Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.01.1964, Blaðsíða 8
8 MQRGUNBLADIÐ Fostudagur 24. jan. 1964 IIMGI R. JÓHANIMSSOIM SKRIFAR UM SKÁKMÓTIÐ Jafntefli Guðmundar og Tals 7. umferð. Guðm. — Tal. Byrjun: Griinfels-vörn. TVÍMÆLALAUST mikilvseg- asta skák kvöldisins. Tal beitti sömu uppbyggingu og Geller gegn Kortsnoj í Curaso 1962. Skákin tefldist eins og áðumefnd skák þar til í 27. leik er Guðmundur lék e2—e3, en Kortsnoj Rc3—e4. Tal náði um stundarsakir frjálsari stöðu, en simám saman leystist taflið upp og höggorusta hófet með stórskotaliðinu. Þegar flaekjurnar fóru að greiðast kom upp hróksendatafl sem keppendum fannst ekiki á- stæða til að tefla áfraim. — Ánægjulegur árangur hjá Guð mundi. Magnús — FriSri Byrjun: Sikileyjar-vörn. Þessi skák tefldist lengi vel eins og skák min Og Fnðriks á skáikþingi Reykjaivílkur 1961. Magnús tefldi þó varlegar en undirritaður og þegar drottn- ingarkaup átt ueér stað, hafði Friðrik aðeins örlitla stöðu- yfirburði. Magnúsi urðu á mis tök á drottningarvæng, sem færðu Friðrik skiptamun. Eft ir það var vandalaust fyrir Friðrik að vinna. Gligoric — Gabrindasviii. Spánski leikurinn. Gligoric varð lítið ágengt í byrjuninni, en þegar líða tók á miðtaflið fór stónmeist- arinn að síga á, og í miikilli tímaeklu misti stúlkan skipta mun, og þar með alla mögu- leilka á að halda jafntefli. Wade — Arinbjörn. Pirce-vörn. Wade blés snermma til sókn ar, og þegar honum hafði tek- ist að koma h-peði sínu til h6 inn í kóngsstöðu andstæð- ingsins, virtust líikur hans all góðar. Síðan náði hann að opna f-línuna og skapa veik- leiika á e6. Nú þótti Wade auð sjáanlega tími til kominn að hefjast handa, og varvn hann Arinbjöm á harðri kóngssókn. Jón — Freysteinn. Byrjun: Tarrasch-vörn. Jón tefldi byrjuqiina mjög ónákvæmt, og virtist uim stundarsaikir, sem Freysteinn gæti unnið á kóngssókn, en honum urðu mislagðar hendur og Jón náði ai. jafna taflið nokkuð. En síðan brosti gæf- an við Freysteini á nýjan lei'k og tókst honum að sigra and- stæðing sinn fremur auðveld lega. Johannessen — Trausti. Kóngsindversk vörn. Jóhannessen fylgdi upp- ákrift Benkös, ser.. hann hafði beitt í skák sinni gegm Najdorf í Los Angeles. í miðtaflinu átti Svein augljóslega betri stöðu, þó erfitt væri að koima auga á hvernig haryi ætti að notfæra sér aðstöðu sína. — Trausti kom þó í hjálparsveit ir, og tókst Norðmanninum að notfæra sér skekkju hans, og vann auðveldlega. Ingi R. — Ingvar. Benony Ingvar tefldi byrjunina mjög frumlega, en mér tókst þó að fá örlítið hagstæðari stöðu, sem reyndist þó mjög erfitt að færa sér í nyt. Eg lagði því út í mjög tvisýna leikfléttu til þesis að freista þesS að glepja andstæðingi mínum sýn. Þessi áætlun tókst en þá kom ný hætta til sög- unnar. Umhugsunartími minn var að þrotum kominn um þessar mundir og höfðum við þá einungis lokið við að leika oa. 23. leiki. Ingvar átti þá tæpar 20 þín. fyrir næstu 17 leiki. I viðleitni sinini til þess að finna lausn á öllum vanda málum stöðunnar notaði Ingv- ar mikinn uimihugsunartkna, og er tilskildum leikjafjölda lauk skildu aðeins sekúndur á milli tímamarkanna. Þegar Ingvar tók til við að hugsa biðleik sinn, feilreikn- aði hann sig illilega og lék skákinni úr jafntefli í tap í biðleik. — Söluskattur Framhald af 1. síðu. un á væntanlegt gjaldeyrisand- virði fyrir % hlutum gjaldsins. Tollyfirvöld aendá gjaldeyriseftir litinu áví^nir þessar, og tekur það fé til greiðslu á þeim af söluandvirði gjaldskyldra afurða. Tekjum af útflutningsgjaldi af sjávarafurðum frá 1. febrúar ’64 sfeal ráðstafað þannig: Til greiðslu á vátryggingariðgjöldum fiskiskipa, samkvæmt regluim, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur, 73,4%, til Fiskveiðasjóðs íslandis 17,2%, til Fiskiimálasjóðs 5,9%, til byggingar haf- og fiski rannsóknarskips 1,53%, til rann- sóknarstofnunar sjávarútvegsins 1,17% og til Landssamibands ísl. útvegsmanna 0,8%. 4. gr. Tid viðbótar framlagi til Fisk- veiðasjóðs samkvæmt 2. tölulið 2. gr. laga nr. 40/1955 (sbr. 9. tölulið 16. gr. B í fjárlögum fyrir árið 1964), greiðir ríkissjóður hon um frá 1. febrúar 1964 árlega fjárupp/hæð, seim er jafnhá tekj- um sjóðsins af. gjaldi af útflutt- um sjávarafurðum, sbr. 4. máls- grein 3. gr. 5. gr. Söluskattur samkvæmt II. kafla laga nr. 10/1960, um sölu- skatt, skal frá 1. febrúar 1964 nema 5% af andvirði seldrar vöru og hvers konar verðmætis, eftir því sem nánar er ákveðið í téð- um lögum. Við framtal til söluskatts fyrir fyrsta ársfjórðung 1964 skulu framteljendur skila tveimur fram talsiskýrslum, annarri fyrir jan- úar og hinni fyrir febrúar og marz. Skattyfirvöld geta krafizt þess, að söluskattsskyldir aðilar láti í té hvers konar upplýsingar varðandi skiptingu viðskipta milli þessara tveggja tímabila, þar á meðal má til samanburðar ef ástæða þykir til, krefjast hlið stæðra upplýsinga um slfiptingu viðskipta á fyrsta ársfjórðungi 1963. " Við tollafgreiðslu vöru til eig- iin neyzlu eða nota innflytjenda, sbr. j-lið 4. gr. laga nr. 10/1960,, skal innheimta 5% sölusikatt frá og með 1. febrúar 1964. Þó sikal innheimta 3% söluskatt við toll- afgreiðslu, slíkrar vöru, ef inn- flytjandi hefúr fyrir 1. febrúar 1964 afihent til tollmeðferðar skjöl, sem eru að öllu leyti full- nægjandi til þess að unnt sé að tollafgreiða vöruna, sbr. 14. gr. toliskrárlaga, nr. 7/1963. Þetta gilllr þó þvi aðeins, að tollaf- greiðsla eigi sér stað fyrir H. febrúar 1964. Fyrirmœli 3. málsgr. þesssarar gr. gilda við tollafgreiðslu vöru til eigin neyzlu eða nota inn- flytjenda, sem hefur verið af- hent honum fyrir 1. febrúar 1964 með leyfi tollyfirvalda gegn tryggingu fyrir greiðslu aðflutn- ingsgjalda (sbr. 22. gr. tollskrár- laga, nr. 7/1963), enda eigl fulln aðartollaflgreiðsla sér stað innan tveggja mánaða frá gildistöfku laganna. Fyrirmæli 2. máisgreinar 1. gr. laga nr. 10/1960 taka ekfci til þeirrar hækkunar söluskatts, sem ákveðin er í 1. málsgr. þessarar gr., sbr. a-lið 16. gr. laiga nr. 69/1962, u>m tekjusinfna sveitar- félaga. 6. gr. Ef atvinnuástandið 1 landinu eða fjárhagur ríkissjóðs gerir það nauðsynlegt, er heimilt að fresta til ársins 1965 verkleguim framkvæmdum ríkisins, sem fé er veitt til í fjárlögum fyrir árið 1964. Sama gildir um greiðslu framlaga til fraimkvæmda ann- arra aðila, sem ákveðin eru í fjárlögum 1964. 7. gr. Ríkisstjóminni er heimilt að setja með reglugerðum eða á ann an hátt nánari fyrirmæli um fraimkvæmd þessara laga. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Bráðabirgðaákvæði. a. Stjórn Aflatryggingasjóðs er heimilt að ákveða, að bætur til togara úr sjóðnum vegna aflabrests 1963 ákuli miðast við úthaldstíma þeirra á því ári, svo og að setja um þetta nánari reglur, með samþykki s j á varútvegsmólaráðheira. b. Fyrirmæli 4. málsgr. 7. gr. laga nr. 28/1962 um, að 62% af tekjum af útflulningsgjaldi renni til greiðslu á vátrygg- ingariðgjöldum fiskiskipa, skulu halda gildi sínu til 1. febrúar 1964, sbr. 1. gr. laga nr. 98/1962. Athugasemdir við laga- frumvarp þetta: í sambandi við lausn kjara- deilunnar í desembermánuði s.l. lýsti ríkisstjórnin yfir því, að ráð stafanir skyldu gerðar til þess að bæta hraðfrystihúsunum með einum eða öðrum hætti þá 15% kauphæikkun, sem um var sam- ið. Þetta frumvarp er fram bor- ið til þess að efna þetta fyrirheit. Jafnframt felur það í sér ráð- stafanir vegna sérstakra erfið- leika togaraútgerðarinnar. Samkvæmt útreikningum Fiski félags íslands nemur aukning út gjalda hraðfrystihúsanna vegna 15% kauphækkunarinnar sem svarar 5,2% af framleiðsluverð- mæti húsanna. Miðað við 1200 millj. kr. árlega framleiðslu frystihúsanna, sem ©r áætluð framleiðsla þeirra árið 1963, er hér um að ræða 62 millj. kr. upp hæð. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir, að útflutningsgjald á sjáv- arafurðum, sem nú er 6%, verði lækkað í 4.2% af freðfiski, salt- fiski og skreið. Jafngildir þetta 19 millj. kr. fyrir hraðfrystihús- in, og enn fremur 11 millj. kr. fyrir framleiðendur’ saltfisks og skreiðar. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir, að ríkissjóður leggi á árinu 1964 fram 43 millj. kr. til framleiðniaukningar og annarra endurbóta í framleiðslu freð- fisks. Eru þetta samtals 73 millj. kr., en af þeirri upphæð mundu 62 millj. kr. ganga til hraðfrysti- húsanna, og 11 millj. kr. til fram leiðenda saltfisks og skreiðar. í lok ársins 1962 skipaði sjáv- arútvegsmálaráðherra nefnd til að raainsaka hag og afkomuhorf ur togaraútgerðarinnar og gera tillögur um rekstur togaranna í framtíðinni. í nefnd þessari áttu sæti þeir Davíð Ólafsson fiski- málastjóri, Jónas Jónsson fram- kvæmdastjóri, og Svavar Páls- son endurskoðandi, og skilaði nefndin áliti í nóvembermánuðd s.l. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu, að togaraútgerðin væri rekin með miklum og vax- andi halla. Stafaði þessi halli fyrst og fremst af tvennu. Ann- ars vegar af slæmum aflabrögð- um, sem ekki sízt ættu rætur sínar að rekja til þess, að tog- ararnir hefðu ekki lengur að- gang að mörgum þeim veiði- svæðum, sem áður voru þeim drýgst. Hins vegar væri vinnu- fyrirkomulag um borð í skipun- um ekki lengur í samræmi við þær aðstæður, sem ráðandi væru í togaraútgerðinni. Nefndin taldi, að við ntiverandi aðstæður skorti ekki minna en 3 millj. kr. til þess, að togari af nýsköp- unargerð væri rekinn með skap- legum hætti, og virðist sá út- reikningur ekki verða véfengd- ur með rökum. Sé gert ráð fyrir, að greiðsla tryggmgariðgjalds og greiðslur til togara úr Afla- tryggingasjóði haldi áfram með líkum hætti og verið hefur, fæst um 1*4 millj. kr. á hvert skip. Þarf þá enn að sjá* togurunum fyrir um það bil \Vz millj. kr. á skip, og er gert ráð fyrir, að sú upphæð fáist með þeirri sér- stöku greiðslu til Aflatrygginga- sjóðs, sem þetta frumvarp felur í sér og ætlunin er, að úthlutað sé til togaranna mðiað við út- haldstíma. Þá lagði nefnd sú, er rann- sakaði afkomu togaranna, það til, að ráðstafanir vqgru gerðar til að halda uppi»samfeildri fiski leit og leiðbeiningastarfsemi á veiðum fyrir togarana, og að til þess væri varið 6 millj kr. á ár- inu 1964. Hluti þeirrar upphæð- ar er innifalinn í -fjárveitingu í fjárlögum, og gerir þetta frum- varp ráð fyrir, að 4 millj. kr. til viðbótar sé varið í þessu skyni. Vegna þeirrar lækkunar, sem samkvæmt þessu frumvarpi verður á tekjum af útflutnings- gjaldi, er nauðsynlegt, að ríkis- sjóður taki að sér að greiða hluta þess fjár, sem nú fæst af því gjáldi. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að ríkissjóður taki að sér helming þeirrar upphæðar, sem hingað til hefur runnið af út- flutningsgjaldi til Fiskveiðasjóðs íslands, og er það nokkurn veg- inn sama upphæð og lækkun-út- flutningsgjaldsins nemur. Mundi þá svipað fyrirkomulag verða á greiðslum til Fiskveiðasjóðs og nú gildir um Stofnlánadeild land búnaðárins. Þau útgjöld, sem ákvæði þéssa frumvarps skapa rikissjóði, eru samtals um 128 millj. kr. á árinu 1964. Þar að auki munu greiðsl- ur ríkissjóðs til almannatrygg- inga hækka um 27 millj. kr. til samræmis við þá almennu kaup- hækkun, sem varð í desember- mánuði. Um þetta hefur vérið lagt fram sérstakt frumvarp, og veiður að taka tillit til þessarar upphæðar, þegar lögð eru drög að nauðsynlegri fjáröflun. Þá var í fjárlögum ársins 1964 gert ráð fyrir lækkun niðurgreiðslna um 55 millj. kr. Þessa lækkun telur ríkisstjórnin hins vegar ekki rétt að framkvæma að svo stöddu. Verður því að gera ráð fyrir, að ákvæði þessa frum- varps, hækkun greiðslna til al- mannatrygginga og frestun á lækkun niðurgreiðslna muni valda ríkissjóði auknum útgjöld um umfram áætlun fjárlaga, er nemi 210 millj. kr. Þetta frumvarp gerir ráð fyrir, að tekna til þess að standa straum af hinum auknu.útgjöld- um verði aflað með hækkun sölu skatts úr 3% í 5%. Hækkunin mundi að öllu leyti renna til ríkissjóðs. Þar sem hækkun skattsins verður ekki i'gildi alit árið 1964, verða tekjur af henni nokkru minrii en svarar hlutfalls lega til núgildandi söluskatts, og má áætla þær um það bil 210 millj. kr. á árinu 1964. Þá telur ríkisstjórnin rétt, að henni sé veitt heimild til þess að fresta tll ársins 1965 verklegum fram- kvæmdum ríkisins og greiðslu framlaga til framkvæmda ann- arra aðila, sem ákveðin eru I fjárlögum ársins 1964, ef atvinnu ástandið í landinu eða fjárhagur ríkissjóðs gerir það nauðsynlegt. Hér fara á eftir skýringar við einsta^car greinar frv. Um 1. gr. K.--r er lagt til, að rlkissj’ður leggi á árinu 1964 fram 43 millj. kr. til hraðfrystiiðnaðarins til framleiðniaukningar og annarra endurbóta í framleiðslu freð- fisks. Hraðfrystihúsin þurfa stöðugt að endurbæta rekstuc sinn, og er eðlilegt, að hlutazt sé til um, að beinum framlögum rikisins sé varið í því skyni, enda er þar um óhjákvæmilegan kostn að að ræða. Gert er ráð fyrir, að framlag þetta sé bundið við árið 1964, og að Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins úthluti fénu til til- tekinna framkvæmda í samráði við Landsbankann og Útvegs- bankann, eftir reglum, sem sjáv arútvegsmálaráðherra setur. — Hér vísast að öðru leyti til inn- gangs almennu athugasemdann* að framan. Um 2. gr. , í almennu athugasemdunum hér að framan er gerð grein fyr- ir þeim stuðningi við togaraút- gerðina, sem kveðið er á um 1 þessari grein, og vísast til þess. Rétt þykir, að þessar aðgerðir til hagsbóta fyrir togarana verði tengdar skuldamálum þeirra, og er því í 2. gr. ákvæði um, að fjárúthlutun til togara sam- kvæmt greininni sé bundin þvl skilyrði, að samið hafi verið um greiðslu lána, sem hvíla á við- komandi togara og eru í van- skilum við Ríkisábyrgðarsjóð. Ákvæði 2. málsgr. þarfnast ekki skýringa hér, þar sem um þau er fjallað í almennu athuga- semdunum að framan. Um 3. gr. f 7. gr, bráðabirgðalaga AT. 80/1961, sem gefin voru út sem lög nr. 28/1962, eftir að Alþingi hafði samþykkt þau, var svo fyrir mælt, að útflutningsgjald af sjávarafurðum skyldi nema 6% af fob-verði afurða. Þó skyldi það nema 2% af niður- soðnum sjávarafurðum og af af- urðum af selveiðum. Hefur svo verið síðan 4. ágúst 1961. Nú er skv. 1. málsgr. 3. gr. frv. lagt til, að útflutningsgjald af freð- fiski, frystum rækjum, hrognum, sumar og fiskúrgangi, af salt- fiski, saltfiskflökum, söltuðum þunnildum og hrognum svo og af skreið lækki úr 6% í 4.2%. Útflutningsgjald af öðrum sjáv- arafurðum á samkvæmt ákvæð- um 3. gr. að haldast óbreytt, 2% af niðursoðnum sjávarafurðum og afurðum frá selveiðum og 6% af öllum öðrum sjávaraf- urðum, sem ekki eru sérstak- lega tilteknar. Fyrirmæli 2. og 3. málsgr. X gr. hafa gilt síðan 4. ágúst 1961, sjá 7. gr. í bráðabirgðalögum nr. 28/i 962. Eru þau tekin upp í frv. samhengisins vegna. í 4. málsgr. 3. gr. er gert ráð fyrir annarri skiptingu tekna af útflutningsgjaldi en gilt hefur frá ágústbyrjun 1961, sbr. 4. málsgr. 3. gr. í bráðabirgðalög- um nr. 80/1961 og í lögum nr. 28/1962. í hinum nýju hundraðs- tölum skiptingar þessara tekna felst þó það eitt, að tekjur Fisk- veiðasjóðs af útflutningsgjaldl eiga samkvæmt frv. að lækka um helming. Aðrir, sem hér eiga hlut að, eiga að halda sömu tekj um af útflutningsgjaldi og þeir hefðu fengið að öllu óbreyttu, og eru hundraðstölur umreiknaðar til samræmis við það. Gert er ráð fyrir, að ríkissjóður bæti Fiskveiðasjóði þennan tekju- missi með því að greiða honum Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.