Morgunblaðið - 13.11.1963, Page 8

Morgunblaðið - 13.11.1963, Page 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Miðvilcucfagur 13. nóv. 1963 y Frændumir Tayes Rezaei og Ismail Rezaei voru teknir af lífi í Teheran 2. þ.m. Höfðu þeir verið dæmdir til dauða fyrir að standa fyrir misheppnaðri byltingartilraun í íran í júní s.L Frændurnir voru skotnir, og sést hér þegar verið var að binda þá við staura fyrir aftökuna. Þeir, sem eitthvað fylgjast með hnefaleikum, kannast án efa við Cassius Clay. Hann hefur nú loks fengið þá ósk sína uppfyllta að fá að berjast við heimsmeistarann Sonny Liston, og mætast þeir í febrúar n.k. Þeir kumpánar voru samau í hófi í borginni Denver í Bandaríkjunum fyrir tæpri viku. og var þá þessi mynd tekin. f»ar sést Clay reyna að koma höggi á Liston, en hlæjandi veizlugestir ganga í milli. EkkJ virðist Liston alvarlega óttasleginn. Maðurinn með hnífinn heitir Takao Ishimoti og er 24 ára. Hann er úr flokki fasista og reyndi s.l. þriðjudag að myrða Hayato Ikeda forsætisráðherra þegar ráðaherrann var í kosn- ingarferð í borginni Kooriyama, um 200 km. fyrir norðan Tókíó. Presturinn Avery Alexander, sem er blökkumaður, stóð ný- lega fyrir mótmælaaðgerðum gegn kynþáttaofsóknum framan við ráðhúsið í New Orleans í Bandaríkjunum. Var hann hand tekinn og dreginn eins og myndin sýnir að næstu lögreglu- bifreið. í síðustu viku stöðvuðu sovézkir gæzlumenn bandaríska bifreiðalest á leiðinni frá Vestur Þýzkalandi til Berlínar. Var lestinni haldið í nærri tvo sólarhringa. Mynd þessi sýnir banda ríska hermenn meðan þeir biðu þess að fá að halda förinni áfram. Við aukakosningamar í Brctlandi í síðustu viku töpuðu íhaldsmenn borginni Luton í hend- ur frambjóðanda Verkamannaflokksins, Will Howie. Við síðustu kosningar höfðu ihalds- menn rúmlega 5 þúsund atkvæða meirihluta, en að þessu sinni sigaraði Howie með 3.149 atkvæða meirihluta, hlaut alls 21.108 atkv. Hér sést Howie ásamt konu sinni fagna sigri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.