Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 8
MORGUNBLADID Miðvikudagur 4. des. 1953 Almennar launahækkanir eðli legur mælikvarði á hækkun bóta almannatrygginga Hækkun bóta greidd í þessum mdnuði Á FUNDI neðri deildar í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar um hækkun á bótum alnnanna- trygginga samþykkt við 2. og 3. umræöu og því vísað til efri deildar. Birgir Finnsson, framsögumað ur heilbrigðis og félagsmála- nefndar, komst m.a. svo að orði, að almennar launahækkanir á yfirstandandi ári næmu 12,875 %, en frumvarpið gerði ráð fyr- ir 15% hækkun bóta frá 1. júlí s.I. Jafnframt vakti hann athygli á þeirri yfirlýsingu í greinar- gerð frumvari»sins, að hækkun bótanna verði að sjálfsögðu end urskoðuð, ef um frekari almenn- ar launahækkanir verða, þegar vitað er, hversu miklar þær verða. Gert er ráð íyrir að greiða bótahækkunina fyrir þetta ár í einu iagi í þessum mánuði. Almennar launahækkanir eðli- legur mælikvarði Birgir Finnsson (A), fram- sögumaður heilbrigðis og íélags- málanefndar, veik m.a. að því, að stjórnarandstæðingar hefðu við fyrstu umræðu talið írum- varpið ganga of skammt í hækk- unarátt, og. m.a. vitnað til þeirra hækkana, sem kjaradómur dæmdi opinberum starfsmönn- um á árinu. Rétt er, að opinber- ir starfsmenn fengu að þessu sinni meiri hækkanir en almennt gerist vegna kjaradóms, en á það ber að líta, að sú hækkun stafar að mjög vesrulegu leyti af því, að með kjaradómi hefur allt launakerfið verið stokkað upp, bæði með tilliti til þess, að almennt var viðurkennt, að þeir höfðu dregizt aftur úr öðr- um stéttum í kjaramálum og eins til að ákveða hinum ýmsu starfs hópum hjá rik inu laun í sam- ræmi við kröf- ur til menntun- ar mismunandi ábyrgðar, sem einstökum störf- um fylgir. Slík endurskoðun var að flestra eða allna dómi tímabær og nauðsynleg og getur ekki með réttu flokkast undir það, sem við er átt með almenn- um kauphækkunum. Þess er að vænta, að sá grund vðllur, sem með kjaradómi var lagður, haldizt um margra ára skeið. Opinberir starfsmenn eru a.m.k. bundnir af þessum fyrsta úrskurði kjaradóms í 214 ár og eiga þess ekki kost á þeim tíma að fá kjörum breytt nema til samræmis við almennar launa breytingar. Þá vakti alþingismaðurinn at- hygli á þeirri yfirlýsingu í grein argerð frumvarpsins, að hækkun bótanna verður að sjálfsögðu endurskoðuð, ef almennar launa- hækkanir verða, þegar vitað er, hverju þær nema. Vistgjöld á Grund. f>á kvaðst alþingismaðurinn af gefnu tilefni vegna orða ÞÞ hafa kynnt sér, hvemig skipt- ing vistmanna á Elliheimilinu Grund væri milli venjulegra vistmanna og hinna, sem hjálp- ar eru þurfi. Alls eru á Grund 329 vistmenn. Þar af fá 269 bor- inn upp allan dvalarkostnað af tryggingunum . og sveitarfélög- unum, en 59 eða aðeins 18% greiða sjálfir eða vandamenn þeirra mismuninn á daggjöldum og ellilífeyri. En auk þess að sleppa viljandi þessu veigamikla atriði, gekk ÞÞ einnig fram hjá því, að á ýmsum öðrum vistheim ilum gamalmenna eru daggjöldin mun lægri en á Grund, svo sem á Skjaldarvík á Akureyri, Blönduósi, í Keflavík, á ísafirði, á Sólvangi og á Akranesi. Að því er snertir aðra vist- menn en sjúka og ellikrama kem ur í ljós, að daggjaldið á Grund var 65 kr. 1958, en er núna 130 kr. Eillilífeyrir á 1. verðlags- svæði 1958 var kr. 9211 á ári en verður frá 1. júlí s.l. með 15% hækkuninni 19603 kr. eða 112% móti 100% hækkun dag- gjaldanna. Þessi athugun er byggð á upplýsingum frá Trygg- ingastofnun ríkisins og er nið- urstaða hennar sú, að hækkun lífeyrisins er mun meiri en hækkun daggjaldanna frá því ári, sem ÞÞ valdi sér til sam- anburðar. Og þar sem dýrasta elliheimilið hefur verið tekið til hliðsjónar, er augljóst, að elli- launin duga enn þá betur fyrir þá, sem á ódýrari vistheimilum búa. Markvisst unnið að almanna- tryggingunum Þá kvaðst alþingismaðurinn ætla, að af máli sínu væri ljóst, að framfarir á sviði almanna- trygginga hafi orðið í áföngum í tíð núverandi rikisstjórnar og sannarlega hefði mikið verið gert í hverjum áfanga. Ellilíf- eyrisþegar voru alls 9986 árið 1960 en fjölgaði upp í 11883 1 963 og s.l. ár voru þeir orðnir 12356. Þar segir afnám skerðingará- kvæðanna til sín. í byrjun þessa árs var tekið að greiða öllum líf eyrisþegnum jafnt, hvar sem þeir búa á landinu, og við það 'fengu 5282 25% hækkun. Frá næstu áramótum munu fjöl- skyldubætur ná til allra og ýmsar fleiri lagfæringar, sem lögfestar voru s.l. vor, taka þá gildi. Þá fá tryggingarnar heim- ild til að greiða að fullu dvalar- kostnað allra vistmanna á elli- heimilum að viðbættum 10% til vistmanna sjálfra til annarra þarfa. Þannig er markvisst unn- ið að því að bæta aðstöðu hinna tryggðu, þótt ekki sé unnt að gera alla hluti í einu. Og með tryggingunum á sér stað meiri háttar tilfærsla á tekjum í þjóð- félaginu frá þeim, sem betur eru settir, til hinr»a, sem minna mega sín. Árleg útgjaldaaukning trygg inganna vegna þeirra breytinga, sem samþykktar voru s.l. vor og taka gildi um áramót, var talin nema 44,4 millj. kr. samtals á hinum ýmsu greinum trygging- anna og sú tala hækkar enn vegna ákvæða þessa frumvarps. Tryggingarnar hafa alla tíð ver- ið baráttumál Alþýðuflokksins og það, sem áunnizt hefur, hef- ur af skiljanlegum ástæðum hafzt fram í samvinnu við aðra flokka. Mest hefur áunnizt með samstarfi Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins, en Fram- sókn hefur oft verið málefnum trygginganna fjandsamleg og kommúnistar tómlátir. Enn um Grund Þórarinn Þórarinsson (F) lagði fram skriflega breytingar- tillögu þess efnis, að í stað þess að bætur almannatrygginganna hækkuðu um 15%, hækkuðu þær um 25%. Þá veik hann að samanburði á ellilífeyri og dval- arkostnaði á Grund, sem hann taldi betri mælikvarða á breyt- ingar á framfærslukostnaði, sem átt hefði sér stað meðal aldr- aðs fólks, en vísitölu fram- færslukostnað- ar. Sagði hann, að ellilífeyrir hjá einstakl- ingum á 1. verð lagssvæði 1958 hefði numið 9.955 kr., en þá hefði dvalar- kostnaður á almennu deildinni á Grund verið 21.900 kr. Ellilíf- eyririnn hefði því numið 45%. Nú væri ellilífeyrir hins vegar 18.240 kr., en dvalarkostnaður- inn 46.800 kr. og ellilifeyririnn þvj 18.240 kr. Hins vegar kvaðst hann viðurkenna, að ellilífeyr- irinn hafi hækkað hlutfallslega meir en framfærslukostnaður- inn, sem miðað við 2. veirðlags- svæði, en það hafi verið stjóm- arandstöðinni að þakka, að skipt ing landsins í verðlagssvæði hafi verið felld niður. Tryggingarnar ekki eins góðar Hannibal Valdimarsson (K) lagði fram skriflega breytingar- tillögu um, að bæturnar hækk- uðu um 40% en ekki 15% og að þær yrðu verðtryggðar. Rök- studdi hann það með því, að bætur almannatrygginga hefðu Á FUNDI efri deildar í gær gerði Bjartmar Guðmundsson grein fyr ir frumvarpi, er hann ásamt Al- freð Gíslasyni er flutningsmaður að. En það felur í sér, að verð- laun fyrir að vinna á hlaupadýr- um verði aukin úr 350 í 550 kr. fyrir refi og úr 200 í 350 kr. fyrir minka. Jafnframt sé bannað að eitra fyrir þessi dýr næstu fimm árin og skoðast það þá sem reynslutími. Frumvarpið er rökstutt með þvi m.a., að slík eitrun verði ein- att öðrum dýrum að bana, svo sem t.d. bæði erni og fálka og jafnvel spendýrum, en sé hins vegar áhrifalítil aðferð til að fækka refum og líkast til áhrifa- laus gagnvart minknum. Bjartmar Guðmundsson (S) kvað lagt til að hækka verðlaun fyrir unnin hlaupadýr vegna þess, að komið hefði í ljós, að menn fengjust ekki til að eyða hlaupadýrum fyrir eins lágt gjald og því væri eðlilegt að hækka verðlaunin í hlutfalli við þær sem orðið hafa síðan lögin voru sett. En alþingis maðurinn taldi að sú aðferð, að ná hlaupadýr- um, sé í senn skásta og auð- veldasta leiðin til að halda vargnum í skefj um, sérstaklega þó kvað minkinn snerti. En víða væri baráttan gegn minknum ekki önnur en sú, að menn ynnu á hlaupadýrum og fengu verð- laun fyrir það og því mættu verð- launin ekki minni vera. ævinlega fylgt hækkuðu kaupi opinberra starfs manna, en kaup þeirra hefði hækkað um 40-45% sam- kvæmt úr- skurði kjara- dóms s.l. sum- ar. Þá sagði hann, að tryggingairnar væru ekki eins góðar nú og þær hefðu verið, þær hefðu dregizt aftur úr og þeim hrakað, sérstaklega hvað gamla fólkið snerti. Þá kvað hann það alkunnugt, að hann hefði bæði fyrr og síðar hamrað á auknum almannatrygg ingum. Ni'verandi ríkisstjórn hefði hins vegar í upphafi verið á móti því, þar til dró að kosn- ingum Hlutfallsleg hækkun en ekki lækkun Emil Jónsson félagsmálaráð- herra kvaðst sérstaklega vilja mótmæla þeim orðum HV, að al- mannatryggingarnar væru ekki eins góðar nú og þær hefðu áð- ur verið, en Hannibal vitnaði m.a. til þess, að matvælavísital- an hefði hækkað um 86 stig, fatnaðarvísitalan um 40 stig, en almannatryggingarnar aðeins um 27%. Kvað félagsmálaráðlherrann þetta skýrast bezt, ef lesnar væru upp bæt- ur almanna- trygginga frá því í marz 1959, en þá var fram- færsluvísitalan sett í 100 stig. í marz 1959 var ellilífeyrir til einstaklinga á 1. verðlags- svæði 829 kr. á mánuði, en í nóv. s.l. 1519, 64 og hækkun því 83,2% og ef þau 15% eru tek- in með, sem nú er lagt til að lögleiða 110,7%. Varðandi hjón á 1. verðlagssvæði nemur hækkunin 106,1% og með 15% 137%. Á öðru verð- UMDEILD LÖGFESTING Þá veik alþingismaðurinn að því, að árið 1957 hefðu verið lög- leidd ákvæði um skyldueitrun gegn refum og minkum, sem fram kvæma skyldi á hverju ári. Út af þessu spunnust miklar deilur bæði á Alþingi, í blöðum og manna á meðal og kvaðst alþingis maðurinn ætla, að sjaldan hafi umdeildari lög verið í gildi tekin hér á landi. Þar var sú skylda lögð á oddvita að gerast eitur- byrlarar, ekki aðeins fyrir þessi dýr, refi og minka, heldur og önnur, sem eitrið var ekki ætlað, bæði fugla og meira að segja tamin spendýr. Til Alþingis er nú komin fram ósk frá sýslunefnd Vestur-Húna- vatnssýslu, þar sem farið er fram á, að þessi ákvæði verði niður felld, og kvað alþingismaðurinn a.m.k. allmarga oddvita sama sinnis. Enda væri óhætt að full- yrða, að áhuginn á eitrunarskyld- unni væri nú mun minni en 1957 eftir reynslu þeirra fimm ára, sem síðan eru liðin. Þó er einkum þrennt, sem úr sker, að ráðlegt er að gera a.m.k. fimm ára hlé á eitrunarskyldunni og banna eitr- anir: 1. Eitrun er I sjálfu sér ó- yndisúrræði og viðurstyggileg. Hún er stórhættuleg öðrum dýr- um, en hún á að ná til og jafnvel mönnum og kvaðst alþingismað- urinn geta nefnt þesp fjölmörg dæmi. Tilnefndi hann, að í einni sveit hafi eitrunin orðið þrem hundum að bana, hundum odd- vitans og nágranna hans, en að- eins einum ref. í næstu sveit varð eitruð rjúpa tveim fálkum að bana og eins í næstu sveit þar lagssvæði nemur hækkunin með 15% 180,9% og hjá hjónum 216 % á tímabilinu. Kvaðst ráðherr- ann því telja þau orð HV ómak- leg, að í tíð núverandi ríkisstjórn ar hafi aldrei Verið greiddar full ar bætur og að bótaþegar hafi aldrei fengið eins góðar greiðsl- ur og áður var. Eysteinn Jónsson (F) kvað Framsóknarmenn hafa komið almannatryggingunum fynst á í samstjórn með Alþýðuflokknum og hefðu Framsóknarmenn síð- an verið fylgjandi öllum endur- bætum, sem gerðar hefðu verið á almannatryggingunum utan einu sinni, þegar þeir lögðu til að frumvarpi þess efnis yrði frestað. Þórarinn Þórarinss (F) og Hannibal Valdimarsson (K) tóku aftur til máls, en ekki kom neitt nýtt fram í ræðum þeirra. Síðan var gengið til atkvæða og frum- varpið samþykkt við 2. umræðu óbreytt og vísað til 3. umræðu. Var svo þegar boðið til nýa fundar og frumvarpið tekið til 3. urnræðu. Þá lagði Þórarinn Þórarinsson (F) fram skriflega breytingartillögu, þar sem lagt var til í bráðabirgðaakvæði, að hækkanir, sem verða kynnu á launum verkamanna og verzlun- armanna, næðu og til almanna- trygginganna. Emil Jónsson félagsmálaráð- herra tók fram, að er frum- varpið var fram lagt, hefði ver- ið tekið fram, að ef almennar launahækkanir yrðu, mundi verða tekið tillit til þess og frumvarp flutt þar að lútandL Eðlilegt væri að bíða þess, að samningar tækjust, enda væru horfur á, a.m.k. kvað samninga verzlunarmanna snerti, að hækk anir yrðu mismunandi og þvl eðlilegt að taka afstöðu til þess, er samningarnir lægju fyrir. Ekki kvöddu fleiri sér hljóðs og var frumvarpið enn samþykkt án breytinga og það sent for- seta efri deildar til frekari fyr- irgreiðslu. við. Einu sinni munaði ekki nema hársbreidd, að eitrunin yrði manni að bana. 2. Þá eru skiptar skoðanir um, að eitrun fyrir refi hafi mikil á- hrif til fækkunar á refastofnin- um. Kvaðst alþingismaðurinn þekkja tvo til þrjá menn, sem væru refafræðingar, og héldu þeir því fram, að eitrunin hefði nokkur áhrif til fækkunar á heimskustu dýrunum, en hins vegar æli hún upp dýrbíti, þar sem hún yrði til þess að vitrustu dýrin þyrðu ekki að leggja sér annað til munns, en það, sem þau veiddu sjálf og þá einkum fugla og unglömb. 3. Það sker þó úr, að eitrunii* er komin vel á veg með að út- rýma einum tilkomumesta fugl- inum hér á landi, erninum, og þó til annarra landa sé vitnað. Mena mundu nú e.t.v. segja, að það sé bættur skaðinn, þar sem örninn er ekki nytjafugl. Hann hefur þó verið alfriðaður um tugi ára og um leið og eitrunin var lögleidd 1957 voru sjö sýslur undanþegn- ar, svo að eitrunin mundi síður granda erninum. Menn vita, að frá því eitrun var upp tekin, 1890, hefur hún fækkað erninum mjög og reynzt honum öllum dýrategundura hættulegri. Ef eitruninni verður nú áfram haldið, er sýnt, að þessi tilkomumikli fugl mun hverfa úr sögunni. Loks kvað alþingismað- urinn þessi fimm ár hugsuð sem reynslutími, svo að menn geti áttað sig betur. Enda munu ná margir þeirra, sem fyrir fimm ár- um töldu eitrunina nauðsynlega, ekki telja hana hafa veruleg á- hrif nú, þar sem refurinn væri farinn að vara sig á eitrinu. Verði eitrun ekki hætt vofir eyðing arnarins yfir verðbreytingar,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.