Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.03.1963, Blaðsíða 6
6 Sunnudagur 31. marz 1963 MORCVNnL A ÐIÐ Bs,. . ■• ■ . ....,, .,,, , ,i Xil hægri Höfðabrekkuháls. Til vinstri sér á Höfðabrekkujökul. Reynisfjall í baksýn, en við það stendur Víkurkauptún. — b-jóðvegurinn liggur um skarðið, sem sést á myndinni. t. d. „Riti um jarðelda á fslandi“, eftir Markús Loftsson í Hjörleifs- höfða, sést að hlaupin hafa hag- að sér mjög breytilega gegnum aldirnar. Um það er þó ekki ætlunin að ræða að þessu sinni. Það, sem fyrir mér vakir með grein þessari, er að leiða huga fólks að þeim hættum, sem yfir vofa af völdum Kötlu, og reyna að gera sér grein fyrir þeim mögu leikum, sem fyrir hendi eru til þess að forða tjóni á verðmætum og slysum á fólki. Ymislegt hefur nú þegar verið gert, sem ef til vill má koma að gagni í neyðartilfellum. Má þar nefna flugvellina í Álftfy/eri og Meðallandi, og fyrirhleðá’lur við Kúðafljót. Kannske eru þessi mannvirki þó eins og barnaleik- föng og lítils virði er á reynir verulega. En þau eru þó tilraun til þess að bægja voðanum frá, og vel er hugsanlegt að þau komi að miklu gagni. Þá hefur Fjalla- baksvegur nyrðri verið lagfærður verulega á síðustu árum, og Ragnar Jónsson, skrifstofustjóri: Kötlugos og Víkurkauptún KATLA hefur gosið 16 sinnum eftir landnámstíð. Fyrsta gosið, sem vitað er um varð árið 894, en hið síðasta haustið 1918. Oftast hafa gosin verið regluleg tvisvar á öld og hafa fylgt þeim öskufall og jökulhlaup. Katla hefur frá fyrstu valdið allt eftir því hve öflugt það er og hvar það ryður sér braut fram úr jöklinum. (í hlaupinu 1955, sem' aðeins var lítið og ekki í sambandi við eldgos, tók bæði af brúna á Skálm og Múiakvísl.) Ef maður flettir upp í heimildum um þetta, er ráðgert að gera það betur, til þess að hægt sé að notast við hann sem flutningaleið ef Mýr- dalssandsleiðin skyldi teppast um lengri tíma. Jarðskjálftamælar eru staðsettir í Vík og á Kirkju- bæjarklaustri, en það mætti kannske verða til þess að gefa fólki til kynna fyrr en ella ef gos er í aðsigi. Eins og kunnugt er, stendur mikill hluti Víkurkauptúns í Mýr dal mjög lágt. Meginbyggðin er fyrir neðan Bakkana, eins og það er kallað, og á Fitinni. Er þetta aðeins fáum metrum ofan við sjávarmál. Byggðin á Fitinni hef- ur vaxið mjög hin síðari ár. Er það eðlileg afleiðing þess að sand fokinu af fjörunni hefur að mestu verið bægt frá, og gróðurlandið vaxið að mun. En þegar rætt er um byggðina á Fitinni er rétt að hafa það I huga að í mörgum Kötlugosum, hefur jökulhlaupið komið vestur með Höfðabrekkuhálsi, ætt út Framh. á bls. 23 landsmönnum þungum búsifjum, en þó engum eins og næstu ná- grönnum sínum Skaftfellingum. í Vestur-Skaftafellssýlu, hefur hún lagt fjölda jarða í auðn, graf- ið grónar lendur undir jökulaur og sandi, eitrað jarðargróður með ösku og brennisteini, grandað bú- peningi manna í stórum stíl, og valdið ýmsu fári. Þar sem nú eru liðnir fjórir áratugir og hálfum betur síðan þetta mikla eldfjall lét síðast á sér bæra, er ekki óebliegt þótt næstu nábúar þess hugsi stund- um til Kötlu, og reyni að geta sér til um, hvernig hún muni haga sér næst er hún rumskar. Allar umþenkingar þar um hljóta þó að verða getgátur ein- ar, og hygg ég að fræðimenn séu þar ekki undanskiidir. Eitt vitúm við þó. f hverju Kötlugosi er hætta á ferðum. Mannslíf, búfé, mannvirki og lönd, allt þetta er í mikilli hættu hverju sinni er eldur brýzt út í Kötlu, og ávallt hefur fólk orðið fyrir miklu tjóni, en þó misjafn lega miklu. Veldur því margt, sem ekki er rúm til að ræða um í stuttri blaðagrein. Það er líka hending ein, hvar tjónið verður mest og hvar minna. Vindátt ræður miklu um, hvar öskufallið verður mest, og þegar jökullinn hleypur, er ekki að vita hvar vatnsflóðið brýzt fram. Það getur farið um Hólms- árfarveg í Skaftártungu, um Skálm fram í Álftaver eða fyrir vestan Hafursey og lent að miklu leyti í Múlakvísl. Jökulflóðið getur líka hæglega brotizt fram á öllum þessum stöðum samtímis, • Fyrirspurn Velvakandi birtir í dag sein- asta bréf „Pestarhverfisbúa“ og ummæli framkvæmdastjóra verksmiðjunnar á Kletti. Er þar með lokið að sinni deilum í þessum dálki um lyktina af völdum verksmiðjurekstrarins inn með Sundum. „Pestarhverfisbúi“ skrifar: „Kæri Velvakandi. Varðandi pestarhverfistil- skrif mín til þín undanfarið, þótti mér gaman að lesa hin- ar góðu undirtektir, sem.komu frá „Verkamanni", í dálkum þínum þriðjudaginn 26. marz, og 'eru ummæli „Verkamanns" vissulega þess virði að þeim sé gaumur gefin. „Verkamaður" viðurkennir að óþef leggi af verksmiðjunni yfir nærliggj- andi hverfi, en segir jafnframt að óþefur þessi sé ekki „pest- næmur“. Til að forðast frekari hártoganir um merkingu orða, vildi ég mega benda „Verka- manni“ á það, að orðið pest hef- ur fleiri en eina merkingu, og er oft notað í merkingunni ó- þefur. Staðefstist þetta af hin- um vísa manni Sigfúsi Blöndal á blaðsíðu 622 í orðabók hans. Ég vona því að „Verkamaður" fyrirgefi mér, þó að ég haldi áfram að kalla það pestar- hverfi, sem hann vill kalla ó- þefshverfi. Ég færi „Verkamanni" beztu þakkir fyrir það, sem hann upp lýsir um ráðagerðir í sambandi við byggingu himnastrompsins mikla fyrr og síðar. Það, sem liðið er í þessu efni, er að vísu þýðingarmikið, en þar sem himnastrompurinn er enn ó- kominn, virðist þó að framtíðin sé það, sem meginmáli skiptir, og væri undirritaður „Verka- manni“ þakklátur ef hann gæti farið á stúfana aftur og aflað haldgóðra upplýsinga um meg- inatriði þessa máls, sem felst í spurningunni: Hvenær kemur himnastrompurinn mikli? Og þá kem ég að misskiln- ingnum stóra, sem alltaf skýt- ur upp kollinum, þegar rætt er um þessi málefni, og gerir það enn einu sinni í ummælum „Verkamanns". —Andúð á og barátta gegn óþrifum á al- mannafæri, og í þessu tilfelli óþrifum í andrúmslofti utan- húss og innan, þýðir ekki það sama og andúð á þeim atvinnu- vegi, sem slíku veldur. Ef svo væri, mætti halda því fram að húsmóðir í sveit, sem ekki vill hafa fjósaföt sin og annarra í stofu sinni, með tilheyrandi fjósalykt, væri þess vegna á móti landbúnaði. Undirritaður nennir ekki að hártogast frek- ar um þetta efni, enda ástæðu- laust, þar sem ráðamenn Kletts verksmiðjunnar hafa viður- kennt kjarna málsins með áætl- unum um byggingu himna- strompsins mikla. „Verkamaður“ bendir á það að sjávarútvegurinn veiti mönn um atvinnu svo að þeir geti eignazt íbúðir, og beri því eigi að kvarta. Ég vonast þó til að „Verkamaður“ geti verið mér sammála um það, að hann og aðrir, sem beint og óbeint kunna að hafa atvinnu sína af sjávarútveginum, eru ekki til vegna sjávarútvegsins, heldur sjávarútvegurinn vegna þeirra. Ég get því enga ástæðu séð til þess að hann eða aðrir þurfi að óttast það að verða kallaðir of fínir, þó að krafizt sé þrifnaðar og snyrtimennsku af þeim at- vinnuvegum, sem byggja af- komu sína á vinnuframlagi þeirra. — En ráðagerðir ráða- manna Klettsverksmiðjunnar um himnastrompinn mikla stað festa, að þeir eru á mínu máli í þessu efni, og þá er aðeins enn beðið eftir svari við fyrirspurn- inni: Hvenær kemur himna- strompurinn mikli? Virðingarfyllst, Pestarhverfisbúi". -------------------------------« • Svar ■■Mi Jónas Jónsson, framkvæmda- stjóri Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar á Kletti, hringdi til Velvakanda og sagði honum eftirfarandi: „Undirstöður strompsins hafa verið steyptar og fyrstu mótum slegið upp. Þegar þessu verki var lokið á seinasta ári, var orðið svo álitið hausts, að verk- takarnir, sem áttu að skila verk inu fullunnu 15. des., sneru sér til okkar og töldu ekki ráðlegt að steypa svo mikið mannvirki, svo hátt í loft upp, að vetrar- lagi. Varð að samkomulagi að bíða til vors með frekari fram- kvæmdir. Nú er í ráði að hefja þær aftur í maí. Strompurinn verður steyptur í einum á- fanga með skriðmótum, og á verkið að taka 21 dag. Við flýtum verkinu, eins og hægt er, og frá upphafi hefur okkur þótt sjálfsagt að gera allt, sem unnt er, til þess að koma í veg fyrir, að lyktin breiðist út frá verksmiðjunni yfir íbúðahverfi. Þessi fram- kvæmd ein, sem við vonum að verði lokaframkvæmdin, kostar 1.6 milljónir króna, þ. e. bygg- ing strompsins sjálfs, fyrir ut- an leiðslulagnir og annað. Efst í turninum verður látið loga á fjórum rafmagnsperum vegna flugumferðarinnar. Stigi liggur upp í strompinn, og má vera, að fólk vilji fara þangað upp, til þess að njóta útsýnisins >þaðan“. Þurrhlöður HEIMSÞEKKT MERKI ÚTSÖLUSTAÐIR UM LAND ALLT. KAUPFÉLAG ÁRNESINGA SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.