Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 6
MORCUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 28. jan. 1954 9 „Island er 128. landið sem ég heimsæki" sagði Yoga-fræðarinn Swami Prana- • vananda Saraswafi Sunnudagur í New York gamanleíkiir eflia* höfund 99Elsku Rhut66 LEIKFÉLAG Revkjavíkur frum- sýnir í kvöld gamanleik- inn „Sunnudagur ' New York“ eftir bandaríska leikritahöfund- inn Norman Krasna, þann er samdi „Elsku Rut“ sem sýnd var hér við mikla aðsókn fyrir all- löngu. Þetta nýja Ieikrit Krasna hef- ur notið mikilla vinsælda vestan- hafs ’og einnig verið sýnt í Evrópu unanfarið, m. a. í Vín, Gautaborg og í París, þar sem enn er að því metaðsókn. Loftur Guðmundsson þýddi leikritið, en leikstjóri er Helgi Skúlason og leiktjöld gerði Stein þór Sigurðsson. Leikendur eru sex talsins: Guðrún Ásmunds- dóttir, Gísli Halldórsson, Bryn- jólfur Jóhannesson, Margrét 61- afsótttir, Erlingur Gíslason og Sævar Helgason. „Það er orðið nokkuð langt síð- an Leikfélag Reykjavíkur heíur tekið hreinan gamanleik til með- ferðar", sagði Sveinn Einarsisoon leikhússtjóri, á fundi með frétta- mönnum á föstudaginn. ,,Þetta er léttur gamanleikur, í tveim þátt- um, gerist á okkar dögum .. já, og svo vildi ég helzt ekki segja meira, hann er dálítið nýstáríeg- ur ....“ Sveinn varðist líka allra frétta af fyrirhugaðri sýningu á Rómeo og Júlíu, en sagði að áformuð hefði verið frumsýning í marz- byrjun eða jafnvel fyrr. írski leikstjórinn Thomas McAnna vaeri kominm til landsins og haf- inm undirbúningur að æifingum á leikritinu. Það væri mjög baga- legt, hve athafnasvæði væri tak- markað í leikhúsinu, sagði Sveinn, og eiginlega væri þetta háimark þess er Iðnó þyldi. Að visu hefði fengizt meira geymslu rúm fyrir leiktjöld og áhorfenda- salur væri allur annar em í gamla daga enda sætanýtimg nú um 90% þrátt fyrir nokkuð færri sæti (þau eru 230 núna). Varð- andi áformað nýtt leikihús Leik- félagsins sagði Sveinn, að ekkert hefði verið ákveðið enn, en þeim væri ekki vel við að fara laimgt frá Miðbænum .... „Það er mikið álag á leikur- unum okkar“, sagði Sveinn og þeir hafa svo mikið að gera hérna hjá okkur, að þeir mega oft ekki vera að því að lesa upp í útvarp". Margir leikaranna fara með hlutverk í fleiri en einu leikriti, m. a. Brynjólfur Jó- hannesson, sem leikur í öllum þrem. Sævar Helgason fær amnað hlutverk sitt hjá Leikfélaginu í „Sunnudagur í New York“. Já, það er mikið að gera ! gamla leikhúsinu við Tjörnina. Á sunnudaginn er 10. sýnrng á „Fangamir í Altona“, „Sunnu- dagur í New York“ verður frum- sýndur á þriðjudag og uppselt er á „Hart í bak“. 105. sýningu. „Fólk hlýtur að vera farið að koma tvisvar“ sagði einn frétta- manna og var Lugsi. „Amnað hvort það,“ anzaði Sveinn, „elleg ar þá, að með þessu leikriti hana Jökuls höfum við náð til þeirra sem ekki fara í leikhús yfirleitt.- SWAMI Pranavananda Sara- wati er Iæknir að mennt en hefur numið Yoga og önnur fræði af meistara einum hátt nppi í fjöllum Himalaya. Hann lagði land undir fót áríð 1955 til þess, eins og stendur í pésa ein- um litlum er hann skildi blaða- mönnum eftir: „1. Að efla ástundun, iðkun og útbreiðslu Yoga í hinum ! ýmsu myndum þess. 2. Að efla bræðralag allra : manna og stuðla að friði í heim- inum. ,3. Að leggja sinn skerf til þess að mennirnir öðlist skilyrði til heil'brigðis og hamingju. Swami Pranavananda var með stóra svarta bók meðferðís og í henni blaðaúrklippur viða vegu að. Flestar úrklippurnar hafði hann frá Suður-Ameríku, en þar eru nú starfandi mörg Yoga-félög, sem hann hefur komið á fót, en einnig voru i bókinni úrklippur frá Kína, Algeríu, Mexikó, Kaupmanna- höfn, Moskvu, Nígeríu, Ástra- ISu .... en þetta er ekki nema brot af því sem ég á af þessu", sagði fræðarinn afsakandi. ,,Ég get ekki verið að burðast með það allt saman." Fyrir réttum 10 dögum var Svami Pranavananda Sarawati í Moskvu og birti Pravda þá við hann all-langt viðtal. Frá Moskvu lá leið hans um Helsinki, Stokkhólm, Oslé, Kaupmanna- höfn og hingað til Reykjavikur, en héðan fer hann til fyrirlestra- haillds í London. Swami Pranavanada kom hing að aðeins snögga ferð og á sjálfs sín vegurn, en þegar hann leit inn til okkar um ellefu-leytið í gærmorgun hafði hann þegar hitt að máli ýmsa mektarmenn í Utanríkis- og Menntamála- málaráðuneytinu og gerði ráð fyrir að heimsækja Háskólann síðdegis. Seinna um daginn hringdi hann svo til að segja okkur að svo hefði talazt til að.hann héldi Framhald á bls. 15. Margir óttaslegnir Að undanförnu hafa borizit hingað allmörg bréf frá Vest- mannaeyjum þar sem eyjar- skeggjar lýsa ótta og ugg vegna náttúruhamfaranna. Ég hef lagt þau til hliðar af ótta við að gera annað fólk enn skelkaðra en það virðist hafa verið. Ég vildi a.rn.k. ekki eiga frumikvæðið. En nú hefur for- maður útvegsbænda í • Eyjum lýst því yfir í útvarpi, að vönt- un á vertíðarfólki í Eyjum megi m.a. rekja til óttang við elds- umbrotin svo að ég er senni- lega ekki sá eini, sem fengið hef bréf frá Eyjum. Þess vegna — og lítka af því að Surtur virð ist nú stöðugt kraftminni — gerir víst ekkert til þótt við lítum á þessi bréf í sameiningu. Litlar öryggis- ráðstafanir í byrjun desemiber sagði kona ein í bréfi: „Vissulega er það óhugnanlegt, þegar sprenging- ar lýsa allt upp að næturlagi — og sótig og vikurinn flæðir um allt. En ekki megum við láta neinn ótta koma í ljós vegna barnanna. Mig langar hins veg- ar til að spyria, hvort nokkru sinni hafi verið fyllilega rann- sakað hvort Helgafell sé með öliu útdautt eldfjall, eða hvort búast má við að það vakni aft- ur. Mér finnst lítið hafa verið gert til öryggis okkur Vest- mannaeyingu.m. Við gerum ok'k ur ekki ánægð með þetta enda þótt það mundi e.t.v. taka fljótt af og við fengjum skjótan dauð daga og sársaukaMtinn.“ Annar bréfritari segir skömmu síðar: „Almennt er fólk hér uggandi sem vonlegt er“, og hann leggur áiherzlu á að það geti gert illt verra, ef blöðin færu að tala um hinn aknenna ótta. Samt ætlaðist háttvirtur bréfritari til þess að ég birti bréfið, sem nægt hefði til að gera margar gamlar kon- ur í Eyjum andvaka í heilan mánuð. „Merkir draumar“ Enn annar segir: „Hvað kom- ið getur fyrir veit enginn, en gott er að vera við öMu búinn. Ég er húsmóðir — og á börn mín hér. Þegar ég horfi á þau og önnur börn hér í nágrenn- inu, þá finnst mér það ófyir- gefanlegt bugsunarleysi af okk ur fúllorðna afólkinu að hugsa ekki um það, sem gæti gerzt — og hvað fyrir þau gæti komið af völdum sjávargossins.... Heyrt hef ég líka, að fólk hér i Eyjum hafi dreymt stórmenka drauma i sambandi við þetta gos. Það á að hafa séð sjávar- gos byrja, eyju rísa úr sæ og flóðbylgju koma æðandi og svipta hálfum Vestmannaeyja- kaupstað út á sjó.“ Viðvörunarkerfi Ágúst Valfells og Svend Aage Malmberg fá þakkir bréf ritara fyrir að gefa góð ráð. Segi í einu bréfi, að þeir hafi verið einu mennirnir, sem lar,t hefðu eitthvað skynsamlegt til málanna. Aðrir hefðu látið sér naégja að róa fólk og reyna að gera lítið úr hættunni — og lítið hafi verið um raunveru legar varúðarráðs'tafanir. Þessi bréfritari leggur til að vörður verði settur syðst á Heimaey — á vöktum allan sól arfaringinn — til þess að fylgj- ast með náttúruhamförunum og gera viðvart, ef sæist til flóð bylgju. Ætti sá að hafa sendi- tæki og láta Vestmannaeyja- radáó vita, en radiómenn síðan að gefa þetta samstundis til kynna með einihverjum hljóð- merkjum, sem heyrðust um all- an bæinn. Yrðu þetta fyrirfram ákveðin merki með bruna- lúðri eða einhverju samibæri- legu — þannig, að eklki færi fram hjá neinum. Enginn þyrfti að eta skósólana Þetta eru raddir nokkurra Vestmannaeyinga. Það er greini legt, að mikils ótta hefur gætt þar um tíma, en eitthvað hefur dregið úr honum við að rostann lækikaði í Surti. Hins vegar geri ég rág fyrir, að þorri ís- lendinga geri sér ekki grein fyrir því, að Vestmannaeying- ar hafa ekki horft á Surtsey með hrifningu, heldur ugg. Fyrr á öldum boðuðu eldgosin oft eymd og hungur, en nú á miðri tutrtugustu öld lyftist brúnin á fslendingum, þegar frétt berst um nýtt eldgos. Menn flykkjast á vettvang til að horfa á náttúruundrin, ferða skrifstofur skipuleggja hópferð ir, flugfélög auglýsa gosferðir. Prentsmiðjumar senda frá sér tugi ef ekki hundruð þúsunda póstkorta með gosmyndum. Engum dettur lengur í hug hungur og mannfellir eins og hér áður og fyrr, nú hrópar fólk aðeins: „Stórfenglegt". „Furðulegt." — „Hefurðu séð gosið?“ Og hver er ástæðan? Einfaldlega sú, að leggðist aska yfir landið og niðurskurður bú penings yrði nauðsynlegur að einlhverju marki imindum við ekki þurfa að éta skósóla okkar. Við mundum borða danskt smjör og, flytja inn breakar niðursuðudósir. Að vísu yrSi líf ið á íslandi erfitt á ýmsum stöð um, en nú eru ótal ráð til bjarg ar. Hafa sýnt stillingu En nálægðin við eldinn getur orðið óþægilega mikill. Sérstak lega, ef fólk á bús sitt svo að segja á barmi gígsins. Fótks- flutningar frá Eyjum vegna náttúruhamfaranna hafa víst ekki verið miklir. Ég heyrði, að ein fjölsikylda hefði flutt skömmu fyrir jólin. En ætli hún sé ekki farin aftur — á vertið. Þegar á allt er litið verður því að viðurkenna, að Vest- mannaeyingar hafa sýnt mikla stillingu. Víða annars staðar i heiminum hefði sennilega brost ið almennur flótti í liðið — en svo var ekki í Eyjnm. Hins veg ar er skiljanlegt, að þeim í Eyj um gremjist hve aðrir lands- menn hafa tekið Surtsey með miklu gamni. En hver er sjálfum sér næst- ur, eins og þar stendur. Mér þætti trúlegt, að Vestmanna- eyingar hefðu glott, ef Surtsey hefði skotið upp kollinum á Eyjafirði, og sagt: „Jæja.ætli það fari nú ekki mesti vindur- inn úr þeim þama fyrir norð- an.“. Svo hefðu Flugfélagið og Bjöm Pá'lsson skipulagt ferðir frá Vestmannaeyjum um helg- ar norður yfir gosstöðvarnar. Og Eyjaskeggjum hefði þótt það rnikil upplyfting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.