Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.12.1963, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ r Miðvikudagur 4. des. 1963 Ályktanir og tillögur aðalfunds Bandalags kvenna Talið frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Siníóníuhljómsveitarinnar, Proinn- sías O’Duinn, hljómsveitarstjóri, Árni Kristjánsson, tónlistarstj óri og Vilhjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstjóri. Siðustu sinfóníutónleik- arnir fyrir jól annað kvöld Einleikari verður Jón Nordal — O’Duinn á íörum til írlands AÐALFUNDUR Bandalags kvenna var haldinn í Reykja- vík dagana 18. og 19. nóvem- ber 1963. Á fundinum voru samþykktar ályktanir og til- lögur um margvísleg málefni, og birtist hér á eftir úrdrátt- ur úr þeim: Barnagæzla Fundurinn fagnar því, að borg arstjórnin í Reykjavík hefur samþykkt að starfrækja á þessum vetri dagheimili fyrir börn, sem komin eru yfir barnaheimilisald urinn, og væntir þess, að ekkj dragist lengi úr þessu, að fram- kvæmdir hefjist. Áfengismál Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir frumvarpi því um breytingu á áfengisiögunum nr. 58, sem nú lig'gur fyrir Alþingi. Sérstaklega telur fundurinn eftirfarandi at- riði þýðingarmikil: 1) Að taka upp vegabréfs- skyldu. 2) Að ökumönnum leigubif- reiða sé bannað að taka ölvuð ungmenni til flutnings í bifreið- um sínum og leyfa þeim áfengis- neyzlu þar. 3) Að banna unglingum að bera á sér áfengi inn á veitinga- staði. 4) Að ungmennum yngri en 18 ára er óheimil dvöl á vín- veitingahúsi eftir kl. 8 á kvöld- in. 5) Að gera skal upptækt það áfengi, sem unglingar innan 21 árs hafa undir höndum. 6) Að þyngd eru sektarákvæði við brotum á áfengislögum. Fundurinn bendir þó á, að því eðeins verði þessi lagabreyting til bóta, að mjög strangt eftir- lit verði með því að ákvæðum hennar sé framfylgt. Tryggingarmál Fundurinn Iýsir ánægju sinni yfir þeim miklu endurbótum á lögunum um almannatrygging- ar, sem samþykktar voru á Al- þiingi á sl. vetri, einkum réttlát- ®r leiðréttingar gagnvart ein- stæðum mæðrum. Jafnframt bendir fundurinn á nauðsyn þess eð hækka elli- og örorkubætur, svo og barnalífeyri frá því sem mú er, og greiðslur tryggingar- stofnunarinnar hækki í fuliu eamræmi við hækkað kaupgjald í landinu á hverjum tíma. Fund- urinn mótmælir því, að starf heimavinnandi húsmæðra er í tryggingarlögunum metið til jafns við elli- og örorkubætur, og telur eðiilegt að dagpeningar húsmæðra séu jafnar því lág- marki, sem launþegum er ætlað öðrum en fyrirvinnu heimila. Bamavernd Fundurinn fer fram á, að ítar- leg reglugerð um vinnuvemd barna við lög nr. 29/1947, sem nú er í endurskoðun, verði látin fylgja hinum endurskoðuðu lög- um. Skólamál Fundurinn gerði margar álykt anir í sambandi við skólamál og eru þessar helztar: 1) Gerðar verði ráðstafanir til þess að unglingadeildin verði starfræktar við alla barnaskóla Reykjavíkur, svo að bömin getj lokið skyldunámi sínu í einum og sama skóla. 2) Bygging nýrra kennslueld- húsa verði hraðað sem mest. 3) Brauðsamlokur verði seldar í barna- og gagnfræðaskólum borgarinnar. 4) Hert verði á aga í skólum, og einkunnir gefnar fyrir reglu semi og hegðun. 5) Skemmtanalíf aukið innan skólannia og skóíaskemmtanir ekki látnar standa lengur fram eftir kvöldi en reglur um úti- vist unglinga segja til um. 6) Tekið verði inn í fræðslu- kerfi rikisins skólastofnun, sem mennti félagsráðgjafa, starfs- fólk dagheimila, vistheimila, dagskóla, leikvalla og tómstunda heimila. Starfi stofnunin í nán- um tengslum við Kennaraskóla íslands. 7) Heimavinna fari fram í skól anum undir stjórn og eftirliti kennara. 8) Samvinna skóla og heimila verði aukin, og skólum gert að senda í byrjun hvers skólaárs heimilunum skólareglur, svo for ráðamenn barnanna viti, hvaða kröfur skólinn gerir til barnanna og heimilanna. 9) Heilbrigðum unglingum sé ekki veitt undanþága frá loka- prófi skyldunáms. 10) Biskup íslands láti fara fram athuganir á því, hvort ekki sé nauðsynlegt að samræma bet ur en nú er fermingaraldur barna og skólaskylduna. Heilbrigðismál Fundurinn skorar á heilbrigð- isyfirvöldin að hlutast til um að sala á sígarettum í stykkjatali verði bönnuð, þar sem mikil hætta sé á því að börn læri að reykja á þann hátt. Einnig skor- ar fundurinn á Alþingi og ríkis- stjórn að fullgera tafarlaust Hjúknmarskóla íslands. Nú bíða á annað hundrað stúlkna eftir skólavist, og fyrirsjáanlegt er, að hjúkrunarkvennaskortur verður tilfinnanlegur áð-ur en langt um líður, ef ekkert verður aðhafst í málinu. Þá beindi fundurinn því til for eldra og skóla, að þeir tækjú siðferðilegt uppeldi unglinganna fastari tökum en verið hefur og kennsla verði tekin upp í sið- fræði og háttvísi í skólum lands- ins. Verðlags- og verzlunarmál Að síðustu komu ýmsar álykt- anir fram varðandl verðlags- og verzlunarmál á fundínum, m.a. um hreinlæti afgreiðslufólks a meðferð matvæla í matvörubúð- um, brauðbúðum og mjólkur- biiðum. Skoraði fundurinn á borgarlækni að herða á eftirliti með framleiðslu og meðferð mat væla, og beindi því til viðkom- andi aðilja að sjá um að allar vörur væru merktar, eftirlit yrði haft með verðlagi, vöruþekking- arnámskeiðum yrði komið á fót fyrir verzlunarfólk. I>á vítti fund urinn harðlega að fyrir gæti kom ið að vönar stæðust ekki upp- gefna vigt og tók undir marg- undirteknar kröfur Neytenda- samtakana um vörumerkingu og að pökkun kartafla færi ekki fram á vegum Grænmetisverzl u-nar landbúnaðarins. Þá lagði fundurinn til að matvöruverzl- anir hefðu opið eitt kvöld í viku í tilteknum borgarhlutum. Fundurinn fagnaði samþykkt- um borgarstjómar frá 28. marz sl. um byggingu leiguhúsnæðis og lagði til að framkvæmdir hæfust án tafar, og lagði til að ungt fólk, sem væri að hefja bú- skap gengi fyrir íbúðunum. Skor aði fundurinn á borgarstjórn að láta fara fram athugun á því, hvort ekki væri tímabært að setja á fót stofnun, sem hefði milligöngu um sölu og leigu hús- næðis. Þá skoraði fundurinn á stjórn arvöld að aflétta að verulegu leyti söluskatti og innflutnings- gjöldum af brýnustu nauðsynja vömm, og mótmælti afnámi um hámarksálagningu verzlana á ýmsum nauðsynjavörum. Stjóm Bandalags kvenna skipa: Aðaibjörg Sigurðardóttir, formaður; Soffía Ingvarsdóttir, varaformaður og ritari og Guð- iaug Bergsdóttir, gjaldkeri. Dakar, Senegal, 2. des. (NTB): Forseta- og þingkosningar fóru fram í Senegal í gær og er það i fyrsta skipti síðan landið öðlaðist sjálfstæði 1960 Senghor foirseti og flokkur hans hlutu hreinan meirihlut? í báðum kosningunum. SÍÐUSTtj tónleikar Sinfóníu- hljómsveitarinnar fyrir jól verða í Háskólabíói annað kvöld, fimmtudag. Stjórnandi er Pro- innsias O’Duinn, sem stjórnar nú 13. tónleikum sínum hér. Ein leikari með hljómSyeitinni verð ur Jón Nordal. Jón Nordal Á efnisskrá tónleikanna er sin fónía nr. 3 í D-dúr eftir Schu- bert, Hinzta kveðja eftir. Jón Leifs, en verkið er nú flutt í fyrsta sinn á tónleikum, en það hefur aðeins einu sinni verið sinni verið flutt í útvarpinu, þá konzert fyrir píaaió og hljómsveit í A-dur, K488 eftir Mozart, ein- leikari á píanóið er Jón Nor- dal, og loks verður flutt sinfónia nr. 2 í D-Dúr eftir Sibelíus. Schubert sinfónían verður nú flutt í fyrsta sinn á tónleikum hér á landi. O’Duinn, sem nú heldur heim til írlands, hefur stjórnað, með þessum tónleikum, Sinfóníu- hljómsveitinni í 13 skipti, þar af 5 æskulýðstónleikum. Hann er væntanlegur aftur til Reykjavík ur í marzbyrjun og mun hann stjórna tónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar 5. marz. Auk þess mun hann stjóma a.m.k. 3 æskulýðstónleikum og væntan- lega tónleikum, þar sem ein- göngu verður flutt létt og fjöirug tónlist. O’Duinn skýrði Morgunblað- inu svo frá í gær, að eftir jól myndi hann stjóma sinfóníu- Aylesbury, Englandi, 2. des. (NTB): f dag lauk 18 daga yfirheyrsl um varðandi járnbrautarrán- ið mikla í Bretlandi hinn 8. ágúst sl. Fimmtán menn og þrjár konur hafa verið ákærð, og verður mál þeirra tekið fyrir um miðjan janúar. Alls komu um 180 vitni fyrir rétt- inn. Talið er að járnbrautar- ræningjarnir hafi verið um 30, en ránsfengurinn nam um 300 milljónum króna (ísl.). hljómsveit írska útvarpsins og fram til þess tima er hann kæmi aftur til Reykjavíkur. Lét hann vel af dvöl sinni hér, bæði sam- skiptunum við meðlimi hljóm- sveitarinnar svo og áheyrendur. Lét O’Duinn þess getið, að hann teldi sinfóníuhl jómsveit- ina hafa mjög gott af því, að leika létta tónlist eins og t.d. eft ir Gershwin eða lögin úr West Side Story, enda væri miklu erf iðara að leika þessa tegund tón- listar en margt fólk álitL — Flatey Frh. af bls. 23 Um hafnarframkvæmdir segir að árið 1930 Lafi verið byggð bátabryggja, lengd 1946—7 og endurbætt 1949. Kostað hafi ver- ið til bryggjunnar 15 þús. kr. fyrir 1940 og á áratugnum 1941— 50 666 þús. krónum, en engu síð- an. Nær bryggjan fram á þriggja metra dýpi og ráðgert að lengja hana um 20 m. Þá segir að í Flatey séu 17 býli öll með einhverja grasnyt, af þeim 9 I eyði. Landbúnaður sé aðeins stundaður til heimilisnota. Ástæðuna til brottflutnings fólksins segja nefndarmenn vera erfið lífsskilyrði og sjósókn á fengsæl fiskimið einkar erfið sök um lélegrar hafnarskilyrða. Sam- göngur eru lélegar og stopulár. Nefndin sneri sér til Vitamála- stjórnarinnar og óskaði athugun- ar og áætlunar um örugga höfn I öllum veðrum fyrir eyjarskeggja. Samkvæmt þeirri áætlun mun hafnargerðin alls kosta sem svar- ar 3.730.000.00 kr. Ennfremur segir í skýrslu þremenninganna: „Bætt hafnarskilyrði er tví- mælalaust þýðingarmesta atriðið til að bæta lífskjör þess fólks, sem enn býr í Flatey, auk þess mundi góð höfn í Flatey skapa bátum frá nálægum verstöðvum mikið öryggi í vondum veðrum, þegar heimahöfn næst ekki. Á þetta einkum við báta frá Húsa- vík, höfnum við Eyjafjörð, svo og Siglufjörð”. Þá er í lok skýrslunnar getið flugbrautar, sem rudd hefir verið en nú er orðin nothæf fyrir minni vélar. Að lokum er lögð áherzla á þrennt, sem stuðlað geti að á- framhaldandi byggð eyjarinnar: Góð höfn, bættar samgöngur og lúkning flugbrautar. Með þessu taldi blaðamaður Mbl. sig hafa aflað sér sæmilegs fróðleiks um Flatey á Skjálfanda og lifnaðarhætti þar fyrr, og þó einkum nú, eftir því sem ritaðar heimildir greindu. Með þetta vegarnesti skulum við í síðari grein stíga upp í flugvél og halda norður til Flat- eyjar í fylgd innborins Flatey- ings, Haraldar Jónassonar, bæj- arfógtafulltrúa á Akranesi. vig. LANCÖME gerir hina fögru ennþá fegurri! Aðeins hjá: OCÚLUS — SÁPUHÚSINU og TÍZKUSKÓLA ANDREU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.