Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.11.1963, Blaðsíða 23
F Fímmtudagur 14. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 23 Oróinn í Arabalöndum — veröur stofnað nýtt Araba- ríki, án þátttöku Egyptalands? B YLTIN G ARTILR AUN sú, sem gerð var í írak í gærmorgun, mistókst, að því er síðast hermdi í frétt- um í gær. Frásagnir um aðdraganda og einstök atriði eru enn óljósar, en allt bendir þó til, að Saadi, aðstoðarforsætis- og upp- lýsingamálaráðherra, hafi verið framarlega í hópi þeirra, sem að tilrauninni stóðu. Þá herma óstaðfest- ar fréttir, að varnarmála- ráðherrann, Saleh Madhi Ammash, hafi einnig stutt byltingarsinna. Saga grannríkjanna, ír- aks og Sýrlands, hefur um margt verið lík að undan- förnu. Fyrr á árinu voru gerðar byltingar í báðum löndunum, er Baath-sósíal- istar komust þar til valda. í fyrradag urðu stjórnar- skipti í Sýrlandi; í gær var gerð byltingartilraun í ír- ak. Að baki þessum stjórn- málaóróa býr afstaða ein- stakra ráðamanna Araba- ríkjanna til sameiginlegra málefna. Deilan hefur að miklu leyti snúizt um stefnu Nassers, Egypta- landsforseta, og tilraunir hans til stofnunar Araba- ríkis — sem andstæðingar forsetans halda fram, að hann einn vilji ráða. 8. febrúar sl. var gerð bylt- ing í frak, og Karim Kassem, þáverandi forsætisráðherra, tekinn af lífi. Hann hafði kom izt til valda með byltingu 1958, og sat, unz fyrrverandi samherji hans hafði forystu um að koma honum frá völd- um. Það var Abdul Salem Ar- ef, sem steypa átti af stóli í gær, ásamt forsætisráðherran- um, A1 Badr. NASSER — verður hann að lúta i lægra haldi Er Aref komst til valda á sl. vetri, var stofnað í írak sam- steypustjórn Baath-sósíalista og fylgismanna Nassers, Egyptalandsforseta. í apríl, er bylting í Sýr- landi hafði fært Baath-sósíal- istum völdin, náðist samkomu lag milli íraks, Sýrlands og Egyptalands um stofnun Arabalýðveldis. Mánuði síðar, í maí, urðu Baathistar í írak fylgismönnum Nassers þar yf- irsterkari, og áætlunin um nýtt lýðveldi var úr sögunni. Allt frá þeirri stundu hafa ráðamenn íraks og Sýrlands tengzt traustari böndum og áætlanir um fulla sameiningu ríkjanna, án þátttöku Egypta- lands, verið ákaft ræddar. Fyrir nokkrum vikum lýstu stjórnir beggja landanna því yfir, að komið yrði á fót sam- eiginlegri yfirstjórn herja þeirra. Sýrlenzkir hermenn tóku síðan höndum saman við hermenn íraks í baráttu þeirra síðarnefndu við Kúrda, en hún hefur staðið yfir í N- írak um langt skeið. 2. nóv. sl. tilkynntu stjórnir landanna, að innan tíðar yrði hafizt handa um sameiningu efnahagskerfa beggja land- anna. Þessi sameiningarstefna hef ur mætt andstöðu, úr tveimur áttum aðallega. Annars vegar hafa egypzkir ráðamenn talið hana ögrun við stefnu Nass- UTAN UR HEIMI ers; fylgismenn Nassers í ír- ak og Sýrlandi hafa því sýnt mótspyrnu. Hins vegar eru þeir margir í hópi kaupsýslu- manna beggja landanna, sem telja, að sósíalisk stefna Baath ista gangi of langt. Stjórnarskiptin í Sýrlandi eru ekki talin tákna breytta afstöðu til sameiningar við frak. Amin Hafez, sem tekið hefur við embætti Salah Bit- ar, er sennilega ákafari stuðn ingsmaður þeirrar stefnu en fyrirrennari hans. Flestir ráð- herrarnir eru sagðir sama sinnis. Byltingartilraunin í frak í gær kann því að tákna kafla- skipti í sameiningarsögu Arabaríkjanna. Sitji ráða- menn Sýrlands og fraks áfram er ekki annað sjáanlegt, en stofnað verði nýtt ríki, án þátttöku Egyptalands, og það yrði vissulega ósigur fyrir Nasser og stuðningsmenn hans. — Byltingartilraun Framhald af bls. 1. Baathistar væru að drepa Baath- ista, og var það fyrsta staðfest- ingin á þeim orðrómi að Ali Sal- eh el Saadi, fyrrum aðstoðar- forsætisráðherra, sem vikið hafði verið úr stjórninni, stæði fyrir uppreisninni. „FJANDMENN ÞJÓÐARINNAR" „Eining Baathista er í hættu,“ eagði forsætisráðherrann. „Til- raunir hafa verið gerðar til skemmdarverka, og til að fá Baathista til að drepa Baathista. Xúfi þúsunda hefur verið stefnt í voða. Við verðum að leysa ágreiningsmálin á friðsamlegan hátt.“ Sakaði el Bakr uppreisn- armenn um að vilja sundra þjóð- inni, og sagði þá vera heims- valdasinna, undirróðursmenn og fjandmenn þjóðarinnar. Nú tóku að berast nánari frétt- ir af bardögunum. Kom í ljós að nokkrar sprengjuþotur úr flug- her íraks höfðu gert loftárás á forsetahöllina og á Alrashid her- stöðina, þar sem fyrir voru her- menn hliðhollir stjórninni. Ein- hver lítill hluti hersins hafði gengið í lið með uppreisnarmönn um. En meginhluti hersins reynd ist stjórninni trúr, og smám sam- an komst aftur á kyrrð í höfuö- borginni. Sífellt jukust líkurnar fyrir iþví að það væri Saadi, sem stæöi fyrir uppreisninni, en einnig munu erlend öfl hafa átt þar nokkurn þátt, eí til vill stuðn- ingsmenn Nassers forseta Egypta lands. Óþekkt útvarpsstöð tók að senda út áskoranir til íbúa Bag- dad um að rísa gegn stjórn Baath ista, og minntist útvarpið í því sambandi Jassem Alway, fylgis- manns Nassers, sem nú situr í fangelsi í Sýrlandi fyrir tilraun til að steypa stjórn Baathista þar frá völdum í sumar sem leið. SAADI FI.ÝR LAND Útvarpið í Kairó varð fyrst til að skýra frá því, eftir að kyrrð var komin á í Bagdad, að Saadi hafi flúið land og væri kominn til Madrid á Spáni. Var sú fregn seinna staðfest. Kom Saadi til Madrid með herflugvél frá írak, og í fylgd með honum nokkrir aðrir leiðtogar uppreisnarinnar. Sagði Kairóútvarpið að Saadi og félagar hans hafi engan farangur flutt með sér, og bendir það til þess að þeir hafi verið á hraðri ferð við brottförina. Útvarpið í Bagdad hóf send- ingar sínar að nýju nokkru eftir hádegið, og flutti ávörp til íbú- anna frá forsætisráðherranum, en lék þess á milli þjóðlög og her- göngulög. Var þá tilkynnt að út- göngubanninu væri aflétt frá kl. 20 um kvöldið, en öllum her- mönnum fyrirskipað að mæta þegar í stað í herstöðvum sínum. ★ f Damaskus var tilkynnt að fjögurra manna nefnd stjórnar Sýrlands, undir forustu al Hafez, forsætisráðherra, sé lögð af stað til Bagdad til viðræðna við stjórn el Bakr og yfirmenn hersins. En frak og Sýrland hafa gert með sér samninga um sameiningu herja landanna og vinna nú að samningum um stjórnmálaein- ingu landanna. (Sjá grein um írak og Sýrland á bls. 23). Frystihússilnna Viljum ráða nú þegar nokkra röska menn til starfa í frystihúsi okkar í Keykjavík. Sláturfélag Suðurlands Fœrð þyngist nyrðra Akureyri, 13. nóv. FÆRÐ á vegum hér í nágrenn- inu er nú óðum að þyngjast. — Vegurinn í Öxnadal og um heið- ina er orðinn mjög erfiður yfir- ferðar. Áætlunarbíllinn, sem fór héðan í morgun kl. 9,30 kom til Varmahlíðar kl. 6 í kvöld og hafði notið aðstoðar bíls frá Vega gerðinni. Ennfremur sendi Vegagerðin bíl til aðstoðar nokkrum Reykja- víkurbílum, sem áttu í miklum erfiðleikum í Öxnadal síðdegis í dag. Dalvíkurvegur er nú ófær öðr- um en trukkum og vegurinn út með Eyjafirði að austan er ófær öðrum en bílum með drifi á öll- um hjólum. Sæmilega er greiðfært enn um Eyjafjörð að vestan, en horfur eru á að færðin þyngist óðfluga á öllum vegum á næstunni. í kvöld er hér mikil snjókoma, en stillt veður. — Sv. P. Bíll útaf f FYRRAKVÖLD lenti bíll á leiðinni frá Selfossi útaf í neðstu beygjunuim í Kömbum. í bíln- um voru fjórir Bandaríkjamenn, og höfðu þeir tekið bilinn, sem er Vol-kswagen, á leigu í Reykja vík. Ökumaðurinn segir, að lok- ið á farangursgeymsiu bílsins hafi hrokkið upp, og byrgt út- sýni. Fór bíllinn vig það útaf veginum, lenti á stórum steini, kastaðist til baka og rann aftur- ábak útaf veginum. Ökumaður- inn skarst í augabrún í óhappi þessu. Lögreglumenn úr Reykja vík fóru á staðinn. Grunuðu þeir ökuimanninn um ölvun við akst ur og var hann færður til blóð- rannsóknar. Innbrot í sölu- skála BROTIZT hefur verið inn i sölu skálann við þjóðveginn undir Ingóifsfjalli, liklega í nótt. Ekki er fullkannað Ihiverju hef- ur verið stolið, en m.a. var tekið nokkurt magn af tóbaki, vefn- aðarvöru og sælgæti og einnig útvarpstæki. Hafi einlhver orðið varir mannaferða við skélann í fyrri- nótt eru þeir beðnir að gera Sel fosslögreglunni aðvart. 80 m. veggur byggður í jStraumfirði i EINS og Mbl. skýrði frá sl. I mánudag fór nefnd manna / frá Danmörku til Narssassuq j í síðustu viku til að kanna I hvað hægt væri að gera í flug | skýlismálum staðarins. Fór I Þorsteinn Jónsson, flugstjóri, með Dönunum sem ráðu- nautur. Þorsteinn hefur nú skýrt Mbl. frá því að endan- leg ákvörðun hafi verið tek- in um að byggja á staðn- um bráðabirgðaskjólvegg gegn SV veðrum, sem þarna eru oft hörð. Verður veggur- inn 9 metra hár og 80 metra / langur, og er hann er kom- I Íinn upp telur Þorsteinn hægt» að staðsetja Skymaster í 1 Narssassuaq. 7 Leiðrétting í MBL. sl. mánudag var skýrt frá atvikum varðandi strand brezka togarans Lord Stanhope við Ingólfshöfða. Var í fréttinni sagt að það hefði verið brezki togarinn Kingston Diamond, sem látið hefði vita um strandið til Vestmannaeyjaradíós. Var þetta byggt á misskilningi. Það var ekki Kingston Diamond heldur annar brezkur togari, sem gerði aðvart til Reykjavíkurradiós. Leiðréttist þetta hér með. — Happdrætti DAS Framh. af bls. 22 36991 37394 38541 39038 39500 39525 41112 42168 42802 43351 44104 44366 45161 46404 47013 47053 47481 47613 47680 47807 49128 49301 49354 50121 50406 50929 52366 52558 52636 52722 53150 53368 53716 54020 54777 55545 55645 56324 56362 57371 58441 58694 59184 59679 60230 61162 61825 62163 63810 64061 64261 64321 64567 64796 (Birt án ábyrgðar) — Gunnar G. Framb. af bls. 6 og Björgvin Vitanundarson hagfr. meðstjórnandi. Varastjórn skipa: Þórður Gröndal, verkfr., Gunnar Ragnars viðskiptafr., Benedikt Blöndal hdl., Gy'lfi Guðmunds- son, Ihagfr. og Tómas Karlsson, fréttastjórL Hinn 30. nóvemlber mun Stú- dentafélagið gangast fyrir full- veldisfagnaði að venju og verður hann haldinn að Hótel Borg og mjög vandað til dagskrár. Síðar verður getig um frekari starf- semi félagsins á þessu tarfsári. (Fréttatilkynning frá Stúdentafélagi Reykjavíkur). Svampfóðraðir nælon frakkar hlýir, léttir, regnheldir. Fallegt sniö. — Mikið úrval. Hagstætt verð. Verzlunin SEL Klapparstíg 40. Enskanám í Englandi Nemendur sem hugsuðu sér að stunda nám í Eng- landi á vegum Scanbrit síðari hluta vetrar eða í vor ættu að sækja um sem fyrst. Uppl. gefur: SÖLVI EYSTEINSSON. Sími 14029.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.