Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1964, Blaðsíða 24
HUSGÖGN, STERKOG STÍLHRE? 22. tbl. — Þriðjudagur 28. janúar 1964 TOLVO •~bruie^t~ Þorlákshafnarbát rak upp og mölbrotnaði Skipverjar á öðrum björguðu honum úr höfninni ÞORLÁKSHÖFN, 27. jan.: — Um kl. 8,20 á sunnudagsmorgun slitnaði mb. Hrönn ÁR-21 upp af legufærum sínum hér í Þor- lákshöfn. Rak bátinn norður fyrir Norðurvararbryggju og hvoifdi þar. Fór hann heilan hring, möstur brotnuðu af hon- um í veltunni, svo og borðstokk ur og einnig er stýrishús mikið brotið. Bar bátinn síðan ofar og liggur hann þar og er talinn gerónýtur. Vindur var hvass á A-SA og kröpp kvika. Hafði hvesst um kl. 6 um morguninn. Bræðrunum Guðmundi og Friðrik Frðrikssonum, sem eiga mb. Friðrik Sigurðsson ÁR-17, nýbyggðan, rúmlega 80 lesta bát, tókst kL 4 aðfaranótt sunnudags að komast út f bát sinn hér á leg unni og höfðu vél í gangi. Um kl. 10 á sunnudag slitnaði báturinn af legufærum og sigldu þeix hon um til Grindavíkur. Afhenti 19 bíla leyfislaust Málið kært til sakádómara VI» ENDURSKOÐUN á af greiddum vörum hjá Eim skipafélagi íslands kom í ljós fyrir skemmstu að 19 bílar höfðu verið afgreiddir án þess að fullgildir pappírar væru fyrir henði. Við athugun reyndist sekur einn af vöruafgreiðslumönn- um Eimskips í Borgarskála, sem sér um afhendingu bíla, og hafa ekki aðrir þann starfa á 'hendi. I hinum mikla bíla- innflutningi síðustu mánaða er starfi hans mjög þýðingar mikill. Afgreiðslumaðurinn hefir játað að hafa afhent Raftækni h.f. umgetna 19 bíla án þess að leyfi væru fyrir þeim, svo og móttakandi játað að hafa tek ið við bílunum og aðrir hafi þar ekki komið til. Eimskipafélagið ákvað gær að afhenda málið saka- dómara til frekari rannsókn ar. Mb. Hrönn ÁR-21 var rúm- lega 50 lesta bátur, sem keyptur var hingað í sumar frá ísafirði af Karl Karlssyni skipstjóra. Hann hét áður sama nafni, en bar ein kennisstafina ÍS-46. 8 bátar hafa farið hér upp í fjöru síðan útgerð hófst aftur um 19&0. Tveir þeirra tvisvar og aðeins einn þeirra verið endur- byggður, en það var Faxi ÁR-25, sem síðan var seldur til Reykja- víkur og heitir nú íslendingur II. — M.B. . (Sjá viðtöl við skipstjórann og eigandann á Hrönn og skip stjórann á Friðriki Sigurðs- syni á bls. 3). Harður árekstur í gærmorgun HARÐUR árekstur varð í gær- morgun um kl. 8.20 á Reykjanes- braut við Fossvogsveg. Þar lenti saman tveim bandarískum fólks- bílum, sem höfðu ekið hvor á móti Öðrum, og skrámuðust öku- mennirnir á höfði. Ökumaður þess bíls, sem kom frá Reykjavík segir, að bíll hafi ekið fyrir hann af Fossvogsvegi og til að forða árekstri við þann bíl hafi hann sveigt til hægri, en lenti þá á bílnum sem á móti kom. Rannsóknarlögreglan mælist eindregið til þess við ökumann bílsins, sem kom af Fossvogs- vegi, að gefa sig fram hið fyrsta. &... ■ ■ .ÍA ■ ............................... Hrakningar á Jökuls- ársandi í Axarfirði Ærlæk 27. janúar. ÞAÐ lá við stórslysi sunnu- daginn 19. þ.m. Laust upp úr hádegi fór Sigvaldi Jónsson bóndi í Garði í Kelduhverfi á vörubíl sínum (Chevrolet með tvöföldu húsi) og ætlaði að sækja rekavið út að sjó. Með honum í bílnum voru tvö börn hans, 8 og 9 ára, og 13 ára drengur, sonur mót- Lcmdsliðsmaður í knaftspyrnu f erst í Þýzkalandi ÞAÐ hörmulega slys skeði að- faranótt sunnudags sl. að Jakob Jakobsson tannlækna- nemi í Erlangen í Þýzkalandi fórst í bifreiðaslysi í smábæn- um Baiersdorf skammt norð- íin Erlangen. Voru hjón á ferð með honum er slysið varð. Hjónin liggja stórslösuð í sjúkrahúsi. Jakob Jakobsson var frá Akureyri og einh af kunn- ustu knattspyrnumönnum landsins. Hann var að Ijúka ná.mi sínu. Blaðið reyrdi í gær að'fá nánari tildrög slyssins, en skeyti hafði ekki borizt er það fór í prentun. býlismannsins Sigurðar bónda í Garði. Segir ekki af ferðum Sigvalda fyrr en hann er kominn langleið- ina út á reka, þar sem er gam- all farvegur eftir kvísl, er ram» úr Stórá vestur innan við rek- ann. Þarna er ekkert vatnsremnsli lengur, en p#llar standa uppi I farvegimuim. Hugði Sigvaldi að þarna væri traustur is. Svo reyndist þó ekki því ís- inn brotnaði og bíllirm sökk til botns. Reyndist vatnið allt að tveggja metra djúpt. Sigvaldi komst út u.rft glugíga á bílnum og eftir að hafa lerit í vatnið hafði hann sig upp á Lsskörina og gat svo náð börnunum út úr bílhús- inu, sem þá var óðum. að fyllast af vatni. Fer svo Sigvaldi með börnin heim að Arnarnesi um 2 km frá slysstaðnum. Á þeirri leið er Stórá, en af því Sigvaldi þekkti ekki vaðið á ánni, skildi hann börnin eftir og óð sjálfur ána. Fékk hann bóndann í Arnarnesi, Eystein bróður sinn, til að sækja börnin. Engum varð meint af volkinu. Seinna var fenginn trukkur af Kópaskeri að ná foílnum upp o.g lánaðist það með þvi að brjóta ísinn upp að grynningum. — Jón Skagastrandarbátar Ienda í ís Skagaströnd, 27. jan. VÉLBÁTARNIR Helga Björg og Keilir fóru í róður héðan sl. föstudag og lögðu línur sín- ar í norðurkanti Stranda- grunns. Lentu þeir síðan í IVIokveiði enn Vestmannaeyjar, 27. jan. f BIRTINGU í morgun etftir að veðrið hafði gengið niður fóru síldarbátaimir að streyma á mið- in. Er þeir voru þaugað komn- ir um dimmumótin byrjuðu þeir að kasta, enda strax í síld. Um kl. 20 voru margir bátar komn- ir með góð kö®t. Um miðnætti í kvöld voru fíestiir bátar þeir er á miðun- um voru með stór köst og meira en það er þeir gátu sjálfir tekið. Síldin er talsvert betri að gæðum en verið hetfir. Hún er í stórum torfum og stendur allt upp á fjóira faðma og niður á 30 faðma. Fjöldi báta er nú kominn á leið til hafnar. Þeir sem höfðu tilkynnt afla sinn voru: Berguir 1200 tunnur, Helgi Flóvents 1350, Kristbjörg 900, Hamravík 1500, Víðir II 1100 og margir íleiri með góðan afla. Framan af var veðrið ágætt, en um miðnætti var kominn nokkur kvikusláttur og allt að 5 vindstigúm. Bátarnir á heim- leið voru í allt að 6—7 vindstig- um. Vindur er NV og munu bátar á heimsiglinigu sigla grunnt með landinu. Sporhundurinn ftionnirakti - slóðina að læknum Umíangsmikil leit að bónda í Flóanum, er fannst látinn í áveituskurði Seljatungu 27. janúar. SL. SUNNUDAGSMORGUN fór að heiman frá sér Sigurð- ur fvarsson í Vestur-Meðalholt- um hér í sveitinni. Hafði Sig- urður verið að gegningum með bróður sínum og sinnt sínum ákveðnu verkum svo sem venja hafði verið til. Er ekki frekar af því að segja að Sigurður kom ekki til verka sinna og var þá augljóst að eitthvað hafði komið fyrir. Var fljótlega hafin leit af bændum hér svo og kom hjálpar sveit skáta úr Hafnarfirði með sporhundinn. Leitaó var til kl. 10 á sunnudagskvöld án árangurs. I dögun í morgun var svo aftur hafin leit undir forystu skát- anna og lögreglunnar á ‘Selfossi ásamt flestum bændum, úr sveit- inni. Snemma dags fannst huia Sigurðar skammt frá áveitu- skurði er nefndur er Stórilækur, er rennur vestan við Vestur- Meðalholt. Um kl. 14 í dag fannst svo lík Sigurðar skammt þar frá er húfan hafði áður fundizt. Sporhundurinn Nonni var lát- inn lykta af laki úr rúmi Si.g- urðar og rakti hann síðan slóð hans að skurðinum er lá skammt frá brú er þar er yfir hann. Varð hundurinn þar með til að visa á húfu hins látna. Aveituskurðurinn var stíflað- ur í gær og lækkaöi vatnið í hon- um um hálfan meter og fannst þá lík hins látna. Alls tók 70—80 manns þátt í leitinni. Sigurður var 36 ára gamall og bjó með- aldraðri móður sinni Guðríði Jónsdóttur og bræðrum sínum Jóni og Helga. Faðir Sig- urðar, ívar Helgason lézt fyrir einu árL — Gunnar. kasti við rekís með þeim af- leiðingum að Keilir skemmdi skrúfuna og varð að draga hann til ísafjarðar, en Helga Björg missti nokkuð af línu. Hér fer á eftir frásögn skip- stjórans á Helgu Björgu: — Við fórum í róður frá Slfaga- strönd sl. föstudag kl. 8 um kvöldið. Við stímuðum 72 mílur í norður og lögðum línuna í norð- urkanti Strandagrunns. Engan ís urðum við þá varir við, ekki heldur í ratsjá. Kl. 13.30 á laugar- dag er við áttum eftir að draga um 15 bjóð vorum við komnir að ísspöng, sem lá frá austri til vest- ur fyrir sunnan okkur. ísspöng- ina hafði rekið vestur yfir línuna okkar og urðum við að hætta að draga og keyra vestur fyrir ísinn, sem var um 1 míla á breidd og drógum það sem eftir var af lín- unni fyrir sunnan ísspöngina. Um þremur bjóðum höfðum við tap- að undir ísinn. Við héldum til lans um kl. 5 e. h., veður var austan 6—7 vindstig og slæmt sjó lag. Stuttu síðar fékk ég kall frá vélbátnum Keili, sem hafði verið á svipuðum slóðum og ég og hafði hann lent í nokkuð þéttu ísreki, laskað skrúfuna svo vélin var ó- virk og óskaði hann eftir aðstoð. Við biðum þarna hjá honum þar til varðskip átti stutt eftir til hans, sem dró hann svo til ísa* fjarðar. Við sigldum síðan í land og urðum að fara hæga ferð mikið af leiðinni, fengum á okkur nokkra hnúta, sem brutu m. a. rúður í stýrishúsi og komum í höfn kl. 4.30 á sunnudagsmorg- un“. Þannig sagðist skipstjóra frá. — Þórður. ★ ísafirði, 27. jan. Snemma í morgun kom varð* skip hingað með vélbátinn Keili AK 92, sem nú er gerður út frá Skagaströnd. Hafði báturinn lent í ís úti á Húnaflóa og eyðilagt skrúfuna. Báturinn var í dag tek- inn í slipp hjá Marselíusi Bern- harðssyni og verður þar sett ný skrúfa á hann. — H.T. Afli línubáta á Akranesi Akranesi, 27. janúar: — Síðasliðin laugardag fiskúðu línubátarnir hér alls 79 tonn. Aflahæstir voru Sigrún með 8,5 tonn og Skipaskagi með 8,1 tonn. Allir bátar eru á sjó í dag utan einn. 4 bílar skemmast í einum árekstri HARÐUR árekstur varð um kl. 23.45 sl. sunnudagskvöld við gatnamót Skipholts og Nóatúns. Þar var bandarsíkum fólksbíl ek- ið suður Nóatún og lenti mjög harkalega á kyrrstæða bíla við vestari gangstétt Nóatúns. Nánari atvik eru þau, að fólks- bílnum var ekið suður Nóatún á allmikilli ferð og ætlaði að fara fram úr Volkswagenbíl en varð fyrir truflun og hemlaði. Við það rann bíllinn í hemlun 20 metra upp á móti brekku og lenti á hin- • um kyrrstæðu bílum, sem köstuð- ust aftur á bak. Skemmdust þrír kyrrstæðir bílar við áreksturinn. Skemmdir á fremsta bílnum urðu mjög miklar svo og á þeim sem ók á. Stúlka, sem sat framml hjá ökumanni, kastaðist á spegil og hlaut skurð á höfði. Aðrir meiddust ekkL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.