Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ r Föstudagur 7. febr. 1964 Þakka innilega öllum þeim mörgu fjær og nær, sem auðsýndu mér vinsemd og virðingu á sjötugs afmæli minu þ. 21. des. sl. með heimsóknum, gjöfum og heilla- skeytum. — Guð blessi ykkur ölL Halldór Olafsson. — Ragnar Jónsson Framh. af bls. 13 átti í fórum sínuim, þegar víxiar hungurs og atvinnuleysis féliu á útmánuðum. 0,g þá var vor í ioftL Ragnar Jónssðn hefur varð- veitt bjartsýni þessarar póesiu. Þegar hann er glaður, og það keamur oft fyrir, þrátt fyrir sjónvarpið, syngur hann sínum sætasta rómi: „Allt er póesí, og nú skulum vig fá oikikur súkku- laði og með því á Gildaskál- IMýtt skopblað Fullt af myndum Meðal annarra sem þar koma við sögu eru: Bjarni Bene- diktsson, Gunnar Eyjólfsson, Jóhann Hafstein, Gylfi Þ. Gísla- son, Alistair Maclean, Guð- mundur í. Guðmundsson, Einar Olgeirsson, Lúðvík Jósefsson, Halldór Ásgrímsson, Ágúst Valfells, og síðast en ekki sízt: Maðurinn sem stjórnar vísitölunni. G O S I A SÖLUBÖRN Komið eftir hádegi á Hverfisg. 50 HÁ SÖLULAUN. Uppboð Opinbert uppboð verður haldið að Álfsnesi í Kjal- arneshreppi laugardaginn 8. febr. kl. 2 sd. Selt verður m.a.: 2 kýr, 100 varpendur, nokkrir grísir, 2 gyltur, 12 hross, snúningsvél, International dráttarvél, sláttu vél, heyblásari, dieselmótor, skekta með utan- borðsmótor, heyvagn og 160—180 hestburðir af heyi. — Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Laus sfaða Staða bókara á Vita- og hafnarmálaskrifstofunni er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs manna ríkisins. Umsóknir sendist Vita- og hafnar- málaskrifstofunni fyrir 20. þ.m. ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri störf. Vita- og hafnarmálastjórL Eiginmaður minn og faðir okkar ARI KRISTINSSON sýslumaður, Patreksfirði, andaðist miðvikudaginn 5. febrúar siðastliðinn. Þorbjörg Þórhallsdóttir og börn. Útför konu minnar HÖLLU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Hallskoti, er lézt 31. f.m. verður gerð frá Eyrarbakkakirkju laugar daginn 8. febrúar kl. 1 e.h. Ólafur Jónsson. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar ANTON VALGEIR HALLDÓRSSON Eskihlíð 8 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Jónína Gunnarsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Gunnar Halldór Antonsson, Volter Antonsson. Einkaritari Vel menntuð og prúð stúlka getur fengið stöðu sem einkaritari hjá þekktu fyrirtæki hér í bænum. — Góð laun. — Vélritunar- og enskukunnátta nauð- synleg. Umsóknir sendist aígr. Mbl. merkt: „Einkaritari — 9134“. Andrés auglýsir Drengja- og unglingafötin margeftir- spurðu nýkomin. Mjög hagstætt verð. Laugavegi 3. I3TSALAN „hjá IHarteini44 vörur teknar fram — m.a.: Korselett á kr. 245,00 Brjóstahöld á — 95,00 Undirkjólar á — 195,00 Undirpils á — 175,00 Náttkjólar á — 275,00 Nælonsokkar á .... — 25,00 Kjólaefni á hálfvirði. KOMIÐ OG GERIÐ GÓÐ KAUP. Marteinn Einarsson & Co Dömudeild Laugavegi 31 - Sími 12815 Útsala — Útsala 'Ár 100 kr. afsláttur á vatteruðum nælonúlpum. rAr 100 kr. afsláttur á Helanca stretch buxum. •Ár 200 kr. afsláttur á terylene frökkum. 'Á' Drengjabuxur á 95 kr. Saumlausir perlonsokkar á kr. 17,50 parið. ★ Hvítar karlmannaskyrtur á 98 kr. Ar Hvítar drengjaskyrtur, sísléttar 95 kr. Á Gamosíubuxur 25 kr. •Á" Krepsokkabuxur barna 35 kr. -jAr Vandaðar kuldaúlpur (drengja). og fjöldi af öðrum ódýrum og góðum vörum. Þökkum innilega öllum fjær og nær, auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐJÓNS SIGURÐSSONAR frá Isafirði. Börn, tengdaböm og barnabörn. Miklatorgi. anum.“ Það er toppurinn á unaðsseimdum lífsins, þvi Ragn- ar er auðvitað dólítið undar- legiur eins og sönnum bóhem sæmir. En þannig hefur hann ávallt haldið tryggð við skáld- skapinn í lifi og starfi og trúir þvi af einhverjum þvergirðingi að án hans væri ísland og ís- lenzk tilvera ekki annað en s'kröltandi beinagreind í kokk- teilklæðum kakia stríðsins. Þessi trúnaður, þessi flekklausa ást á list og fegurð hefur verið orkugjafi Ragnars alla tíð. Við erfiðar aðstæður hefur hann unnið marga sigra, auðgað ís- land, gert það eftirsóknarverð- ara, þrátt fyrir allt; þrátt fyrir húmorleysið og kakíhamraða alvöru peningahyggjunnar; þrátt fyrir ófriðsamlega sambúð og kröfupólitík þessara siðustu og verstu tíma, já, þrátt fyrir Upp- kastið. Hann trúir þvi, að við lifum enn á öld skýjanna. Og hann er sannfærður nm, að eftir þessa vafasömu fjárfest- ingartíma, sem nú eru, muni risa islenzkur „renaissance" „Skáld- skapurinn blívur", segir Ragnar, „listin kemur alltaf aftur“ Ég trúi þessu lika. Annað hvort er að trúa Ragnari eða leggja árar i bát og segja: „Allir á Jótlands- heiðar að rækta kartöflur". En það þarf þolinmæði til að hlusta á Ragnar Jónsson. Það þarf tím.a til að vinza úr og skilja kjarnann. Ungir menn eru vafalaust fúsari til þess en sumir hinna eldri. Það getur verið erfitt að vera ungt skáld eða listamaður og eiga hvergi innihlaup þegar andaeiftin hefur breytzt í ógnvekjandi en áþreif- anlega staðreynd. Ragnar bregzt ekki þessum vinum sinum. Þeear ég kom til hans með handrit að fyrstu ljóðabók minni, bauðst hann strax til að gefa hana út, þrátt fyrir það að sumjr aðrir væru á báðum áttum. En Ragn- ar hefur nógu mdkið hugrekki til að gefa út skritnar bækur. Umhyggja og sívökul vinátta hans i garð ungra listamanna er áreiðanlega einn viðkvæm- astl strengurinn í brjóstum þeirra margra. En hann á bað til að hlaupa útundan sér. Og stundum getur bað haft ófvrir- sjáanlegar afleiðingar að tala við hann af sæmilegu viti. Kjarval hefur nýlega sagt eitthvað á þessa leið: „Þeg- ar ég tala við hann Matthias á Mórgunblaðinu, þá orkar hann stundum þannig á mig, að ég verð algjörlega miður mín og næ mér ekki fyrr en eftir marga daga. Og jafnvel befur það kom- ið fyrir að ég hef orðið litblindur eftir að hafa talað við h"-iri.“ Þannig getur einnig verið sæmi- lega hættulegt að tala við Ragn- ar. En eins og meistari Kjarval læknast sem betur fer alltaf af litblindunni, þannig er Ragn- ari einnig alit fyrirgefið. Þegar ég nú sendi afmælis- barninu, frú Björgu og fjöl. skyldunni allri innilegustu ham. inigjuóskir í tilefni dagsins, langar mig til að segja í lokin smásögiu, sem ég heyrði ein- bvern tímann og fannst lýsa betur stöðu Ragnars i menn- ingarlífi íslenzku þjóðarinnar en flést annað. Mér var sögð sag. an á þessa leið: — Steinn Steinarr var eitt sinn á ferg í Paris. íslendingur þar í borg bauð honura heim til sín ásamt nokkrurfi öðrum gest- um. Þar á meðal var maður nokkur nýkominn að heiman, Steinn spyr frétta af Fróni og 'hvort hann hefði hitt Ragnar nýlega og hvernig honum líðL Þá svarar maðurinn og segir: „Mér er sagt, að Ragnar sé að fara á hausinn". SIó þá þögn á Stein og sat hann þegjandi nokkra stund og stóð svo upp og kvaddi. Það var ekki sterk- asta hlið Steins að hverfa úr miðjum selskap, en hann sa.gðist ekki hafa geð í sér til að drekka sér til skemmtunar, ef rétt værL að hann Ragnar í Smára stæði höllum fætj og búast mætti við endalokum Islands á hverri stundiu. Matthias Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.