Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLADID Fostudagur 5. júní 1964 .>4 * Pjorsar- brú máluð NÚ ER verið að hreinsa og Wff/ íffc ,5 Wm 'M ■ -Jmát. máfa eina mestu brú landsins, nýju Þjórsárbrúna. Ljósm. wm V'W ? f. Mbl., Ottó Eyfjörð, tók þessar myndir fyrir nokkru. M !>* M Á stærstu myndinni sést upp eftir ánni og vesturendi bogabrúarinnar. Á annarri sést maður vinna í stól neðan í öðrum boganum, og á hinni þriðju eru nokkrir úr vinnu- BH; f wSmgji ■ flokknum á brúnni. iiiiiiiiiiiiiiimiiHiHiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiimi Sigurður Karlsson sýnir húsgögn 20 ára starfs Löngu- mýrarskóla minnzt BÆ, 31. maí — Tuttugu ára starfsafmaeli Húsmæðraskólans á Löngumýri í Skagafirði var hald ið hátíðlegt í gærkvöldi, 30 maí, að viðstöddu fjölmenni, eða nokkuð á fjórða hundrað manns. Nemendur úr öllum árgöngum skólans voru þarna og nokkrir af gömlum nemendum Ingibjarg- ar Jóhannsdóttur frá því að hún var skólastjóri við Húsmæðra- skólann á Staðarfelli, auk ýmissa annarra gesta. Hátíðin hófst með kvöldverðar velzlu. Að mátíð lokinni hófst hátíðarkvöldvaika mðð því, að sóknarpresturinn, séra Gunnar Gíslason, Glaumbæ, hafði helgi- stund. Séra Ingólfur Ástmarsson biskupsritari og formaður skóla- nefndarinnar flutti ávarp og kveðju frá biskupi. Einnig fluttu ávörp skólanefndarmennirnir: Jóhann Salberg Guðmundsson sýslumaður og séra Helgi Tryggvason, Miklabæ, Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri, frú Pála Pálsdóttir, Hofsósi, formað- Orlofsnefnd hús- mæðra tekin til starfa Orlofsdagar i fyrra urðu 2580 HINN 30. maí 1960 voru sam- þyikkt á Alþingi lögin um orlof húsmæðra, hefir framkvæmd þeirra sl. 3 ár sannað gildi þeirra og gefið fyrirheit um framtíðina. Enda hefir orlofs-málið nú þegar náð fótfestu um allt land og störf orlofsnefnda víðast hvar mjög vel studd af hlutaðeigandi bæjar- og sveitarfélögum, svo fram- kvæmdin taikist sem bezt hverju sinni. Orlofsnefndin í Reykjavíik hóf starfsemi sína árið 1961, en þá dvöldu 47 konur á vegum nefnd arinnar að Laugarvatni í 10 daga 1962 dvöldu 107 konur einnig að Laugarvatni í 3 hópum í 10 daga hver hópur, og 1963 fóru einnig 3 hópar eða 104 konur, en þá var dvalið að Hlíðardalsskóla í Ölv- usi, og urðu dvalardagar samtais ÍÖ80. Ennfremur hefir Orlofsnefndin átt samstarf við Mæðrastyrks- nefndina í Reykjavík öll þessi ár, og hefir hluti af sumarstarf- semi hennar fyrir konur og börn að Hlaðgerðarkoti í Mosfellssveit, verið á vegum Orlofsnefndar eða samtals dvalir 72 kvenna og 192 barna ýmist 14 eða 16 daga hver hópur og dvalardagar orlofsins þar 1.104. Reynslan hefir sýnt, að orlof húsmæðra í æ ríkara mæli verð- ur eitt af málum framtíðarinnar, og eru hinar ýmsu orlofsnefndir mjög einhuga um framgang þess. Orlofsnefndin í Reykjavík opn ar skrifstofu að Aðalstræti 4 uppi þann 1. júní n.k., þar sem tekið verður á móti umsóknum um orlofsdvalir fyrir konur á öll- um aldri. Dvalið verður í Hlíðardals- skóla að þessu sinni. Skrifstofan verður opin alla virka daga kl. 3-5 e.'h., nema laug ardaga. Sími 21721. Frá orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík. ur sambands Skagfirzkra kvenna, frú Rósa B. Blöndals, skáldkona, Ingibjörg Jónsdóttir, af hálfu nemenda frá Staðarfelli, Lovísa Hannesdóttir af hálfu 15 ára nemenda, Guðlaug Hraun- fjörð af hálfu 15 ára nemenda, Arndís Magnúsdóttir af hálfu 20 ára nemenda, og var hún kosin formaður nemendaaambands Löngumýrarskólans, sem stofn- að var við þetta tækifæri. Skóla- stjórinn, Ingibjörg Jóhannsdóttir, ávarpaði samkomuna og þakkaði um leið fyrir margvíslegar gjafir í peningum og góðum gripum. Þá hafði Magnús skáld Gíslason á Vöglum ort afmæliskvæði frá nemendum til skólans, undir lagi, sem Karlakórinn Feykir söng, en hann heimsótti sam- komuna með nokkrum sönglög- um undir stjórn Árna Jónssonar. Um miðnætti var tendraður bál- köstur og skotið flugeldum. Var því næst gengið til skólaslita. Verðlaun hlutu tveir nemendur, Framhald á bls. 23 NÆSTU þrjár vikurnar sýnir Sigurður Karlsson (Siggi Karls) húsgagnateiknari, ýmsar gerðir af húsgögnum, sem hann hefuir teiknað og útfært eftir eigin kerfi, er harm nefnir „Sysitem Konform", í Listamannaskálan- um. Hefur Sigurður einkaleyfi á þessari uppfinningu sinni bæði hérlendis og í Dammörku. Húsgögnunum er komið fyrir á einkar hugvitssaman hátt í Listamannaskálanum. Hver sam stæða hefur sinn ,bás“, sem að- greindur er frá öðrum með lit- ríkum gluggatjöldum, Sigurður sýndi blaðamönnum hvernig kerfi hans væri byggt upp með því að skrúfa sundur eitt borð, og notaði til þess venjulegan skrúflykil og afbrigði legan skrúflykil, sem fylgir hverju húsgagni. í sjón virðist það afar auðvelt í framkvæmd, en á prenti göldrum líkast, svo við förum ekki lengra út í þá sálma. Þess má þó geta, að með nokkrum handbrögðum má breyta borði í sófa og sófa í borð, legubekk, þil eða jafnvel hengja hann upp í lotft, eins og Sig- ; ■ Siggi Karls situr í einum stólnum á sýningunni. Fyrir framan hann er borðið, sem hann skrúfaði sundur með einu handbragði. urður komst að orði, en þá er eingöngu sófagrindin notuð. Get- ur hver og einn ráðið hæðinni á húsgögnunum. Sigurður bar lof á aðila þá, sem sáu um trésmíði og bólstr- un á húsgögnum hans, og kvað hann betri vinnu ekki fáanlega erlendis. Einnig þakkaði hann Jóhannesi Wall frá Austurríki fyrir aðstoð við uppsetningu á sýningunni og Ingólfi Guðbrands syni, sem hafði hönd í bagga með að koma sýningunni á fót. Sigurður Karlsson stundaði nám við listháskólann í Kaup- mannahöfn, en okkur var sagt, að fyrir utan að vera hugvits- sgrnur „dekoratör“, væri ævin- týramennskan honum í blóð bor- in. Hann hefði siglt um heims- höfin vítt og breitt, og auk þess hefði hann eitt sinn fest kaup á snekkju og ætlað að sigla henni kringum hnöttinn. Snekkjan sökk hinsvegar í Eystrasalti, en Siggi komsit engu að síður eftir öðrum leiðum kringum hnött- inn. Ennfremur var okkur sagt að hann hefði dágóða söngrödd, og í Kaupmannahöfn rak hann þvottahús jafnframt því sem hann stundaði nám í listháskólan uim. ★ Þeir sem taka þátt í sýningu Sigga Karls í Listam.annaskálan- um eru þessir: Form, Hafnar- firði, sá um trésmíði, Dúna, Kópavogi sá um bólstrun, Glugg- ar lét gluggatjöld í té, Elling- sen lampa, Málarinn teppi, Flóra blóm og Helgd Einarsson skrif- stofuhúsgögn. —■ Þegar hafa nokkur húsgögn verið seld. 12 bátar á síld frá Akranesi Akranesi, 3. júní: — TÓLF bátar verða gerðr út héð- an í sumar á síldveiðarnar norð anlands og austan. — Oddur. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að augtýsa I Morgunblaðinu eu öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.