Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1964, Blaðsíða 23
Fimmtuclagur 17. sept 1964 MORCUNBLAÐIÐ 23 Þessi mynd var tekln á mánudaginn i Elmshorn í Þýzkalandi. Á henni er Gert Kiilisch og Iris, dóttir hans og Kristínar Hallgrímsson. Eins og MbL skýrði frá í gaer, nam Gert dóttur sína á burtu frá heimili hennar í Reykjavík. í baksýn sést í hús það, sem Gert kveðst nú hafa í smíðum. — (AP-mynd). Hringur Jóhannesson sýnir í Asmundarsal ÞAÐ ER snotur sýning, sem Hriogur Jóhannesson heldur J>essa stundina í Ásmundarsal við Freyjugutu. Hringur er ung- ur listamaður, sem vakið hefur athygli með fyrri einkasýningu 6inni og þátttöku sinni í öðrum 6ýningum á undanförnum árum. Hann er þegar búinn að sýna jþað, að hann er ágætur teiknari og kann vel að höndla krít otg penna. Að þessu sinni sýnír Hringur — Varað við Framhald af bls. 1. um degi fundar Alþjóðasam- bands flugfélaga, IATA. Vélfræðingar þriggja stórra flugvélaverksmiðja sem nú vinna að smíði stórra þota, sem fljúga eiga hraðar en hljóðið: Lock- heed, Boeing og franska félags- ins Sud Aviation (Concorde-véi- in), tóku í sama streng og Shaw. Fierre Satre, yfirmaður tækni- deiidar Sud Aviation, skýrði frá því, að Concorde-vélin myndi verða hávaðaminni en þær þot- ur, sem nú eru í notkun. Sú vél á að geta borið 118 farþega, fljúga með meiri hraða en hljóðið, í geysimikilli hæð, og kosta tæpar 14 milljónir daia — um 600 mdlj. ísl. króna. Annar talsmaður Sud Aviation eagðist vonast til þess, að Con- corde-vélin yrði tekin í notkun á árinu 1971, og myndi hún geta flogið með rúmlega 2300 km hraða á klukkustund. Varaforseti Lockheed-verksmiðj anna, Jacob McBrearthy, skýrði frá því, að bandarískir flugvéla- smiðir stefni að því að framleiða farþegaþotu, sem flogið geti með rúmlega 3000 km hraða. Hann tók þó fram, að enn sem komið er, væri slík flugvél aðeins til á uppdráttum. Reyndar hefðu ver- ið gerð líkön, sem verið væri að að gera tilraunir með í vindgöng- um. Hann sagði jafnframt, að Concorde-vélin væri vel á veg komin, og myndi verða Banda- ríkjamönnum harður keppinaut- ur. Edward C. Weiis, varaforseti Boeing-verksmiðjanna, lýsti því yfir, að þær áætlanir, sem gerð- ar hefðu verið vestan hafs um smíði nýrra farþegaþota, væru skynsamlegar frá efnahagslegu sjónarmiði, og öryggis væri hví- vetna gætt í ölium áætlunum. milli fjörutíu og fimmtíu mynd ir, og er megnið af því unnið með olíukrít. Einnig eru á þess- ari sýningu nokkrar teikningar með penna og svartkrít. Hring- ur stílfærir mótív sín á einfald- an hátt otg byggir verk sín tild- urslaust af smekkvísi og hug- kvætimi. Litirnir eru ekki hátt stemmdir, og hvergi mikil átök í litasamsetningum. Allt er fellt og fágað, svo að stundum saknar maður þess, að svo öruggur listamaður og Hrintgur er, skuli ekki hætta sér út á hálari braut- ir og taka sterkari tökum þann kraft, sem litir búa yfir, ef þeim er teflt á tvær hættur. En það er auðséð á verkum Hrings, að hann unnir mest þeirri mýkt og rólegheitum, sem hann sýnir okkur í þessum verkum. Hann er vandvirkur með afbrigðum og nostarar við hverja línu, ef svo mætti að orði kveða. En það er hvergi nægilegt til að skapa sterk og ástríðufull verk, sem brenna sig í hug manna. Til þess þarf að voga meiru, ráðast í það ógerlega, standa eða falla. Það er ekki hand- bragðið eitt, sem sker úr um úrslita þýðingu listaverks. Það er sá kraftur og sú áhrif, sem verkið skilur eftir hjá þeim, er kemst í snertingu við, hvað listamaðurinn hefur að segja. Olíukrítarmyndir Hrinigs finnst mér yfirleitt betri en —■ Sýklahernaður Framh. af bls. 1. neitt tjón hljótist á bygg- ingum eða öðrum mann- virkjum. Talsmenn hermálaráðuneyt- isins bandaríska hafa ekkert viljað segja um þetta mál op- inberlega, þ.e. hvers konar vopn þetta sé, en benda hins vegar á, að sovézkir ráðamenn hafi áður talað um ný leyni- vopn, án þess að vart hafi orð ið við þau. Hér kunni því að vera um ógnanir einar að ræða. Það hefur vakið athygli í þessu sambandi, að Krúsjeff minntist á þetta í sömu and- ránni og hann gagnrýndi stefnu Pekingstjórnarinnar. Sagði hann m.a., að ætluðu Kínverjar sér að leggja undir sig sovézkt land, myndi þeim mætt með öllum tiltækilegum ráðum. teikningarnar á þessari sýningu. Þó veit ég, að Hringur getur teiknað mjög vel, og sem dæmi um það má nefna mynd no. 18, „Grá Hús“, en samt hafði ég meiri ánægju af sumum olíu- krítarmyndum Hrings. Þær eru mjög áferðarfallegar, það sem þær ná, en eins og sjá má af þessum línum, þá er ég per- sónulega ekki alveg ánægður með þann mjúka frið, sem ríkir yfir þessari sýningu. Ég vonast til, að sá dagur komi, að eins tæknilega fær listamaður og Hrinigur Jóhannesson er, eigi eftir að brjóta af sér værðina og setja hnefann í borðið og segja hug sinn allan. Hringur Jóhannesson á þakk- ir skilið fyrir þessa snotru sýn- ingu, og það mætti segja mér, að þetta sé eftirtektarverðasta sýning sem enn hefur verið stofnað til á þessu hausti í höfuð bonginni. Sýningin á Freyjugötunni í Ásmundarsal er sannarlega þess virði, að henni sé gaumur gef- in, þar er engum bombum kastað. Þar ríkir hugarró og yfirlætisleysi tjáð með góðri tækni. Valtýr Pétursson. Ameríku- Hlé á „America Gup“ - ónógur vindur í gær ' Newport, 16. septemiber —I einn dag, vegna þess, hve vind- AP. ur var litill. Skúturnar, sem þátt taka í I keppninni, munu hafa verið lagð EKKI var keppt í „America Cup“ j ar af stað, er áikveðið var að í dag. Var keppni frestað um' halda ekki áfram. Skagaskátar hylla Akranesi, 16. sept. MÁLFRÍÐUR Kristjánsdóttir, kvenskátaforingi, Akurgerði 4 hér í bæ, varð fimmtug í gær. Henni til heiðurs höfðu skátar blysför í gærkvöldi. Kl. 9 héldu þeir frá Skátahúsinu niður Skaga braut, Kirkjubraut og Skóla- braut, kveiktu í blysunum hjá kirkjunni og gengu upp Lauga- braut að Akurgerði 4. Afmælis- barnið fagnaði skátunum og brosti til þeirra af tröppunum. Þeir hrópuðu ferfalt húrra, stöf- uðu síðan nafn hennar, áður en þeir þrítóku FRÍÐA í kór, og sungu svo vísuna „Hún á af- mæli í dag“. Þá færði frú Soffía Stefánsdóttir Fríðu standlampa að gjöf frá Skátafélagi Akraness, meðan Páli Gíslason læknir flutti afmælisræðuna. * Fríða þakkaði með ávarpi. Síðan hrópuðu skát- ar SIKKA-LIKKA og sungu „Ef við lítum yfir farinn veg“. Blys- unum hentu þeir hjá íþrótta- húsinu og skildu að skátasið hjá kirkjunni. — Oddur. iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimiiiiniiiiiiimiiiimnimiiiiiiiiiiii AFMÆLI 50 ÁRA er í dag frú Gyða Helga dóttir, Meishúsum, Hafnarfirði. iiiiiiiiiiiiliiitiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiuiiiiiiiiuiiiiiiiiiimiinii Ánægjuleg hvíldarvika húsmæðra að Búðum Hellnum, 9. sept. í GÆR þann 8. sept., lauk að Hótel Búðum á Snæfellsnesi, hvíldarviku orlofsr.efndar hús- mæðra í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Er fréttamaður blaðsins leit þangað inn í gær voru dvalarkonur að búa sig til heimferðar, glaðar og hressar eft- ir ánægjulega dvöl að Búðum. Þær Unnur Jónsdóttir, Stykk- ishólmi og Kristjana Sigurðar- dóttir, Hlíðarholti í Staðarsveit, sögðu að þetta væri fyrsta til- raunin, sem gerð hefði verið í sýslunni til orlofsdvalar hús- mæðra. Töldu þær þetta vel af stað farið ög spáði góðu um fram til þessarar starfsemi. Alls dvöldu 29 konur á vegum nefndanna að Hótel Búðum, úr öllum hreppum sýslunnar, nema Skógastrandar- — Thurmond Framhald af bls. 1 ið uppi um, að Thurmond væri mjög á öndverðum meiði við flokksbræður sína, og hefði í huga að segja skilið við þá. Öldungadeildarþingmaðurinn sagði m.a. í ræðu sinni: „Demó- krataflokkurinn hefur snúið baki við bandarísku þjóðinni.. vanvirt stjórnarskrána.... og stendur í broddi fylkingar þeirra, sem vilja leiða sósíaliskt ein- ræði yfir þjóðina.“ „Ég mun gera allt, sem í mínu valdi stendur", satgði Thurmond, „til að hjálpa Barry Goldwafer til að snúa þjóð okkar aftur inn á braut lýðræðislegri stjórnar- hátta, með því að styðja hann í þessum kosningum.“ Áður hafa ýmsir stjórnmála- menn látið í Ijósi stuðning sinn við Goldwater, þótt þeir hafi ekki snúið baki við flokki símun demókrataflokknum. Thurmond gekk þó enn lengra, og viðhafði í því sambandi þessi orð: „Ég mun alltaf halda fast við mina eiigin dómgreind, og hafa í huga hagsmuni íbúa í S-Karó- línu. Til þess, að mér auðnist það, verð éig að starfa innan repúblik anaflokksins, eins og hann er í dag, undir stjórn Goldwaters." Mörg ár eru liðin síðan nokk- úr bandarískur öldungardeildar- þingmaður hefur saigt skilið við flokk sinn. Síðast gerðist það er Wayne Morse, þingmaður frá Ore gon, lýsti yfir fylgi sínu við demókrata, eftir að hafa setið í öldungadeildinni fyrir repúblik- ana. Það var 1954. Thurmond hefur um Iangt skeið beitt sér gegn flestum frum vörpum, sem forsetar Bandarí'kj- anna undanfarin fjögur ár, Kennedy og Johnson, hafa bar- izt fyrir. Thurmond hefur farið mjög hörðum orðum um ýmis stefnu- mál stjórnarinnar, m.a. sagt hana fylgja lögleysum, ýta undir ó- eirðir í þjóðfélaginu og fylgja þeim stefnum í efnahagsmálum, sem ekki fái staðizt. og Miklaholtshreppum, en þeir eru aðilar að siíkum samtökum annars staðar. Forstöðukona hótelsins, frú Lóa Kristjánsdóttir, sá um fram kvæmd ásamt formönnum nefnd anna, þeim frú Unni Jónsdótt- ur, Stykkishólmi, norðanfjalls og frú Rósu Þorbjörnsdóttur, Söð- ulsheiði, sunnanfjalls. Margt og mikið var gert til að skemmta dvalarkonum. Ferðast var með þær um nesið, t.d. farið að Hótel Víking á Hlíðarvatni og hring- ferð um Jökul. Kvöldvökur voru á hverju kvöldi, þar sem ýmis- legt var til skemmtunar og margir komu til að heimsækja þær, þar á meðal 3 prestar úr sýslunni og messaði prófastur- inn sr. Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað einn daginn. Konurnar voru á aldrinum 25 —85 ára, en hinn mikli aldurs- munur olli engum vandræðum og var hinn góði fétagsandi, sem þar ríkti, til fyrirmyndar. Sam- tals eiga þessar konur 187 börn. Konurnar báðu blaðið fyrir þakklæti til allra þeirra, sem gert höfðu þeim dvölina þarna svo ánægjulega, og þá fyrst og fremst til forstöðukonunnar, sem bar hita og þunga dagsins af umfangsmiklu starfi þessa viku, Birfeiðastöðvar Stykkishólms og Helga Péturssonar sérleyfishafa, sem lögðu til bifreiðar í ferða- lögin, og allra hinna sem glöddu þær og skemmtu þeim og veittu margvíslega aðstoð. Það var sannarlega ánægður og glaður hópur, sem kvaddi Hótel Búðir í gær og því vel hægt að taka undir orð frú Jó- fríðar Kristjánsdóttur í Grafar- nesi, sem var eirt af dvalarkon- um, en hún kastaði fram þessari vísu í lokin: Ég sá að þær yngzt höfðu um áratug margan indælar rósir þeim blikuðu um vanga. Augun þau glitrandi ástgeislum strá, sem ungar þær væru með brenn- andi þrár. K. K Bræla á miðum SÓLARHRINGINN frá máni*. dagsmorgni til þriðjudagsmorg- uns var veður óhagstætt á síldar miðunum eystra. Þá fengu 22 skip alls 9.650 mál og tunnur. Aflahæstu skipin voru Viðey RE með 1200; Bjarmi II. EA með 800 og Kópur KE með 800. Á miðvikudagsmorgun var ekki vitað um veiði neins skips sólar- hringinn á undan, enda var bræla á miðunum. GUSTAF A. SVEINSSON hæstaréttarlögmaður Þórshamri við Templarasund Sími 1-11-71

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.