Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.10.1962, Blaðsíða 24
FRÉTTASÍMAR MBL. — eftir lokun — Erlendar fréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 230. tbl. — Þriðjudagur 16. október 1962 LandiÖ okkar Sjá bls. 10. Laust skot á erl. togara Opelbifreiðin kastað Isafirði, 15. október. VARÐSKIPIÐ Óðinn kom hing- að um klukkan 8 á sunnudags- morgrun með brezka togarann Dragoon frá Fleetwood, sem Sigla yfir veiðar- færi Seyðisfirði, 15. okótber. BREZKIR togarar sigldu yfir línu mb. Svans í dag út af Glettinganesi. Segja skip- verjar á Svan, að togararnir hafi sýnt frekju og yfirgang og auk þess verið langt fyrir innan mörk fiskveiðilögsög- unnar. Skipverjum tókst að ná megninu af línunni aftur. Tjónið varð ekki mikið. Varð skip kom á staðinn og fylgd- ist með togurunum. — Sveinn Enginn fundur boðaður ENGINN fundur hefur verið boðaður af sóttasemjara í deil- unni um síldveiðikjörin. Fyrsti og eini fundurinn hjá sáttasemj- ara í deilunni var haldinn sl. föstudagskvöld. Dúið að ná þjófunum BROTIZT var inn í Pappakassa- gerðina að Hverfisgötu 46 aðfara nótt sunnudagsk. Þaðan var stol- ið útvarpstæki og ýmsu smá- vegis. Rannsóknarlögreglan hafði upp á þjófunum í gær. Það voru tveir unglingar, sem höfðu verið þarna að verki. 75 ára kona fyrir bifreið ÞAB slys vildi til á Laugavegi klukkan rúmlega 5 í gærdag, að 76 ára gömul kona varð fyrir bifreið. Gamla konan var flutt á Slysa- varðstofuna. Meiðsli hennar voru ekki talin alvarleg. Dregið í ríkis- happdrættinu DREGIÐ var í gær í A-flokki Happdrættisláns ríkissjóðs. 75 þúsund króna vinningurinn kom upp á miða nr. 51760. 40 þúsund króna vinningurinn kom upp á miða nr. 40986. 15 þúsund króna vinningurinn kom upp á miða nr. 93868. 10 þúsund króna vinningar komu á miða nr. 42797, 95418 og 1192245. (Birt án ábyrgðar). hafði verið tekinn nokkru áður vegna meintra veiða innan fiskveiðleiðsögunnar út af Am- arfirði. Togarinn sigldi til hafs þegar hann varð var við Óðin og stanzaði ekki fyrr en skotið hafði verið lausu skoti að hon- um. Réttarhöldum lauk um hádegi í dag. Jóhann Gunnar Ólafsson, bæjarfógeti, segir, að málið hafi verið sent saksóknara ríkisins og dóms sé að vænta á þriðjudags- morgun. — Garðar. Virðuleg minning- arathöfn um Jón Kjartansson sýslumann MINNINGARATHÖFN um Jón Kjartansson, sýslumann, fyrrver andi ritstjóra og alþingismann, fór fram í Fossvogskirkju í gær- morgun og var kirkjan þéttsetin. Meðal viðstaddra var forseti fs- lands, ráðherrar og alþingis- menn. Sr. Jón Þorvarðsson flutti minn ingarræðuna, Ragnar Björnsson lék á orgel, félagar úr Fóstbræðr um sungu og Björn Ólafsson lék einleik á fiðlu. Útför Jóns Kjartanssonar verð ur gerð í dag að Vík í Mýrdal, og hefst kl. 1,30 .e.h. með hús- kveðju frá heimili hins látna. 22Wr við akstur LÖGREGLAN í Reykjavík hefur tekið 22 menn ölvaða við akstur, það sem af er októbermánuði. Þetta er ótrúlega há taia. Frá föstudegi sl. til mánu- dags tók lögregian alls sjó menn ölvaða við akstur í Reykjavík. Á FUNDI nieðri deildar Alþing- is í gær ge.-ði Biarni Beneaikts- son utanrikisráðherra grein fyr- i frumvarpi um almannavarnir og var því vísað lil 2. umræðu og allsherjarnefndar. Gat hann þess m.a., að er frumvarpið var lagt fram á síð- asta þingi. hefði það varið gagn- rýnt, að mönnum mundi ekki gefast tími til að átta sig á því sem skyldi. Það hefði því orðið ofan á að afgreiða það með rök- studdri dagskrá, svo að ekki yrði tjón af því, að endanleg af- greiðsla þess drægist. Sérstakur maður hefði verið ráðinn til að undirbúa þau störf, sem þar væri Kastaðist á Ijósastaur TÖLUVERT harður árekstur varð um 9 leytið á sunnudags- kvöld á gatnamótum Miklubraut ar og Stakkahlíðar. Tildrögin eru þau, að 4 manna bifreið ók vestur Miklubraut og beygði á gatnamótunum til að fara norður Stakkahlíð. A gatna mótunum sá ökumaðurinn, að bifreið kom austur Miklubraut með stefnuljós um að hún færi TVÍTUGUR piltur, Stefáin Simári Kristinsson, lézt á Landakots- spítala um hádegi á laugardag af völd'um áverka, er hann hlaut við að falla út úr bifreið aðfaranótt 30. september sl. Tildrögin eru þau, að Stefán heitinn var á leið til Reykja- víkur ásamt fleira fólki í fóllks- bifreið eftir dansleik í Hlégarði í Mosfell'ssveit. Við Lágafellsklif féll Stefán út um dyr bifreiðarinnar. Úm svip- að leyti kom áætlunarbifreiþ á móti fólksbifreiðinni. Só ökumað urinn að afturdyr fólksbifreið- arinnar voru opnar og mann liglgjandi á götunni framundan. Snarbeygði ökumaðurinn til hægri, en við það snérist bifreið in þversum á veginum og valt síðan. Ökumanninn sakaði ekki. Þegar að var komið var Stef- án meðvitunöarlaus. Hlúð var að honum þar til sjúkrabifreið kom, sem flutti hann á Slysa- varðstofuna og á Landakots- spítala. Reynist Stefán mi’kið slasaður og lá hann þungt hald gert ráð fyrir, og ynni hann að því af kappi, en í annan kostn- að hefði ekki verið lagt. En því miður væri horfur þannig í al- þjóðamálum, að með öllu óverj- andi væri að gera ekki neinar ráðstafanir til aímannavarna. Einar Olgeirsson (K) kvaðst sammála því, að frumvarpið gengi til nefndar. Þetta væri eitt af vandasömustu málum, er upp kæmu. Og ekki aðeins almenn- ingur heldur einnig hinir snjöll- ustu vísindamenn veltu þvi fyrir sér, hvort nokkrar varnir séu til gegn þeim vopnum, er fundin hafa verið upp. ist á ljosastaur suður Stakkahlíð. Ökumaðurinn tók ekki eftir Opel-bifreið, sem ók austur Miklubraut á vinstri akrein, og ók í veg fyrir hana. Við áreksturinn kastaðist Op- elbifreiðin upp á gangstétt og lenti með afturendann á ljósa- staur og rann svo út á götuna aftur. 1 Opelbifreiðinni voru 2 menn, annar fatlaður. Sá meidd- ist lítilsháttar. Báðar bifreiðarnar skemmd- ust allmikið og voru í óökufæru ástandi. (Myndirnar tók Sveinn Þor- móðsson). inn, þair til hann lézt á laugar- daginn. Stefán Smári Kristinsson var rafvirkjanemi í Reykjavík, en ættaður frá Ólafsvík. Foreldrar hans eru Kristinn Sigmiundsson og Karólína Kol’beinsdóttir. Hann var fæddur 5. nóvemiber 1941. MAÐUR nokkur í Reykjavík, sem var að koma úr einu veit- ingahúsa borgarinnar, hitti þar fyrir utan mann, sem hann bauð heim til sín. Gesturinn dvaldi um nóttina og var veitt höfðinglega af gest- gjafanum. Morguninn eftir saknaði gest- gjafinn vestis, sem hann átti. Hann komst einnig að því, að gestur hans hafði komið við í tveim öðrum íbúðum I húsinu. Hann virðist ekki hafa haft mikinn áhuga á að láta greipar sópa um íbúðirnar. Hins vegar lét hann eftir sér að taka 2 hluti, sem hann hefur að líkindum n Víkingur með 146 tonn Akranesi, 15. október. TOGARINN Víkingur hefur veitt á heimamiðum að undanförnu. Hann var búinn að fá 146 tonn í gærkvöldi oig sigldi í morgun til Bremerhaven, þar sem haen selur á föstudag eða iaugardaig. Eldur í bát í slippnum SLÖKKVILIÐIÐ var kl. 14.47 í gærdag kvatt í slippinn. Þar var eldur í vélarrúmi mb. Helgu RE-49. Hafði kviknað í olíubrák undir vélinni út frá logsuðutæki. Lítill eldur var, en mikill reykur. Talsverðar skemmdir urðu. íslenzka saltsíldin betri Bergen 15. október NTB. ÞAR sem ekki hafa náðst samningar við Norska síldar- báta um nægilegt magn salt- aðrar síldar af Islandsmiðum, hafa verið fluttar til Noregs um 7 þús. tunnur af saltsíld frá íslandi. Segja þeir, sem keypt hafa íslenzku síldina, að hún sé að jafnaði betur verkuð en síld- in, sem Norðmenn veiða og salta á íslandsmiðum. Sá ekki Opelinn ómótstæðilega löngun í — vekj- araklukkur. Hann tók eina úr hvorri íbúð. 250 puniia flyðra Akranesi, 15. október. AÐRA gammflyðru fengu þeir valinkunnu trillubátamenn Sig- urður Pétursson og Ólafur Finn- bogason sl. föstudag á skötulóð. Hún var spikuð og sennilega búin að gæða sér á mörgum laxinum í sumarfríi sínu inn í Borgar- firði. Hún vóg 250 pund (fyrri flyðran vóg 310 pund). Þessir stóru og verðmiklu drættir eru eins konar uppbót handa þessum aflaklóm á milli síldarvertíða. — Oddur. Sæmdir riddarakrossi FORSETI íslands sæmdi í gær eftirfarandi menn riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaorðu: Kjartan Jóhannesson, organ- leikara, Stóra-Núpi, fyrir störf að söngmálum innan þjóðkirkj- unnar. Guðmund H. Guðmundsson, bræðslumann, Reykjavík, fyrir sjómennsku og störf að félags- málum. Undirbúnmgur almannavarna hatinn Pilturinn lézt af áverkum sínum Stenzt alls ekki vekjaraklukkuf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.