Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.11.1963, Blaðsíða 13
1 MORCUNBLAÐIÐ 13 Laugardagur 16. nóv. 1963 Eifjum hvorki að mikla fyrir okkur vandamálin né vanmeta þau eftir dr. Jóhannes Nordal Eftirfarandi grein birtist í ný- útkomnu hefti Fjármálatíð- inda og hefur höfundur heim- ilað Mbl. að endurprenta hnna. í ÁRSSKÝRSLU Seðlabankans, sem birt var í aprílmánuði síðast- liðnum, var á það bent, að útlit væri fyrir, að greiðslujöfnuður- inn við útlönd á árinu 1963 yrði ©hagstæðari en verið hefði und- anfarin tvö ár og þannig væri endir bundinn á það tímabil hag- Btæðs greiðslujafnaðar, sem ís- lendingar áttu að fagna á árun- um 1961 og 1962. Byggðist þetta útlit á hinum öra vexti peninga- tekna og eftirspurnar, er varð aérstaklega áberandi eftir mitt ár 1962. Var augljóst snemma á þessu ári, að eftirspurnaraukning in væri farin fram úr bæði aukn- ingu útflutningsframleiðslunnar ©g þjóðarteknanna. Áframhald sömu þróunar hlyti því að leiða til umframeftirspurnar í þjóðfé- laginu i heild og snúa þeim greiðsluafgangi, sem fyrir var, upp í halla. Eftir því sem lengra kom á ár- ið, kom skýrar í ljós, að þróunin yrði óhagstæðari en búizt hafði verið við og hallinn við útlönd meiri. Verðmæti innflutnings að skipum frátöldum jókst þannig til loka septembermánaðar um 27% miðað við sama tímabil árið áður, en útflutningsaukningin varð aftur á móti aðeins 6%. Or- sakir hinnar öru aukningar eftir- spurnarinnar er ekki aðeins að finna í áframhaldandi tekjuáukn ingu vegna nýrra launahækkana, heldur hefur vaxandi órói í launa málum og ótti við enn nýjar víxl- hækkanir kaupgjalds og verðlags haft í för með sér aukna neyzlu og fjárfestingarkapphlaup. Þensl- an hefur þannig vaxið stig af stigi við áhrif tekjuaukningar annars vegar, en vaxandi vantrú- ar á framtíðarverðgildi pening- anna hins vegar. Hefur þetta ekki eingöngu birzt í aukinni eft- irspurn eftir innfluttum vörum, heldur í vinnuaflsskorti og spá- kaupmennsku, sem hefur komið skýrast fram í mikilli og óeðli- legri hækkun fasteignaverðs. Eitt af skilyrðunum fyrir því, að eftirspurnarþenslan gæti þró- azt, eins og raun ber vitni, var nægilegt framboð fjármagns. Margt stuðlaði að því, að þetta skilyrði væri fyrir hendi. í fyrsta lagi var lausafjárstaða fyrirtækja og almennings óvenjulega rúm í upphafi þessa árs vegna góðrar afkomu og mikillar aukningar bankainnstæðna á undanförnum tveimur árum. í öðru lagi var staða bankakerfisins gagnvart Seðlabankanum hagstæð og sparifjáraukning mikil framan af árinu, og ýtti þetta hvort tveggja undir mikla útlánaaukningu við- skiptabanka og sparisjóða. Loks gerði hinn stóraukni innflutning- ur innflytjendum kleift að nota í ríkari mæli en áður þriggja mán- aða greiðslufrest erlendis. Þegar fram á mitt árið kom, fóru þessi skilyrði að smábreyt- ast. Þannig fór hin mikla fjár- festing samfara auknum rekstrar kostnaði að þrengja að greiðslu- getu fyrirtækja, en um líkt leyti hafði lækkun gjaldeyrisforðans í för með sér versnandi stöðu bankakerfisins gagnvart Seðla- bankanum, og þrengdi þetta á- samt minnkandi sparifjármynd- un að útlánagetu þeirra. Jafn- framt voru af hálfu Seðlabank- ans gerðar ráðstafanir til þess að hvetja bankana til meira aðhalds í útlánum, og hert var á reglum um notkun greiðslufrests er- lendis vegna innfluttra vara. Þótt allt þetta hafi haft veruleg áhrif í þá átt að breyta ástandinu í peningamálum og hamla gegn vaxandi þenslu, hefur það ekki nægt til þess að vega á móti á- framhaldandi óróa vegna al- menns ótta um nýtt launakapp- hlaup milli starfshópa og nýjar víxlhækkanir kaupgjalds og verð lags. Til þess að snúa þessari þróun við eru peningalegar ráðstafanir einar sér hvorki heppilegar né nægilegar. Ef komast á hjá trufl- unum í rekstri atvinnuveganna og nauðsynlegum framkvæmd- um, þurfa að koma til samræmd- ar ráðstafanir í fjármálum, pen- ingamálum og launamálum, en til þess að þær komi að sem mestum notum og valdi sem minnstum erfiðleikum, mega menn hvorki mikla um of fyrir sér þau vandamál, sem við er að etja, né vanmeta þau. Sá halli, sem áætlað er að verði í viðskiptum þjóðarbúsins út á við á þessu ári og nú veldur á- hyggjum, nemur um 300—400 milljónum króna meira en sam- rýmanlegt er stöðugum gjald- eyrisforða ásamt eðlilegum lán- tökum til langs tíma. Þetta er sú umframeyðsla þjóðarbúsins í heild, sem ráða verður bót á með nýjum efnahagsaðgerðum á næst unni. Þótt hér sé engan veginn um lítið vandamál að ræða, er þó misræmið nokkru minna en nem- ur venjulegri aukningu þjóðar- framleiðslunnar á ári hverju. Það á því að vera hægt að leiðrétta þá umframeftirspurn, sem nú á sér stað, án samdráttar, en með því einu, að peningatekjur og þar með neyzlu og fjárfesting til sam ans aukist um nokkurt skeið hæg ár en þjóðarframleiðslan. Mundi þá aftur vinnast upp það, sem heildareftirspurn þjóðarinnar hefur að undanförnu farið fram úr aflafé hennar. Þessi leið er nú fær eingöngu vegna þess, að ís- lendingar eiga gjaldeyrisvara- sjóð, er veitir verulegt svigrúm í þessum efnum og er vörn gegn áföllum. Það er því ekki nauð- synlegt, að gripið sé til róttækra samdráttarráðstafana eða hafta til þess að draga skyndilega úr eftirspurn og innflutningi, þótt UM BÆKUR o I straumkastinu Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. f STRAUMKASTINU. Setberg, Reykjavík, 1963. VILHJÁLMUR S. Vilhjálmsson, blaðamaður og rithöfundur, er sextugur á þessu ári. Af því til- efni gefur Helgafell út að nýju sagnabálk hans, Brimar við Böl- klett, en það er mesta skáldverk höfundar. Þá sendir bókaútgáfan Setberg frá sér safn blaðavið- tala, sem Vilhjálmur hefur skráð. Nefnist sú bók í straumkastinu, frásagnir 33 sjómanna og útvegs- manna. Er það fimmtánda bókin, sem kemur frá hendi Vilhjálms, og er þá ekki talin fyrrnefnd endurútgáfa. Bókin hefst á nokkrum for- málsorðum, og segir höfundur þar: „Ég hef stundað blaða- mennsku í þrjátíu og sjö ár. Á þessum árum hef ég haft með höndum öll störf, sem blaða- mennska felur í sér. Ég byrjaði mjög snemma að skrifa viðtöl við fólk, og þá fyrst og fremst það fólk, sem búið hafði við hörð lífs- kjör, en þannig voru örlög alls þorra íslendinga á fyrri tíð“. Þá getur höfundur þess, að hann hafi valið í bókina viðtöl við menn, „sem ýmist stunduðu 6jó alla ævi sína eða ræddu nær eingöngu um sjómennsku eða út- vegsmál“. Sumir kunna að segja, að blaðaviðtal sé ekki verk eins manns, þar sem blaðamaður vinn ur úr framlagi annars manns og leggur ef til vill ekki til netna lítið eitt af eigin hugmyndum. Flestir munu þó vera sammála um, að það er blaðamaðurinn, höfundurinn, sem skapar viðtal- ið. Það er á valdi hans, hvaða spurningum hann varpar fram. Hann getur vinzað úr svörum þess, sem hann ræðir við og hafn- að því, sem hann telur óþarft eða óhæft. Það er á valdi blaða- manns að færa í stílinn orð sögu- manns, gæða þau lífsmagni hins ritaða máls, þar sem málhreimur, áherzlur og látbragð getur ekki lyft orðum og setningum eins og í töluðu máli. Slíkt hlýtur sér- hver höfundur að ástunda, þótt hann hafi annars enga löngun til að fara á svig við sannleikann. Loks hefur höfundur í hendi sér að auka við frá eigin brjósti, segja deili á sögumanni, kynna hann fyrir lesendum. Efniviður sá, er sögumaður leggur höfundi í hendur, getur verið misjafn, og er ekki jafnauðvelt að vinna úr öllu efni. Það getur einnig haft áhrif á viðtalið, hvort sjónarmið og áhugamál sögumanns og blaða manns fara saman. Efni dagblaðanna er mest megnis miðað við líðandi stund. Sum dægurmál gleymast furðu- fljótt og þykja ekki forvitnileg, eftir að þau eru horfin af dag- skrá. Það er því næsta vanda- samt að vinza efni úr gömlum blöðum til birtingar í bók. Það eru út af fyrir sig grómi blandin meðmæli með höfundi, að hann er búinn að starfa að blaðamennsku hátt í fjóra ára- tugi, enda þótt svo langur tími hljóti að veita drjúga starfs- reynslu. íslenzk blaðamennska var löngum tilbreytingalítil flat- neskja, svo að jafnvel mætir menn fengu þar furðulitlu áork- að. Það var ekki fyrr en á síð- asta áratug, er nýir menn komu til skjalanna, að það tók að glaðna til í þeim heimkynnum. Blaðamennskunni hefur farið fram á síðustu árum. Og blaða- Vilhjálmur S. Vilhjálmsson viðtöl eru nú sett saman á annan hátt en fyrrum. Þar semáður ríkti ósveigjanleg og þunglamaleg alvara, kveður nú við léttan og hressandi tón. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson dregur, sem eðlilegt er, dám af eldri tíma. Hann er alvarlegur, svo að honum stekkur sjaldan bros af vörum, varkár og þó á- kveðinn. Sá ópersónulegi svipur, sem einkenndi blöðin áður fyrr, er augljósastur í elztu viðtölunum, þeim sem hann færði í letur fyrir tveim til þrem áratugum. Má þar sem dæmi nefna viðtölin við Sig- urjón Á. Ólafsson og Gísla J. Johnsen. Höfundur hefur ekki náð þeim á rétta bylgjulend og vantar þó ekki, að þeir hafi haft frá mörgu að segja. Vi.ðtalinu við Sigurjón er auk þess spillt með óþörfum eftirmála. Sama er að segja um frásagnir af löngu liðnum félagsmálaþræt- um. Vilhjálmi hefur ekki tekizt að blása lífsanda í þær. Ef til vill stendur hann of nærri þeim hlut- um, til að hann geti gert sér heil- lega mynd af þeim og leitt öðrum þá mynd fyrir sjónir. Auk þess verður hann allt of hátíðlegur, þegar slík mál ber á góma. Hon- um er alveg varnað að sjá skop- legu hliðina á þeim, og hefur þó áreiðanlega gerzt margt spaugi- legt á þeim vettvangi. En það er ekki öllum gefið að eygja hið kímilega í því, sem þeim er sjálf- um hugfólgið. Allt um það er margt gott að segja um bók Vilhjálms, .ef litið er á hana sem heild. Sumt af því, sem hann skortir í lipurri blaða- mennsku, bætir hann upp sem rithöfundur. Það er augljóst, að hann hefur þjálfazt í löngu starfi sínu og honum hefur vaxið ás- megin, eftir að hann tók að senda frá sér bækur. Síðari viðtöl hans eru miklum mun betur unnin og fyllri en hin fyrri. Á það einkum við um lengri þættina. Form viðtalanna er misjafnt. Sum eru samtvinnuð af spurn- ingum og svörum við spurning- um, önnur eru að mestu leyti framlag höfundarins eins og þátturinn um Odd af Skaganum, sem er stutt og gagnorð mann- lýsing og hefði þó mátt vera lengri vegna þeirra, sem aldrei sáu Odd eða heyrðu. Sum viðtölin eru nær því að vera óslitin frásögn sögumanns, og eru þau bezt. Má sem dæmi benda á þáttinn um Eystein Jó- hannesson, Víða liggja leiðir landans. Það er ekki hægt annað en komast í gott skap við lestur slíkrar frásagnar. Það er eitt- hvað í sögu þessa víðförla bryta, sem minnir á fornar hetjur, sem sigldu til framandi landa til að afla sér fjár og frama og sneru svo aftur heim til ættjarðar sinn- ar reynslunni ríkari. Dr. Jóhannes Nordal um tíma hafi myndazt halli í við- skiptunum við útlönd. Hlutverk peningalegra aðgerða í þeirri heildarstefnu, sem nú þarf að marka, er tvíþætt. Ann- ars vegar verður að draga um sinn úr lánveitingum til fram- kvæmda, sem nú eru orðnar meiri en samrýmanlegt er efna- hagslegu jafnvægi, en beina í þess stað stærri hluta sparifjár þjóðarinnar til þess að tryggja undirstöðuatvinnuvegunum við- unandi rekstrarfé, en samkeppnis aðstaða þeirra og rekstrargrund- völlur hefur versnað verulega að undanförnu vegna hækkandi til- kostnaðar. Hins vegar verður að leggja áherzlu á að vernda hag sparifjáreigenda, því að ný aukn- ing innlends sparnaðar er mikil- vægasta forsenda þess, að hægt verði að sigrast á þeim örðugleik- um, sem nú steðja að, á sem skemmstum tíma og með sem minnstum truflunum á fram- leiðslu og framkvæmdum. J. N. En svo vel sem höfundi tekst að rita sarhfellda frásögn eftir viðmælendum sínum, fatast hon- um tökin, þegar hann reynir að henda á lofti og safna saman stuttum og hnyttnum tilsvörum. Þannig rennur viðtalið við Þórð Þorsteinsson úr greipum hans, svo að hann situr eftir tómhent- ur. „Ég læt ekkert viðtal eiga við mig“, segir gamli maðurinn, þeg- ar blaðamaðurinn heimsækir hann á níræðisafmælinu. Það ræt ist að vísu úr honum; hann stend- ur ekki við hótun sína. En hún verður samt að áhrínisorðum. Viðtalið mistekst. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson hefur bæði sem blaðamaður og rithöfundur lagt sig öðru fremur eftir lífi og starfi verkalýðsins. Menn, sem vinna hörðum hönd- um, hvort heldur er á sjó eða landi, eiga hug hans allan. í hópi þeirra er hann heimamaður. Svo sem mörgum manni af eldri kyn- slóðinni er tamt, metur hann vinnuna út frá gildi hennar sjálfr ar. Erfiðið sjálft er einn þáttur- inn í manngildishugsjón hans. Ef það er ekki auðráðið af bókinni f straumkastinu, þá liggur það að minnsta kosti ljóst fyrir í sumum smásögum hans. Nægir að minna á sögurnar Rauðir seðl- ar og Nýtt hlutverk í sagnasafn- inu Á krossgötum. Síðar nefnda sagan er alkunn af kvikmyndinni, sem eftir henni var gerð. Það er því ekki að undra, að hann hefur leitað eftir viðtölum við menn, sem lítt hafa borizt á, en staðið þó af sér storma lífsins og stutt aðra á vegferð sinnL Honum tekst vel, þá er hann skráir sögur þeirra, sem segja frá brauðstriti sínu og berjast hetju- legri baráttu við höfuðskepnurn- ar, rekja endurminningar um svaðilfarir á sjó og landi, lýsa vinnubrögðum, sem nú teljast til liðins tíma,. hafa uppi frásagnir af vinnufélögum og samverka- mönnum og minnast löngu lið- inna viðburða ævi sinnar. Má þar nefna frásögn Þórðar Sig- urðssonar af lúðuveiðum Amer- íkumanna fyrir Vestfjörðum. Slíkar frásagnir eru skemmtileg- Framihald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.