Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1962, Blaðsíða 8
8 MORCINBLAÐIÐ íriðjudagur 9. október 1962 Hjálmtýr Pétursson menntaskdlinn á að vera á Klambratúni ÞAÐ hefur mikið verið rætt um framtíðarstað fyrir nýjan mennta skóla í Reykjavík. Margar tillög- ur hafa komið fram meðal annars, viðbygging við gamla skólann, einskonar kálfar í ná- grenni hans, sem aðeins yrði til bráðabirgða. Menntaskólinn á merka sögu i menntamálum Is- le'ndinga. Þar var Alþingi til húsa, þar var þjóðfundurinn hald inn. Innan yeggja þessa gamla húss hafa flestir af okkar fræði- mönnum og embættismönnum setið á skóiabekk, svo það er ekki að furða, þó skólinn eigi sterk íök í hugum gamalla nem- enda og raunar þjá þjóðinni allri. Enn um skeið verður þetta sögu- fræga gamla hús notað fyrir skól ann, en gömul timburhús hljóta að hverfa af sviðinu fyrr en varir. Á þessum stað rís innan tíðar fagur menntaskóli, sem geymir minjar þess, sem horfinn er og sögu hans. (Það má líka benda á það, að lóð gamla Menntaskól- ans telja margir ákjósanlegan stað fyrir Þinghöll, sem yrði skammt frá hinu væntanlega Stjórnarráðshúsi við Lækjargötu. Unnendur Menntaskólans þyrftu ekki að kvarta undan þeirri ráð- stöfun). Þetta verður alltaf til- finningamál svipað og þegar Lækjargatan var breikkuð og sneiða þurfíi af lóð skólans, þá ætlaði allt um koll að keyra af hálfu nemenda og kennara skól- ans yfir þeim helgispjöllum, þá var talað um „hinar heilögu þúf- ur“. Engum dytti nú í hug að fylla upp háifa Lækjargötuna. — „Hinar heilögu þúfur“ eru gleymdar, þó við þær væru tengdar rómantískar minningar eldri nemanda og skólamnna. En áður en þessar framkvæmd- ir hefjast á lóð hin gamla mennta skóla, verður strax að hefjast handa að reisa nýjan mennta- skóla og er sá dráttur, sem á því hefur orðið öllum til vansæmdar, sem þar áttu að hafa forystu. Menntaskóli er fyrsta stigið — undirstaðan, sem æðra vísinda og sérfræðinám byggist á. En það þýðir ekki að sakast um orðinn hlut, það hefur ekkert verið gert, pexað um staðsetningu, sprengt fyrir grunni, sem hætt var við, ;U!tStf:Íp - ..% því staðsetningin var óhæf miðað við samgöngukerfi bæjarins. Sá staður, sem virðist tilvalinn fyrir nýjan menntaskóla er Klambra- tún, sem betur fer er það ósnert ennþá. Stærð þess er oa. 125 þús. ferm. Þetta svæði getur gegnt tvennskonar hlutverki. Þó hinn nýi menntaskóli yrði staðsetur þar miðsvæðis, getur umhverfi hans verið skemmtigarður með miklum trjágróðri. Það er mjög tíðkað í borgum erlendis, að slík- ir skólar og vísindastofnanir séu staðsettir þannig, að umhverfið sé opinn almenningsgarður, sem sé prýddur með minnismerkjum þjóðskörunga, listamanna, skálda o.s.frv. Beztu samgönguæðar bæjarins liggja að þessu svæði, Miklabraut að sunnan, Lauga- vegur og Hverfisgata að norðan, en þaðan er stuttur spölur í skól- ann. Það ætti ekki að þurfa að gera ráð fyrir því, að 4—600 nem endur kæmu akandi á einkabíl í skólann, þá yrði allt svæðið eitt bílastæði. Nægjanlegt væri að gera ráð fyrir nokkrum bílastæð- um fyrir kennaralið skólans. Við staðsetningu stórra menntastofn- annna veður að hafa það hugfast, að nemendum sé gert sem hægast fyrir að sækja skóla. Að vetrinum í misjöfnum veðrum er ekki auð- velt fyrir unglinga að þurfa að ganga langan veg frá áætlunar- vagni og vera mættir kl. 8 að morgni. Allt þetta verður að hafa hug- fast, þegar um staðsetningu á stórum menntastofnunum er að ræða. Það þurfa a.m.k. að vera 3 menntaskólar í Réykjavík. Hin mikla byggð, sem er risin fyrir innah Laugadal, allt Hálogalands hverfið, Kleppsholt og Vogar þurfa fljótlega sinn eiginn skóla. Staðarval fyrir slíkan skóla þarf að ákveða strax með nægu land- rými. Þessari tillögu um Klambra tún er hér varpað fram, svo hafizt gætu umræður um þetta mál, sem virðist hafa sofið „Þyrnirósar svefni“. Það má kalla með ein- dæmum, að allir þeir, sem stjórn að hafa þjóðarskútunni á undan- förnum áruin skuli hafa gleymt, að það þyrfti undirbúningsskóla fyrir alla æðri menntun í land- inu. En það hefur ekki gleymzt að byggja 2 lúxus bíó fyrir 60 millj. kr. reisa sýningarhöll með hvolfþaki, sem enginn veit, hvað kostar og :;kki má gleyma hálf- smíðuðum sjúkrahúsum og kirkj- um, sem ekki munu hjálpa „sjúkum eða sorgmæddum“ næstu árin. Æskan er framtíð hverrar þjóðar, myndarlegt vel upp alið og vel menntað fólk er það bezta, sem hver kynslóð getur skilað framtíðinni. Þess vegna hvílir ætíð mikil ábyrgð á þeim, sem með völdin fara hverju sinni. Rektor Menntaskólans segir í setningarræðu sinni „ómögulegt að biða lengur“. Þetta sjá allir nú og því er nauðsynlegt, að um- ræður hefjist um skynsamlega lausn. Nýr fjölskyldu- bíll á 97 þús. kr. NÝR fjölskyldu'bíll er kominn á markaðinn hér. Þetta er Royal, frá Glas Automobil Werke í V-Þýzlkalandi, framleiðendur hins fræiga Goggomobil. Þetta er fremur rúmgóður fjögurra manna bíll, með túrbínubyggðum hreyfli fremst í bílnum. Eyðir hann 5—6 lítrum á 100 km. Royal hefur gorma, högigdeyf- ara og loftpúða til fjöðrunar, all- ur bíllinn er ryðvarinn með plasthúð, er lágt gíraður í 1. og 2., en hátt gíraður í 3. og 4. Af Royal eru nú á markaðnum fjórar gerðir: Fjölskyldubíll, „sport“-bíll, „station“-bíll og sendiferðabíll. Verðið er frá 97 þús. krónum upp í kr. 118.800. Glas Automobil Werke hafa fyrir löngu náð öruggum sessi í bifreiðaframleiðslunni, því framleiðslan hefur náð miklum vinsældum á meginlandinu. — Ekstrabladet í Kaupmannahöfn birti nýlega heilsíðu frásögn af Royal og sagði þar, að bíllinn væri furðufljótur að komast á mikla ferð, fór upp í 117 km hraða á örskammri stund — og virtist haf-a lítið fyrir þvú Ekstrabladet lætur og vel yfir því hve bíllinn sé þægilegur í stýri, faranguisgeymslan rúmgóð og hemlarnir góðir. Þá segir, að gluggarnir séu hæfilaga stórir til að veita gott útsýni, en hins vegar er fundið að sólskermin- um, hann sé ekki þægilega stað- settur en samt sem áður nógu stór til að þjóna sínu hlutverki. Það er Króm og Stál, Bárugötu 15, sem hefur umboð fyrir fram- leiðendur Royal. Norrœna K.F.U.K.-mótið í Vindáshlíð PYRSTI fundur aðaldeildar K.F.U.K. í Reykjavík á þessum vetri verður í kvöld, þriðjudag- inn 9. okt. kl. 8.30, og þar talar dr. Bjarni Jónsson, vígslubiskup. Starf félagsins hefur á sl. sumri verið óvenjulega umfangs- mikið. Auk venjulegs sumar- starfs var dagana 3.—6. ágúst haldið hér norrænt K.F.U.K.-mót. Fjórða hvert ár er slíkt mót haldið í einhverju Norðurland- anna, en þetta var í fyrsta skipti, sem það skyldi haldið á íslandi. Mótið hófst föstudaginn 3. ágúst í sumarbúðum K.F.U.K. að Vindáshlíð í Kjós. Staðurinn var allur fánum prýddur, og blöktu við hún fánar allra Norðurland- anna. Mótið var sett í Hallgríms- kirkju í Vindáshlíð. Kirkjuna, sem rúmar 65 manns í sæti, fylltu að þessu sinni um 120 konur. Formaður sumarstarfs K.F.U.K., Helga Magnúsdóttir, flutti ávarps orð og bauð gestina velkomna. Þá talaði Maja Dalby, fararstjóri erlenda hópsins. Kvennakór K.F.U.K. söng, og einnig á kvöld- vökunni, sem haldin var að kvöldverði loknum. Bjarni Ey- jólfsson annaðist kvöldvökuna og var efni hennar miðað við að fræða erlendu þátttakendurna um land og þjóð. Dagskrá hófst hvern dag kl. 8.30 að morgni, með því að þátt- takandi frá hverju landi las einn ritningarstað, en síðan hafði ís- lenzk kona hugleiðingu út frá þessum ritningarstöðum hverju sinni. Að loknum morgunverði var biblíulestur kl. 10. Þessa biblíu- lestra annaðist Felix Ólafsson, kristniboði. Efni hans var: 1. „Kristur, friður vor“, 2. „Kristur, árnaðarmaður vor“, 3. „Kristur, Drottinn vor“. Síðari hluta dags og að kvöld- inu var margs konar uppbyggi- legt og fræðandi efni á dagskrá. Erindi fluttu m. a. Lita Hjert- holm, landssambandsritari K.F. U.K. í Noregi, Anikki Sipilá og Elin Engfeldt, Finnlandi, og Britt Bergkvist frá Svíþjóð. Þessar konur sögðu frá og sýndu myndir frá starfi í heimalöndum sínum og- minntu á, hvert hlutverk K.F.U.K. væri innan kirkjunnar. Tækifæri gafst fyrir sveita- stjóra í deildum félagsins að ræða vandamál sín og fá leið- beiningar óg hugmyndir. Einnig gafst mæðrum tækifæri til þess að ræða starf meðal mæðra og stúlkna á þeim aldri, sem oft og tíðum er mjög erfitt að ná til, 18—30 ára. Sunnudaginn kl. 2 e.h. var há- tíðaguðsþjónusta í Hallgríms- kirkju. Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, messaði og prédik- aði við þessa mjög svo fjöl- mennu guðsþjónustu, Hljóðmagn- arar höfðu verið settir upp utan við kirkjuna og inni í skálanum, til þess að þær, sem ekki komust inn í kirkjuna sjálfa, gætu einn- ig fylgzt með. Allar tóku kon- urnar þátt í altarisgöngunni, sem haldin var í messulokin og undir- strikaði þessa hátíð. Þessi aðal- dagur mótsins var sérlega hátíð- legur vegna þess, hve veðrið var hagstætt. Þessa daga var veðrið hvað fallegast á þessu sumri. Eins og við er að búast við aðra eins hátíð, er hátíðarbúningurinn notaður. Þjóðbúningarnir frá öll- um Norðurlöndum gerðu allt enn hátíðlegra. Mótinu var slitið þann 8. ágúst með kveðjusamkomu i húsi K.F.U.M. og K. við Amtmanns- stíg. Salurinn var fagurlega skreyttur með fánum Og blóm- um. Fulltrúi hvers lands fyrir sig afhenti blómvönd í fánalitum lands síns. Formaður K.F.U.K, hér, frú Áslaug Ágústsdóttir, var því með fangið fullt af ilmandi blómum, er þær hver fyrir sig höfðu flutt kveðju sína og þakk- arorð. Elisabet Breen frá Noregi þakkaði gestrisni og umhyggju, Elin Engfeldt, frá Finnlandi, góða kynningu á landi og þjóð, Erika Hákan þakkaði fyrir dagana i Vindáshlíð og Bingit Sjöberg, Svíþjóð, þakkaði hið mannlega og kristilega samfélag. Á sam- komunni afhenti fulltrúi erlendu þátttakendanna gjöf frá þeim að upphæð kr. 8.000,00 íslenzikar, Skal þeim varið til kaupa á far- seðli til einhvers hinna Norður- landanna fyrir íslenzkan sveitar- stjóra í K.F.U.K. Aðalræðu kvöldsins flutti Lita Hjertholm, landssambandsritari K.F.U.K. i rFamhald á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.