Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 24. jan. 1964 309y BRÆDURNIR ORMSSON hí. Vesturgötu 3. Simi 11467. ÞURRHLÖDIIR ERU ENDINGARBEZXAR ©PIB COPCWMWtW Þorrablót í Nausti FRETTAMANNI MorgunblaSs- ins var boðið’ að borða þorra- ms.t í Nausti í fyrradag. Þar voru fyi-ir eigendur veitingastaðarins og Halldór Grönda.1, forstjóri. Maturinn lá í trétrogum á borði og var hinn girnilegasti, enda tekið til óspilltra málanna um leið og merki vap gefið. Halldór Gröndal skýrði frá starfsemi Naustsins á sl. ári og gat þess, að þetta væri í sjötta skipti, sem þorramatur væri þar á boðstólum. Þessi nýbreytni befur ver-ið mjög vinsæl og kvaðst Haildór vona ag matur- inn værj jafnvel ennþá betri nú en hann hefur áður verið. Naust- ið sjálft annast verkun hans og hefur nú orðið góða reynslu í þeim efnum. Ýmis önnur ný- breytni Naustsins hefur vakið mikla ánægju meðal gesta, ekki sízt istenzka vlllibráðin, og sagði Halldór Gröndal að hún væri mjög vinsæll réttur, þ. e. hrein- dýrakjöt, ýmiskonar endur og gæsir. Veitingahúsið hefur haft á sínum snæruní 6 skyttur, sem Mikið byggt á Akranesi Akranesi 15. jan. Á s.l. ári hafa verið teknar 1 notkun hér í bæ 21 íbúð sem eru samtals 8,400 rúmmetrar. Byggðir hafa verið 18 bílskúrar. Fullgerðar hafa verið 10 stærri byggingar fyrir verzlun og iðn að. Nú eru í byggingw 69 íbúðir, stærð. Þá er búið að steypa upp 3 hæða viðbyggingu við barna skólann, og síðast en ekkji sizt er verið að grafa fyrir undir- stöðum að viðbyggingu við sjúkrahúsið, sem á að verða 12,000 rúmmetrar að stærð. Fyr- irhugað er að aðalsjúkrahúsið verði í nýju byggingunni, þegar hún er fullgerð, en í eldra hús- inu verði sjúkradeild elliheim- ilisins, auk margs annars. — Oddur D19E D19C AKG stærsti framleiðandi heims á vönduðum hljóð- nemum. Látið oss vita þarfir yðar. Getum e. t. v. ráðlagt yður. HVERFITÓNAR Hverfisgötu 50. skotið hafa dýrin á skottímanum og hafa þau síðan verið sett á matseðla jafnóðum og þau hafa borizt veitingahúsinu. Halldór Grönda'l benti á, að Naustið hefði ekiki aðstöðu til fjölbreyttr ar skemmtstarfsemi, það væri fyrst og fremst rekið sem rest- aurant eða veitingahús. Á það væri lögð áherzla og kynni fólk vel að meta þá viðleitni. Þegar fréttamenn og eigendur tóku til við matinn var ákveðið að Agnar Bogason ritstjóri skyldi fyrstur ganga í trogin. Hann hefur verig á þorrabloti Naust- sins frá fyrstu tíð og var eins- konar heiðursgestur blótsins. Agnar og fréttamaður Morgun- blaðsins voru sammála um, að ekki dygði annað vig svo mergj- aðan mat en borða hann af full- kominni karlmennsku, eins og komizt var að orði. Halldór Gröndal skýrði frétta mönnum frá því og bað þá koma þeim skilaboðum til réttra aðila, að inngöngugjaldið væri afar óvinsælt í Nausti. Gestir skildu ekki hvernig á því stæði að þeir þyrftú að borga 15 krónur fyrir að ganga ixm í veitingahúsið og snæða þar. Ættu útlendingar sér staklega erfitt með að skilja þetta, enda gegndi öðru máli í Nausti, en þar sem fjölbreytt gkemmtiatriði væru á boðstólum. Geir Zoega og Guðm. Kristinsson fá sér þorramat Þó væri einkum erfitt að koma þéim í skilning um það á miðvikudagskvöldum. Þá væri þeim sagt eins og endra- nær að þetta væri eingkonar vín skattur, en þegar þeir væru komnir inn í veitingahúsið og ætluðu að fá sér glas af víni, væri þeim tilkynnt að vín væri ekki framreitt það kvöld. Áður en lengra er haldið er bezt að minnast á þorramatinn. Hann er: svið, blóðmör, hangi- kjöt, súr hvalur, hákarl, lifra- pylsa smjör, rófustappa, bringu- kollar, lundabaggar, rúgbrauð, sviðasulta, flatköikur, hrútspung- ar og selshreifar. Á þorraborð- seðli Naustsins er skýrt frá því, að Savanah-tríóið muni leika auk þeirra Carl Billioh og Jan Moraveks. Meðal þeirra laga sem leikin eru má geta „Það er svo margt ef að er gáð,“ sem nefnt er „borðsálmur" í seðlinum „Syngur lóa,“ gamail húsgang- ur og góð vísa sem aldrei er »f oft kveðin, og „Austan kaldinn á oss blés“: „lagið lærði sr. Bjarni Þorsteinsson af norðlenzk um sjómanni. Vísan er alþekkt sjómannavísa norðanlands. Sagt er að Ingimundur Jónsson skáld í Sveinungsvík í Þistilfirði hafi ort hana, þegar hann hraktist á 4ra manna fari austan frá Langa nesi og vestur á Siglunes, þar sem þeir náðu nauðugtlega landi.** Loks má geta þess, að Halldór Gröndal skýrði frá þvi; að Naust seldi þorramat til íslendinga erlendis og færi sú starfsemi ört vaxandi. Þegar Haraldur Guð- mundsson var sendiherra 1 Osló fékk hann t.d. sendan þorramat frá Nausti, að öllum líkindum til þess að tengja íslendinganý- lenduna í Osló nánari böndum við heimalandið, minna svolítið á gamla Frón, þvi fátt er íslenzk- ara en þorri og þorramatur. Andrea skrifar um sunnudagsglasið Fyrir skömmu minntist ég á tízkuiðnaðinn og lifandi frum- ur og hafa þær bollaleggingar ekki fallið í góðan jarðveg hjá öllum, eins og bezt kemur fram í þessu bréfi frá frú Andreu í Tízkuskólanum: „Fyrir rúmri viku hrutu nokk ur skemmtileg fróðleikskorn um tízkuiðnaðinn og snyrtivör- ur af vörum „Velvakanda". Þar sem leikmannsþankar þessir voru ekki alveg lausir við lævís lega orðaðar dylgjur og gáfu sitt- hvað í skyn um innihaldið í sunnudagsglasinu í snyrtiöskju Luckyar, þá komst ég ekki hjá því að taka að mér það van- þakkláta hlutverk að reyna að upplýsa „Velvakanda“, ef þess er annars nokkur kostur og benda honum á nokkur atriði úr sögu fegrunarfræðinnar. í riti einu, Listin að elska, skrifar rómverska skáldið Ovi- dius langt mál og snjallt um snyrtingu kvenna og kemur þar berlega í Ijós, að honum.þykir það ekki skipta svo litlu’máli, að konur kunni að snyrta sig af smekkvisi og kunnáttu. Ovidius er meira að segja svo vel að sér í fræðunum, að hann lætur fylgja nýja uppskrift fyrir and- litsmaska, en aðaluppistaðan í honum er eggjahvítuefni og kol vetni, einmitt sömu efnin, sem eru í tveimur glösum snyrti- öskjunnar. Enda þótt segja megi, að Ovi- dius hafi verið hugvitssamur brautryðjandi á þessu sviði á sínum tíma, þá gefur það engu að síður auga leið, að fegrunar- fræðum hefur fleygt stórlega fram síðan. Tuttugasta öldin er öld vísinda og vinnuvéla, og framleiðendur snyrtivara hafa ekki síður en aðrir tileinkað sér vísindaleg vinnubrögð og ná- kvæmni. Nú eru það ekki leng- ur óvísindalega þenkjandi skáld, sem segja til um hvernig búa skuli til andlitsmaska, heldur læknar, efnafræðingar og vís- indamenn, sem vinna í rann- sóknarstofum snyrtiveranna. Vík ég nú aftur að „Velvak- anda“. Sunnudagsglasið í snyrti öskju Luckyar er honum slíkur þyrnir í augum, að þegar hann minnist á innihald þess, þykir honum ástæða til að setja eftir- farandi orð: Lifandi frumur, innan gæsalappa. Við skulum vona, að hann sé maður til að standa við þessar glánnalegu gæsalappir sínar. Eins og flestum sérfróðum mönnum og „Velvakanda“ er kunnugt, þá hefur verið fundin upp eins konar þurrkunarað- ferð (lyophilisation á visinda- máli) til þess að geyma ósýni- legar lxfverur, eins og t.d. sýkla, veirur og frumur og það er ein- mitt sú aðferð, sem notuð hefur verið við frumurnar í sunnu- dagsglasinu. Efnið í sunnudagsglasinu er sá óviðjafnanlegasti maski, sem ég hefi nokkurn tíma kynnzt, og þessar lifandi frumur eru svo hressandi, að það er ekki óhugs- andi, að „Velvakandi“ mundi loksins vakna, venda sínu kvæði í kross og jafnvel syngja sunnu- dagsglasinu lof og dýrð, svo framarlega sem hann kynntist þessu sjálfur frá fyrstu hendi. Andrea“. Kraftaverk Eftir lestur bréfsins varð ég sannfærður um, að hér væri loksins komið það, sem þjóðin hefur beðið eftir: Sunnudags- glasið í snyrtiöskju Luckyar. Enda var kominn tími til að kraftaverk gerðust með þjóð vorri. Ekki efast ég um; að sunnu- dagsglasið sé „sá-óviðjafnanleg- asti maski“ sem frúin hefur kynnzt — og leyfi mér þá að nota gæsalappir til þess að und- irstrika, að orðrétt sé haft eftir. Þetta gerði ég líka, þegar ég nefndi „lifandi frumur“ og er það hin stóra ráðgáta bréfsins hvað hægt er að sjá svona „glannalegt" við gæsalappir. Auðvitað stend ég við það, sem ég skrifaði og undanskil hvorki punkta, kommur né gæsalappir. Því miður er ég jafnnær um innihald sunnudagsglassins, þrátt fyrir tilskrifið. Það er e.t.v. hægt að ætlast til að ein- hverjir syngi flöskum „lof og dýrð“, en ekki smáglösum. Þá er til of mikils ætlazt. Ekki dettur mér í hug að amast við því að kvenfólk noti undralyf Luckyar. Smekkur fólks er misjafn. Mér er sagt, að það sé mjög bætandi að þvo hár sitt upp úr keitu — og gamalt húsráð er það að nota volga kúamykju við gigt. Fólk notar því eitt og annað til snyrtingar og heilsubótar. Því skyldi ekki sunnudagsglas Luckyar geta verið gott eins og hvað annað? Fegrunaræði En þáð, sem vakti fyrir mér, þegar ég ræddi um tízkuiðnað- inn í umrætt sinn, var, að mér ofbýður — eins og mörgum öðr- um — þetta tízku- og fegrunar- æði, sem hér hefur gripið um sig. Öllum þykir sjálfsagt að konur sem karlar snyrti sig, en þegar verið er að reyna að ala ungar stúlkur upp í því að hið endanlega takmark lífsins sé að komast í fegurðarsamkeppni eða að sýna loðfeldi og sund- boli í margmenni, þá er nokkuð langt gejigið. Og svo er farið á þriggja vikna námskeið til að læra að ganga upp og niður stiga. Og það eru blöð og útvarpi, sem eiga hér stóra sök. Maður opnar ekki svo blað, að ekki séu fréttir eða greinar um þenna hégóma. Þetta er ekki orðin nein smámaskína, fégrunariðn- aðurinn. Þetta er orðinn það áberandi iðngrein, að það ligg- ur við að hún farin að skyggja á aðrar greinar, sem eru þjóð- inni miklu mikilvægari. Eða hver eru útflutningsverðmæti fegrunariðnaðarins? Ég endurtek það, sem ég sagði hér fyrir nokkrum dögum: Eftir mánaðar blaðalestur og útvarpsauglýsingar á íslandi hefur maður það á tilfinning- unni, að skóli lífsins sé eins konar snyrtiskóll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.