Morgunblaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.06.1964, Blaðsíða 16
Buðinga Frammistaða Bents Larsen er frábær — segja þeir Friðrik og Ingi R. BENT Larsen er nú efstnr á millisvæðamótinu í Amster- dam, ásamt Spassky, með 15 vinninga. Hin ágæta frammi- staða hins danska skákmeist- ara hefur vakið allmikla at- hygli og hefur Morgunblaðið því snúið sér ttt~ þeirra Frið- riks ólafssonar og Inga R. Jóhannssonar og Jeitað álits þeirra á árangri Larsens og þeirra, sem skipa efstu sætin í mótinu. Friðrik ólafssön sagði: — Það er aðeins eitt að segja um frammistöðu Bents. hún er frá'bær. Og það er ekki orðum aukið. Ég hef skoðað allar skákir hans gaumgæfilega, en ég fæ sent mótsblaðið, og þær eiga það allar sammerkt, að hann teflir af miklu öryggi. Hanri hefur einungis tapað einni skák og það er að vissu leyti vegna þess, að hann reyndi fullmikið að vinna hana. Hann gekk of langt í þyí. í öðrum skákum hefur hann aðeins einu sinni komizt í tap hættu, en" andstæðingnum, Bilek, sást yfir beztu leiðina, og skákin varð jafntefli. Að vera heppinn aðeins í einni skák í svona löngu móti er í rauninni engin heppni, sýnir fremur mikið öryggi skák- mannsins. Árangur Larsens er gleði- legur út af fyrir sig. því hann var í nokkrum öldudal fyrir tveimur árum, en á s.l. ári hef ur hann greinilega tekið mikl um framförum. Það sýnir bæði svæðamótið í Halle og áramótaskákmótið í Bever- wijk í Hollandi. Taflmennska Larsens í þessum mótum sýndi, að hann var að ná sér á strik aftur og þetta mót núna hefur algerlega tekið af allan vafa um framfarirnar, því hann teflir nú betur en nokkru sinni fyrr. Friðrik ólafsson Larsen hefur þótt nokkuð sérvitur í sambandi við byrj- anaval og hann hefur þá gjarn an beitt tvíeggjuðum afbrigð- um sem hafa gefizt honum bæði vel og illa. Á þessu móti hins vegar hef ur hann lagt alla sérvizku á hilluna og teflir núna „nor- mal“ og traustar byrjanir. Ég er ekki í vafa um, að það hef- ur átt sinn þátt í velgengni hans. Spassky hefur teflt af mik- illi hörku og verður vafalaust með þeim efstu, ef ekki efstur. Þá hefur Smyslof teflt skín- andi vel og er greinilega að ná sínum fyrri styrkleika. Tal hefur hins vegar teflt nokkuð misjafnt, verið héppinn í ein staka skákum. Ég býst við að þessir fari upp ásamt Larsen. Hinir býst ég við að verði Reshevsky frá Bandaríkjun- um og Ivkov frá Júgóslavíu. Þeir eru alls 6 sem komust upp, það er að segja á áskor- endamótið. Á mótinu eru 5 sovétmenn en samkvæmt lög um Alþjóðaskáksambandsins komast aðems 3 frá hverri þjóð á áskorendamótið. Ingi R. Jóhannsson. Ingi R. Jóhannsson, sagði: — Frammistaða Larsens er mjög ánæguieg, þar sem hann er eini Norðurlandabúinn á naótinu, en mér kemur ekki alveg á óvart þessi árangur hans, því hann stóð sig mjög vel og sýndi mikið öryggi á svæðamótinu í Halle á s.l. sumri, en þar sem ég var sjálf ur keppandi á því móti gat ég nákvæmlega fylgzt með skák- stíl hans. Þá virtist mér hann vera að ná sínu gamla formi frá 1956, þegar hann hlaut hæsta Þá hefur Smyslof teflt skín- vinningatölu allra keppenda á 1. borði á Olympíumótinu í Moskvu. Fyrir það afrek var hann útnefndur stórméistari í skák. Á þessu móti hefur Larsen teflt mjög vel og tekið minni áhættu í byrjunum heldur en oft áður og á meðan hann var í öidudal. Sigur Larsens yfir Bron- stein í 19. umferð kom þægi- lega á óvart og má því reikna með, að hann hafi tryggt sér eitt af sætunum, sem veita rétt til þátttöku’ í áskorendamót- inu. Spassky byrjaði illa með því að tapa fyrir Darga í 1. umferð, en hefur síðan gert feikilegt átak og hlotið 15 vinninga í 18 skákum. Spassky er þekktur af skörpum skák- stíl sem minnir einna helzt á ianda hans Bronstein og Aijeohin og má segja, að á þessu móti hafi hann tekið á sig áhættur í byrjunum, m.a. í skókinni við Gligoric. í heild má segja, að tafl- mennska Spasky hafi verið mjög góð og erfitt að gera upp á milli hans og Larsens eins óg komið er. Fyrrverandi heimsmeistari, Smyslof, nálgast nú óðum sitt gamla og velþekkta form, þeg Framhald á bls. 15. Frá hátíðafundi bæjarstjórnar Akraness. Frá vinst'ri: Geirlaugur Árnason, ritari bæjarstjórnar, Einar Jón Ólafsson, kaupmaður, Valdimar Indriðason, framkvæmdastjóri, Þorgeir Jósefsson, framkvæmdastjóri, Björgvin Sæmundsson, bæjarstjóri, Jón Árnason, forseti bæjarstjórnar, Ifálfdán Sveinsson, kennari, Daníel Ágústínusson, skrifstofumaður, Ársæll Valdimarsson, bif-. rciðarstjóri, Ólafur Þórðarson, bókari, og Guðmundur Sveinbjörn son, framkvæmdastjóri. Akranes minnist verzlunar- afmælis með út- gáf u og höggmynd tein Guðmundsson og-koma mynd inni fyrir á hentugum stað i bænum. Fé verði varið úr bæjar sjóði til þessara framkvæmda a8 svo miklu leyti, sem fé er ekki fyrir hendi í sjóði, er verja skal til að reisa minnismerki sjó» manna“. Báðar þessar tillögur voru samþykktar með ölluia greiddum atkvæðum. Akranesi, 16. júní: — BÆJARSTJÓRN Akranes hélt hátíðafund í Bíöhöllinni hér kl. 6 síðdegis í tilefni 106 ára af- mælis verzlunarstaðar á Akra- nesi. Áður en fundur hófst lék Lúðrasveit Akraness nokkur lög undir stjórn Jóns Sigurðsson ar. Kl. 6 gengu bæjarfulltrúar í salinn og setti forseti bæjar- stjórnar, Jón Árnason, fundinn. Auk bæjarstjórnar voru mætt ir bæjarstjóri, Björgvin Sæmunds son og ritari bæjarstjórnar Geir laugur Árnason. Bæjarstjóri las síðan fjölmörg heillaskeyti, sem borizt höfðu víðsvegar að. Því næst flutti forseti bæjarstjórnar ræðu og rakti sögu verzlunar og þyggóar á Akranesi í stórum dráttum. Því næst bar bæjarstjóri fram tvær tillögur. Sú fyrri var svo- hljóðandi: „Bæjarstjórn Akranes sam- þykkir að láta semja og gefa út framhald af sögu Akranes, s'em Ólafur B. Björnsson hóf útgáfu á 1957. Ráðinn verði ritstjóri að verkinu í samráði við eigendur höfundarréttarins og fé varið úr bæjarsjóði til útgáfunnar“. Síðari tillagan er svohljóðandi: „Bæjarstjófp Akranes sam- þykkir að láta, í samvinnu við framkvæmdanefnd’ um minnis- merki sjómanna á Akranesi, að gera afsteypu úr eir af högg- myndinni „Sjómaður" eftir Mar- Sem kunnugt er gaf Ólafur heitinn - Björnsson út tímaritið Akranes frá 1942 til dánardæg* urs. Einnig hafði hann hin síð- ustu ár unnið að því að skrifa sögu Akraneí og var fyrra bind- ið komið út er hann lézt. Annað bindið hafði hann að mestu lok- ið við og var það gefið út stuttu eftir lát hans. ............................. i Verzlunarskóla Islands var § § slitið í 20. sinn í gær við há- I I tíðlega athöfn. 25 stúdentar | i fengu þá hvítu kollana, þar af 1 \ níu stúlkur. Myndin sýnir hin 1 | ar nýbökuðu stúdínur. Sjá 1 [ fleiri myndir og frásögn á öðr- 3 \ um stað í blaðinu. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.). *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.