Morgunblaðið - 25.06.1964, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.06.1964, Qupperneq 13
I Fimmtuciagur 25. júní 1964 MORCU N BLAÐIÐ 13 Kalk þarf mei „Kjarna" — segfa Jarðræktartilraunamenn á Hvanneyri Nakkrir felagar úr Hjálparsveit skáta á æiingu. 30 hjálparbeiðnir bárust hjálparsveit skáta í Hafnarfírði sl. ár BÆNDASKÓLINN á Hvann- eyri er 75 ára um þessar mundir. Verður afmælisins minnzt 9. ágúst næstkomandi. Munu þá gamlir Hvanneyringar og aðrir velunnarar skólans koma saman á Hvanneyri. Blaðamaður Morg- unblaðsins heimsótti Guðmund Jónsson, skólastjóra, að Hvann- eyri í fyrradag. Skýrði Guðmund ur frá því helzta af starfsemi skólans og öðrum athöfnum á staðnum. Um 1500 nemendur hafa út- skrifast frá Hvanneyri. Fram- haldsdeild.' var stofnuð við. skól- ann 1947, sama ár og Guðmund- ur tók við skólastjórn. Alls hafa útskrifast 58 kándídatar úr deildinni. Brautskrást kandídat- ar annað hvert ár. 1 deildinni eru nú 5 nemendur. Gamla skóla húsið að Hvanneyri var byggt árið 1910, og aðbúnaður nemenda því ekki sem skyldi. Efnt var til verðlaunakeppni um teikningu atiýs skólahúss síðastliðinn vetur og- bárust 18 tillögur. Verðlaun hlaut teikni-ng Sigurjóns Sveins- sonar og Þorvaldar Kristmunds- sonar. Ekki er ákveðið enn þá hvenær hafizt verður handa um bygginguna. Búfjárræktarsamband Borgar- íjarðar hefur um nokkurt skeið starfrækt sæðingarstöð á Hvann- eyri. Er samtbandið nú að reisa byggingu í grenndinni fyrir þessa starfsemi. Verður sennilega flutt í nýja húsið í haust. Verkfæranefnd ríkisins hefur aðsetur sitt að Hvanneyri. Fram kvæmdastjóri hennar er ólafur Guðmundsson (Guðmundar skóla stjóra). Verkefni hennar er að reyna ýmis landbúnaðartæki. hefur nefndin gefið út árlega skýrslu frá því árið 1954, þar sem skýrt er frá árangri slíkra próf- ana. Bændur geta orðið áskrifend ur að skýrslum þessum, sem auk jþess eru sendar til ráðunauta og búnaðarfélaga. Flest landbúnaðar éteki, sem flutt eru inn til ís- lands eru reynd af nefndinni og með því hefur verið komið í veg fyrir innflutning margra tækja, sem ekki hafa þótt hentug hér. Slík starfsemi þarfnast mikils landrýmis, þar sem reyna þarf^ jarðræktarvélar í marga daga, til að kanna bæði afköst og endingu. Nú er verið að reyna nýjan lokræsaplóg, sem húnverskur piltur, Eggert Hjartarson, hefur smíðað. Plógur þéssi er ekki ó- svipaður finnska plógnum, sem verið hefur í notkun austanfjalls að undanförnu, en talsvert minni fyrirferðar og leggur upp báðum megin. í>á þarf aðeins einn mann við plóginn, þar sem hann er tengdur beint við jarðýtuna og stjómað frá henni. Hægt er að breýta stefnu plógsins og ská- skera upp á yfirborðið. Til þess að draga plóg sinn, notar Eggert Caterpillar D6c jarðýtu. Miklar jarðræktartilraunir hafa verið framkvæmdar á Hvanneyri á síðustu árum.. Hafa nokkrir búfræðikandídatar, sem sumir kenna einnig við skólann, þessa starfsemi með höndum. Efnarannsóknarstofa er á staðn- um, þar sem bæði er rannsakað efnainnihald uppskerunnar og jarðvegur. Um 1000 sýnishorn eru efnagreind á stofu þessari ár- lega. Magnús Óskarsson sýndi blaða manni stór nýræktarsvæði, sem skipt hefur verið í reiti og borin á mismunandi hlutföll af stein- efnum. Reitirnir skipta mörgum hundruðum og er- mismunur geysilegur. 1 reitum þessum á mýrlendri nýrækt, þar sem eng- inn fosfor hefur verið borinn á, en eðlilegt magn af öðrum áburð arefnum, spírar fræið, en nær ekki að vaxa og deyr, þannig að í reitum þessum er aðeins gróður- laust moldarflag. Þar sem fosfor hefur verið borinn á, en of lítið magn, fæst nokkur uppskera, en grasið hefur skortseinkenni. Blöð in verða rauð- eða bláleit, plant an lágvaxin og gróður gisinn. í reitunum, þar sem kalí hefur ekki verið borið á, fæst uppskera (þetta er nýrækt og talsvert kalí er fyrir í jarðveginum, svo að enn hefur ekki fengizt full reynsla á skortinum), en ber einn ig skortseinkenni. Grösin eru ljósgræin, jafnvel gul ef minna kalí hefur vðrið í jarðvegi. Blað oddarnir visna og plantan verður lin Mikið hefur verið rætt og ritað að undanförnu um mismun kjarnaáburðar og kalksaltpéturs. Um fjögurra ára skeið hafa verið gerðar tilraunir á Hvanneyri til að reyna að finna út mismun upp skeru, þar sem sama magn af öðrum hvorum áburðinum hefur verið notað öll fjögur árin. Tilraunir þessar, sem gerðar voru í samtals 44 reitum (4x11 liðum, þ.e. 4 reitir hljóta ná- kvæmlega sömu meðhöndlun, — samreitir) hafa leitt í ljós, að sögn Magnúsar, að uppskera af kalksaltpétursreitunum er 12% meiri en af kjarnareitunum. Þeir draga þá ályktuin, að bera þurfi 18% meira á af kjarna til að ná sömu uppskeru og af kalksalt- pétri. En þar með er ekki öll sagan sögð. Efnainnihald upp- skerunnar hefur verið rannsak- að á efnarannsóknarstofunni og í ljós- komið, að af þeim reitum, þar sem kalksaltpéturinn var bor inn á, inniheldur uppskeran 70% meira af kalki en heyið af kjarnareitunum. Draga Hvann- eyringar þá niðurstöðu af tilraun um þessum, að annað hvort þurfi að bera kalksaltpétur á tún eða hafa kalk í einhverri mynd með kjarnanum. Svipaðar tilraunir hafa verið gerðar annars staðar á landinu, en gefið misjafna raun, hvað uppskerumagn snert- ir, en mismunur á kalkinnihaldi fóðursins hefur reynzt líkt og á Hvanneyri. HJÁLPARSVEIT skáta í Hafnar- firði hélt aðalfund sinn nýlega. Formaður flutti þar skýrslu um starf sveitarinnar síðastliðið ár. Starf sveitarinnar var með mikl- um blóma. Á árinu höfðu borizt um 30 hjálparbeiðnir til sveitarinnar víðs vegar að af landinu, og var í flestum tilfellum béðið um að- stoð að leit að týndú fólki. Fundir voru reglulega einu sinni í mánuði og fór fram marg- vísleg þjálfun í björgunar og leitarstörfum á þessum fundum. Sveitin átti á árinu tvo spor- hunda, Nonna og Bangsa, og hafa á árinu verið farnar um 200 æf- ingar með þá til þjálfunar. Þriðja sporhundinn hefur sveit- in nýfengið í sínar hendur og er hafin þjálfun hans. Tækjaskortur og fjárskortur hefur háð starfsemi sveitarinn- ar mikið, en bæði félög og ein- staklingar hafa stutt starfsemi sveitarinnar af mikilli rausn og myndarskap og hefur það orðið sveitinni að ómetanlegu liði. Til dæmis úm það má benda á, að Slysavarnadeildin Hraun- prýði í Hafnarfirði færði sveit- inni kr. 10.000.00 og einjjig hefur sveitin fengið sporhunda þrjá að gjöf. Þá hafa Samvinnutrygingar heitið sveitinni „dúkku“ til æf- inga með blásturaðferðina og er hún á leið til landsins. Heildsali, ónefndur, gaf sveit- inni nokkur leitarljós, og áheit hafa boriz-t tií sporhundanna. Þá hafa nokkrir aðilar veitt sveitinni ómetanlega hjálp með því að gefa íæði til hundanna og veita ókeypis geymslu í frysti- húsi fyrir hana. Hjón í Borgar- firði sendu sveitinni 3.000.00 kr. sem þakklæli fyrir veitta að- stoð, og þannig mætti lengi telja. Fyrir þessa og aðra aðstoð er hjálparsveitin mjög þakklát, pví að segja má, éð þetta hafi blátt Framhald á bls. 15 Seinagangur í meðferð dómsmála. — Endurskipuleggja þarf héraðsdómstóla. — I Reykjavík er nú rétta tækifærið til þess. — Ætti enn að stofna einn héraðsdómstól í Keykjavík. — Um þetta o. fl. skrifar Sigurður Líndal Vett- vang í dag. Á SÍÐASTA þingi var sam- þy kkt þingsály ktunartillaga, þar sem dómsmálaráðherra var falið að -láta rannsaka með hverjum hætti unnt væri að hraða rekstri og afgreiðslu dómsmála hér á landi. Ekki verður annað sagt en að tillaga þessi hafi verið tíma bær, svo alkunnug staðreynd er það, að dómsmálarekstur á ís- landi tekur jafnan langan tíma, oft 2—5 ár, stundum lengri tíma. Er óþarfi að viðhafa mörg orð um það, hversu mikið óhag ræði og tjón getur hlotizt af langvinnum drætti mála; — má með réttu segja, að ríki, sem veitir mönnum ekki úrlausn á- greiningsmála sinna árum sam- an, og lætur þannig ólögmætt éstand haldast, verði varla talið til réttarríkja. Lög þau um meðferð einka- mála í héraði, sem sett voru érið 1936, höfðu ekki sízt þann tilgang að ráða bót á seina- gangi, sem áður hafði tíðkazt um meðferð einkamála og gera meðferð þeirra alla greiðari. Á því leikur þó enginn vafi, að framkvæmd laga þessara hefur «ð ýmsu leyti orðið á annan veg en til stóð, og þau ekki ráð- ið þá bót á, sem þeim var ætlað. Fyrsti liður í aðgerðum til að gera meðferð dómsmála greið- ari væri því að endurskoða lög þessi, eða öllu heldur lögtaka frumvarp til nýrra réttarfars- laga, seim legið hefur fyrir til- búið í um það bil 10 ár. Ef brýn nauðsyn teldist, væri að sjálf- sögðu hægt að taka tii athug- unar hugsanlegar breytingar á því. Einnig gæti komið til álita, að lögtaka það í áföngum, og byrja á þeirn þáttum, sem ekki valda ágreiningi. □ En samþykkt'nýrra réttarfars laga er þó engan veginn einhlít, og þarf raunar að gera annað á undan, en það er að endur- skipuleggja dómstólana, og mætti gjarnan byrja hér í Reykjavík. Til lítils er að sam- þykkja ný réttarfarslög, nema reynt sé að tryggja að þau verði framkvæmd á tilhlýðilegan -hátt. Ég hef starfað að dómsmál-um síðan 1959 við borgardómara- embættið í Reykjavík, að visu ekki óslitið, en ég leyfi mér að fullyrða, að eins og skipulagi iþess embættis nú er háttað er ókleift að framkvæma réttar- far í einkamálum þannig að lag geti á talizt, og mundi þá gilda einu, hvaða réttarfarslög væru sett, ef skipulag héldist óbreytt. Hvort þetta á við um hin dóm- araembœttin skal ósagt látið, — um það geta væntanlega starfs- menn þeirra borið. Þetta úrelta skipulag er höfuðorsök þess, hversu mikill dráttur er jafnan á með-ferð einkamála. Ókleift er að gera í þessum Vettvangi fullnægjandi greis fyr ir því hvernig skipulagin-u er háttað, — hvernig það veldur 'þvi að málin dragast úr hömlu. Þurfti til þess langt mál og að áuki er tvísýnt að takast mundi að útlista það svo að öllum yrði ljóst. Munu og þeir, sem falin verður áðurnefnd ra-nnsókn vafalaust kynna sér það. Þess skal aðeins getið, að fjölgun dó-mara, sem ætla má, að ráðið hefði bót ó, hefur ekki megnað að vega upp á móti úr- eltu skipulagi, enda var fjölg- un dómara aðeins þáttur í lausn launadeilu og framkvæmd við hálfgerðar þvingunaraðstæður, svo að ekkert tóm gafst til að íhuga réttarfarshlið fnálsins. □ Tilgangur greinarkorns þessa er ekki sá að benda á ákveðnar tillögur til úrbóta, enda þótt segja megi, að vissar aðgerðir liggi nokkurn veginn í augum uppi, heldur til að vekja at- hygli ráðamanna og annarra þeirra, sem mál þessi lóta sig skipta, hversu mikilvægt það er, að skipulag héraðsdómstól- anna, einkum hér í Reykjavík, verði tekið til gagngerðrar en-d urskoðunar, þannig að unnt verði að framkvæma þær um- bætur á réttarfari, sem segja má, að ekki þoli bið öllu lengur. En því er vakið máls á þessu nú, að núna er tækifæri til þess að framkvæma slíka endur- skipulagningu, betra tækifæri en lengi hefur verið og betra tækifæri en líklegt er, að komi í náinni framtíð Nú vill svo til, að Jaus eru ' embætti yfirborgardómara og yfirsakadómara. Em-bætti yfir- borgarfógeta losnar og innan fárra ára. Alkunnugt er, að all ar breytingar er auðveldast að gera, þegar þær snerta ekki hagsmuni neins, þegar ekki þarf að taka tillit til neins ákveðins embættisma-nns. Þá er hægt að hafa tillögur á allan hátt málefnalegri, en hitt varð- ar þó miklu meira, hversu miklu auðveldara verður að framkvæma þær breytingar, sem æskilegar þykja. Eru það alkunnar staðreyndir, að em- bættismenn eru stundum til tálmunar æskilegum eða nauð- synlegum breytingum, einkum ef þei-m fi-nnast þær snerta hagsmuni s-ína eða stöðú á ann- an hátt. Þetta er aðeins sagt sem félagsleg og söguleg stað- reynd, en felur ekki í sér nein ummæli um að svo sé eða muni verða í því tilliti, sem hér um ræðir. □ Það, sem m.a. mjög virðjst koma til álita hér í Reykjavík, þegar ákveðin verður framtíðar skipan dómsmálanna og beint snertir það, sem hér er verið að ræða, er að stafnaður verði einn héraðsdómstóll i Reykjavík, — einn borgardómur, borgarréttur eða bæjarlþing, hvað svo sem menn vilja nefna dómstólinn, — með nauðsyniegri deildaskipt ingu. Starfrækslan yrði um margt sameiginleg, svo sem um húsnæði (t.d. dómsali), skrif- stofuhald, innkaup ýmisskonar, ganga og dyravörzlu o.s.frv. — Mætti hér vafalaust koma á vinnuhagræðingu margskonar, — fyrihbæri, sem mikið er um rætt og kemur víða við nú á dögum, en hefur þó enn sem komið er að mestu eða alveg gengið fram hjá garði dómstól- anna. Þetta væri vissulega vert að taka til gaumgæfilegrar at- hugunar, hver svo sem niður- staðan yrði. En slík athugun yrði eins og þegar hefur sagt verið, • auðveldust og vænleg- ust til árangurs, ef hann mætti framkvæma óháða öllum hugs- anlegum hagmunum einstakra manna. Þegar niðurstaða lægi fyrir, ætti að skipa em- bættismennina. Hitt yrði hi-ns vegar líklegra til að spilla ár- angri, ef skipulagið yrði miðað við hagsmuni manna, sem fyrir væru, þótt vitanlega sé ekki hægt að fullyrða neitt um það. Því leyfi ég mér hér með að gera það að tillögu minni, að frestað verði skipun manna í dómaraembætti þau, sem nú eru laus, unz niðurstaða liggur fyrir u-m það, hvert eigi að vera framtíðarskipulag héraðsdóm- stólanna í Reykjavík, en em- bættaveitingum síðan hagað í samræmi við þá skipan, sem ókveðin verður. Sigurður Líndal.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.