari- sjóði Reykjavíkur Og í gær 3500 kr. frá Sparisjóði Akraness. Ávís- anirnar voru stimplaðar til skipt- is með fyrrgreindum stimplum og ólæsileg undirskrift á þeim. í fyrradag seldu menn þessir 1500 króna ávísun í Sparisjóð Eyrarsveitar, Grafarnesi. Strax eftir að ávisunin var keypt upp- lýstist að hún var fölsuð og mennirnir tveir voru handteknir af sýslumanninum í Stykkis- hólmi. Höfðu þeir farið til Akra- ness á mánudag. gist þar um nóttina, næstu nótt í Ólafsvík og farið síðan til Grafarness og Stykkishólms þar sem þeir voru handteknir. Héldu þeir sig rík- mannlega allan tímann og bárust mikið á. Annar þessara manna hefur gerzt sekur um fals og innbrot áður, Ingvar Róbert Valdemars- son, 21 árs, af Vatnsleysuströnd. Hlaut hann dóm fyrir atferli sitt í sumar. Er hann nú í gæzlu- varðhaldi. Hinn pilturinn er ekki fullra 16 ára, og hefur ekki gerzt brotlegur fyrr. Þriðji maðurinn mun viðriðinn málið, en var ófundinn í gær. Vitað er um fleiri falsaður ávísanir, sem piltarnir hafa selt, en ekki eru komnar til skila. Þannig seldu þeir t. d. ávísun í Hafnarblöðunum, á benzínstöð milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð ar og í Brauðborg. Blinda og heyrnarlausa telpan fær ókeypis skóla- vist I Bandaríkjunum LITLA blinda og heyrnar- lausa telpan frá Siglufirði, Sól- veig Jónsdóttir Dýrfjörð, sem í fyrra fór til Bandaríkjanna á skóla fyrir blinda og heyrnar- lausa, var hér heima í sumar hjó foreldrum sínum, en fór aft- ur utan sl. miðvikudag, þar eð skólinn hafði boðið henni ókeyp is skólavist næsta ár. Bryndís V íglundsdóttir, hjúkrunarkona, sem í fyrra var með Sólveigu úti, hefur verið ráðin kennari við skólann í vetur og fór hún aftur utan með henni. f fyrra gengust ýmsar góðgerð- arstofnanir og ríkið í að kosta hana á þennan skóla, sem heitir Perkings School for the Blind, og var hún þar á sérstakri deild með 34 börnum, sem hvorki sjá né heyra. Og nú verður hún þar áfram annað skólaár í boði hins am- eríska skóla. Moore aðmíráll yf- irmaður varnarliðsins á íslandi og kona hans hafa séð um að flytja þær Sólveigu og Bryn- dísi til og frá íslandi öll þrjú Sólveig er nú 7 ára gömul skiptin og greitt far þeirra. allt), Eldey 1200, Fagriklettur 1000, Náttfari 500, Eldvik 700, Gullfaxi 1300, Jón á Stapa 1200, Gunnar 1200. Flest skipin ætluðu til Raufar- hafnar. í gær lönduðu þar Ársæll Sigurðsson 638, Akraborg 1618, Björgúlfur 266, Vörður 510, Freyja GK 620, Árni Geir 658, Hilmir KE 920. Saltað var á Siglufirði í gær úr Sigurði Bjarnasyni og Sæfelli. Fyrir austan voru þrír bátar að veiðum á Digranesflakinu, um 60 mílur úti og fengu allir góðan afla. Það voru Gunnar SU 1300 mál, Gullfaxi 1300, Jón á Stapa 1200. Ætluðu þeir með aflann inn á Norðfjörð eða Eskifjörð, en síldarverksmiðjan á Seyðis- firði er hætt að taka á móti. Var þetta falleg síld. Á þessum slóðum var líka mikið af norsk- um reknetabátum og þeir 3-—4 sem enn eru með snurpunót. Fyrsta stungan LOFTLEIÐAMENN ætla að taka fyrstu skóflustunguna fyr- ir nýju byggingunni á Reykja- víkurflugvelli á morgun. Er því allt útlit fyrir að þess verði ekki langt að bíða, að húsið rísi af grunni. Verð til bænda hækkar um 12% Mjólkuiiítrifin kr. 4.60 í utsölu SEX MANNA nefndin hefur nú lokið störfum með samkomu- lagi. f nýja verðlagsgrundvellin- um er áætlað að verð til bænda hækki um 12% að meðaltali, en mismunandi eftir ýmsum vöruteg undum. Verð á mjólk var fró fyrra grundvelli kr. 4.71 til bænda, en nú eftir nýja grundvellinum kr. 5.27 og eru þetta 12% hækkun. Fyrir kindakjöt, 1. og 2. gæða- flokk áttu bændur í fyrra að fá kr. 23.05, en eftir nýja grund- vellinum kr. 28.00, eru það 21.5% hækkun. í gærkvöldi auglýsti Fram- leiðsluráð útsöluverð á nýmjólk kx. 4.60 á lítra af brúsamjólk. Það var kr. 3.90 í fyrrahaust, en var komið í kr. 4.15 eftir verð- breytingarnar í sumar. Útsölu- verð á kindakjöti eftir haust- framleiðslu mun verða kr. 32.35 kg., en var eftir haustverðlagn- ingu 1961 kr. 27.50. Eftir er að reikna út smásðlu- verð á ýmsum vörutegundum svo sem skyri, rjóma o.fL Hásetahluturinn AKRANESI, 13. sept. — Hlá- setahlutur á vélbátnum önnu á síldveiðunum í sumar varð 119 þús. kr. með orlofi. Þess skal einnig geta að af Önnu var salt- að í 7400 uppm. tunnur, en alla fiskaði Anna 20.826 mlád og tunnur. — Oddur Þýzk bókasýning kér nð vori? ÞÝZKA utanrfkisráðuneytið og Félag bóksala og bókaútgef- enda í Þýzkalandi hefur boðið 5 Kjördæmis- þing SIJS KJÖRDÆMISÞING ungra Sjálfstæðismanna í Suður- la'ndskjördæmi verður haldið í Vestmannaeyjum n.k. sunnu- dag 15. september. stæðismanna í kjördæminu. Rétt til þátttöku hafa full- trúar allra félaga ungra Sjálf- Að öðru leyti vísast til 20. gr. laga S.U.S. um val full- ' trúa. Væntanlegum þingfulltrú- um er bent á, að m/s Herjólfur fer frá Þorlákshöfn til Vest- mannaeyja kl. 17.00 á laugar- dag. Stjórn S.U.S. Óðinn tók annan brezkan togara í landhelgi eystra íslenzkuim böksölum í vikuferð til Þýzkalands og eru þeir á för- um þangað. Erindið er að ræða við þýzka bóksala og bókaút- gefendur um möguleikana á að halda hér að vori þýzka bóka- sýningu, aðallega á fagbókum, sem sennilega yrði þó jafnframit almenn bókasýning. Þeir sem fara eru Pétur Ólafs- son í ísafold, Björn Pétursson hjá Bókaverzlun Eyimundssen, Lárus Blöndal bóksali, Steinar Guðjónsson fyrir Bókaiverzlun Snsebjarnar Jónssonar og Grímur Gíslason fyrir hönd Innkaupa- sambands bóksala. Gefst íslendingunum tækifærl til að skoða hina árlegu bóka- sýningu í Frankfurt, sem er stærsta bókasýning í heimi. Þar sýna 40-50 þjóðir og eru bókatitlar 70-80 þúsund taisins. fslendingar hafa ekki sýnt á þessari sýningu nema hvað Almenna bókafélagið sýndi í fyrra nokkrar bækur í sam- vinnu við norska útgefendur. ER varðskipið óðinn var í fyrri- nótt að koma frá Seyðisfirði, en þangað hafði það farið með brezkan togara, sem tekinn var í landhelgi, þá kom það að öðr- um brezkum togara, Margaret Wick frá Fleetwood, innan land- helgislínunnar út af Glettingi. Varðskipið var nær landi en togarinn, sem var að toga út með vörpuna aftan í. Gaf varð skipið ljósmerki, en ekki er tal- ið víst að togarinn hafi séð það. Var varðskipið nokkra stund að ná honum, og enn gerði hann enga tilraun til að sleppa. Fór Óðinn með togarann inn til Seyðisfjarðar og kom skip- stjórinn, J. M. Mecklenburgh fyrir rétt þar. Kom þar fram, að þegar varðskipið gerði fyrst vottfesta staðarákvörðun hafði togarinn verið 1,2 mílur innan 12 mílna markanna. En brezki skipstjórinn taldi sig alltaf hafa verið fyrir utan. Var niðurstaða dómsins sú, að mælingar varðskipsins væru réttar, og dæmdi bæjarfógetinn á Seyðisfirði, Erlendur Björns- son, brezka skipstjórann til að greiða 260 þús. kr. sekt, og afli og veiðarfæri gert upptækt. — Skipstjórinn áfrýjaði dómnum og var aflinn metinn á 9.800 og veiðarfæri á 160 þús. og hafði skipstjórinn ætlað að setja fyrir því tryggingu í gærkvöldi. ★ í gær átti blaðið stutt samtal við E' .Ék Kristófersson, skip- herra á Óðni og fer það hér á eftir. — Þú veiðir vel. — Jæja, maður talar nú lítið um það. Réttarhöldin eru búin. Þetta tók stutta stund. — Er þetta síðasta ferðin þín? — Af hverju heldurðu það. Eg veit ekki betur en ég verði tii mánaðamóta. Eg var búinn Myndin var tekin í fyrrinótt af brezka togaranum. að segja það og maður verður stundum að standa við það sem maður segir. — Nokkuð að frétta? — Nei, nei, þeir segja að það sé nógur fiskur ef þeir fari inn fyrir á bletti, en hinir fái ekkert. Það er mikil freisting. BELGRAD, 13. sept. (NTB) — Einar Gerhardsen, for- sætisráðherra Noregs, og kona hans eru um þessar mundir í sumarleyfisferð í Júgó- slavíu. Komu þau til Belgrad í dag og þar tók Tító, forseti Júgóslavíu á móti þeim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.