Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1963, Blaðsíða 31
1 (S' Surmudagur S. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 31 Sveinbförn Hannesson endurkjörinn form. Óðins ij ÞETTA ERU RevkjáVíkup- sigraði i flokki karla en lið Oddsdóttir sem heldur á bikar i i meistarar í karla- og kvenna ÁRMANNS í kvennaflokki. kvennanna en hún er fyrirliði 1 i flokki í handknattleik. FRAM Það er Liselotte Franziska Ármannsliðsins. / Liston fær 17,2 millj. fyrir að mæta Clay AÐAI.FUNDUR Málfundafélags- ins Óðins, félags Sjálfstæðis- manna í launþegasamtökunum, var 'haldinn sl. fimmtudagskvöld. Fundurinn var vel sóttur og gengu 22 nýir meðlimir í félagið, sem nú-telur rúmlega 760 manns. Fundarstjóri var Axel. Guð- mimdsson og fundarritari Sigurð ur Sigurjónsson. Fráfarandi for- maður, Sveinbjörn Hánnesson, minntist í upphafi félaga, sem látizt höfðu á árinu og risu fund- armenn úr saéium til að votta hinum .lánu virðingu .sína. Formaður flut'ti „síðan skýrslu stjórnarinnar og sýndi. hún, að sta.rfsemi félagsins var. mikil og fjölþætt. Qjaldkeri félagsins, Valdimar Ketilsspn las upp reikn inga, sejn báru um góðan fjár- hag. Reikn.ingarnir voru sam- þykktir samihljóða. .. . Féiagið átti 25 ára afmæli s!. vor og var þá samþykkt að leggja 25 þúsund krónur í kosn- ingasjóð Sjálfstæðisflokksins. Sveinbjörn Hannesson vár ein- róma endurkjörinn formaður ‘fé- lagsins og aðrir í stjórn voru NÚ hefur endanlega verið ákveðið að kappleikur þeirra Sonny Liston og Classiusar Clays verði 26. febr. n.k. Leik- urinn fer fram í Convention í Miami. Við samningfijerðina voru Liston tryggðar 400 þús- und daiir (um 17.2 milij. ísl. kr.) en Cassius Clay fær 250 þús- und dali eða 10.7 millj. ísl. kr. • Blaðamenn viðstaddir Blaðamenn fengu að vera við- etaddir allar umræður um samn ingana og þeir eru á einu máli um að Sonny Liston var afar ánægður með samningana — og það er ekki oft sem hann hefur verið ánægður. Samningar hafa staðið lengi milii framkvæmdastjóra þeirra Listons og Clays og var fyrsti samningurinn undirritaður fyrir mánuði. Sá samningur var aðeins um að keppni skyldi fara fram milli þeirra, en samið var þá um öll smærri atriði. ★ Hundrað dala miðar Framkvæmdastjóri Clays sagði blaðamönnum að hver að- göngumiði myndi kosta 100 dali (4.300 ísl. kr.) Rúm er fyrir 16000 manns í íþróttahöll- inni og reiknað er með tekjum af aðgöngumiðasölu sem nema einni milljón dala. Enska knottspyrnnn 22. umferð ensku deildarkeppninn- ar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: 1. Deild: Arsenal — Liverpool ....... 1—1 Birmingham — West Ham 2—1 Bolton — Tottenham ........ 1—3 Burnley — N. Forest ...... 1—1 Everton — Chelsea ......... 1—1 Fulham — Wolverhampton .... 4—1 Ipswich — Blackburn ....... 0—0 Leicester — Aston Villa ........... 0—0 Manchester U. — Stoke .... 5—2 Sheffield W. — Blackpool .. 1—0 W.B.A. — Sheffield U....... 2—0 2. deild: Charlton — Sunderland ..... 0—0 Derby — Rotherham 1—4 Grimsby — Northampton ........... 4—1 Huddersfield — Portsmouth ^,.... 1—-1 Leyton O. Manchester City ........ 0—2 Middlesbrough — Norwich ...... 0—1 Newcastle — Scunthorpe ....... 3—1 Plymouth — Leeds ............ 0—1 Preston — Bury ............... 3—0 Southampton — Cardiff ....... 2—2 Swansea — Swindon ..________ 3—0 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Dundee U. — Rangers ........ 2—3 Dunfermline — St. Mirren ____ 5—0 Kilmarnock — Dundee ............. 1—1 Staðan í 1. deild er þá þessi: 1. Liverpool 28 stig. 2. Rlackburn 28 — 3. Tottenham .. 28 — 4. Manchester U. 26 — 5. Arsenal 26 — Nýr Breiðafjarðarbát- ur smíðaður í Kópav. í GÆR var undirritaður samn- ingur milli Flóabátsins Baldurs hf. og Stálskipasmiðjunnar hf. í Kópavogi um smíði á nýju far- þega- og flutningaskipi fyrir Breiðafjörð. Stærð skipsins verð- ur um 160 brúttólestir, öll lengd 29 metrar, lengd milli lóðlína 25,6 metrar, breidd 6,6 metrar og dýpt 3,3 metrar. Farþegarými verður fyrir alls 55 farþega, þar af 5 hvílufarþega í sérstökum klefa. í skipinu verða tvær Kelvin-díselvélar, hvor 320 hestöfl, og tvær skrúfur. Skipið verður smíðað að mestu eftir fyrirkomulagsteikningum Hjálmars R. Bárðarsonar, skipa- skoðunarstjóra, að Djúpbátnum Fagranesi, en þetta nýja skip verður þremur metrum lengra. Samninginn undirrituðu fyrir hönd Flóabátsins Baldurs hf., þeir Lárus Guðmundsson, forstj., og Ásgeir P. Ágústsson, formaður félagsstjórnarinnar, en af hálfu Stálskipasmiðjunnar hf., þeir Ól- afur H. Jónsson, framkvæmda- stjóri, Þórir B. Guðmundsson, for maður stjórnarinnar, og Jón Sig- urðsson, meðstjórnandi. Umsam- ið er að skipið verði afhent eftir eitt ár. Ný bók eftir Alistair Mac Lean BÓKAÚTGÁFAN Iðunn gefúr nú út fjórðu bókina eftir Alistair MacLean, sem hefur víða verið metsöluhöfundur. Nefnist þessi bók „Til móts við gullskipið“ og er þýdd af Andrési Kristjáns- syni. Margar af bókum MacLeans eru kvikmyndaðar nálega jafn- óðum og þær eru ritaðar. Nýj- asta bók MacLeans, sem út kom s. 1. sumar, seldist í 65 þús. ein- tökum í Bretlandi fyrstu þrjá mánuðina. Fyrri bækur höfundarins, sem birzt hafa í íslenzkri þýðingu eru: Byssurnar í Navarone, Nóttin langa og Skip hans há- tignar Odysseifur. Fyrsttalda bókin hefur nú verið endur- prentuð. ^ Berlín, 4. des. NTB # Um þessar mundir stendur yfir í V-Berlín sýn- ing á 70 listaverkum eftir Edvard Munch. Sýningin er haldin í tilefni þess, að 12. desember næstkomandi eru liðin 100 ár frá fæðingu lista- mannsins. 1 V-Berlín eru til um 115 listaverk eftir Munch og enn fleiri í A-Berlín, enda er unnið að undirbúningi sýn- ingar þar. Kfarnorku- flugvélin - núfíma drengjabók ÚT er komin ný bók um Hauk lögreglu-fiugkappa loftsins, en fyrsta bókin um þessa söguhetju, Fífldjarfir flugræningjar, kom út í fyrra. Höfundar bókanna eru tveir, brezkir rithöfundurinn Eric Leyland og T. E. Scott Chard, sem er yfirflugsljóri B.O.A.C. Bókin hefur þýtt Snæbjörn Jóhannsson, en útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er prentuð í Prentverki Akraness h.f. Leyfi þarf fyrir áramótabrennum ÞEIR, sem hafa í hyggju að halda áramótabrennur, verða að sækja um leyfi til þess hjá lögreglunni, svo sem áður hefur tíðkazt. Umsækjendur skulu snúa sér til lögreglunnar með þessar beiðn ir í síma 1-4819 og verður beiðn- um þar svarað allt til 30. des. nk. Umsækjendur skulu lýsa staðn um og skýra frá, hvar hann er og hvort þar hafi verið haldin brenna. Einnig skulu þeir til- nefna einhvern ábyrgan mann fyrir brennunni. Tilnefndir hafa verið af lögreglunnar hálfu Stef- án Jóhannsson, varðstjóri, og frá slökkviliðinu Leó Sveinsson, brunavörður, til að meta, hvort hægt sé að halda brennur á hin- um umbeðnu svæðum og líta eft- ir bálköstunum. Hafa þeir úr- skurðarvald í því efni. Lögreglan beinir þeirri beiðni til foreldra, að þeir minni börn sín á að hafa ekki um hönd nein eldfim efni í sambandi við hleðslu bálkastanna og kveikja ekki í þeim, fyrr en lögreglan veitir leyfi til þess. Þá vill lögreglan beina athygli almennings að því að tilkynna slökkviliðsstjóra um sölu skot- elda samkvæmt 152. gr. bruna- málasamþykktar fyrir Reykja- vík. Einnig vill hún beina þeim tilmælum til kaupmanna, sem fá leyfi til að selja flugelda og skrautelda, að þeir geymi þá í ör- uggri geymslu. kosnir: Friðleifur Friðriksson, Valdimar Ketilsson, Þorsteinn Kristjánsson, Gunnar Sigurðs- sori, Stefán Þ. Gunnlaúgsson pg Hilmar Magnússon. í varástjórn voru eftirtaldir menn ’kösnir: Guðjóri Hansson, Svavár JúHussön, Eysteiriri 'tíuð- múridsisori, "Kristján Jðhanrissbn og Hróbjartux Lúthérsori. Endurskbðeridur voru kbsriir: Meyvant Sigurðssori, Sigurbur Eýþórssori ög Bjárrihéðilin Hall- grímSsön. ’ ' ' '' Nýtt Úlgerðaf- féla« Siglufirði 6. .des. FYR.ÍR nokkru var geragið hér frá. stofnun nýs. útgerðarfélags. Ber .það nafnið Útgerðarfélag Siglufj arðar h.f. . Aðaleigend.ur fyrirtækisins eru . Síldarverk- smiðjur ríkisins og Siglufjarðar- kaupstaður. Tilgangur féiagsins er að eiga og reka botnvörpu- skipið Hafliða og fiskibáta, sem félagið kemur væntanlega til með að kaupa. Stjórn skipa: Sigurður Jóns- son forstjóri S.R. Eyþór Halis- son forstjóri, Sigurjón Sæmunds son bæjarstjóri, Ragnar Jóhan- nesson skattstjóri og Þóroddur Guðmundsson forstjóri. Siglfirðingar binda miklar vonir við þetta fyrirtæki í sarii- bandi við atvinnurekstur hér, en atvinnuástand er ekki of burðugt eftir misheppnað síld- arsumar. . ----------------------» +* I KVoLD verður gamanleikur- inn Flónið sýndur í 5. sinn í' Þjóðleikhúsinu og er það næst síðasta sýningin á leiknum. — Myndin er af Bessa Bjaxnasyni í hlutverki sinu. Klaki farinn úr jörðu aftur Seljavöllum, Hornafirði, 6. des. TÍÐARFAR er hér ágætt og hef- ir svo verið síðustu vikur. — Klaki, sem kominn var í jörð er nú að mestu farinn aftur. Skurðgröftur er því að hefjast á ný. Bændur hér hafa fé siitt á húsi. Þessa dagana er verið í síðustu eftirleitum í Stafafells- fjöllum. Lö'gsöfnum er aranars lokið. Allir vegir eru vel færir. Nýbyrjað er á lagningu Kálfa- fellsstaðarraflínu, en með henni eiga 28 bæir í Mýra- og Borgar- hafnahreppi að fá rafmagn. — Egill. \ó(BÍLASSANáo/ 15-0-IY .. . □ Volvo Station ’62, ekinn að- eins 12 þús. km. Volvo Amason ’58, tæíkifæris- verð. Taunus Cardinal ’63, ekinn 8 þús. km., hvítur, ódýr. Opel, Rekord, Caravan og Kapitan frá 1955-’63. Volkswagen ’58. Verð kr. 60 þús. Útb. 35 þús. Benz 219 ’59, einkabíll, tæki- færisverð. Consul ’55. Lítil útbongucn. Land-Rover og Gipsy, benzín og diesel. Benz-rútur, 14 og 17 manna 1958 og 1961. Vörubíiar gamlir oig nýir. Nú er hagstæðast að kaupa. Aðal B'ilasalan er aðal-bíiasalan í Dænum. inFssTRfn ii Símar 15-0-14 og 19-18-L BÍLALEIGA sama stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.