Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 11
VM< 0MUM« Santiuda^ur 2®. |an- !§•* 11 r VIÐ hittum að máli á árs- hátíðinni nokkra af hinum yngri meðlimum ferða- klúbbsins. Þeim er það öllum sameiginlegt, að þau vilja skemmta sér á heil- brigðan hátt með f jörugum félögum og hér segja nokk- ur þeirra frá starfi sínu í klúbbnum, sem þau eru öll á einu máli um að sé þeim mikils virði: • Sigurður Sigurðsson er 18 ára iðnnemi. Auk námsins og ferðalaganna hefur hann mikla ánægju af því að hlusta á alls kyns músík, ekki sízt Eöng, og hefur fengizt nokkúð við ljósmyndun og framköll- un. Sigurður er einn af stjórn- endum Litla ferðaklúbbsins og Sigurður. sagðist honum svo frá tildrög- um þess, að hann hóf þátttöku í starfseminni: — Ég heyrði um klúbbinn hjá kunningjum mínum og bjóst satt að segja ekki við miklu. En eftir því, sem á leið líkaði mér betur og betur, enda er óhætt að segja, að klúbburinn hefur unnið traust þeirra, sem kynnzt hafa. Ég hafði ferðazt nokkuð áður með kunningjum mínum, en mér hefur fundizt öllu skemmtilegra og fróðlegra að ferðast með klúbbnum, þetta eru glaðlyndir krakkar og heilbrigðir. Vin er yfirleitt aldrei haft um hönd í þessum ferðum. Þeir fáu, sém það hafa borið við, h’afa ekki kunnað við sig og orðið útundan, ým- ist af sjálfsdáðum eða þá, að þeim hefur beinlínis verið vís- að frá, hafi þeir neitað að hætta. Þó er ég viss um að margir, sem hafa byrjað að drekka, myndu hætta, ef hægt væri að koma þeim til starfa í félagsskap sem þessum, því oft er það af rótleysi og ósjálf- stæði, sem krakkar byrja að smakka vín. — Ferðirnar hafa yfirleitt gengið ljómandi vel, þótt býsna margt hafi borið við. Til dæmis lenti einn bíllinn út af í einni Þórsmerkurferðinni. Ekki var hægt að koma við bíí til að draga hann upp, svo að það var gert með handafli. í þessari sömu ferð, á heim- leiðinni, drap bíllinn á sér í miðri Krossá og var þá ekki um annað að ræða en að hand- langa mannskapinn út um gluggann og bera í land. Það gekk allt vel, við óttuðumst helzt, að Hilmar myndi fest- ast í glugganum, þegar hann fór út til að kvikmynda at- burðinn. i ; — Við höfum lært geysi- jhargt gagnlegt í þessum ferð- um óg vildum sízt vera án þeirra. En það er nokkuð dýrt Á þessari mynd eru talið að ofan frá vinstri: Jón Andrés, Helga, Bjarni, Karl, Ólöf, Sigurborg, Guðrún, Sesselja Ragnheiður og Svala. fyrir félitla krakka að ferðast mikið, hver helgarferð kostar alltaf u. þ. b. 200 krónur fyrir utan nesti. Það væri því vissu- lega æskilegt að þeir sem hafa áhuga á því að stuðla að heil- brigðu skemmtanalífi og tóm- stundaiðju ungs fólks legðu slíkum málum enn meira lið en nú er gert. Starfið gæti þá aukizt, orðið fjölbreyttara og víðtækara. • Ragnheiður Ragnars- dóttir, 17 ára, og Sesselja Magnúsdóttir, 19 ára, gengu báðar í Litla ferðaklúbbinn í fyrrasumar og fóru þá fjórar ferðir. Þær voru vel kunnugar áður, hafa verið nágrannar í 5—6 ár, stunda báðar verzlun- arstörf og æfa handknattleik með Víking þrjú kvöld í viku. Þær frístundir sem gefast aðr- ar, nota þær gjarna til að bregða sér í bíó eða út að dansa. Þær voru sammála um, að ferðalögin í sumar hefðu verið einstaklega skemmtileg. Klúbbfélagarnir væru orðinn vel samstillur hópur og hjónin Hilmar og Sigrún væru þeim næstum eins og foreldrar. . — Við getum gengið til þeirra eins og pabba og mömmu og talað við þau um hvað sem er, sögðu þær. Yfirleitt sögðu þær, að ferð- 'irnar hefðu gengið mjög vel, utan eirrn sinni, er bíllinn þeirra festist í Krossá. Veðrið hafði auðvitað verið upp og niður éins og alltaf á okkar ágæta landi, þau höfðu t.d. lent í hagléli, er þáu gengu á Valahnúk 17. júní sl. En krakk arnir væru yfirleitt vel út- búnir fyrir ferðalögin — maður lærir auðvitað betur og betur með hverri ferð að út- búa sig, og við eigum nú orðið það helzta sem þarf í góðan útbúnað, svo sem tjald, suðu- tæki, vindsæng og svefnpoka. • Karl Herbertsson er 17 ára Siglfirðingur og starfar nú á bílaleigu hér í bænum. Á sumrin fer hann sem vænta má norður, ýmist í síldina eða aðra tilfallandi vinnu þar. — Aðaláhugamál mitt er sem stendur ferðalög, að sjá landið á sumrin, en skíða- og skautaferðir á vetrum. Ég fór aðeins eina ferð með Litla ferðaklúbbnum í fyrra sumar, en ætla hiklaust að halda þar áfram, klúbburinn er sérlega skemmtilegur. • Ólöf Hilmarsdóttir er 15 ára og er í Gagnfræðaskól- anum við Lindargötu. Hún hefur verið með í klúbbnum frá því hann byrjaði, enda er hún dóttir þeirra Hilmars og Sigrúnar. Ólöf sagði, að einn höfuð- kostur klúbbsins væri að krakkarnir færu ekki á fyllirí til að skemmta sér, enda væru strákarnir ágengir og leiðin- legir undir áhrifum víns og stelpurnar fengju móðursýkis- köst. — Það er mikið af krökkum sem smakka ekki áfengi en ekkert er gert fyrir þá sem eru yngri en 16 ára. Við kom- umst hvergi inn, svo þá er reynt að svindla sér á skemmt anir sem eldri krakkar eru á. Þá byrja margir að smakka ■ áfengi til að vera miklir menn líkaj sagði Ólöf og bætti því við að yngri krakkar en 14— 15 ára væru yfirleitt ekki teknir í klúbbinn,; en það hjálpaði samt mörgum, sem ekki gætu skemmt sér annars slaðar. • Jón Andrés Snæland er 17 ára og er nemandi í Iðn- skólanum. Hann lærir blikk- smíði hjá Nýju blikksmiðj- unni. Jón lýsti fyrstu kynnum sínum af ferðaklúbbnum þannig: — Ég var að koma af sjón- um og var gengið upp á Aust- urvöll og sá þar gula rútu. Hjá henni stóð maður, sem ég tók tali og spurði að því, hvort hægt væri að fá far. Hann taldi það alveg sjálfsagt, þetta væri fyrsta ferðin og ætlunin væri að fara „út í bláinn". Mað.urinn var Hilmar Guð- mundsson, forstöðumaður klúbbsins. Ég var óundirbú- inn fyrir ferðina, þurfti að fara heim í strætó til að búa mig út. Hilmar sagði, að ég skyldi engar áhyggjur hafa út af því, því komið yrði við hjá mér þegar lagt yrði af stað. — Upp frá þessu hef ég far- ið í flestar ferðirnar og verð ég að segja, að ferðir og skemmtanir klúbbsins eru það bezta sem unglingar á mínum aldri eiga völ á. Það er alveg ábyggilegt. • Sigurborg Sigurðardóttir er bráðum 17 ára. Hún er í 4. bekk Réttarholtsskóla og stundar auk þess jazz-leikfimi hjá Ármanni. Aðaláhugamál hennar eru dans og ferðalög, en að skóla loknum hyggst hún reyna að komast til út- landa að læra tungumál. — Ég komst því miður ekki nema einu sinni í sumar með Lilta ferðaklúbbnum, helgar- ferð í Þjórsárdal, en ætla að fara þegar ég kem því við næsta sumar. Sigrún, kona Hilmars, er föðursystir mín og heyrði ég um klúbbinn hjá þeim. Þjórsárdalsferðin var ægilega skemmtileg. • Bjarni Gunnarsson, sem er 17 ára, vinnur hjá Skelj- ungi hf., éiné og Hilmar, for- stöðumaður klúbbsihs. Er hann aðstoðarmaður á olíúbíl. Bjarni sagði, að hann hefði kynnzt klúbbnum þegar strák- ur kom til hans og spurði hvort hann væri ekki til í.að ganga í Litla ferðaklúbbinn, en þá hefðu allar ferðir verið farnar „út í bláinn". Sagði Bjarni, að hann hefði tekið þátt í flestum ferðunum frá því sumarið klúbburinn var stofnaður, en hann teldi aðal- kostinn við klúbbinn vera hversu meðlimirnir væru fjör- ugir og kátir án þess að þurfa að nota áfengi til þess. Svo væri mikið sungið, dansað og Ieikið sér. Kvaðst Bjarni ekki hafa önnur áhugamál utan klúbbs- ins én að fara í bíó og lesa. • Fimm stúlkur tóku sig saman og fóru í hvítasunnu- ferð klúbbsins 1963. Upp frá því hafa þær verið kallaðar 5- eyringarnir innan félagshóps- ins. Tóku stúlkurnar upp sitt eigið skjaldarmerki, sem þær bera í keðju um hálsinn, en það er auðvitað 5-eyringur, silfurlitaður. Þrír 5-eyringanna urðu á vegi blaðsins og féllust á að segja svolítið frá klúbbnum. Stúlkurnar heita Guðrún Gunnarsdóttir, sem er 19 ára og vinnur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, Svala Þórhalls- dóttir, sem er 18 ára og er um þessar mundir á námskeiði í Verzlunarskólanum, og Helga Guðmundsdóttir, 18 ára, sem vinnur í skrifstofu Sjálfstæðis flokksins í Reykjavík. Guðrún, Svala og Helga sögðu, að þær hefðu farið í flestar klúbbferðirnar eftir að þær kynntust starfseminni, farið allt frá grasa- og steina- ferð til Krýsuvíkur og til Þórsmerkur. Þær segja, að skemmtilegur andi sé í klúbbn um, enda skemmti krakkarnir sér betur án þess að hafa vín, fjörið verði meira að segja miklu meira og allt eðlilegra. 5-eyringarnir þrír sögðu, að áberandi væri hversu strák- arnir í Litla ferðaklúbbnum væru miklu meiri sjentilmenn en þær ættu yfirleitt að venj- ast á ferðalögum og skemmt- unum annars staðar. Þeir þyrftu ekki brennivín til að komast í „stuð“. Sem dæmi um hversu mikl- ir heiðursmenn klúbbstrákarn ir eru sögðu þær þá sögu, að eitt sinn á ferðalagi hefði bíll- inn festst í Krossá. Þá hefðu allar stelpurnar orðið að skríða út um gluggana, en strákarnir hefðu þá rokið til og vaðið með þær allar i land. Um það var eftirfarandi klúbb kvæði ort, sem sungið er með sinum lögum á ferðalögum: Framhald á síðu 22. í skógarferð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.