Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.02.1963, Blaðsíða 1
24 sídur 50 árgangur 27. tfol. — Laugardagur 2. feforúar 1963 Prentsmíðja Morgunfolaðsins Kanada- Ottawa, Kanada, 1. feb. (AP). HARÐAR umræður urðu í dag í Neðri deild Kanadaþings um ágreining stjóma Bandaríkjanna og Kanada um varnarmál. Doug las Harkness varnamálaráðherra lýsti því yfir að gagnrýni Banda- ríkjanna breytti á engan hátt varnarmálastefnu Kanadastjóm- nr. Stjómarandstaðan gagnrýndi Diefenbaker forsætisráðherra harðlega fyrir að stefna hans í □- Síðustu fréttir Ottawa, Kanada, 1. febr. (AP. JOHN Diefenbaker ræddi í dag við George Vanier ríkis- stjóra að loknum þingfund- um. J»ær ályktanir hafa verið dregnar af viðræðunum að hugsanlega hafi hann í hyggju að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga. Neitaði Diefenbak- er að fundinum loknum að ræða málið við fréttamenn. Stjómarandstaðan ásakar Diefenbaker fyrir að gefa ekki skýrsiu um stefnu Kanada varðandi kjamorku- mái, og segir að með því hafi hann beinlíis verið orsök bandarísku gagnrýninnar. □- -□ kjamorkumálum væri óljós, og að hann hefði neitað að gefa fullnægjandi skýrslu um þau mál. Orsök umræðnanna er sú að á miðvikudagskvöld ásakaði bandaríska utanríkisráðuneytið Kanadastjórn fyrir að neita að búa eldflaugar sínar kjarnorku- sprengjum og veikja með því varnir Norður Ameriku. Framíh. á bls. 2 Macmillan í Róm HAROLD Macmillan forsætis- ráðherra Bretlands kom flug- leiðis til Rómar frá London í dag í tveggja daga opinbera heim- sókn. Ræðir Macmillan við Fan- fani forsætisráðherra og ítölsku stjómina um hugsanlegar fram- haldsaðgerðir til að tryggja Bret nm aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Fanfani var, ásamt nokkrum meðráðherrum sínum, mættur á flugvellinum til að taka á móti Macmillan, og flutti þar stutt ávarp. Sagði Fanfani að afstaða de Gaulle forseta til aðildar Breta að EBE væri ekki fyrsta hindrunin, sem lögð hefði verið á leiðina til einingar Evrópu. En handan við hverja hindrun hafa legið greiðfarnar leiðir, og hugsjónin um eiríingu Evrópu liggur nú ofar í hugum ftala og Breta en nokkru sinni fyrr, sagði Fanfani. Macmillan flutti svarræðu og sagði að erfiðleikarnir ættu að- eins að vera hvatning til enn frekari átaka til að tryggja sam- Stöðu Evrópu. Mynd þessa fékk Morgunblaðið símsenda frá Ankara í gærkvöldi, og sýnir hún slökkviliðsmenn í brakinu á aðaltorgi borgar- innar eftir flugslysið, sem varð a.m.k. 74 manns að bana. Ivær flugvélar hrapa niður í hjarta Ankaraborgar Að minnsta kosti 74 létust, um 100 særðust Ankara, Tyrklandi, 1. febr. (AP/NTB). Farþegavél af Viscount- gerð og flutningavél frá tyrkneska hernum rákust saman yfir Ankara í dag, og hröpuðu niður á aðal- torg foorgarinnar. Ekki er vitað nákvæmlega um manntjón af völdum slyss- ins, en síðustu fregnir herma að 74 hafi farizt og um 100 slasazt meira og minna. Fluigvélarnar tvær, fjögurra hreyfla Viscount, frá Mideast Airlines-félaginu, og C-47 Da- kotavél frá tyrkneska hern- um, féllu logandi niður á Ulus torgið, sem er í miðju verzlun arhverfi borgarinnar. Log- andi brak úr vélunum féll á manntfjöldann, sem var sam- an kominn á torginu og að- liggjandi götum, og inn í verzl anir og skrifstofur. Allir sjúkrabílar borgarinn- ar voru önnum kafnir við að flytja særða í sjúkrahús, og um útvarpsstöð borgarinnar var marg ítrekuð áskorun til fbúanna um að gefa blóð. Er þetta mesta flugslys í sögu Tyrklan-ds. Farjþegaflugvélin var að koma inn til lendingar í An- kara frá Nicosia á Kýpur. Voru í vélinni 11 farþegar og fjögura manna áihöfn, og fór- ust allir. f herflugvélinni voru þrír menn, sem allir létust. Þegar flugvélarnar hröp- uðu niður í umferðina, sprungu eldsneytisgeymar þeirra, og logandi eldsneytið þeyttist um allt nágrennið, brenndi þá, sem fyrir urðu, til ban-a, og kveikti í nærliggj andi húsum. Slökkvilið borgar innar og slökkvilið kersins voru um fjórar klukkustundir að ráða niðurlögum eldsins, og eyðileggingin var gifurleg. Mikill mannfjöldi safnaðist samain við Ulus-torgið, og tafði það mjög björgunar- starfið. Bandaríkjamenn hefja tilraunir neöanjaröar Dean Rusk varar Rússa við áframhaldandi hersetu á Kúbu Washington, 1. feb. (AP) DEAN Rusk utanríkisráð- herra Bandaríkjanna til- kynnti á blaðamannafundi í dag að Kennedy forseti hefði fyrirskipað að hafnar yrðu að nýju tilraunir með kjarn- orkusprengjur neðanjarðar á Nevada-auðninni, vegna þess að slitnað hefur upp úr samn- ingaviðræðum við Rússa um tilraunabann. Ráðherrann sagði að Kennedy hafi tekið þessa ákvörðun eftir að fulltrúar Rússa tilkynntu í New oYrk í dag að þeir óskuðu eftir að fresta frekari viðræðum þar til Afvopnunarráðstefnan hefst að nýju í Genf hinn 12. þ. m. Á þessum fyrsta fundi með blaðamönnum frá því fyrir jól, tók Rusk einnig fram eftirfar- andi: 1. Bandaríkjastjóm h a r m a r það að hún skuli haía hneykslað Xanadastjóm með yfirlýsingunni varð- ada. En yfirlýsinj þessi var nauðsynleg, segir Rusk, vegna opinberra umræðna í Ottawa um mál, er fram hafa komið í leynilegum viðræðum fulltrúa land- anna tveggja. 2. Ef rússneskir hermenn halda áfram að koma sér fyrir á Kúbu í stað þess að snúa heim, verða Bandarík- in að taka tii athugunar hugsanlegar aðgerðir varð- andi þá aðvörun forsetans að ekki verði unað við langvarandi hersetu Rússa á eyjunni. Rusk sagði að seta rússnesku hermannanna á Kúbu væri mál, andi kjarnorkustefnu Kan- er varðaði öll ríki Norður- og Suður-Ameríku og ekki sfzt Bandaríkin. Sagði ráðherrann að Rússar hiefðu ekki ákveðið nein tímatakmörk fyrir því hvenær þeir flyttu hermenn sina frá Kúbu, en hinsvegar hafi Kenn- edy forseti gefið í skyn hinn 20. nóvemiber sl. að hermennirnir yrðu fluttir á brott „innan tíð- ar“. Smíði nýrra hermannaskála á Kúbu, sagði Rusk, benda ekki til þess að „innan tíðar“ þýði sama og fljótlega. Framlh. á bls. 2 20 ár frá Stalingrad Volgograd, 1. febr. (NTB) HINN 31. janúar 1943 gafst þýzki marskálkurinn Friedrich von Paulus upp við Stalingrad. Var tuttugu ára afmælis upp- gjafarinnar minnzt við hátíðlega athöfn í dag að viðstöddum her- foringjum og hermönnum, sem þátt tóku í orustunni um borg- ina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.