Morgunblaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.1963, Blaðsíða 23
Laugardagur 17. ágúst 1963 MORGUNBLADIÐ 23 —Járnbrautarránið Framh. af bls. 1 Jians talið tryggast að losa sig við isinn hluta þýfisins. Fundinn í Redlans-skógi bar að irétt áður en gæzluvarðhaldsúr- skurður fimm manns, sem hand- íeknir hafa verið vegna málsins, var framlengdur til 24. ágúst. Er t>ar um að raeða þrjá menn og systur tvær. Komu þau fyrir rétt S Linslade, aðeins 8 kílómetra írá fundarstaðnum. Tveir mann- enna eru sakaðir um að hafa tek- áð þátt í sjálfu ráninu, en kon- urnar og þriðji maðurinn eru sökuð um að hafa haft handa á milli peninga, sem þau hafi vitað að voru stolnir. Þeir, sem sakaðir eru að hafa tekið beinan þátt í ráninu, eru Roger John Cordrey og William Gerald Boal. Sagði lögreglan fyrir rétti í dag að þeir hefðu haft í fórum sínum nær 18 milljónir kr. (ísl.). Hin þrjú, frú Rene Boal, kona Williams, systir hennar, Mary Florence Pilgrim, og mágur, Alfred Pil- grim, höfðu samtals í fórum sín- um um 30 þús. kr. (ísl.) er þau voru handtekin. Blaðið Evening News í London skýrði einnig frá þvi í dag að lögreglan leitaði nú 60 milljóna kr. sem henni hefði borizt til- Ikynning um að faldar væru í plastíláti nærri bóndabæ einum S Buckinghamshire. Skýrt var frá því að lögreglan Siefði í kvöld gert leit í húsarúst- um í hafnarhverfi London, og höfðu lögreglumenn þaðan á forott með sér stóran kassa, sem Iþeir báru á mitli sín. Góðar theimildir sögðu að lögreglunni thefði borizt njósn af því að hluti Ihinna horfnu póstsekkja væri falinn í rústunum. Blaðafregnir sögðu að í dag Ihafi verið leitað með þyrlum af5 skemmtisnekkju einni á Ermar- sundi. Flotinn fylgdist með snekkjunni í gær, en henni tókst að sleppa burtu í næturmyrkr- inu. Evening Standard segir að flotinn hafi fylgzt með snekkj- unni samkvæmt beiðni frá lög- raglunni, sem teldi að eitthvert samband kynni að vera á milli ránsins og hennar. Fyrir réttinum í dag neitaði Boal að hafa átt nokkurn þátt í ráninu, en lögreglumenn bera að þegar hann hafi verið handtek- inn hafi Boal sagt: „Ég var fífl að taka þátt í þessu.“ Frú Boai upplýsti í dag að hún hefði feng- ið peninga þá, sem hún hafði með höndum, frá manni sínum. Löigreglan telur að þýfið sé nú dreift um allt England, lítið á hverjum stað. Leitinni er haldið áfram af miklum krafti ög fjöldi húsrannsókna var gerður í Lond- ö. í dag. Sá ræningjana fela þýfið í kvöldútgáfu af Evening Standard í kvöld segir blaðið að lögreglan hafi í dag yfirheyrt bóndakonu, sem telur sig hafa séð til ferða ræningjanna, er þeir Voru að fela hluta af þýfinu í morgun. Segir blaðið hana hafa tjáð K'_reglunni að hún hafi séð rauðlitan bíl standa við hliðar- veg í Redlansskógi. Enginn hefði setið í bílnum en farangurs- geymsla hans hefði staðið opin. Forsetinn fer utan Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, fór í gær í einkaer- indum til útlanda og mun verða fjarverandi um hríð. í fjarveru hans fara forsætis- ráðherra, forseti sameinaðs Al- þingis og forseti Hæstaréttar með vald forseta íslands, samkvæmt 8. gr. stjórnarskrárinnar. Fundur Bandaiags fatlaðra fSjfiZZS? TTVT14MI7AIÍTVA Aim* 1 * „* i...: .* __ ... » H H ■ m/fll ■ I ■ H H ■ Cjt/ S Q en slapp émeiddur UNDANFARNA daga hefur staðið yfir hér á landi fundur stjórna aðildarfélaga Bandalags fatlaðra á Norðurlöndum, en Sjálfsbjörg er aðili áð bandalag- inu. Fundurinn hófst IX. ágúst og hann sátu tveir stjórnarmeðlim- ir frá hverju landi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Islandi og einnig framkvæmda- stjóri bandalagsins, sem er Sví- inn Harry O. Leiner. Fundar- menn kynntu sér starfsemi Sjálfs hjargar, sem gekk í bandalagið 1961 og ræddu áframhaldandi samstarf landssambandanna. Bandalag fatlaðra á Norður- löndum var stofnað 1946, fram- kvæmdastjóri þess er, eins og áður segir, Svíinn Harry O. Lein er, en formaður Finninn prófess or Aimo O. Aaltonen. Bandalag ið heldur þing fjórða hvert ár og það næsta verður í Finnlandi 1964. Einnig heldur bandalagið seskulýðsþing á hverju ári og síðast var það haldið í Stokk- hólmi í byrjun ágúst. ★ Tilgangur bandalagsins er sam starf um lausn vandamála fatl- aðra á Norðurlöndum. Einnig vinnur það að því að auka skiln- ing á þessum vandamálum bæði hjá hinu opinbera og almenningi. Bandalagið leitast við að leið- beina meðlimum sínum, veita þeim upplýsingar og ráðlegging- ar varðandi sérhæfingu til ým- issa starfa og afla tækja, sem nauðsynleg eru hinum fötluðu. Einnig styður það meðlimi sína við að auka starfsemina í hverju landi. Bandalagið hefur t.d. gengist fyrir námskeiðum og ráðstefn- um um málefni fatlaðra og á síðustu árum hefur mikið verið starfað í sambandi við bygging- ar húsa með íbúðum, sem sér- staklega eru innréttaðar fyrir fatlaða og gera þeim léttara að hugsa um sig sjálfir. í Danmörku starfar t.d. bygg- ingarfélag fatlaðra, sem hefur það markmið að byggja sérstak- lega innréttuð hús. 1957 var haf- izt handa um byggingu slíks fjöl- býlishúss í Kaupmannahöfn. Var húsið fullgert 1959. Það er 13 hæðir og í því eru 170 íbúðir, þær minnstu 1 herbergi og eld- unarpláss, en þær stærstu ailt upp í 5 herbergi. Allar íbúðirn- ar eru sérstaklega innréttaðar með fatlaða fyrir augum, en margar eru leigðar fólki, sem ekki er fatlað. Er það gert til þess að forðast, að húsið fái á sig hælisbrag. Hinum fötluðu, sem í húsinu búa er veitt ýmis konar aðstoð, en eins og gefur að skilja eru þeir misjafnlega færir um að hjálpa sér sjálfir. Fulltrúar Sjálfsbjargar á fundi bandalagsins skýrðu fréttamönn- um frá þvi, að um þessar mund- ir ynni Gísli Halldórsson að frumteikningu af húsi, sérstak- lega innréttuðu fyrir fatlaða, sem væntanlega yrði reist í Reykjavík og auk íbúða yrðu þar aðalstöðvar samtakanna. Landsambönd fatlaðra á Norð- urlöndum hafa öll unnið mjög mikið í þágu meðlima sinna. Stofnað æfingastöðvar, vinnu- heimili, þar sem kennd eru ým- is störf, skóla og dvalarheimili. Landssambandið í Svíþjóð er elzt, var stofnað 1923, í Dan- mörku var Landssamband fatl- aðra stofnað 1925, í Noregi 1930, í Finnlandi 1938 og 1958 á ís- landi. Á MIÐVIKUDAGINN varð slys í Kaupmannahöfn, sem vakið hefur talsverðan ugg í borginni. Þriggja ára dreng- ur, sem var að leik á gæzlu- velli steig á loku yfir niður- fallsröri, lokan lét undan og drengurinn féll niður í rorið. Menn velta nú fyrir sér hver sé orsökin til þess að lokan lét undan og óttast að sams konar slys eigi eftir að verða aftur. Drengurinn, sem datt ofan i rörið, um fjögurra metra fall, heitir Holger Petersen, hann sakaði ekki. en talið er að fallið hefði verið banvænt, hefð drengurinn komið niður á höfuðið og einnig ef meira vatn hefði verið í holræsinu, en raun bar vitni. Holger stóð í vatni upp að mitti og rörið var svo þröngt, að hann hefði ekki getað sezt þó aðrar aðstæður hefðu leyft. Félagar Holgers á leikvellin- um sáu hann detta niður í rör- ið og kölluðu á hjálp. Lög- reglan kom á vettvang Og renndi mjóum kaðalstiga nið- ur til drengsins. Hann skildi ekki hvemig hann átti að nota stigann, en grét stanz- laust og kallaði á mömmu sína. Næst reyndi lögreglan að láta eldri dreng síga í kaðli niður til Holgers og átti hann að halda á litla drengnum á leiðinni upp aftur, en það ■tókst ekki því að rörið var of þröngt. Að lokum fékk lögreiglan þá hugmynd, að renna krók- stjaka niður í rörið, krækja honum í þykka peysu, sem drengurinn var í og draga hann þannig upp. Mikillar varúðar varð að gæta til þess að krókarnir rispuðu ekki drenginn og einnig var hætta á því að peysan léti undan. Þetta gekk þó allt vel og þeg- ar drengurinn hafði verið bað aður og færður í hrein föt, nélt hann áfram að leika sér með jafnöldrum sínum á leik- vellinum. Fulltrúar á fundi Bandalags fatlaðra á Norðurl öndum. Fremri röð frá vinstri: Ólöf Ríkarðsdótt- ir, Theódór Jónsson, Leiner, framkvæmdastjóri b andalagsins, Aaltonen, formaður bandalagsins, Karlsson, Svíþjóð, og Knudsen, Danmörku. Í af tari röð frá vinstri: Váyrynen, Finnlandi, Bruun, Noregi, Nilsson, Svíþjóð, Borgesen, Noregi og M iiller, Danmörku. — V-Þjódverjar Framh. af bls. 1 Góðar heimildir í London hermdu í dag að Sovétríkin hefðu tilkynnt Bretum og Bandaríkja- mönnum, að A-Þýzkaland hefði undirritað samkomulagið í Moskvu. Er mælt að stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands ráð- færi sig nú um hversu bregðast skuli við þessu, en hvorugt ríkið viðurkennir stjórn A-Þýzka- lands, og geta A-ÞjóðverjaT því ekki undirritað samkomulagið í höfuðborgum þeirra, svo sem lagt er fyrir í samkomulaginu. Bæði Bandaríkjamenn og Bretar hafa áður fullvissað v-þýzku stjórnina um að þeir muni ekki samþykkja tilkynningu Sovét- stjórnarinnar um aðiid A-Þýzka- lands að samkomulaginu, þar sem í því muni felast viðurkenning á A-Þýzkalandi sem sjálfstæðu ríki. Tilkynnt var af opinberri hálfu í Bretlandi síðar i dag, að brezka stjórnm neitaði að taka til greina þá tilkynningu Sovétstjórnarinnar, um að A- Þýzkaland hefði gerzt aðili að samkomulaginu, sökum þess að Bretar viðurkenni ekki A-Þýzka land sem sjálfstætt rrki. Af op- inberri hálfu í Washington var einnig tilkynnt í dag, að Banda- ríkjastjórn viðurkenndi heldur ekki aðild A-Þýzkalands að sam- komulaginu, sökum þess að Bandaríkin viðurkenndu ekki stjórn A-Þýzkalands og muni ekki gera það í framdðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.