Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.02.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 13. febrúar 1963 MORGVN BLAÐIÐ 23 Halina Czerny-Steíanska Afkomandi Czernys ■ ■ ■ ■ i■ r ■■■ m r í KVÖLD os annað kvöld heldur pólska listakonan Halina Czerny Stefanska Chopin-tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins. Hún er í hópi snjöllustu píanó- leikara Póllands og hefur unnið sér mikinn orðstír bæði heima fyrir og erlendis, einkum fyrir túlkun á verkum landa síns, Fr. Chopins. Blaðamenn fengu tækifæri til eð spjalla stundarkorn við Czemy-Stefanska á heimili Ragn ars Jónssonar í Smára í gærdag. IHún er, eins og nafnið bendir til, afkomiandi Karls Czernys, hins fræga nemanda Beethovens og kennara Franz Liszts. Allir sem læra að leika á píanó kom ast fljótt í kynni við hiinar vanda sdmu píanóæfingar hans: Czerny- æfingiarnaæ. Halina Czerny-Stefanska er tfæctd í Krakow og var faðór I Ihennar kennari við tónlistarhá- skólann þar og hennar fyrsti kennai-i. Eiginmaðuir hennar er einnig prófessor við sama tónlistarhá- skóla. Fimm ára gömul hóf Ha.1- ina píanónám: „Eg v-ar aðeins tfjögurra ára, „og skömmu síðar spurði kennarinn mig hvoirt ég gæti ekki spilað á píanó fyrir diarisi. Það var upphafið.“ Hún sagðist hafa verið í dansskóla til 12 ára aLdurs og fengið tilsögn í balLett, þjóðdönsum og fleiri dans greinum. Hún hefði afar gaman af þjóðlegri músík og taldá ,að dansnámið hefði átt sinn þátt í að skerpa tilfinningar sínar fyrir hlj ómfallinu í t.d. pólónesum og marsúrka. Czerny-Stefanska sagðist ein- göngu leika á pianó og hefði ekki lagt stumd á aðrar tónlistargrein ar. Hún er Litið hrifin af nútíma músík ,og heldur sig aðallega við verk gömlu meistaranna, svo sem Mozart og Beethoven sem hún hefur miklar mætur á. Hún sagði að i heimalaindú sinu væri Mtið um það að menn semdu píanó- verk; yngri tónskáldin fengjust yfirleitt við hljómsveitairverk og kammermúsík. Halina Czerny-Stefanska er mjög víðförul kona. Tíu ára göm I ul varð hún sigurvegari í Alfred Cortot-keppninni, sem gerði henni kleift að fara til Baiúsar og stunda nám við Ecole Normale hjá framúrskarandi kennurum. j Og árið 1949 vann hún fyrstu verðlaun í hinni IV alþjóðlegu Chopin-keppni. Sama ár fór húnj í hljómleikaför til London og síðan rak hver ferðin aðra: hún lék I Baríis, Vin,/Briissel, Moskvu, Brag, Búdapest, Haag, Stokk- hólmi, Osló, Kaupmannahöfn og hefur leikið víðsvegar um Banda ríkin, Kína og Japan. Hingað kemur hún frá Kaupmannaihöfn og fer aftur á laugardaginn til Amsterdaim, þaðan til Þýzka- lands, Austurríkis og svo Japans. • Chopin-verkin, sem Halina Czerny-Stefanska flytur á hljóm leikum TónlistarfóLagsins nú í Austurbæjarbíói eru Bólónesa nr. 1 og 2, op. 26, fjórar Ballötur og 24 prelúdiíur, op. 28. Þ-ess má geta, að flygiLLinn í Háskólabiói hefur verið fenginn að láiý fyrir þessa tónleika, og er búið að flytja ha.nn inn í Austurbæjair bíó. — Höfum annab... Framh. af bls. 24. — Varðskipið Þór. Hann ikom aLLt í einu siglandi upp • að ökkur, var engu líkara en hann lægi yfir ferðum okkar. Svo var eins og hann væri ánægðuir, þegar hann var bú- inn að ná okkur. Það voru fieiri bátar þarna að togveið- um og grynnra en við. Eg er síður en svo að hlakka yfir þvi að þeir séu teknir, en okkur virðist sem það nægi land- helgisgæzlunni að ná okkur. FYRRVEBANDI forsætisráð- herra Iraks, Abdul Karim Kassem, lifði í stöðugum ótta við stjómarbyltingu í landinu. Allt frá því hann brauzt til valda í júlí 1958 þar til liann var tekinn af lífi síðastUðinn laugardag gat hann daglega bú izt við að verða fyrir skotum launmorð'ingja. Og múgurinn í Bagdad, sem eitt sinn hyllti hann sem ákafast, hafði snúið við honum hakinu. Kassem þekkti bezt sjálfur hvað bylting er. Hann stóð fyr ir byltingunni 1958, en þá voru Feisal II. írakskonungur, Abdul Ilah krónprins, Nuri as- Said forsætisráðherra og fleiri forustumenn landsins líflátn- ir. Kassem (t. h.) og Aref, núverandi forsætisráðherra, eftir byltinguna 1958. Kassem lifði í stöðupn ótta Stefna byliingarstjómarinnar í Irak EKKI KOMMÚNISTI. Þótt einkennilegt megi virð ast var bylting Kassems, eins og byltingin um síðustu helgi, talin gerð m. a. í þeim tilgangi að tryggja nánara samstarf við Nasser forseta Egyptalands og við Arabiska sambandslýðveld ið. En þau tengsli stóðu ekki lengi. Litið var svo á um tíma að Kassem hefði nána samstöðú með kommúnistum. Ekki var hann þó sjálfur kommúnisti, og erfitt að skilgreina stjórn málaskoðanir hans. Auðveld ast er að skilja Kassem ef lit ið er á hann sem mann, er reyndi að fara með stjórn í einu þeirra ríkja heims, er erfiðast er að stjórna. írak býr yfir miklum náttúruauð- æfum, þar er nóg vatn og land flæmi og dugmikið og gáfað fólk. En þetta er tilbúið ríki, sem Bretar mynduðu fyrir að eins 40 árum. Hin opinbera nafnbót Kass ems var „hinn eini og sanni leiðtogi íraks“. En hann hélt völdum eingöngu með því að tefla andstæðingum sínum hvorum gegn öðrum. Einn af fyrri samstarfsmönnum hans, sem hlaut menntun sína í Bretlandi, gefur þessa lýsingu á stjórn Kassems: Hugsið ykk ur að Montgomery marskálk- ur stjórnaði Englandi, þá fáið þið einhverja hugmynd um hverskonar ringulreið við átt um við að búa. UMKRINGDUR LÍFVERÐI. Kassem var 48 ára, ókvænt- ur, og virtist gagntekinn af metorðagirnd. Hann sagði svo sjálfur frá að hann hefði unn ið að undirbúningi byltingar innar 1958 í 24 ár, allt frá því hann var ungur liðsforingi í íraksher. Eftir að hann náði völdum, bjó Kassem í varnarmálaráðu neytinu, umkringdur öflugum lífverði. Sagt er að hann hafi aðeins sofið þrjár til fjórar stundir á nóttu, oftast í hörðu hermannarúmi í skrifstof- unni með hríðskotabyssu sér við hlið og lífvörðinn á næstu grösum. ÖRLöG KASSEMS. Þegar byltingin var gerð á föstudagsmorgun, var Kassem að vanda staddur í varnamála ráðuneytinu. Bandarískur arkitekt, Beter Morton, kom á sunnudag til Líbanon frá Bagdad, og hefur hann skýrt frá endalokum Kassems. Hann var staddur á flugvellinum kl. 9,30 á föstudagsmorgun, þegar orrustuvélar úr flughernum gerðu loftárás á varnarmála- ráðuneytið. Segir Morton að vélarnar hafi gert um 60 árás ir á ráðuneytið, og hafi það verið hrikaleg sjón að sjá. Um 1500 manna lífvarðarsveit var í ráðuneytinu, og um kl. 17,30 gáfust 600 þeirra upp, en hin- um mun flestum hafa tekizt að komast undan. Kassem og nokkrum af nánustu fylgis- mönnum hans tókst þó að verj ast áfram fram á aðfaranótt laugardags, en voru þá teknir höndum. Um hádegið á laug- ardag voru Kassem og þrír samstarfsmenn hans dregnir fyrir herrétt og dæmdir til dauða og skotnir nokkrum mínútum eftir dómsuppkvaðn ingu. - XXX ---- Til aS sannfæra fylgismenn Kassems um að hann væri látinn, lét byltingarstjórnin sjónvarpa myndum af líkun- um fjórum, og eru sjónarvott- ar sammála um að þar hafi lík Kassems verið. Hafði einn af foringjunum í byltingarhern- um gripið í hár Kassems til að snúa andlitinu betur að mynda vélinni, svo ekki hafi verið um neitt að villast. (JTAN ÖR HEIMI — Og þú varst með skipið að þessu sinni, þótt skipstjóri sé jafnan Kristján bróðir þinn? — Já, ég var með hann núna. — Hvar var Kristján? — Hann var veikur. — Hainn hefiir þá verið í landi? — Nei, hann var um borð og rólfær, en var hinsveigar það veikur að hann gat ekfki sofið og vissi skipsihöfnin það vel. — Hafði þið landJbækistöð, eða íbúð í Vestmannaeyjum? — Nei, það höfum við ekki, — Og varst þú skráður skip stjóri? — Nei, við létum ekki um- skrá á skipið þótt ég væri með það í þessum túr. — Hvar taldir þú ykfcur vera, er þið voruð teknir? — Eg taldi okfcur utan við liínu, en vissi þó að við værum nálægt henni. Við ætluðum okikur efcki að fara innfyrir, en toga eins nálægt línunni og fært væri. — Og þetta er í þriðtja sinn á skömmum tírna? — Já, við lentum tvisvar í þessu í síðustu viku og svo vorum við búnir að vera úti í sólarhring, þegar þeir náðu okkur í þriðja sinn. Það er helvíti snúið að fá ekki að bjarga sér. Við höfum annað að gera en að vera að elta varð skipin til haÆnar. Maður verð ur vist að fara í land og reyna að tó sér vinnu þar. Annars hef ég 8 manna fjölskyldu og þvi nóg með það að gera sem ég afla mér. — Hvað heldurðu um dóm inn? Hefir það áihrif á hann að þetta er nú í þriðja sinn, sem báturinn Lendir í þessu? — Það gietur svo farið að Kristján verði dæmdur, þótt ég væri skipstjórinn. Og það verður sjálfsagt þungur dóm ur. Hann missir þá sjálfsagt réttindin og fær tugtihús. — Voruð þið lengi búnir að vera á togveiðum, þegar þdð voruð fyrst teknir? — Nei, það var annar túr inn. Það er orðið nær ómögu legt að tó menn á net eða linu. Við láturn samtali þessu lokið við Björn Gústafsson. Hann var að sjálfsögðu ekfci sérlega glaður yfir þessu mádi þótt hann svaraði greiðlega öllum spurningum okkar. SKEMMTIR HEIMDALLUR F.U.S. í SJÁLFSTÆDISHÚSINU skemmtir unga FÓLKIÐ SÉR— HINN VINSLI E U G E N T J A M E R SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ er í kvöld opið ungu fólki — Enginn aðgangseyrir — Capri-kvintett Söngkona: Anna Vilhjálms.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.