Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.10.1963, Blaðsíða 3
Fö?t”da!?ur 4 ok.t. 1963 MORGUNBLADIÐ 3 I Unnið að vlðbyggrJngni við Reykjalund nú í haust. Hér rís geymsluhúsnæði og nvtt vinnupláss I ÞJ5SSUM mánuði eru 25 ár liðin síðan Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað. Á sunnud. kemur er Berkla- varnadagurinn, og verða þá merki SÍBS, svo og blaðið Reykjalundur, selt á götum Reykjavíkur og 119 öðrum stöðum á landinu. Á föstudags kvöldið gengst SÍBS fyrir samfelldri útvarpsdagskrá í tilefni aldarfjórðungsafmælis síns, og verður þar margt til fróðleiks. Samkvæmt upplýs- ingum, sem fram komu á fundi forráðamanna SÍBS með blaðamönnum í gær, er nú unnið að margvíslegum Fra þjálfunarstöðinni á Reykjalundi. 25 ár liöin frá stofnun SIBS Berklavarnadagurinn á gilda sem happdrætti — Reykjalundar og sunnudag — Merkm - Unnið að stækkun Múlalundar framkvæmdum bæði að Reykjalundi í Mosfellssveit, svo og Múlalundi í Reykja- vík. Þórður Benediktsson, for- seti sambandsins, gat þess að m. a. vegna þessara fram- kvæmda væri SÍBS nú mjög fjárþurfi, og kvaðst hann von- ast til að fólk tæki vel sölu- börnum á sunnudag. Ýerð merkja dagsins hefur að þessu sinni hækkað úr 15 kr. í 25 kr. og verð blaðsms Reykjalundur úr 15 kr. í 20 kr. Sagði Þórður að í tilefni afmælisins væri vonazt til þess, að fólk vildi greiða af höndum heldur meira fé fyrir merkin, en þar kemur á móti að hvert merki er tölusett, og verður dregið úr seldum merkjum um bifreið að eigin vali allt að 130,000 kr. virði. Eins og fyrr getur gengst SÍBS fyrir útvarpsdagskrá á föstudagskvöldið, og koma þar m. a. fram þeir tveir sam- bandsstjórnarmenn, sem enn eru lifandi af þeim, sem stofn uðu SÍBS 24. október 1938. Eru það Herbert Jónsson og Jón Rafnsson. Þá mun einnig tala Gísli Jónsson, alþm., sem er einn heiðursfélaga sam- bandsins, en flestallir aðrir heiðursfélagar núlifandi rita ávörp í blaðið Reykjalund. Starfsemi SÍBS á 25 ára ferli þess er kunnari en frá þurfi að skýra. Eftir að berkl- um hefur að heita verið út- rýmt á íslandi hefur samband ið í æ ríkara mæli snúið sér að málefnum örykja. Telur sambandið að sá maður, sem heill er á sálu sinni, en öryrki, geti orðið nýtur þjóðfélags- þegn ef starf hans krefst ekki líkamlegrar áreynslu. Gerðar hafa verið ráðstaf- anir til þess að breyta Reykja lundi í þá átt, að staðunnn geti einnig tekið við sem flestum öryrkjum, og eru þar nú 95 manns. Unnið er að við bótarbyggingum að Reykja- lundi, og að þeim loknum á að vera hægt að taka við 125 — 130 manns þar. Múlalundur í Reykjavik var stofnaður 1959, og unnu þar í fyrstu 10 — 12 manns. Síðan var byggt stórt tveggja hæða hús, með tveimur 150 fermetra vinnusölum, og er þar unnið að saumaskap og plastiðju. Vinna þar nú alls 50 öryrkjar, og um áramótin er ætlunin að taka í notkun þriðju hæðina. Búið er að gera ráðstafanir til véla- kaupa og annars, og er við- bótarbyggingin verður opnuð, verður bætt við 30 manns að Múlalundi. Mikil eftirspurn hefur verið eftir vinnuplássi að Múla- lundi og eru margix á biðlista. Hefur stundum verið gripið til þess ráðs að tvískipta Haukur Helgason Þjálfunarstöðin í Rsykjalundi, sem er rekin undii stjórn dr. Hauks Þórðarsonar, sérfræðings í orkulækningum, tók til starfa á árinu. Hun er búin öllum helztu nýtízku tækjum. Hér sést danskur sjúkraþjálfari nenna lömunarsjúklingi gang í umbúðum. — Geta má þess að sjúklingar, sem lækningar leita á þjálfunarstöðinni, geta búið á Reykjalundi á meðan á lækningu stendur, og unnið að nokkru leyti fyrir kostnað- inum. SUIiSHIMR Maðurinn, sem datt í gær fær Haukur Helgason, bankaritari, heila blaðsíðu í mál gagni Sovétríkjanna á íslandi, „Þjóðviljanum“, til þess að mót- mæla sex lína frásögn, sem birt ist í Mbl. fyrir rúmum hálfum mánuði í frétt af komu varafor- seta Bandaríkjanna. Frásögn Mbls. var þannig: „Haukur Helga son, bankafull- trúi, sem var einn í hópi aldr aðra kommún- ista, reyndi að rífa niður borða andstæðinga sinna, en datt 1 götuna og var rétt að segja troðinn Undir fótum áhorf- enda“. Bankaritarinn segir þetta upp spuna, enda sé hann „lítið gef- inn fyrir slagsmál“ (?) Hms veg ar segir hann, að þegar ungir menn komu með borða, sem á var letrað „Velkominn Johnson", þá hafði ég ekki skap í mér til að renna af hólmi og spyrnti við fótum. Ekki vil ég segja, að þessi viðspyrna mín hafi borið mikinn árangur, en hvorki datt ég í gö*- una, né heldur lá við, að ég yrði troðinn undir“. Síðan fullyrðir hann tvívegis, að „hernámsand- stæðingar“ hafi „yfirleitt fagnað komu Mr. Johnsons“. Vera má, að kommúnistar hafl „yfirleitt" fagnað komu hans, en það gerðu nokkrir rosknir óláta- belgir í hópi þeirra ekki, svo sem bandaritarinn. A.m.k. er það ein- kennileg gestrisni að gera tilraun til að rífa og tæta borða með vinsamlegri áletrun. Hitt er svo annað mál, að tilræðið mistókst, eins og ritarinn, sem spyrnti við fótum, viðurkennir. Morgunblað- ið fær ekki við því gert, þótt manni þessum finnist skömm að því að hafa dottið í götuna og lent þar undir fótum manna. Hann má sjálfum sér um kenna. Hitt er meira virði, að kommún istar, hvort sem þeir eru rosknir dónar eða kurteisir menn af yngri kynslóðinni, vita nú, að Reykvikingar láta kommúnista ekki komast upp með það að efna til skrílssamkomu íslend- ingum til skammar og svívirðu, þegar vinveittir gestir koma hingað. Fámennið hefði átt að vera kommúnistum næg áminn- ing, þótt ekki bættist sú háðung við, að einstakir menn úr flokki þeirra yrðu sér opinberlega til minnkunar. Í923 vinnudegi fólks þannig að fleiri kæmust að. Eins og fyrr getur verða merki félagsins og blaðið Reykjalundur, seld á sunnu- daginn um land allt. Reykja- lundur er glæsilegt blað, 66 síður prentaðar á vandaðan pappír. Fjöldi mynda, greina, kvæða og annars efnis er í blaðinu, en þetta er 17. ár- gangur þess. Um merkin er það að segja að í fyrra seld- ust samtals 30 þúsund merki og 10 þús. eintök af Reykja- lundi. Eftirtektarvert er að % hlutar sölunnar voru úti á landi en aðeins % í Reykja- vík. SÍBS hefur orðið mikið ágengt í baráttunni við berkla veikina á íslandi. Enda þótt sambandið hafi nú mjög snúið sér að málefnum öryrkja, þýðir það ekki að berklaveik- inni hafi með öllu verið gleymt. Hún getur skotið upp Framhald á bls. 23. 1963 1983 Saga kommúnismans

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.