Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1963, Blaðsíða 12
12 MORGVIS BL AÐIÐ ■Pimmtu'dagur 24. Januar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakio. STEFNA BER AÐ KJARABÓTUM rins og frá er skýrt á öðrum ^ stað í blaðinu hefur nú loks náðst samkomulag milli Dagsbrúnar og Vinnuveit- endasambandsins um þá kaup hækkim, sem verkamönnum hefur að tmdanfömu boðizt. Hefur stjóm Dagsbrúnar þannig látið tmdan þunga al- ménningsálitsins meðal verka manna og horfið um sinn a.m.k. frá verkfallastefnunni og til kjarabótaleiðarinnar. En um þessar leiðir hefur deilan lengi staðið. Nauðsynlegt er að rifja nokkuð upp hin mismunandi sjónarmið í þessu efni. — í fyrra benti Morgunblaðið á nauðsyn þess annars vegar, að dyggilega væri unnið að því að bæta kjörin með sam- starfsnefndum vinnuveitenda og launþega, aukinni ákvæðis vinnu og hverskyns vinnu- hagræðingu, og hinsvegar var það undirstrikað, að þeir, sem lægst hefðu launin, ættu rétt á því að njóta fyrstir ávaxta viðreisnarinnar og fá raunhæfar kjarabætur, en ekki kauphækkanir, sem leiddu til þess, að allir aðrir fengju sömu eða meiri hækk- anir og þar með yrði raun- verulega um litlar eða engar kjarabætur að ræða. Kommúnistar hafa alla tíð verið áhugalausir um það að fara kjarabótaleiðina, og þess vegna hefur því miður enn ekki miðað nógu langt, til dæmis að því er varðar vinnuhagræðingu og ákvæðis vinnu, þótt nokkrar tilraunir hafi verið gerðar í þessu efni, sem sannarlega bera þess glöggt vitni, hve miklum ár- angri væri hægt að ná, ef dyggilega væri að þessum málum imnið. Um hitt atriðið, að tryggja verkamönnum fyrst raunhæf ar kjarabætur, verður líka að segja það eins og það er, að þar hafa hinni kommúnísku forystu í verkalýðsfélögun- um verið mjög mislagðar hendur. í fyrra bauðst Við- reisnarstjómin til að beita sér fyrir þvi, að verkamenn fengju kauphækkanir, ef stjóm Alþýðusambands ís- lands vildi fallast á, að kaup- kröfum annarra stétta væri frestað um sinn. Ríkisstjóm- in fékk það svar, að kaup lægst launaðra verkamanna væri ekki í verkahring stjóm ar Alþýðusambands íslands. En þegar verkamenn höfðu fengið kauphækkanir var ró- ið að því öllum ámm, að aðr- ar stéttir fengju meiri hækk- anir en verkamenn höfðu fengið. Af því leiddi óhjá- kvæmilega almennar verð- hækkanir, sem von bráðar urðu þess valdandi, að kjara- bætur verkamanna urðu minni en þeim höfðu verið boðnar án átaka. SIGUR VERKA- MANNA egar hliðsjón er höfð af þeirri slæmu reynslu, sem af því er að stofna til mikilla almennra kauphækk- ana, er ekki að furða þó að verkamenn fagni því að fá nú kauphækkanir án þess að þær leiði til þess, að aðrar stéttir fylgi í kjölfarið og þannig yrði um almennar kaup- og verðhækkanir að ræða. Kommúnistamálgagnið lýs- ir því í gær, að sú stefna, sem undanfarin ár hefur verið farin í kaupgjaldsmálum, hafi ekki leitt til kjarabóta verka- manna. — Auðvitað vissu kommúnistar það áður en þeir stofnuðu til meiri kröfu- gerða fyrir hönd annarra stétta, að það hlaut að leiða til þess að kjarabætur þeirra, sem lægst hafa launin, yrðu ekki eins miklar og skyldi. Aðalatriðið er, að allir geri sér grein fyrir því, að verka- menn geta ekki vænzt þess að fá eðlilegar kjarabætur, ef kapphlaupið um kaupgjald og verðlag er sett af stað einu sinni enn. En árangur sá, sem nú hef- ur náðst er auðvitað viðreisn- inni að þakka og þeirri stefnu ríkisstjómarinnar, að þeir, sem lægst hafa laun eigi fyrst að fá hækkanir. RÉTTA LEIDIN ¥>étta leiðin í kaupgjalds- ** málunum er að sjálf- sögðu sú, að takmarka kaup- hækkanimar við það, sem þjóðarbúið getur borið, án þess að til verulegra verð- hækkana dragi. — Almennt telja menn líka eðlilegt, að þeir, sem lélegust kjör hafa, fái fyrstir þær kjarabætur, ■sem unnt er að veita, án þess að efnahagslífið fari úr skorð- um. Nú fá verkamenn og aðrir þeir, sem verst hafa kjör, raunhæfar kjarabætur, og jafnframt er því yfirlýst, að fast verði staðið gegn því, að aðrir fylgi í kjölfarið. Auðvitað hefði verið æski- legt að þessar hækkanir UTAN UR HEIMI ÍKAFFI HJÁTÍTÓ JÓSIP TÍTÓ, forseti Júgó- slavíu, er ekki gefið um heim sóknir vestrænna frétta- manna. Fyrir skömmu féllst hann þó á að veita brezkum fréttamanni viðtal. Forsetinn tók á móti fréttamanninum og ljósmyndara, sem var með honum í förinni, í listihúsi í garðinum við einbýlishús sitt. Tító var hinn vingjarnleg- asti við gestina og lék við hvern sinn fingur. Þegar þeir voru seztir, kom kona forset- ans, Jovanka, og tók þátt í samræðunum. Forsetinn bauð gestunum kaffi, þeir þáðu það og þá stóð hann upp sjálfur, setti á sig svuntu og byrjaði að laga kaffið. Frú Jovanka rétti manni sínum ekki hjálparhönd. Hún sagði fréttamanninum, að hann byggi til ágætis kaffi og einnig sagði hún, að hann hefði mjög gaman af því að búa til mat og gerði það oft í frístundum. Fréttamaðurinn og Ijós- myndarinn sátu hjá forseta- hjónunum í góðu yfirlæti í rúma klukkustund og drukku kaffið, sem forsetinn hafði lagað. Stokhólmi, 21. jan. — NTB. • TVEIR menn fórust í tveim flugslysum er urðu í Svíþjóð í dag og þriðji maður særðist lífshættulega. Önnur flugvélin var orrustuþota, er hrapaði til jarðar, hin var lítil tveggja sæta flugvél. Báðar vélarnar komu niður á ísi lögð vötn í Suður-Svíþjóð. hefðu getað orðið meiri, en aðalatriðið er, að reynt verð- ur að sjá svo um að þetta verði raunhæfar kjarabætur. E. t. v. reyna kommúnistar að hindra að svo verði með því að æsa aðra til að heimta sömu eða meiri hækkanir, eins og þeir gerðu í fyrra. En verkamenn munu vissulega taka eftir því. hvort sú verð- ur raunin. Jovanka kona Titos. Tító forseti með svuntuna. Segir Grotewohl af sér? Berlín, 21. jan. — NTB—AP. HAFT er eftir áreiðanleg- um heimildum í Austur- Berlín, að forsætisráðherra A-Þýzkalands Otto Grote- wohl muni segja af sér em- bætti innan skamms, vegna heilsubrests. Herma fregnir að Grotewohl hafi lengi þjáðst af magasjúkdómi og blóðrás hans sé í ólagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.