Morgunblaðið - 02.02.1963, Side 12

Morgunblaðið - 02.02.1963, Side 12
12 MORCVNBLAÐIÐ Laugardafur 2. febrúar 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson, Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrdr f>órðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstraeti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakio. ÞEGAR HERÓDES OG PÍLATUS SAMEINUÐUST Wegar Viðreisnarstjómin var mynduð var það höfuð- takmark hennar að bægja frá því hruni, sem yfir vofði og var óhjákvæmileg afleiðing verðbólgustefnu vinstristjóm arinnar. Stjórnin setti sér það markmið að koma á jafnvægi í íslenzkum efnahagsmálum og leggja grundvöll að fram- förum og uppbyggingu í þjóð félaginu. Til þess að ná þessu tak- marki þurfti fyrst og fremst að skera fyrir rætur verð- bólgumeinsins, en það var hið stöðuga og óheillavænlega kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem hafði skap- að verðbólgu, fellt gengi ís- lenzkrar krónu, eyðilagt láns- traust þjóðarinnar út á við og inn á við og leitt hana fram á það „hengiflug“, sem vinstri stjórnin skildi við hana á. Viðreisnarstjómin sagði þjóðinni það hiklaust, að nú yrði að stinga við fótum. Hún gerði nauðsynlegar ráðstaf- anir til þess að bægja hinu yfirvofandi hruni frá, stöðva kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags og leggja grundvöll að blómlegu og þróttmiklu athafnalífi. Allir viti bornir menn í hinu íslenzka þjóðfélagi vissu, að þetta var það, sem varð að gera. Viðreisnar- sjómin hafði manndóm og kjark til þess að segja þjóð- inni sannleikann. Og yfir- gnæfandi meirihluti Islend- inga var stjóminni þakklátur fyrir viðreisnarráðstafanir hennar. En leiðtogar stjómarand-. stöðunnar, kommúnistar og Framsóknarmenn, sem átt höfðu ríkastan þátt í afglöp- um vinstri stjórnarinnar, vom allt annars sinnis. Þeir ákváðu að reyna eftir fremsta megni að' torvelda viðreisn- ina. Sterkasta vopnið í hendi þeirra gegn henni var hið mikla vald verkalýðsfélag- anna. Þess vegna sameinuð- ust þeir Heródes og Pílatus, Moskvumenn og ' peninga- furstar SÍS, um niðurrifsað- gerðir. Þeir sneru bökum sam an innan verkalýðssamtak- anna og gripu til verkfalls- vopnsins. Þetta vopn hafa þjóðfylkingarmenn haft á lofti sl. -tvö ár. Afleiðingar þess em þær, að í stað þess að launþegar fengju eðlileg ar kjarabætur í samræmi við aukna framleiðslu og bættan þjóðarhag með friðsamlegum hætti, hefur hvert verkfallið á fætur öðm dunið yfir. Af þessu leiddi m.a. óhjákvæmi- lega breytingu á gengi ís- lenzkrar krónu á árinu 1961. Á árinu 1962 og nú á hinu nýbyrjaða ári hefur einnig verið teflt á tæpasta vaðið með kauphækkanir. SAGÐI ÞJÓÐINNI SANNLEIKANN Það hefur jafnan verið stefna Sjálfstæðisflokks- ins að launþegum bæri hækk að kaup og bætt kjör þegar framleiðslan eykst og arður- inn af starfi þjóðarinnar verð ur meiri. En sú saga er marg- sögð að kauphækkanir, sem ekki eiga sér stoð í fram- leiðsluaukningu skapa enga kjarabót heldur þvert á móti verðbólgu og kjararýmun. Vinstri stjómin varð sjálf- dauð á miðju kjörtímabili vegna þess að hana brast manndóm til þess að segja þjóðinni sannleikann um ,á- hrif kaupphlaupsins milli kaupgjalds og verðlags. Hún átti heldur engin sameiginleg úrræði til þess að standa gegn voðanum. Viðreisnar- stjómin hefur haft allt annan hátt á. Hún hefur sagt þjóð- inni sannleikann og hún hef- ur einnig haft manndóm til þess að gera nauðsynlegar gagnráðstafanir gegn upp- lausnarstefnunni. Þess vegna hefur hún nú senn lokið heilu kjörtímabili með þeim á- rangri, að efnahagur þjóðar- innar hefur blómgazt, al- menn velmegun ríkir í land- inu og þjóðin horfir björtum augum til framtíðarinnar, þrátt fyrir þá hættu, sem verkfallsstefna Moskvu- manna og peningafursta SÍS hefur leitt yfir hana. EFTIRMAÐUR GAITSKELLS Orezki Verkamannaflokkur- " inn varð fyrir miklu á- falli við fráfall leiðtoga síns, Hugh Gaitskells. Honum hafði á síðustu ámm tekizt að sameina hin stríðandi öfl inn- an flokksins og skapa sér vin- sældir og álit sem traustur og ábyrgur stjórnmálamaður og mikill leiðtogi. Margir töldu, að sigurhorfur Verkamanna- flokksins í næstu kosningum, sem fram eiga að fara í lok þessa árs eða á næsta ári væru nú betri en nokkm UTAN UR HEIMI Monroviu-ríkin senda rannsúknarnefnd til Togo Fyrir síkommu komu utan* ríkisráðherrar nokkurra Af- rikurdkja — Monroviuríikj anna svonefndu — til fundar í Lagos, höfuðborg Nágeríu. Umræðuefni fundarins var byltingin í Togó, sem gerð var 14. jan sl., hugsanle.gar atfleiðingar byltingarinnar og afstaða einstakra þátttöku- ríkja til nýju stjórnarinnar unidir forsæti Grunitzky. Á þessum fundi var siú sam- þykkt gerð, að Monroviuríkin í heild Skyldu ekki viður- kennia nýju stjórnina, en ein- stökum ríkjum vaeri í sjálfs- vald sett að taka þá atfstöðu til hennar, er fram í sækti, er þau teldu réttasta. Ákveðið var að sencta nefnd skipaða fulltrúum frá ná- grannaríkjunum, Nígeríu, Da- homey og Efri-Volta, tiil þess að rannsaka morðið á Olym- pio, forseta Togo, og vinna að skýrslugerð um ástandið í landinu. Tvær sendinefndir frá Togo komu til fundarins í Lagos, önnur fyrir hönd stjórnar Grunitsky, hin fyrir stuðnings menn hins látna forseta. Báðar gerðu kröfu til að vera viðurkenndar löglegir fulltrúar landsins og segir dag blaðið „Daily Times“ í Lagos, að fyrrv. heiibrigðismálaráð- herra Togo, Theoþhilous Mally hatfi grátið fögrum tárum, er hann skýrði fyrir fundarmönn um, hvernig byltingarmönn- hefði farizt við íorsetann og stjórn hans. Umræðurnar í Lagos urðu mjög harðar og stóðu fundir fram á nótt. Þar skýxði utan- ríkisráðherra Líberíu m..a. frá því, að Tubman forseti hefði kallað heim sendiherra sinn í Lome, höfuðborg Togo. Þar sinni fyrr, síðan flokkurinn missti meirihluta sinn í kosn- ingunum 1951. En þessar sig- urhorfur hafa rénað verulega við fráfall Gaitskells. Flokk- urinn á að vísu ýmsa dug- andi hæfileikamenn í röðum þingmanna sinna. En enginn þeirra er eins þekktur eða vinsæll og hinn látni formað- ur. Þeir sem helzt koma til greina tilheyra ýmist hægri eða vinstri armi flokksins og eiga þannig óhægra um vik að sameina hin andstæðu öfl innan hans en þeir Clement Attlee og Hugh Gaitskell. Ekkert verður að sjálf- sögðu fullyrt um úrslit næstu þingkosninga í Bretlandi. En ýmislegt bendir til þess að fráfall Gaitskells og hin harkalega framkoma de Gaulles gagnvart núverandi ríkisstjórn Bretlands geti stuðlað að því, að íhaldsflokk urinn haldi áfram meirihluta þeim, sem hann hefur haft í Bretlandi sl. 12 ár. Yrði þa$ þó að teljast mjög óvenju- legt ef stjórnarflokkur ynni k þriðju almennar þingkosn- ingarnar í röð. var einnig Skýrt frá svari U Thants, framkv.stj. SÞ við þeirri málaleitan forsætisráð- herra Nígeríu, að samtöikin gengust fyrir rannsókn á miorði Olympios. Taldi U iMi msfgggm Theophilous Bally, fyrrv. heilbrigðisráffherra í Togo Thant samtökin ekki geta blandað sér í mál þetta, að svo stöddu. XXX Monroviu-ríkin, eru svo köll uð atf ráðstefnu 19 Afríkuríkja er haldin var dagana 8.—13. maí 1901. Þátttökurí'kin voru 12 fyrrverandi fransikar ný- lendur, sem ýmist eru enn í franska samveldinu eða hafa mjög nána samvinnu við Frakka — það eru Cameron, Mið-Atfriku-lýðveldið Chad, Congo (fyrrum frahska), Da- homey, Gaboon, Fílabeins- ströndin, Madagasear, Mauri- tania, Níger, Senegal og Volta. Ennfremur tóku þátt í ráð- stefnunni sjó „óháð“ ríki: Eþí- ópía, Líbería, Nígería, Sierra Leone, Somali, Togo og Túnis. Ráðstefnan var haldin að frumkvæði Líberíu, Nígeríu, Fílabeinsstr. Cameroon, Togo, Guineu og Mali, en síðar neit- uðu tvö síðasttöldu ríkin að ta'ka þátt í henni á þeirri for- sendu, að afstaða þeirra og annarra aðildarríkja til Kongo málsins væri svo gersamdega andstæð. Þessi ákvörðun Gu- ineu og Mali er talin hafa verið runnin undan rifjum stjórna Ghana og Arabiska sambandslýðveldisins, sem höfnuðu þegar þátttöku í Mon roviuráðstefnunni. Marocco hafnaði þátttöku, að þvi er virðist vegna þess, að Maur- itaníu var boðin þátttaka, en sem kunnugt er gerir stjórn Marocco kröfu til yfirráða í Mauritaniu. Að Monroviuráðstefnunni lokinni gáfu ríkin út sameigin lega stefnuyfirlýsingu á ýms- um málum Afríku; í fyrsita lagi yfirlýsingu í fimrn liðum um mál, er Vörðuðu réttindi Af- ríkuríkja sameiginlega og hvers ' ríkis álfunnar gagn- vart öðru — í öðru lagi varð- andi einstök ríki, S-Afríku, Kongo og Alsir — og loks kjarnorkuvopnatiirauríir og menntamál. Dr. Kwame Nkrumah, for- seti Ghana, gagnrýndi mjög yfirlýsingar Monroviuráðstefn unnar, sem hann sagði beint gegn Casablanca-ríkjunum 6 — en í raun og veru lá aðal- ágreiningur þessara ríkjahópa fyrst og fremst í afstöðunni ,til Kongo-málsins. Casablanca-ríkin studdu öll flokiksmenn Lumumba, en Monrovia-ríkin tóku afstöðu með Kasavubu forseta. T æknifræoinám Blaffinu hefur borizt eftirfar- andi athugasemdir frá Tækni fræffingafélagi íslands varffandi Tækniskóla á íslandi. Tæknifræðingafélag íslands fagnar því 1 að hæstvirtum menntamálaráðherra skuli vera ljós þörf þjóðfélagsins fyrir stór auknum fjölda tæknifræð- inga. Tæknifræðingafélag íslands fagnar því að spurningin um möguleika íslendinga á tækni- fræðimenntun, skuli hafa verið tekin fyrir hjá menntamálaráðu neytinu og að vænta megi að- gerða í þessu mjög svo þýðingar- mikla máli á næstunni. Tæknifræðingafélag íslands telur að spor hafi verið stigið í rétta átt á síðastliðnum vetri með samþykkt Alþingis á þings ályktunartillögu Eggerts G. Þorsteinssonar alþingismanns um undirbúningsnámskeið til tæknifræðimenntunar, enda þótt hún hafi enn eigi komið til fram kvæmda. Undir yfirumsjón mennta- málaráðherra hafa tveir opin- berir skólar, Iðnskólinn í Reykja vík og Vélskólinn í Reykjavík, á síðastliðnu hausti auglýst „skóla“ til undirbúnings þeim er hyggjast hefja Tækninám er- lendis, þrátt fyrir skýlaus fyrir- mæli Alþingis um að samráð skuli haft við Tæknifræðinga- félag íslands um framkvæmd þessa máls, hefir oss enn eigi bor izt ósk þar um. Menntamálaráðherra dr. Gylfi Þ. Gíslason skýrði frá í Alþýðu- blaðinu 26. þ.m. að nefnd skip- uð af menntamálaráðuneytinu hafi samið frumvarp að lögum um Tækniskóla & Islandi, og ekki verður annað séð á grein- inni en að átt sé við Tækni- fræðiskóla. Ekkert samráð hefir verið haft við Tæknifræðinga- félag íslands um þetta mál. Síðan Tæknifræðingafélag ís- lands var stofnað fyrir tæpum þrem árum, hefir það starfrækt upplýsinga- og leiðbeiningaþjón ustu fyrir þá menn er hug hafa á að leggja fyrir sig tæknifræði- nám. Þetta hefur borið þann á- rangur, að nú eru nálægt því jafnmargir ungir menn við tæknifræðinám erlendis og heild artala tæknifræðinga var hér á landi fyrir þrem árum, þegar félagið var stofnað. Tæknifræðingafélag Islands mun af áhuga fylgjast með fram vindu þessa mikla nauðsynja- máls og þót menn séu ekki að öllu leyti sammála um leiðir má það á engan hátt verða til þess að spilla málinu í byrjun. \

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.