Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 6
9 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. júní 1964 60 sjúklinga sjúkra- hús rísi á Selfossi Frá aðalíundi sýslunefndar Árnessýslu Fyrsíi skátaflokkurinn fær Risasúluna Seljatungu, 31. maí. AÐAL.FUNDUR sýslunefndar Árnessýslu var haldinn í Hús- mæðraskóla Suðurlands að Laug arvatni dagana 26.—30. maí. f upphafi fundarins minntist odd- viti nefndarinnar, Páll Hallgríms son sýslumaður, nefndarmanna er látizt höfðu frá því er síðasti sýslufundur var haldinn, en það eru þeir Bjarni Jónsson fulltrúi Selvogshrepps og Jóhannes Þor- steinsson fulltrúi Hveragerðis- hrepps. Ennfremur þeirra Dags Brynjólfssonar frá Gaulverjabæ og Jóns Ögmundssonar frá Vorsa bæ, en þeir áttu báðir sæti í sýslunefnd um áratugi. Nefndar- menn vottuðu hinum látnu virð- ingu sína með því að rísa úr sætum. Fundurinn afgreiddi 54 mál, þeirra merkast staðfestingu á uppkasti að samningi, er milli- fundanefnd hafði gjört um af- hendingu alþýðuskólans á Laug- arvatni til ríkisins. En svo sem kunnugt er samþykkti Alþingi fyrir fáum árum lög varðandi héraðsskóla í landinu, þar sem ríkið gengst inná að taka við rekstri skólanna ef viðkomandi sveitarfélag felst á þá skipan. í samningnurr. segir að skipun skólanefndar skuli haldast ó- breytt og tekjur er til falla af skólanum skuli falla staðnum til ábata. Umræður urðu um fyrirhug- aða byggingu nýs skólahúss fyrir Húsmæðraskóla Suðurlands, en fullnægjandi teikningar lágu ekki fyrir og var ákveðið að sýslu nefndin yrði kölluð til auka- fundar á árrnu er teikningar lægju fyrir a£ hálfu ríkisvalds- ins. gjald er öbreytt frá fyrra ári, Til menntamála var veitt: ............ 406,516,00 Til heilbrigðismála 1,671,000,00 Búnaðarmála .... 108,000,00 Hafnargerð og lending- arbóta í héraðinu 340.000,00 Lögreglan á Seifossi 500,000,00 Byggingarfulitrúi 85,000,00 í>á staðfesti nefndin nýja sam- þykkt um sýsluvegasjóð sam- kvæmt hinum nýju vegalögum, er Alþingi hefir nýlega sett. Sýsluvegir eru nú um 200 kíló- metrar og höfðu samkvæmt hin- um nýju vegalögum stytzt um 70 km. Samþykkt var áætlun um tekj- ur og gjöld sýsluvegasjóðs og eru niðurstöðutölur hennar 1,8 millj. kr. Þar í er framlag ríkisins móti álögðum skatti sýslunnar kr. 848 þús. Alls var veitt til við- halds og nýbygginga vega: 1.135 þús. Til heflunar 200 þús. og til brúa 280 þús. Að ýmsu leyti er um verulegar breyting- ar að ræða varðandi fjárveitingu til sýsiuvega svo sem það, að nú er veitt ein heildarupphæð í hvert hreppsfélag með skiftingu milli viðhalds og nýbygginga þar sem um slíkt er að ræða, svo og að hér eftir er vegamálaskrif- stofan veghaldari allra vega lands ins, hvort heldur þeir eru í þjóðvega eða sýsluvegatölu. Sýslunefndin endurkaus Þor- lákshafnarnefnd en hana skipa: Páll Hallgrímsson, Sigurður Óli Ólafsson, Ásgeir Eiríksson, Guð- jón Sigurðsson og Benedikt Thor arensen. Böðvar Magnússon á Laugar- vatni, er um árabil hefir átt sæti af hálfu sýslunefndarinnar í skólanefnd. Húsmæðraskóla Suðurlands, óskaði nú eftir að verða leystur frá sbörfum í nefnd- inni og kaus sýslunefndin Hjalta Gestsson í hans stað. Sýslunefndin hefir um mörg ár haft fundarstað sinn í Hús- mæðraskóla Suðurlands þar sem húsum ráða Jensína Halldórs- dóttir forstöðukona og Gerður Jóhannsdóttir kennari. Er að- staða þar öll hin ákjósanlegasta til fundarstarfa. — Gunnar. Aðalíimdur Búnaðarsambands Austur-Skaftfell- inga Höfn, Hornafirði, 4. júní. BÚNAÐARSAMBAND A-Skaft- fellinga hélt aðatfund sinn í fundarhúsi Lónsmanna, laugar- daginn 30. maí. Fundinn sátu tólf fulltrúar frá öllum búnaðar- félögum sýslunnar aúk stjómar, endurskoðenda og ráðunauta fé- lagsins. Fundurinn gerði ýmsar sam- þykktir í málefnum bænda. Egill Jónsson, ráðunautur sambands- ins, gaf ítarlega skýrslu um störf in á s.l. ári. M.a. gat hann þess, að á félagssvæðinu hefðu verið ræktaðir 228 hektarar og hefði það aldrei verið eins mikið, en það samsvarar 1,8 hektara á bónda. Mest var ræktunin í Mýr ahreppi eða um 4 ha. á bónda. Vélgrafnir skurðir voru 40 ha. í fundarlok var úthlutað verð launum úr minningarsjóði Jóns Eiríkssonar og hlutu þa uað þessu sinni hjónin Skafti Benediksson og Sigurlaug Árnadóttir, Hraun- koti, fyrir góða umgengni á heim ili og fagran skrúðgarð. — Fréttaritari. SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld fór fram afhending verðlauna til skátaflokksins Fóstbræðra í Skátafélagi Reykjavíkur. Verð- laun þessi eru veitt fyrir góðan árangur í skátaíþróttuim og fyrir tilskilda kunnáttu í skátaprófum, en þau innihalda m.a. hjálp í við lögum, þekkingu á áttavita og kortamerkjum, einfaldar hæðar- og breiddarmælingar og líflínu- kast, auk fjölda margs, er við kemur útistarfi. Fá skátaflokkar eins konar öndvegissúlu til að skreyta með fundahúsnæði sitt. Súlan er veitt í þrem hlutum. — Fyrsti áfangi er Dvergsúlan, ofan á hana er látin Marksúlan og efst kemur Risasúlan. Er þetta gert til þess að fleiri flokkar geti unn ið til viðurkenningar, og til þess að sjálft lokcunarkmiðið, Risasúl an, sé ekki of fjarlægt skátunum, sem flestir eru á aldrinum 11— 14 ára. Keppni þessl er einn þáttur í starfi Bandalags íslenzkra skáta á þessu ári og opin öllum flokk um á landinu. Þegar hafa um 50 flokkar unn ið til Dvergsúlunnar og nokkrir hafa hreppt Marksúluna. Risa- súlan varð hins vegar að bíða vorsins, því til þess að öðlast hana þarf flokkurinn m.a. að fara í þriggja sólarhringa úti- legu, þar sem eldað er á hlóðum og ýmis maniwirki reist úr spir- um og reipurru Myndin hér að ofan sýnir Högna Egilsson, fræðslustjóra Bandalags íslenzkra skáta af- henda flokksforingja Fóstbræðr- anna fyrstu Risasúluna, sem unn ið hefur verið til. Elzti borgari Raufarbafnar lát- inn, 102 ára Raufarhöfn, 4. júní: — ELZTI BORGARI Raufarhafnar, Guðný Guðjónsdóttir, andaðist 1 nótt, á 103. audursári. Hún var fædd að Mánárseli á Tjörnesi 10. apríl 1862, dóttir Guðjóns Eiríks sonar og Jóhönnu konu hans. Hún giftist árið 1887 Sigfúsi Vig fússyni, ættuðum úr Þistilsfirði. Mann sinn missti hún 1934. Þeim hjónum varð átta barna auðið. — FréttaritarL Birtur var fyrir nefndinni samningur er millifundanefnd með fullu umboði hafði gjört við sýslunefnd Rangárvalla og Vestur-Skaftafellssýslu um byggingu sjúkrahúss á Suður- landi. Kveður samningurinn svo á að leita skuli samþykkis heil- brigðisyfirvaida fyrir því að byggja á Seifossi sjúkrahús er í fyrsta áfanga rúmi 60 sjúklinga með tilheyrandi vinnuplássi og og verði byggt eftir fyrirmynd teikningar af sjúkrahúsi Akra- ness. Undirbúningi að fram- kvæmdum og rekstri sjúkrahúss ins annist fyrir hönd sýslufélag- anna, nefnd sjö manna, er sé svo skipuð að, sýslunefnd Árnes- sýslu kjósi fjóra menn, Rangár- vallasýslu tvo menn og Vestur- Skaftafellssýslu einn mann. í nefndina voru kjörnir af hálfu Árnessýslu til tveggja ára: Ragna Sigurðardóttir. Þórustöðum, Matthías Ingibergsson, Selfossi, Gunnar Sigurðsson, Seljatungu og Teitur Eyjólfsson Hveragerði. Skal og þessi nefndarhluti Árnes inga hafa með höndum stjóm á rekstri núverandi sjúkrahúss á Selfossi. Fjárhagsnefnd lagði fram fjár- hagsáætlun sýslusjóðsins fyrir yfirstandandi ár og voru niður- stöðutölur hennar rúml. 3,5 millj. króna. Niðurjafnað sýslusjóðs- Eftirvænting Þjóðleikhússtjóri brá sér til Osló á dögunum og samdi þar um heimsókn Kiev-ballettsins. — að því er haft er eftir hon- vm í fréttum. Menn bíða nú fullir eftirvæntingar. Hvaða ballett-flokk fáum við — og hvenær verður hann endursend ur? Rigning Kunningi minn var að dá- sama veðrið fyrir nokkrum dög um Og sagði, að sennilega mundi haldast þurrt þar til skemmtiferðaskipin færu að koma. Hann sagði að það brygð ist varla, að útlendu skemmti- ferðaskipin kæmu með rigning- una með sér. Ég fer að halda að eitthvað sé til í þessu. Fyrsta skemmti- ferðaskip sumarsins hafði varla lagzt fyrir festar á ytri höfn- inni þegar máttarvöldin byrj- uðu að hella yfir okkur úr öll- um sónum fötum. Væri ekki róð að biðja þessi skip að sigla fram hjá? Frétt frá sálfræðingi Mér hefur borizt úrklippa úr Politiken í Kaupmannahöfn, öðru stærsta blaði Danaveldis. Þar segir frá hvítasunnuhátíða höldum á íslandi. Ég nenni varla að þýða alla greinina, en hér koma samt glefsur úr henni, lauslega þýddar: „Hvítasunnan á tslandi var fyrst og fremst drykkjuhátíð. Ekki hvað sízt við Hreðavatn, en þar söfnuðust 4—600 ung- lingar saman .... flestir voru mjög illa klæddir, fötin öll rif in — þvæld .... Sem dæmi um framkomu hópsins má nefna, að unga fólkið notaði handklæði veitingahússins við Hreðavatn til þess að bursta skó sína, en skildi nærföt sín eftir á salernunum Stúlkurnar 16—20 ára voru alls ekki skárri en hinir. Unga fólkið var ekki mjög herskátt. Samt skemmdi það lögreglubíl og braut rúður í fjárhúsum — svo að glerbrot- unum rigndi yfir sauðfé, sem var að bera. Bifreið bóndans að Hreðavatni var líka eyðilögð, svo og bátur. Fólkið á bænum svaf ekki yfir hvítasunnuna, en hélt vörð við fjárhúsin til þess að koma í veg fyrir íkveikju. Unga tólkið lét ekki segjast við aðvaranir, en ógnaði með alls- herjaráirás (generalangreb) á bæinn. Lögreglan í Borgarfirði sendi 8 menn á vettvang, gerði tölu- vert af áfengi upptækt, en unga fólkið var svo el birgt af gene ver og peningum, að ekki sá högg á vatni. Á Snæfellsnesi var hópur unglinga á ferðalagi, nokkrir þeirra aðeins 13 ára. Flestir voru drukknir. í hinum litla og friðsama bæ, Stykkishólmi, varð lögreglan að loka einni götu til þess að ferming gæti farið fram í kirkjunni án trufl- unar frá krakkaskrilnum. Fólk úr sama hópi fór á bátl út í nokkrar eyjar á Breiða- firði. Ungur ís/lendingur hegð- aði sér þannig við tvær ungar, danskar stúlkur, að þær tóku í fætur hans og skutu honum fyrir borð. Til þess að hetjan drukknaði ekki, héldu þær í fót leggi unga mannsins, þar til þær töldu, að hann hefði kælzt í hinu salta vatni fjarðarins — nægilega mikið til þess að hægt væri að draga hann upp í bát- inn á ný. Rétt áður en bátur- inn kom að landi var ungum manni enn varpað fyrir borð þar eð framkoma hans þótti ó- bærileg. í nágrenni Hafnarfjarðar voru liðlega 100 unglingar, frá 10 ára aldri, við drykkju í tjald búðum. Lögreglan hafði 30 flösk ur af sterkum drykkjum á brott með sér. Eftir svipaða atburði í fyrra skipaði ráðherra nefnd, sem at huga átti drykkju unga fólks- ins. Niðurstöður nefndarinnar liggja enn ekki fyrir“. Svo mörg eru þau orð. Hvaða Dani skrifar þetta, spyr e.t.v. einhver. Undir fréttinni stendur nafn fréttaritara Politiken á ís landi — og hann heitir ólafur Gunnarsson (Vík í Lóni). Þetta getur maður nú kallað að velta sér upp úr ósómanum. Sjálfvirka þvottavélin LWAMAT „nova 64“ komin á markaðinn. Fullkomn ari en nokkru sinni. Óbreytt verð. AEG-umboðið Bræðurnir ORMSSON Vesturgötu 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.