Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.02.1963, Blaðsíða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ ■Laugardagur 16. febrúar 1963 7PATRICIA WENTWORTH: KEMUR / HEIMSÓKN í fyrstunni áttaði hann sig ekki á þessu. Hún stóð þarna þögul og hann hélt enn takinu á henni. Hann átti sjálfur í stríði við sínar eigin tilfinningar og átt bágt með að hafa stjórn á þeim. En þá féll eitt heitt tár á únlið hans. Hann sleppti takinu á henni og snerti andlit hennar með hendinni, og höndin varð vot af tárum hennar. Hann dró hana að sér og kyssti hana og hún kyssti hann á móti, ekki ró- lega, heldur með ástríðu og á- kafa. Ef þetta var eina tækifær- ið, sem þau fengju, var bezt að nota það til hins ýtrasta. í>au hefðu vel getað verið þarna alein í heiminum, og þau vissu ekki, hve löng stund leið áður en hún dró sig í hlé skjálf- andi og sagði: — Við erum brjáluð! — Nei. við erum með fullu viti, svaraði Randal March. Og það skulúm við vera áfram — og saman. — Getum við það? Hann var orðinn glvarlegur aftur og tekinn að hugsa skipu- Iega. Hann svaraði: — Já. Hún andvarpaði aftiír. — Ég veit ekki. Mér fiinst eins og ég væri komin eitthvaci langt burt — of langt. — Ég sæki þig þá bara aftur. — Það held ég ekki, að þú getir. Hún dró sig frá honum. — Randal. ... viltu segja mér eitt. .hreinskilnislega? — Ef ég get. Ég skal gera mitt bezta. •— Það bezta nægir ekki, nema það sé fullkomlega hreinskilið. Ég verð að fá að vita það. Ertu alveg viss... .um mig Ég á ekki við núna, þegar við erum svona saman, en hefurðu alltaf verið plveg viss — snemma á morgn- ana og þegar þú vaknar á nótt- unni, áður en þú hefur haft ráð- rúm til að hugsa þig vandlega um? — Já, ég hef alltaf verið al- veg viss. Það er nokkuð. sem ekki er hægt að rökræða um.... ég hef það alveg á tilfinning- unni. Hún gekk fast að honum og sagði: — Carr er í vafa. — Rietta! — Það er ekki honum að kenna. Hann langar mest af öliu til að geta verið viss. — Hann er eins og hver ann ar unglingsbjáni. Hún hristi höfuðið. — Hann reynir eins og hann getur..og það gengur um stundar sakir. En svo kemur það yfir hann aftur: Ef hún hefur gert það.... Hann segir ekki neitt, en ég veit það samt. Ef eins væri ástatt um þig, gæti ég ekki þolað það. — Það verður aldrei eins á- statt um mig..því get ég lofað þér. Hún endurtók: — Það er ekki Carr að kenna. Ég gæti alveg eins hugsað það sama um hann, en það er bara svo greinilegt, að hann heldur mig hafa myrt James. Hann spurði mig, hvers vegna ég hefði gert það. Og hann kom mér til að þvo regnkápuna. Ég er hrædd um, að það hafi ekki farið mér sem bezt úr hendi. — Þú hefðir alls ekki átt að bera það við. Hún lyfti hendi og strauk hárið á sér aftur — þessi hreyfing, sem hann kannaðist svo vel við. — Ég veit. en hitt ve:t ég ekki, hvort ég mundi gera það aftur. Þetta kpm svo snögglega og var svo hræðilegt og ég var svo hrædd um Carr. og hann hræddur um mig. Ég hefði bara átt að gera það betur. En það virtist vera helzta úrræðið, eins og á stóð, en nú verður það auðvitað til þess, að hvaða kvið- dómur sem er mundi trúa morð- inu á mig. Hann svaraði Og röddin var hörkuleg: — Vertu ekki að tala um kviðdóma. .. .það kemst aldrei svo langt. Einhver hefur myrt Lessiter og við skulum komast svo langt. Einhver hefur myrt Lessiter og við skulum komast að því, hver það var. Ef TVÖFALT EINANGRUNAR 20ára re'ynsla hérlendís SIMM1400 EGGERT KRISTJANSSON&CO HF r þú verður áhyggjufull, þá farðu og tafaðu við ungfrL. Silver. Hún getur áreiðanlega hresst þig við. Hann svaraði og röddin var vel við hana. Ekki veit ég. hvers vegna hún orkar svona á mann, en hún gerir það. Þetta er næst- um eins og að vera komin skólann aftur og finna sjálfa sig vera á rangli í einhverju ævin- týri, þar sem maður hittir gamla konu og hún gefur manni hesli- hnot, sem huliðshjálmur er fal- inn innan í. Hann hló. — Mér þætti gaman að vita, hvað Maud Silver segði, ef þú segðir henni þetta! Hún mundi sennilega setja upp meðaumk- unarbros, og svo mundi hún setja ofan í við þig fyrir að tala í 41 svona ýkjum. En hún er dásam- leg, skaltu vita. Það er viðkvæð- ið, að ef hún kemur nærri ein- hverju sakamáli, þá fari lögregl- an út úr því með pálmann í höndunum. — Er þetta satt? — Að mestu leyti. Hún er þef- vi með afbrigöum. Nei. meira en það. Hún þekkir fólk. Allt það, sem það vill fela — hvort sem það er útlit, kækir og yfir- leitt öll þessi brögð, sem við beitum, til þess að villa á okkur heimildir — allt þetla sér hún gegnum, og dæmir mann svo eftir því> sem þá er eftir. Ég man enn þessa óhugnanlegu til- finningu, sem við höfðum. þegar við vorum krakkar og höfðum gert eitthvað, sem var henni ekki að skapi.... Jafnvel ísabella, sem þó var forhertur lygari, var vön að gefast upp og fara að skaela. — Ég get nú ekki hugsað mér ísabellu fara að úthella tárum. — Nei, hún var forhert, var það ekki? En ég hef horft á þetta sjálfur. Hvað sjálfan mig snerti, vissi ég fyrirfram. að mér þýddi ekki neitt að reyna að fara bak við ungfrú Silver, og reyndi það þessvegna ekki. Mér er sama þó að ég játi, að enn hefur hún þc • sömu áhrif á mig. Rietta hló, ofurlítið skjálfandi. — Já, svona er hún. Mér datt í hug, þegar ég var að tala við hana, að ef ég hefði einhverju að leyna. hefði hún komizt að því. En í rauninni sagði ég anni ýmislegt, sem ég ætlaði alls ekki að segja. Hún gekk skref aftur á bak. — Randal, ég verð að fara. Annars verður haldið, að eitthvað hafi komið fyrir mig. xxx\ Föstudagurinn leið og hvarf í fortíðina. En áður en hann var alveg liðinn, fékk Randal March símahringingu. Eins og hverjum öðrum ástfangnum manni hefði farið, hélt hann, að þetta væri Rietta, en vissi samt sfrax. hvaða vitleysa það var að láta sér detta það í hug. Og svo kom skólafranskan hennar ungfrú Silver gegnum símann. — Mér þykir leitt að ónáða þig, en ef þér væri hentugt að hitta mig sém fyrst á morgun, þætti mér vænt um það. Ég hef átt tvö samtöl, sem ég vildi gjarna skýra þér frá. Þetta var allt og sumt, en hvorki heilsað né kvatt. Hann blístraði ofurlítið um leið og hann lagði frá sér sím- ann. Hann þekkti- sina ungfrú Silver. Þegar hún gleymdi helztu kurteisisreglum, var eitthvað al- varlegt á seyði. Hann ásetti sér að fara og hitta hana klukkan hálftiu. Ef Melling þurfti að sjá bíl lögreglustjórans aka inn um hliðið hjá frú Voycey, bjóst hann við. að Maud Silver hefði tekið það með x reikninginn og talið það ómaksins vert. Hann lauk við það, sem hann þurfti að skrifa og fór svo í háttinn og naut þeirrar náðargáfu, sem honum var léð: draumlauss svefns. En það voru aðrir, sem voru ekki svo hamingjusamir. Rietta Cray, sem lá andvaka í dimmunni, sá fyrir sér vonirnar. sem voru að' fara út um þúfur. Eldurinn, sem hafði brunnið í henni var að smáslokkna, hægt og vægðarlaust. ísköld rödd al- mennarar skynsemi var að skýrau henni frá því, hversu mjög hún mundi spilla öllum frama Rand- als, ef hún giftist honum. Það eru til bæði mögulegir hlutir og ómögulegir. Ef manni finnst það ómögulega vera mögulegt, grípur maður eftir því, og svo hlær manns eigin heimska að manni á eftir. í eina klukku- stund hafði hún haldið. að gæf- an væri innan seilingar. En nú fannst henni hún fjarlægjast aft- ur. KALLI KUREKI ■K - -K - Teiknan: Fred Harman KÓASTED ®UAIL fOZ f WZST, WE BUILD A RAMðDA BR.EAI<:FAST..MUST FOR SHELTEE. .**TKEk) VOLl UkE-UM BI&CITV HOTEL' WHATWE (50WWA PO WOW? HUMT EABBITS, AN’I'LL drvth’meat FOR JERJ<V' THEM WE STITOH TO&ETHER A \jlls- SKIk) BA&T'HOLD ENOU&H H6V/ - WATER T'SET TOU BACK ACROSS V)l WHERE'D TH'DESERT/ VOU BRIWS-ME BACK )/ VOU ©ET OH.ME FIWD-UM OUTSIDE LITTLE CAVE WHEW ME HUNT-UM (2UAIL FOR BREAKFAST/ , A SPANISH SWORD.-OR WHAT'S LEFTOF IT/ IT 1 MUST’VE BEEM LAVIM’ I THEEE ALMOST 400 VEARS. — Steiktir fuglar í morgunverð. Þetta er eins og í hóteii. Hvað gerum við næst? — Fyrst byggjum við okkur skýli úr greinum, og svo ferð þú og veiðir kanínur. — Ég fann þetta fyrir utan helns- — Svo saumum við saman skinn- skúta, þegar ég var að veiða fugla. poka til að hafa vatn í svo að við — Spænskt sverð, eða réttara sagt komumst út úr eyðimörkinni........ leifarnar af því. Þetta hlýtur að hala Heyrðu, hvar náðir þú í þetta? legið þarna nærri 400 ár. Carr Robertson svaf en dreymdi hiæðilegan draum. Hann stóð á einhverjum dimm- um stað, og dauður maður lá við fætur honum. Köld hönd snerti hann. Hann vaknaði í svitabaði. Uppi í Melling-húsinu æpti frú Mayhew upp úr svefninum. Hun hafði grátið þangað til hún gat ekki meira, en þá sofnað og dreymt, að barn var að gráta. Barnið var Cyril. Honum var kalt og hann var svangur en hún gat ekki komizt til hans. Nú æpti hún upp úr svefninum með svo aumkunarlegri rödd, að Mayhew vaknaði og kveikti á kerti. Svo æpti hún aftur, sneri sér við í rúminu og féll aftur í drauminn. Hann settist upp í rúminu við blaktandi kertaljós- ið og fannst vera kalt og tók að brjóta heilann um, hvað af þeim ætti að verða. Katrín Welby var vakandi. Eins og Mayhew, sat hún uppi í rúminu sínu. en gagnstætt hon- uril, hafði hún gert ráðstafanir til að láta sér ekki verða kalt. Það logaði á dálitlum rafmagns- ofni og gluggarnir voru lokaðir, og hún var í stoppaðri treyju af sama lit og rúmfötin. Þegar hún var svona ómáluð, var hún mjög föl. Hárið var hulið af kniplinga húfu. Hún hafði þrjá kodda við bakið og sat upprétt við þá og las — línu etir línu, siðu eftir síðu, kafla eftir kafla. Viljinn rak hana áram, en hefði hún verið spurð. hvað hún væri að lesa, hefði hún getað orðið í vandræðum með svarið. En jafnvel lengsta nótt tekur enda, rétt eins og síðasta nóttin keriiur, án þess að við vitum, að hún sé endalokin. Hjá einum af þessu fólki varð það síðasta nótt- ajlltvarpiö Laugardagur 16. febrúar. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Óskalög sjúklinga (Kristín Anna Þórarinsdóttir). 14.40 15.00 16.30 17.00 18.00 18.20 18.30 18.55 20.00 20.40 22.00 22.10 22.20 24.00 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. Fréttir. — Laugardagslögin. Danskennsla. Fréttir. — Æskulýðstónleikar, kynntir af dr. Hallgrími Helgasyni. Útvarpssaga barnanna; II. (Helgi Hjörvar). Veðurfregnir. Tómstundaþáttur barna Jg unglinga (Jón Pálsson). Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. Reikað um Rómaborg: Ingx- björg Þorbergs bregður upp skyndimyndum frá síðast- liðnu sumri i tali og tónum. Leikrit: „Einkennilegur mað- ur“, farsi handa útvarpi ert- ir Odd Björnsson, með eiek- tromskri tónlist eftir Magn- ús Bl. Jóhannsson. — Lenc- stjóri: Baldvin Halldórsson. Leikendur: Emelía Jónasdott- ír, Uuopjörg Þorpjarnaruou- ir, Eriingur Gislasson, i-or- steinn O. Stepnensen o. U. Frettir og veóuríregmr. Passíusáimar (6). Danslög. Dagskrarlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.