Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 6
MORCUNBL AÐIÐ Surtnudagur 3. dea. -1963 Jónas Pétursson, alþingismaður: Er landbúnaiurinn hemill á hagvöxt á fslandi? í UMRÆÐUM á Alþingi um þ.ál. tillögu Framsóknarmanna u.m nýja þjóðhágsáætlun flutti við- skiptamálará'öherra Gylfi Þ. Gíslason ræðu, þar sem hann taldi að landbúnaður hér stæði í vegi fyrir hagvexti í þjóðfél- agínu. Segja má að eðlilegast væri fyrir alþingisjnénh að ræða mál þetta á Alþingi en þar sean óvíst er hvenær málið kemur til áfraimhaldandi umræðu þar, vil ég biðja Morgunblaðið fyrir þessa grein. Þetta er þung ásökun á elzta atvinnuveg þjóðarinnar, þann at vinnuveg, sem verið hefir að miklu leyti fóstra íslenzku þjóð- arinnar, frá því land var numið og fram á okkar daga, sem nú erum fulltíða menn. Þessi skoð- un virðist eiga nokkur ítök í huguan ýmsra íslendinga, _ ekki sízt meðal hinna yngri. Ég er sveitabarn. En það er ekki þess vegna, sem óg hefi gjörsamlega andstæða skoðun í þessu máli við ráðherrann, heldur er mín tilfinning, mín skoðun orðin tii af því að virða fyrir mér þjóð- lífsmyndina. Ég vil minna á það að fyrir nokkruan árum flutti ég á Al- þingi ásamt Bjartmari Guð- mundssyni þ.ál. tillögu um rann- sókn á hlutdeild atvinnugrein- anna í þjóðarframleiðslunni. Ég hafði ekki sízt í huga að fá fram hlut landbúnaðarins. En þessi þ.ál. tillaga náði ekki afgreiðslu. Ég hætti við að flytja hana aftur, vegna þess að mér var tjáð að slík rannsókn væri að komast í fullan gang í hagstofnunum. Slík hagrannsókn nær aldrei yfir öll þau atriði er máli skipta, en er jafn nauðsynleg fyrir því. Sbéttarsamband bænda samiþ. á aðalfundinum sl. haust að stofna til allvíðtækrar rannsókn- ar um búnaðarmál hér á landi, m.a. „svo upplýsingar fáist um það, hver sé hin efnahagslega aðstaða landibúnaðarins gagn- vart öðrum atvinnuvegum", eins og segir m.a. í samþ. aðalfundar- ins. Hér vakir sýnilega hið sama fyrir, eins og var tilgangur ininn með þ.ái. tillögu þeirri er ég áður flutti á Alþingi. En slíka rannsókn er ekki mögulegt að gera nema hún nái til allra þátta efnahagslífsins. Á annan hátt verða þessu máli ekki gerð skil. Já, viðskiptamálaráðherrann taldi að landbúnaðurinn stæði hagvexti fyrir þrifum. Ég vil leiða hér vitni gegn þessari stað- hæfingu, þessari skoðun. í Bún- aðarblaðinu, fylgiriti „Vikunnar“ 5. tbl. 1. árg. des 1961, birtist grein eftir ungan búvísindaimann (ég vitna í þá eins og ráðherr- ann) sem heitir Björn Stefáns- son og lagði einkum stund á bún- aðarhagfræðileg efni við háskól- ann í Ási í Noregi. Viðfangsefni hans er hagvöxt- ur í ísl. landbúnaði. í grein Björns, (ekki Sigurbjörnssonar) segir svo: „Framkvæmdabank- inn hefir reiknað út að þjóðar- tekjur á íbúa, reiknaðar á föstu verði, hafi aukizt um 8% eða 8 af hundraði frá 1947 ti'l 1959 og verð á einstökum þáttum í fram- leiðslukostnaði mjólkur og kjöts hefur þróast í samræmi við verð lag almennt. Á hver maður að geta keypt 8% meira af mjólk eða kjöti árið 1959 en árið 1947, en raunin er sú, að hver einstak lingur getur keypt 39% meira af kjöti og 21% meira af mjólk, þegar miðað er við verð til fram, Ieiðenda. Þetta bendir til þess að framfarir í landbúnaði hafi fært þjóðinni meiri rauntekjur en framfarir í öðrum atvinnu- greinum — að þeir fjármunir, sem. landbúnaðurinn hefir feng- ið til umráða, hafi gefið þjóð- inni betri arð en það fjármagn, sem iðnaður, sjávarútvegur, verzlun og þjónusta hafa fengið til ráðstöfunar.“ Þessi tilvitnun verður látin nægja hér, þótt æskilegast væri að birta meira úr grein þessari, eða helzt greinina alla. Við íslendingar höfum lifað á tveim atvinnugreinum að mestu: fiskveiðum og Iandbúnaði og svo þeim iðnaði og verzlun, sem tengdur er þessu tvennu. Nýting orkulinda í fallvötnum og jarð- hita er ört vaxandi undirstaða að lífsafkomu fólksins og nýjar greinar éru að bætast við svo sem flugþjónusta milli landa, móttaka erl. ferðamanna o.fl. — og að undanförnu hafa varnar- málin verið þáttur, en er þó lítill síðustu ár miðað við það sem var á stríðsárunum og síðar. En allur iðnaður, verzlun og þjónusta sem er innanlandsmál byggist á þess- um meginundirstöðum ísl. at- Jónas Pétursson vinnulifs. Það er illt verk að reyna að villa um fyrir fólki um þetta meginatriði. Að það eru gæði landsins og sjávarins í kring með hjálp huga og handar, s«n tryggir þessari þjóð lífsaf- kom.u í dag. Þessi gæði verða ekki nýtt, nema byggja landið allt. Sú gjörbreyting, sem orðin er á lífskjörum í þessu landi er mest að þakka hagþróun þessara tveggja atvinnugreina — og skal þó fúslega viðurkennt að sjávar- útvegurinn á þar miklu stærri þátt. En jafnframt er bezt að gera sér grein fyrir þvi, að hing- að til höfum við fært aflann á land, án þess að vita, hvort það getur gerzt um alla framtíð, nema að fari að draga úr aflan- um — við vitum ekki nema hér sé stunduð rányrkja úr hófi — gagnstætt því, sem gerizt í land- búnaði að jafnframt hinum mikla hagvexti í framleiðslugetu hans, þá skilum við landinu betra til þess næsta með hverju ! ári sem líður. Af því að sífellt færra fólk hefir getað aflað sifellt meiri fisks og landbúnaðarvöru hefir verið hægt að stækka sífell£ þann hóp sem vinnur iðnaðar- vöru handa okkur sjálfum, sem annast menntun okkar og heilsu- gæzlu, skrifar og gefur út blöð og bækur o.s.frv. En allir þessir hópar eru vaxmr upp úr frum- undirstöðunum. Að viðurkenna þetta ekki er eins og að afneita móður sinni. Næsta Árbók F.l. um Austur-Hún. Jón Eyþórsson skrifar hana Næsta Árbók F.l. tun A-Hún .. 3 NÆSTA Árbók Ferðafélags ís- lands fjallar um Austur-Húna- vafcnssýslu, og skrifar Jón Ey- þórsson, veðurfræðingur, hana. Þegar er búið að setja hluta bók- arinnar ,sem á að koma út næsta vor. Hefur Jón haft handritið mikið til tilbúið í þrjú ár, en haft það til vara, eins og hann orðaði það, er um þetta var rætt á fundi hjá Ferðafélaginu sl. sunnudag. Jón Eyþórsson, sem er ritstjóri Arbókar, sagði að eftir að Húna- vatnssýslubókin kæmi út, væru aðeins eftir af sýslum landsins Norður-Þingeyjasýsla, nokkuð af Norður-Múlasýslu og Rangár- vallasýsla. Nú mundi Gísli Guð- mundsson, alþingismaður, skrifa Arbók um N-Þing., sem kæmi út árið 1965. Eftir að Rangárvalla- sýslu væru gerð sömu skil, væri lokið lýsingu á byggðu bóli á íslandi og nokkru af óbyggðum. Þá yrði kominn tími til að breyta eitfchvað um form á Ár- bókunum, og taka kannske sagn- ir og sögur af ákveðnum svæð- um. Tók hann sem dæmi fjalla- skagann milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar, sem margar sagnir væru til um og sumir vildu nefna Tröllaskaga. Þar væri líka mikið af jöklum, og enn hefðu jöklar á fslandi ekki verið taldir. Svíar og Norðmenn telja sína jökla, Norðmenn eiga um 300, sean að meðaltali eru undir 1 ferkm. að stærð. Ef íslendingar eru spurðir hve margir jöklar eru á landinu. er ekki hægt að svara þvL Síðasta Árbók Ferðafélagsin* fjallaði um Vonarskarð, skrifuð af dr. Haraldi Matthíassyni, sem Jón sagði að hefði lagt á sig rnikið erfiði til að kynnast leið Gnúpa-Bárðar. í bókinni bjuggu þeir Jón og dr. Haraldur til um 90 ný ömefni á Vonarskarðsleið. Kvaðst Jón telja að það væri allgóð viðbót við landafræði Is- lands, því áður hefði verið erfitt að gefa skilmerkilega lýsingu á atórum svæðum þar sakir nafna- skorts. Ferðafélag fslands hefur í Árbókum sínum tekið fyrir og sett nöfn á þrjú slik nafnlaus svæði, sem hafa orðið almenn. Eitt þeirra eru Kerlingarfjöllin, en nöfnin á kennileitum þar eru nú orðin töm í munni þeirra sem um staðinn fara. • Spíritismi á íslandi og í Brazilíu Velvakandi var að blaða í nýútkominni bók í fyrradag. Sú bók heitir „Furður sálar- lífsins“ og er eftir kunnasta sálfræðing Norðmanna, Harald Schjelderup, sem hefur verið prófessor í sálfræði við há- skólann í Osló í full 35 ár. Munu margir á íslandi kann- ast við nafn þessa ágæta vís- indamanns, enda hefur hann skrifað mikið um sálfræði og heimspeki. í bókinni er fjallað um efni, 9em íslendingar hafa lengi haft mikinn áhuga á, enda varð ein setning í bókinni til þess, að Velvakanda datt í hug að skrifa þetta. Hún hljóðar svo: „Spíritisminn virðist eiga mestu fylgi aff fagna í íslandi, í Puerto Rieo og í Braziliu“. Hvernig stendur á því, að íbúar í þessum þremur ríkjum hafa þennan áhuga á spírit- isma? Til þess að geta mynd- að, sér »var um það, vérða menn að lésa þessa bók. Höf- undur hennar svarar því ekki beint. Hér er um svo viðkvæmt mál að ræða, að Velvakandi þorir naumast að troða skoðun sinni fram. — Það hefur vakið imdrun margra, hve andatrú- arhyggja hefur átt miklu gengi að fagna á íslandi. Sumir kalla hana heiðindóm, aðrir vesala tilburði lítt-trúaðra manna til staðféstingar trú sinni, enn aðrir sönnun kristindómsins, og svo mætti lengi telja. Fram hjá þeirri stáðreynd verður hins vegar ekki gengiff, að spíritisminn á miklu fylgi að fagna hér á landi, og afstaðan til hans veldur enn harðvítug- um blaðadeilum, eins og öllum blaðalesendum mætti í minni vera. • Ástæðulaus feimni Velvakanda er minnistætt, að hann las fyrir nokkrum árum ritdóm í víðlesnu og vel- þekktu blaði ensku um bók, sem fjallaði um andafcrú. Rit- dómarinn var greinilega and- vígur spíritisma og sagði m.a. í fyrirlitningartóni, að lítt bæri að marka sögur pólskra fjalla- bænda, villimanna í Suður- Afríku og ólæsra, íslenzkra bænda („illiterate Icelandic pe snts“). Velvakandi var þá ung. r að árum, tók upp þykkj- una fyrir landa sxna, seftist móðgaður við ritvél sína og skrifaði blaðinu harðort bréf. Minntist hann meðal annars á þá staðreynd, að „ólæsir, ís- lenzkir bændur“ væri næstum óþekkt hugtak. Á íslandi hefðu fleiri menn kunnað að leea á miðöldum en á samantöldum Bretlandseyjum, þótt ekki væri miðað við fólksfjölda. Bréfið var aldrei birt, en aftur á móti fékk Velvakandi kurteislega orðað bréf frá rit- stjórnm blaðsins, þar sem hann var minntur á minnimáttar- furður sálarlífsins kennd fámennra þjóða og svo framvegis. Upp úr þessu gerðist Vel- vakandi feiminn framan við út- lendinga, þegar minnzt var á ýmis sérkenni okkar, eins og trú á drauga, álfa, „anda“ og fleira dót. Því ber að fagna því, að út skuli vera komin á íslenzku bók um öll þessi mál eftir frægan, færan og viðurkervnd- an vísindamann. Astæðulaust er með öUu fyrir okkur ís- lendinga, að vera feimnir vegna sérstöðu okkar í ýmeum málum, eins og t.d. anda- trúnni. Menn geta haft mis- munandi skoðanir á andatrú, en óþarfi virðist að skammast sín fyrir hana gagnvart útlend ingum. ÞURRHIOOUR ERL ENDINGARBEZl AR BRÆÐURNIR ORMSSON hf. Vesturgötu 3. Simi 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.