Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 8
8 *# n p r. n y b L 4 Ð l Ð t.augardagur 16. febrúar 1963 Breytt um stefnu? Kjarabætur án verkfaila EINAR Olgeirsson hefur manna bezt útlistað það, í umræðum á Alþingi, að kaupmáttur launa hafi lítið eða ekki aukizt hér á landi síðasta hálfan annan ára- tuginn. Hversu nákvæm sú stað hæfing er, verður ekki fullyrt hér, en öllum er ljóst, að þær gífurlegu kauphækkanir, sem orðið hafa á þessu tímabili, hafa ekki komizt nálægt því að færa launþegum samsvarandi kjara- bætur. Þetta er harður dómur um þá forystu, sem verkaýðshreyfingin hefur búið við, en jíví miður réttur. Sú stefna hefur verið nokkurn veginn allsráðandi hjá öflum með úrslitavald inn#n verkalýðshreyfingarinnar að knýja fram með góðu eða illu sem mestar kauphækkanir í krónutölu. í þessu sambandi hef ur ekki verið um það spurt, hvort efnahagslegur grundvöllur væri fyrir slíkum hækkunum, enda tómlæti verkalýðsforystunn ar gagnvart þessu undirstöðu- atriði allrar kjarabaráttu svo al- gjört, að ekki örlar enn á nejnni fræðslustarfsemi um efnahags- mál á vegum verkalýðssamtak- anna . Margendurtekin reynsla hefur fært launþegum heim sanninn um það, að kjarafoarátta undan- farinna ára hefur ekki verið rekin með hagsmuni þeirra fyrir augum. Dæmi um þetta eru öllum í fersku minni og nægir að benda á verkföllinn 1961 og 1955. í>að hefur t.d. verið reiknað út, að til þess að bæta upp í krónutölu raunverulegt tap af verkfallinu 1955, hafi verkamenn þurft að vinna 4 ár. Á þeim tíma höfðu kauphækkanir auðvitað leitt af sér verðhækikanir, svo tjónið var í reyndinni miklu meira. Stórverkföllin tvö, sem hér hafa verið nefnd, taka af öll tvímæli um þann tilgang, sem fyrir pólitískri forystu verkalýðs hreyfingarinnar hefur vakað. Markmiðið er ekki kjarabætur launþegum til handa, heldur stjórnmálaleg völd. Verkföllin 1955 voru gerð í því skyni að ryðja brautina fyrir vinstri Framhalu á bls. 17. Úiíkt höfumst viö að FÁTT hefur vakið meiri athygli í seinni tíð, en sýndarástæður þær, sem kommúnistar og fram- sóknarmenn beittu fyrir sig á aðalfundi Fulltrúaráðs verkalýðs- félaganna í Reykjavík, er þeir gerðu tilraun til þess að kljúfa þessi samtök og gengu af fundi, þegar þeir sáu, að þeir voru í miklum minni hluta þar. fylkingarmanna I Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna. I’jóðfylkingarmenn ganga af Fulltrúaráðsfundi ánægðir yfir »,einipgar“-starfi sínu. Fræðslunámskeið um atvánnu og verkalýðsmál 1 V Ávarp EITT af aðaleinkennum lýðræðis- skipulagsins eru frjáls og óháð félagasamtök, sem saman standa af einstökum stéttum eða starfs- hópum og hafa þann tilgang að vinna að bættum kjörum og auk- inni ir.’.nningu þeirra félaga, er samtökin skipa. Síða sú, sem nú hefur göngu sina í Morgunblaðinu undir heit- inu: „Verkalýðs- og vinnumál" hefur þann megin tilgang, eins og nafnið gefur til kynna, að vera vettvangur þeirra manna, eir starfa í stærstu skipulöguðu félagasamtökum landsins þ.e.a.s. launþegasamtökunum. Á síðu þessari verður leitazt við að kynna þessi þýðingar- miklu samtök, skipulag þeirra og starfsemi. Segja frá því sem efst er á baugi í hagsmunamálum. launþega hverju sinni og reyna að gefa nokkra mynd af þeim störfum, sem innt eru af hönd- um í atvinnulífi þjóðarinnar. Þeir sem standa að útgáfu þess arar síðú gera sér fulla grein fyrir því að efnið er ótakmark- að, en möguleikar til birtingar á fjölbreyttu efni takmarkaðir, þar sem aðeins er um að ræða eina síðu, sem ætlast er að kon’.i út öðru hverju. En það er fastur ásetningur þeirra sem að útgáf- unni standa, að gera síðuna þann ig úr garði, að hún gefi ávallt sem réttasta mynd af því, sem ear að gerast á vettvangi verka- lýðs- og vinnumála og verði þeim málstað til eflingar innan samtakanna, sem vill sterk, frjáls og óháð launþegasamtök. Ritnefnd. Raunveruleg ástæða var aug- ljós. Meiri hlutinn, lýðræðissinn- ar, veitti verzlunar- og skrifstofu- fólki endanlega viðurkenningu á fullum réttindum þess innan verkalýðshreyfingarinnar. Reiði þjóðfylkingarmanna beindist fýrst og fremst að þeirri stað- reynd, að þessi samtök geta á næstu árum haft úrslitaáhrif um það, hvort þjóðfylkingin heldur meiri hluta innan ASÍ eða ekki. Sýndarástæðan, sem þessir starfsmenn beittu var „leyni- plagg“ í „skjalasafni" Alþýðu- sambandsins. Mun plagg þetta vera uppkast að reglugerð um starf og stjórn fulltrúaráðsins frá árinu 1943. Ekki þótti kommún- istum meira til plaggsins koma er þeir stjórnuðu bæði A.S.Í. og fulltrúaráðinu, en svo, að eftir annari reglugerð var farið, ná- kvæmlega þeirri sömu og núv. meirihluti fer eftir. Á síðasta A.S.Í. þingi urðú full- trúar lýðræðissinna að beygja sig undir hnefarétt hins ólöglega meiri hluta þjóðfylkingarmanna. Sá „meiri hluti“ var fenginn með því að svipta stóran hlut þing- fuiitrúa atkvæðisrétti og veita „fulltrúum“ atkvæðisrétt, þótt þeir hefðu hvergi verið kosnir til slíkx, nema á flokksskrifstofum kommúnista og framsóknar- manna, auk fjölda fulltrúa, sem auðsjáanlega höfðu tekið þinga- feil, og lent á ASÍ þingi í stað Búnaðarþings. Undir þessum og öðrum mis- gjörðum sátu lýðræðissinnar á síðasta A.S.Í. þingi. Þeir gengu ekki á dyr, þótt ástæða væri ærin, til þess að óvirða ekki samtökin. Þeir lýstu hins vegar yfir, að ákvarðanir þingsins og stjórnar- kosning væri ólögmæt í ljósi framangreindra staðreynda, enda munu fáir verða til að efa að svo sé. Það er lærdómsríkt að bera saman afstöðu lýðræðissinna á þingi A.S.Í. og framkomu þjóð- EINS og frá hefur verið skýrt gangast Verkalýðsráð Sjálfstæðisflokksins og Málfundafélagið Óðinn fyrir námskeiði um atvinnu- og verkalýðsmál, sem standa mun næstu vikur. Til námskeiðs þessa hefur sérstaklega verið vandað og mun óhætt að fullyrða, að það sé fjölbreyttasta námskeið sinnar tegundar, sem hér hefur verið haldið. Flutt verða 16 fræðsluerindi af hinum færustu mönnum, leið- beint verður um framsögn og ræðumennsku og“ ennfremur verða málfundaæfingar. Námskeiðið verður haldið í Valhöll við Suðurgötu og hefst máinudaginn 25. þ.m. kl. 8,30 eJh. Þátttaka tilkynnist fyrir 21. þ.m. í sima 17100 eðal7807. Einar Pálsson, leikstjóri, leið- beinir um fram- sögn. -N ' Þessir menn munu flytja erindi á námskeiðinu: Magnús Jónsson, alþm.: Um ræðu- menn.sk u. Pétur Sigurðs- son, alþm.: Vinnulöggjöf in. Bjarni Benedikts son, dómsm. ráð herra.: Stjórnmálavið- horfið Birgir Kjaran, alþm.: íslenzk stjórn- mál 1918—1944. Sveinn Björns- son, verkfr.: Kjarabætur, framleiðni og hagræðing. Samstarfsnefnd- ir og kerfisbundið’ starfsmat. Gunnar Helga- son, form. Verka lýðsráðs: Starf og skipu- lag verkalýðs- samtakanna. Magnús Óskars son, lögfr.: Fundasköp og fundastjorn. Þórlr Einarsson, viðskiptafræð- ingur: Launagreiðslu- kerfi og hagur launþega. Bjarni Br. Jóns son hagfr.: Þró- un þjóðarfram- leiðslunnar. At- rinnutekjur laun þega og tekju- skiptingin. Kristján Guð- laugsson, verzl- unarmaður. Nýjar lejðir í verka- Guðjón Hansen tryggingafr.: Tryggingamál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.