Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.01.1964, Blaðsíða 16
16 MOkGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 26. jan. 1964 Fólk fttttgtmfrlafrifr Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 emtakio. ÞEIR Á TTU ENGIN ÚRRÆÐI Ifið fyrstu umræðu um frum * varp ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir vegna sjávar- útvegsins kom það enn einu sinni greinilega í ljós, að stjórnarandstöðuflokkarnir, Framsóknarmenn og komm- únistar, geta ekki bent á nein sjálfstæð úrræði til lausnar þeim vanda, sem verkföllin og Jiinar gífurlegu kauphækkan- ir á sl. ári hafa leitt yfir út- flutningsframleiðsluna. For- maður Framsóknarflokksins lét við það eitt sitja, að end- urtaka staðhæfingar sínar um að viðreisnin hafi runnið út í sandinn, og að stefna núver- andi ríkisstjórnar hafi leitt vandræði yfir þjóðina. Formaður kommúnista flutti svipaðan boðskap. Hvorugur þessara flokks- leiðtoga sagði eitt einasta orð um það, hvernig flokkar þeirra vildu mæta vandanum. Þeir endUrtóku að vísu þær kröfur sínar að vextir væru lækkaðir. En í því felst engin raunhæf úrbót. Allir vita að þótt vextir af afurðalánum sjávarútvegsins væru lækk- aðir, mundi það hrökkva skammt til þess að vega upp á móti þeim mikla útgjalda- auka, sem útflutningsfram- leiðslunni var skapaður með gífurlegri hækkun reksturs- kostnaðar á sl. ári. ★ Stjórnarandstaðan hefur því enn einu sinni orðið ber að því að berjast rákalausri barátttt gegn tillögum Við- reisnarstjórnarinnar, sem miða að því að létta byrðum af útflutningsframleiðslunni og tryggja atvinnu og þrótt- mikla framleiðslustarfsemi í landinu. Framsóknarmenn og kommúnistar hafa ekkert sjálfstætt til málanna að leggja Þeir standá uppi eins og þvörur, ábyrgðarlausir og úrræðalausir, eftir að hafa haft förvstu um kröfugerð á hendur framleiðslunni, sem skapað hefur henni stórfelld vandræði. Það efr vissulega rétt, sem Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra sagði í framsögu- ræðu sinni, að það sem nú Hgguf fyrir, er að taka verk- efnin raunhæfum tökum með raunhæfum ráðstöfunum. — Þjóðin verður að gera sér ljósar orsakir og afleiðingar. Launþegasamtökin knúðu á sl. ári fram 30% almenna kauphækkun. Hjá hraðfrysti- húsurium nam kauphækkunin á árinu samtals rúmlega 40%. Það þarf engan að undra þótt slíkar stökkbreytingar í launa málum hafi stórfelld áhrif á afkomu útflutningsframleiðsl unnar. Og það er á arði henn- ar sem öll þjóðin lifir, beint og óbeint. Þegar útflutnings- framleiðslan er krafin um meira en hún getur risið und- ir er vá fyrir dyrum. Þá verð- ur að létta byrðar hennar, skila henni aftur því sem hún hefur verið ofkrafin um. Þetta er staðreynd sem hvorki þing né þjóð geta snið- gengið. REKSTRARLÁN LANDBÚNAÐAR- INS ¥ umræðum um afurða- og . rekstrarlán landbúnaðar- iris á Alþingi sl. miðvikudag, skýrði Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra frá því, að afurðalánin til bænda hefðu í heild hækkað mjög verulega síðustu árin. Hinn 30. nóvem- ber 1962 voru heildarafurða- lán bænda til dæmis 293,6 millj. kr. En 30. nóvember sl. voru afurðalánin 380,1 millj. kr. eða nærri 90 millj. krónum hærri. Ingólfur Jónsson hrakti síð- an staðhæfingar Framsóknar- manna um það, að sjávarút- veguririn hafi fengið miklu betri fyrirgreiðslu um afurða- lán í Seðlabankanum en land- búnaðurinn. Las ráðherrann því til sönnunar upp bréf frá stjórn Seðlabankans, þar sem skýrt er frá því að afurðalán- in „eru afgreidd með sama hætti bæði til sjávarútvegs og landbúnaðar“. Vitanlega er æskilegt að lánastofnanir þjóðarinnar hafi bolmagn til þess að lána atvinnuvegunum sem mest út á afurðir sínar. Hefur mark- visst verið stefnt að því marki af hálfu Viðreisnarstjórnar- innar. Framsóknarmönnum ferst hinsvegar illa að fjölyrða um lélega aðstöðu bænda í þess- um efnum, Leiðtogar Fram- sóknarflokksins hafa lengst- um verið víðriðnir ríkisstjórn á undanförnum áratugum. Þeir hafa ekki tryggt bænd- um þau afurðalán sem þeir telja nú sjálfsagt að þeir njóti. Þetta er gamla sagan. Þeg- ar Framsókn er í stjórnarand- stöðu þykist hún allt vilja gera, og allt geta gert fyrir alla. — Þegar hin gamla maddama er í ríkisstiórn gleymir hún flestum hinum fögru fyrirheitum! Bandarísk blöð gerðu sér mat úr því, þegar 63 ára gömul ís- lenak kona, frú Láretta Björns- dóttir úr Innri-Njarðvík kom í heimsókn í sumar og ferðaðist um átta fyliki Bandaríkjanna, eða samtals 13,900 mílur. Frú Láretta ikom til Bandaríkjanna þeirra er- inda að heimsaekja dætur tvær, Svanfríði, sem er gift í Iowa og Helgu, sem er gift í Pensylvania. Meðfylgjandi mynd birtist í Ft. Dodge Messenger, sem er að- alblaðið í Fort Dodge í Iowa, og er af Lárettu í íslenzika búningn- uim og dóttur hennar Svanfríði. Segir í fréttinni með myndinni, að amerískar konur hefðu dáðst mikið að ísilenzka búningnum og 'þótt hann tignarlegur. Frú Láretta er gift Eiríkí Ingi- miundarsyni og eiga þau þrjá syni búsetta á IslandL • Sá * orðrómur gengur, að hól- lenaka prinsessan, Irene, sé ást- fangin upp að eyrum af spönsk- um aðalsmanni. Irene er sem kunnugt er næst elzt fjögurra dætra Júlíönnu drottningar og Berríhards prins og er nú 24 ára. Blaðafulltrúi konungsfjölskyld- unnar hefur ekkert viljað segja um málið enn sem komið er. Irene prinsessa tók fyrir stuttu próf sem spænskur þýðandi og hefur um skeið dvalið á Spáni til að læra framtburðinn betur. Blaðafregnir herma, að bún fari oft í sjóferðalög með hinum unga Spánverja, en fjöilskylda hans er sterkríik og á miklar eignir á norðurströnd Spánar. Þau kynnt ust á síðastliðnu sumri REYKHÓLAR Fjórir þingmenn frá Vest- fjörðum hafa flutt á Al- þingi tillögur til þingsályktun ar um eflingu byggðar á hinu forna höfuðbóli, Reykhólum á Reykjanesi. Vilja þeir stefna að auknum stuðningi við hag- nýtingu jarðhita á staðnum til gróðurhúsaræktunar, upp- byggingu iðnaðar, umbótum í skólamálum, lendingarbótum á Stað á Reykjanesi og fleiri framkvæmdum, sem stuðlað Améríska leikikonan, Sue Ly- on, sem fræg varð fyrir leik sinn í kvikmyndinni „Lolita“, gekk í hj ónaband nokkrum dö.g- um fyrir jól. Sá hamingj usaimi heitir Hampton Franoher. Meðfylgjandi mynd var tekinn i af þeim Sue og Hampton á flug- vellinum í Los Angeles, þegar Sue kom frá Mexico. Hún lék þar í kvikmyndinni „The Night of The Iguana“ á móti Riohard í Burton. í fréttunum Söngkonan skapríka, María Callas, varð fyrir óhappi s.l. laug ardagskvöild. Óhappið átti sér stað á æfingu á óperunni Tosea í Covent Garden í London. Hún var að syngja aríu og hallaði sér aftur á bak þegar kom að háu tónunum með þeim afleiðingum, að hárkolla hennar snerti kerta- ljós og læstist eldurinn í hárið. Óperusöngkonan reyndi að slökkva eldinn og mótsöngvari hennar, Tito Gabbi, hjálpaði henni við slöbkvistarfið. Callas var hin rólegasta aldrei ’þessn vant og hætti eikki að syngja þó hárkolla hennar log- aði. Hún söng óperuna til enda með 'hálfsviðið hár. • Allir kannast við Gittu litlu Hænning, sem híngað kom fyrir nokkrum árum og akemmti Reyk víkingum með fjörugum söng. Um síðustu helgi stóð hún á leik sviðinu í Árósum og lók titil, hlutverkið í leikritinu „Gigi“, sem byggð er á samnefndri skáld sögu Colette. Þar með var hún orðin „alvöruleikkona“ eins og danskir blaðagagnrýnendiur nefna hana, en í leikritinu syng« ur hún ekki eitt einasta lag. Hún fær þó ekki góða dóma gagnrýn- enda, og hafa þeir margt að at- huga við leik hennar, sem ekki er ástæða til að rekja hér. Eins og kunnugt er fjallar leilt ritið um 16 ára stúlku, sem elzt upp hjá ömmu sinni og ömmu, systur og miðast uppeldið við að hún geti orðið fulikamin ást- mey einhvers ríks manns, en Gigi valdi hina sönnu ást. — Á með- fylgjandi mynd sézt Gitta í hlut- verki Gigi drekka sitt fyrsta kampavínsglas. gætu að myndun þéttbýlis á þessum fagra stað þar sem jarðhiti ólgar í jörðu, að mestu óhagnýttur til þessa dags. í framsöguræðu Sigurðar Bjárnasonar var á það bent, að það sé mjög þýðingarmik- ið fyrir strjálbýlið á Vest- fjörðum að mynduð verði ný þéttbýlishverfi á einstökum stöðum, þar sém framleiðslu- skilyrði eru góð og aðstaða til félagslegs samstarfs og sam- gangna hagstæð. Það væri einmitt slík þéttbýlismyndun í strjálbýlinu, sem gæti á margá lund orðið því til ómet- anlegs gagns og eflingar, til dæmis á sviði menningar-, heilbrigðis-, fræðslu- og fé- lagsmála. Þetta er tvímælalaust rétt. Hinum strjálbýlu íslenzku sveitum væri mikil stoð að myndun nýrra þéttbýlia- svæða, þar sem byggður væri upp iðnaður, samgöngumið- stöðvar sköpuðust og bætt að- staða til félagslega samstarfs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.