Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 24
^HfBorden's vorur BRAGÐAST BEZT v ▼ TVÖFALT J EINANGRUNARGLER 20ára reynsla hérlendis Gríðarstórt kast hjá Jörundi III. Nóiin íór á bólakaf, en þó náðust 2.200 tunnur úr henni J»FGAR Jörundur III. var á leið á sildarmiðin í gærdag varð hann var við gríðarstóra síldartorfu út af I.anganesi. Var kastað á torf- una og svo stórt var kastið, að nótin fór í bólakaf, en beffar hún kom upp aftur náðu skipverjar ni henni 2.200 tunnum. Klukk v,.r um íðdegis er þetta var. Þrátt fyrir þetta mikla kast skemt. Jist nótin ekki, ta hún er ný. Síldin er stór og fal- leg og hélt Jörurdur III. með hana til Eyjafjarðarhafna, þar sem síldin verður fryst o ,• einn- ig verður hluti aflans bræddur hjá Krossanesverksmiðjunni. Skipstjórinn á Jörundi III., Magnús Guðmundsson frá Tálknafirði, segir, að kalt hafi verið í veðri á miðunum og sjáv arhitinn aðeins 2 stig. Eigandi Jörundar III. er Guð- mundur Jörundsson, útgerðar- maður. Síldarleitin hefst eftir næstu helgi BARÐi Barðason, yfirmaður síld- arleitarinnar, tjáði Morgunblað- inu í gær, að síldarleitin tæki til starfa fyrir norðan og austan upp úr næstu helgi. Barði sagði, að fyrstu menn- irnir færu norður til Siglufjarðar i dag og væri vonazt til að síldar- leitin þar gæti tekið til starfa nk. þriðjudag. Hún væri þar í leiguhúsnæði nú vegna þess ó- happs sl. vetur, er snjóflóð tók síldarleitarhúsið. Fyrsta verk mannanna þegar þeir kæmu norð ur yrði að koma upp loftneti. Hann sagði, að leitarmennirnir færu norður til Raufarhafnar fyr ir helgi og ætti síldarleitin þar að geta byrjað nk. mánudag. Barði sagði, að reynslan hefði sýnt, að fremur illa heyrðist hjá síldarleitinni á Seyðisfirði og yrði því reynt að hafa hana í sum ar á Dalatanga. Tæki hún til starfa heldur síðar, en á Siglu- firði og Raufarhöfn. Þá gat hann þess, að tvær flug- vélar yrðu væntanlega notaðar til síldarleitar í sumar og yrðu þær staðsettar á Akureyri. Dregiö eftir 5 daga on. Auk þessa glæsilega vinn f§ MYNDIN hér að ofan sýnir | hina heimsfrægu brú, The f Golden Gate Bridge, við San | Francisco í Kaliforníu, en sú f borg er talin einhver hin feg | ursta í Bandaríkjunum. f í San Francisco verður ann E ar viðkomustaður þess, sem | hreppir hnattferð fyrir tvo í = Happdrætti Sjálfstæðisflokks H *ns, sem dregið verður í eftir i ADEINS FIMM I)AGA. _ — | Fra San Francisco verður sið | an haldið til Honolulu á Haw jf aii, Tókíó, Hong Kong, Ban- f kok, Nýju Delhí, Kaíró, Aþ- f enu, Rómar, Paris og Lond- ings eru í boði þrír bilar, en samanlagt verðmæti vinning- anna er hvorki meira né minna en 700 þúsund krónur. Skrifstofa happdrættisins i Sjálfstæðishúsinu er nú op- in dag hvern til kl. 10 á kvöld m, og er þess vænzt að menn geri skil hið fyrsta. Happ- drættismiðar fást og í bapp- drættisbílunum i Miðbænum. Efling Sjálfstæðisflokksins er efling þjóðarhags. Gerið skil i dag. Happdrætti S já Ifstæðisf lokksins. líinHiimmimiiiiHiiiiiiiMiMuiiioiiHiimmiimmioimiimHmHmiiimimMHmiiimmMmimimimmmiHiiim Mynd þessa tók fréttaritari blaðsins á Akureyri, er verið varað búa Snæfellið til síldveiöa. Snæfell félck 1600 mál austur af Rauðanúpl Raufarhöfn, 3. júní. FYRSTA bræðslusildin var að koma til okkar. Það var Snæfell frá Akureyri sem kom með 1600 mál. Hann fékk sildina 90 mílur austur af Rauðanúpi sl. nótt. Þetta er mjög stór og reglulega falleg síld, ekkert af smælki inn- an um. Á leiðinni á miðin austur af Rauðanúpi eru ein tíu skip núna, en Helgi Flóventsson fékk á þess- Flugvél hlekkist á í lendingu á Bíldudal Bíldudal, 3. júní. NÝJA vélin frá Vestanflug kom hingað í dag í áætlun til að sækja farþega. f lendingu rann hún ró- Iega út af brautinni, en fyrir utan hana er nokkuð bratt, stakkst vél in þar niður í laut, kom á nefið og skemmdist lítilsháttar að fram an. Engir farþegar voru í vélinni, þegar óhappið varð, en flugmað urinn, Guðbjörn Charlesson frá ísafirði, slapp ómeiddur. Flugvélin sem er ný, af gerð- inni Piper Apache, .m hingað klukkan rúmlega 2,30 og átti að t-.ka tvo " ’-> J ykj aví’ ur. Annars er vélin staðsett á ísa- firði. Önnur flugvél kom hi, gað á vegum Vestanflugs og flutti far- þegana til ' --’ijav'kur. Hin skaddaða vé’ verður' hór í nótt og er von á viðgerðarmanni í kvöld til að líta - skemmdirn- ar. Flugvélin hefur lent hér á Bíldudal * minnsta kor ’ f’' - um sinnum áður. Ágætt veður var í dag og telur flugimaðuj. slys ið hafa orðið vegna bilunar, sem olli því, a ekki var hægt að stöðva ’.veg vélina. — Hannes. Fyrsta síld- in tíl Siglu- fjarðar Siglufirði, 3. júní. FYRSTA síldin kom til Siglufjarðar klukkan rúm- Iega 6 í dag. Það var mb. Helgi Flóventsson frá Húsa- vík, sem kom með nálægt 1300 tunnur, sem fara til bræðslu hjá sildarverksmiðj unni Rauðku, en eitthvað í frystingu. Fitumagn sildar- innar hefur mælzt 11—16%. — Stefán. Eygló hlaut prýðisviðtökur EYGLÓ Viktorsdóttir söng hlutverk Sylvíu í Sardazfurst- innunni í þjóðleikhúsinu í gær- kvöldi. Eygló hlaut mjög góðar við- tökur áheyrenda og var kölluð fram í lok sýningarinnar hvað eftir annað. Eins og áður hefur verið skýrt frá er þetta í fyrsta skipti, sem Eygló fer með svo stórt hlutverk á sviði Þjóðleikhússins. um slóðum 1100 mál sl. nótt líka. Vonast er til, að sem flestir af bátunum tíu komi hingað til að losa á morgun. — Einar. Var samið í nótt? S AMNING AFUNDUR j milli fulltrúa verkalýðsfé-1 laganna á Norður- og Aust-É urlandi og fulltrúa vinnu-j veitenda stóð enn yfir þeg- ar blaðið fór í prentun upp| úr miðnætti. Þó stóðu von- ir jafnvel til, að síðar umj nóttina eða undir morgunj yrði samkomulagi náð. Samningafundur hófst kl. j S2 síðdegis í gær að nýju, en, honum hafði verið slitið kl.J 8.15 þá um morguninn eft-] ir setu alla næstliðna nótt.J Þrjú sjúkraflu« FLUGVÉLAR frá Birni- Pálssyni fóru í þrjú sjúkraflug síðdegis I gær. Var barn sótt til Búðardals, en það mun hafa verið mjög veikt og þurfti að komast í sjúkrahús í Reykjavík. Þá var flogið til Egilsstaða til að sækja barn frá Seyðisfirði, sem var með sprunginn botn- langa, og loks var veikur maður sóttur til Hvammstanga. Togarasala TOGARINN Bjarni Ólafsson seldi afla sinn í Grimsby í gærv morgun, 185-8 kit, eða 117 tona og 983 k-g. fyrir 7.121 sterlings- pund. Narfi með 340 tonn af heilfrystum þorski NARFI, togari Guðmundar Jörundssonar, kom í gær- kvöldi frá Vestur-Grænlandi. Var hann með 340 tonn af heil frystum þorski, að mestu af- hausuðum, sem hann hafði veitt og fryst á 17 dögum. Þetta er bezti veiðitúr Narfa og hefur aflinn verið talsvert meiri en tonnatalan gefur til kynna. Togarinn sigl- ir með aflann til Englands. Skipstjóri á Narfa er Helgi Kjartansson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.