Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.02.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ r Fostudagur 7. febr. 1964 G A VIN H Q L T: 51 IZKUSYNING Hún mundi hvísla því að lögregl unni, að hann væri Alfred Klee- ber. Og þá yrði hann handtekinn fyrir morð. Hann þóttist svo sem þekkja Linu sína, en ef til vill hefur hann samt ekki gert sér ljóst, hversu uppvæg hún var yfir þess um svikum hans. Eg sá það, þeg ar ég kom í skrifstofuna, enda þótt ég hefði þá enga hugmynd um þýðingu þess. Vafalaust hafði hún ákveðið að ná sér niðri á honum, en refsingin hefði ef til vill samt ekki orðið eins grimmileg og hann óttaðist. Nú, er ég leit til baka, fór ég að skilja þetta hik á hemni, kvöldið, sem ég fór heim til hennar. Hún hafði ákveðið að láta mig hætta við allt saman. Gátan um kjólastuldinn var ráð- in, svo að hún þurfti mín ekki lengur með. En þá kom ég með röksemdir, sem settu hana í vafa aftur. Hún þóttist viss um, að enginn í fyrirtækinu annar en Ciibaud væri við þetta riðxnn, en þegar ég sagði henni að ég hefði sjálfur uppgötvað meira, hafði hún farið að efast og ’nafði samþykkt, að ég héldi áfram — hikandi þó. Ef fleiri væru við þetta riðnir, vildi hún fá að vita það. Ef til vill hefur hún alls ekki gáð í skúffuna, síðasta daginn, sem hún lifði, til að sjá, hvort sönnunin hennar laegi þar kyrr. Hún var hvort sem var ekki ann að en upplýsing henni sjálfri lil handa og engin þörf að leggja hana neinsstaðar fram. Þegar hún kallaði Clibaud inn í skrif- stofuna um morguninn, bjóst hann við öllu því versta og hræðslan afmyndaði allt ástand ið fyrir augum hans. Hún var í hræðilegu skapi, en vegna samn ings við mig kom hún samt ekki með neinar ásakanir enn. Hún reifst við hann út úr ein hverjum öðrum atriðum, og hann fann, að hún var bara að leika sér að honum, áður en hún léti banahöggið ríða. Hann sá dóminn í augum hennar en enga vægð. Það eina, sem hún mundx aldrei fyrirgefa var ótrú- mennska. Ágjörn eins og hún var, mundi hún ekki hika við að fleygja öllu fyrirtækinu í rusla kistuna, aðeins til að ná sér niðri á honum. Hún var vægðarlaus í refsingum sínum og uppgjörið nálgaðist. Clibaud ákvað að verða fyrri til, og framkvæmdi það síðdegis sama dag, strax eftir að Schluss berg var farinn. Hann var ekki burtu úr sýningarsalnum nema örfáar mínútur, og enginn tók eftir því, enda hafði hann verið á ferð og flugi upp og niður stigann niður í búðina, hvað eftir annað. Hann fór því út í gegn um búðina og síðan inn í húsið aftur um skrifstofuinnganginn. Þegar hann kom í skrifstofuna, hafði Selina enga hugmynd um fyrirætlun hans, heldur hélt hún að hann væri kominn til að skýra henni eitthvað frá sýningunni, og lét varla svo lítið að líta við honum. En hann hafði vandlega reiknað út tímann. Klukkuna vantaði ekki nema tvær mínút- xiar í fjögur og hún var að búa sig til að fara. Hann beið þang að til hún fór í skápinn að taka kápuna sína. Þetta var ofxxr auð velt. Þegar hann frétti hjá mér, að stolið hefði verið úr skrifborð- inu nóttina áður, vissi hann, að bréfið, sem tekið hafði verið, var orðsendingin frá sökunaut hans. Honum hafði ekki einu sinni dott ið í hug, að Selina hefði geymt það í skrifborðinu, svo viss þótt ist hann um, að hún hefði tekið það heim með sér. Ef bréfinu hafði verið stolið af ásettu ráði, hlaut þjófurinn að vita um þýð- ingu þess, og hafa komizt að henni, með því að líta á umslag- ið. Hann vissi ekkert, hvað gerzt hafði í skrifstofu Selinu. Stúlk- an sem stal bréfinu, kynni að hafa verið viðstödd þegar póst- urinn var tekinn upp, og gæti hafa fengið skipun um að opna bréfin, til að spara Selinu ómak. Ekki vissi hann um það. Þetta var bara tilgáta. En það, sem hann vissi var, hve hættulegt var að bréfið kæm ist í skakkar hendur, og nú, er hann hafði myrt Selinu, var hann í mestu vandræðum. Orð- sendingin frá umboðsmanninum var í sjálfu sér alveg meinlaus og hefði getað orðið tekin fyrir venjulegt minnisblað. En ef það lenti í höndum lögreglunnar, gat það orðið grundvöllur undir á- kæru, sem hlaut að leiða til ítar legrar rannsóknar og slíka rann sókn þoldi hann illa. Þessvegna hafði hann gert tvær tilraunir til að fremja annað morð, í þeirri trú, að Sally Dutton hefði hann á valdi sínu. Það stóð honum á engu, hvar eða fyrir hvers til- verknaðað orðsendingin kynni að verða fundin, ef aðallykill inn að henni væri týndur. Meira að segja gæti það leitt gmn að handhafanum, ef sá handhafi gæti ekki talað. Því var það, að þegar hann skildi við Sally hjá gasofninum, þóttist hann örugg ur. Hann hélt, að þegar væri ým isleg atvik, sem gætu vitnað gegn Thelby, og þegar var búið að sanna, að Sally var honum meðsek um þjófnaðinn á silfur- og hreysikattarfatnaðinum. Óviðkomandi menn gætu ef til vill látið sér detta í hug, að sum rökin, sem stjórnuðu lokaathöín Clibauds hafi varla verið mjög sterk. Það fannst og sjálfum mér, þegar Joel skýrði mér aðal inntakið í játningunni gegn um símann, en þegar ég fór að hugsa málið nánar, varð mér Ijóst, að Clibaud hafði ekki getað hugsað rökrétt, þegar hér var komið sögu. Hann var morðingi, sem sá ógnandi skugga í hverju horni, og frásögn mín af skrifborðs- þjófnaðinum hafði nægt til að gera hann alveg trylltan af hræðslu. Hann var flæktur í neti sinna eigin takmarkana. Stundum hafði hann farið klók leg að, en alltaf öðru hverju höfðu honum orðið á mistök, og þegar svo heppnin var ekki leng ur með honum, var hann alveg búinn að vera. Lokamistökin höfðu verið herfileg, en samt hafði hann framið þau af rök- réttri umhugsun. Hann kynni að hafa haft litla von um, að dauði — Ég, einn með annarri konu á skrifstofunni. í>ú getur ekki verið með öllum mjalla. Selinu yrði talinn sjálfsmorð, en dauði Sally varð að vera sjálfs- morð, og því hafði hann hætt á að skilja við hana meðan hún var enn lífs. Vissulega hafði hann, að eigin hyggju, gert allt, sem hægt var til að fyrirbyggja, að neitt gæti ruglað fyrir áformi hans. Hann hafði skilið hana eftir rétt hjá gashananum. Hann hafði fleygt kápunni yfir hana sjálfa og gas ofninn. Eftir að hafa undirbúið lokunina á dyrunum, hafði hann svo skrúfað frá gasinu í>g flýtt sér burt. Með þetta dauðtajald yfir höfðinu, hefði hún hlotið að vera löngu dauð áður en ég kom til hennar, en einhvernveginn hafði hún einhverntíma raknað nægilega úr rotinu, og það hlaut að hafa gerzt meðan Clibaud var enn inni í húsinu. Án þess að vita af því, hafði hún hreyft sig nægilega til þess að höfuðið á henni komst út undan kápunni, og þannig hafði hún bjargazt fyrir hreina tilviljun. Kápan, sem var enn yfir ofninum hafði leitt nokkuð af gasinu upp gegn um loftrásina, sem hann hafði troðið óvandlega í, og það hafði tafið fyrir verkunum gassins. Það mátti ekki tæpara standa , . . míg hryllti við tilhugsun- ina! JÚMBO og SPORI Teiknari; J. MORA — „Þetta er bara alveg ágætt“, sagði Spori og sleikti út um. „Þetta eru prýðis góðar perur, safaríkar ... ég finn safann leka niður á bakið á mér. — „Verði yður að góðu,“ sagði Jumbo. „Annars var þetta alls ekki svo vitlaust, að apamir skyldu ráðast að okkur með ávöxtum. Þetta er eigin- lega harla góðir ávextir." — „Já, þegar maður hefur ekki smakkað mat svo mánuðum skiptir, er maður ekkert að fetta fingur út í útlitið á honum“ samsinnti Spori honum. Prófessor Mökkur hafði verið held- ur þegjandalegur fram að þessu. — En nú stóð hann á fætur og sagði, ákveðinn í bragði: — „Áfram, vinir, við verðum að komast í gegnum þennan myrkvið áður en dimmir og við sjáum ekki handa okkar skil.“ KALLI KÚREKI ->f’ Teiknari; FRED HARMAN XXVII. Klukkan var orðin næ ;tum hálftólf, þegar ég lagði af stað að hitta Benton Thelby. Clibauxl- búðin var lokuð og spjald á hurð inni gaf til kynna: „Lokað fyrst um sinn“. Benny hefði nú ekki þurft að vera með nein hálf- yrði, því að Clibaud mundi aldrei opna framar. Hann var sérlega almennileg- ur við mig. Hann hafði ritara hjá sér og mikið að gera, en hann fleygði því öllu til hliðar. Hann kvaðst vera erfingi að öllum fyrirtækjum frænku sinnar, og hefði þegar byrjað að gera sum þeirra upp. Hann ætlaði sér að reka fyrirtæki á allt annan hátt. Ennfremur ætlaði hann að fram- kvæma nokkrar eigin hugmynd ir, og ef mig vantaði atvinnu, væri ekkert annað en koma til sín! Það var ósköp fallega hugsað af honum. Honum fannst hann standa í mikilli þakkarskuld við mig, og ég gat einhvernvegxnn ekki komið því inn í höfuðið á honum, að þar hefðu fleiri verið að verki. Hann bað mig um reikn inginn og ég sagðist skyldu senda hann, ef einhver aukakostnaður hefði'bætzt við. En það lét hann sér ekki lynda. Hann sagði, að þetta sem frænka hans hefði borgað mér, væri smánarþóknun fyrir hversdagslegt viðvik, en um morðmál væri allt öðru vísi að gegna. Og svo hafði ég bjarg- að lífi Sally. Sally væri vinstúlka konunnar sinnar og sín, og Sally myndi komast langt, ef hún fengi tækifæri itl að reyna sig í kvik myndum. __ Láttu þér nú líða vel hérna meðan ég klöngrast niður og fæ mér vatn að drekka úr holunni góðu. — Ö, nei, — ekki aftur! aHtltvarpiö 12:00 Hádegisútvarp 13:15 Lesin dagskrá næstu viku. 13:25 ,,Við vinnuna“; Tónleikar. 14:40 „Við, sem heima sitjum": Áa% Jónsdóttir les söguna ,.Leyndar« málið“ eftir Stefan Zweig (10). 16:00 Síðdegisútvarp 17:40 Framburðarkennsla I esperant# og spænsku. 10:00 Merkir erlendir samtíðarmenaf Guðmundur M. I>orláksson talar um Leo Tolsoj 10:20 Veðurfregnir. 10:30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18:50 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20:00 Efst á baugi (Ðjörgvin GuÖ» mundsson og Tómas Karlsson), 20:30 Tónleikar: Konsert fyrir sópran og hljómsveit op. 82 eftir Glíer (Valentina Maksimova syngur með filharmoníusveitinni i Leningrad; Grikuroff stj.). 20:45 Þýtt og endursagt: • Söguþátturw inn i harmleiknum Macbeth eftir Shakespeare (Jón R, Hjálmarsson skólastjóri). 21:15 Einleikur á píanó: John Ogdoa leikur fantasiu í d-moll (K397) eftir Mozart og Andante favori í F-dúr eftir Beethoven. 21:30 Útvarpssagan: „Brekkukotsann* áll" eftir Halldór Kilpan Lax« ness; XXVIII. (Höfundur les>. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lestur Passíusálma (11). 22:20 Undur efnis og tækni: Dr. Ágú$t Valfells talar um efni og orku. 22:40 Næturhljómleikar: Sinfónía nr. 6 i h-moll (Pathetiaue) op. 74 eftir Tjai» kovsky (Sinfóníuhljómsveitin i Ðoston lelkur; Charles Mundt stj.). 23:30 Dag&kr4rlok«

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.