Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.09.1964, Blaðsíða 6
6 MORGU N BLÁÐIÐ Sunnudagur 20. sept. 1964 Risa - kjötkakan iS er yfir. i>að stóð mikið til í Denby Dale þorpinu í Englandi laug- ardaginn 5, septemiber s.l. Þá var lokið við að baka stóreflis köku, þá stærstu sexn nokkru sinni hefur verið bökuð, og fólk beið þess að fá að bragða á henni. Það tók 36 klukku- stundir að baka kökuna, og í hana fóru 6 tonn af buffi, kart öfflum, kryddi og brauðdegi. Kakan var bökuð í hlöðu, þar sem nokkrar kýr voru geymd dr — en kálfum þeirra hafði verið lógað til að nota í kök- una. Hin stóra stund rann upp, kakan var sett á 16 hjóla vagn og henni ekið á nærliggjandi svæði, þar sem Denby Dale- búar hafa snætt risakökur sín- ar síðustu tvær aldirnar. Horna flokkur fór á undan vagnin- um og íbúar gengu í hala- rófu á eftir. Þorpspresturinn blessaði kökuna og síðan var brauð- skorpan skorin. Kjötilmurinn barst að vitum manna, að þeir röðuðu sér upp til að fá sinn skammt. Kakan reyndist óviðjafnan leg á bragðið, hún var nær- ingarrík og vel krydduð og nógu sölt til að æsa upp þorst ann í mönnum. Skorpan hafði ákjósanlegan brúnan lit. Hún bar vott um snilli bakarans. Hins vegar deila menn um. hvort gróði hafi orðið af kök- unni. Henni var skipt niður í 30 þúsund skammta, sem seldir voru á 50 krónur hver. Hinsvegar komu nokkuð færri en kökunefnd þorpsins hafði gert ráð fyrir. Denby Dale, sem er þorp í Yorkshire og þekktast fyrir góðan ullarvefnað, hefur eins og fyrr segir bakað risakökur í tvær aldir í tilefni af meiri- háttar viðburðum. Fyrsta kak an var búin til árið 1786, þeg ar Georg konungur in lækn- aðist af geðveiki sinni, en sá bati varð þó skammvinnur. Næsta kakan var bökuð 27 árum síðar, þegar Bretland sigraði Napoleon. 1887-kakan sem bökuð var til heiðurs Viktoríu drottningar, braigðað ist illa og fer hrollur um þorpsbúa, þegar minnst er á þá köku. Kakan, sem bökuð var í ár, er sú áttunda í röð- ihni og hún gerð í tilefni fjög urra fæðinga í konungsfjöl- skyldunni á árinu. íbúar í næsta þorpi líta þennan kökubakstur horn- auga, en þeir eru sérfræðing ar í risabúðingum. Var hálft 1 hverju búizt við að þeir mundu reyna að koma kök- unni fyrir kattarnef, en þeim tókst það ekki. Stáldiskurinn, sem kakan var sett á, var 5%. meter á lengd, 1,83 á breidd og 50 cm. djúpur. Var ætlunin að sigla disknum yfir Ermasund, þeg- ar kakan hafði verið étin, en enn hafa ekki borizt fregnir af því hvort það hafi tekizt. Ráð undir rifi hverju Afþurrkunarklútar og þvottaskinn eru tveir hlutir sem ómissandi eru á hverju heimili. En það er ekki nóg að eiga hlutina, heldur verður að hugsa um þá og hirða, svo af þeim fáist full not. Hlutverk afþurrkunarklúts- ins er að fjarlægja og safna ryki, en ekki að dreifa því út um allt,. Ráðið til þess að koma í veg fyrir það, er að skola klútinn upp úr glycerin vatni (2-3 msk. í einn líter af vatni) um leið og hann er þveginn og hengja hann síðan upp án þess að vinda hann. Klúturinn verður þá mjúkur og dretgur í sig rykið. Af- gangurinn af glycerinvatninu er látinn í flösku og geymdur þar til afþurrkunarklútamir eru þvegnir næst Þvottaskinn eru nokkuð dýr, en það er hægt að halda þeim mjúkum í mörg ár, ef þau eru meðhöndluð rétt frá byrjun. Kemisk efni, sýr- ur, brennisteinn og mikill hiti eru verstu óvinir þvotta- skinnsins, segja sérfræðingar. Þegar skinnið er orðið óhreint er það þvegið í volgu vatni, undið og teygt í sína upp- tízkusýningum í París. Hér birtum við mynd af Bibelot eins og hún gekk um sýningar salina, krúnurökuð en með hvíta húfu úr minnkaskinni aftarleiga á höfðinu. Ennfremur er hér eitt sýnis hom af flegnu kjólunum hans Pierre Cardin. Tízkuhúsunum var bannað að sýna hina svo- nefndu „topplausu" kjóla, en Cardin fór í kringum bannið eins og köttur kringum heitan graut, og tyllti kjólunum sam an að framan með risastórri slaufu, blómum eða öðru skrauti. haflegu mynd, hengt upp til þerris á köldum stað. Það má aldrei liggja blautt saman- undið né geymast í plastpoka. eins og margir bíleigendur hafa tilhneigingu til að geyma það. Það er handhægt að stinga skinninu í plastpoka, en þá endist það heldur ekki lengL Sköllótta sýningnrstnlk- nn og ílegnn kjólnrnir EIN S og áður hefúr verið sagt frá í blaðinu, vakti sköll- ótta sýningarstúlkan hjá Est- erel, Bibelot, feikna athygli á FANGAGEYMSLUR FULLAR ástand — og sjálfur furða ég „Um eða eftir hverja helgi hafa dagblöðin það eftir lög- reglunni, að óhemjuleg ölvun og allskonar læti hafi verið í borginni og nágrenni um helg- ina. Allar fangageymslur lög- reglunnar hafi verið fullar orðnar þegar á föstudagskvöld eða jafnvel fyrr. Hér er um alvarlegt ástand að ræða, sem mér finnst að eitthvað þyrfti við að gera til þess að reyna að ráða bót á“. Þannig hefst bréf frá einum af lesendum blaðsins. Svo sann- ariega er þetta alvarlegt mig alltaf á því hve folk hefur efni á að fara með mikið fé í skemmtanir, jafnmikið og það kvartar undan opinberum gjöldum. Að vísu' getur það ekki kallast nein skemmtun að lenda í Steininum, þótt upp- haflegur tilgangur hafi verið skemmtun. BIÐRAÐIR UM HELGAR En bréfritarinn heldur á- fram, því hann hefur tiilögur til úrbóta: „Ég ætla að leyfa mér að benda á eina leið, sem ég tel að ætti að reyna til úrbóta í sambandi við þessa óskapa ölvun um helgar. Lögregla og önnur yfirvöld ættu að fara iþess á leit við verkalýðsfélög og atvinnurekendur að breyta til um útborgunardag viku- launa. Nú er yfirleitt borgað út á föstudögum og fjöldi fólks fer mjög illa með sín viku- laun. Helgin er framundan, vinna víða felíd niður á laugar dögum og vikukaupið hjá mörgum fer beint á vínbarina og skemmtanahúsín, enda má sjá biðröð úti og inni á flest- um vínhúsum borgarinnar á föstudags- og laugardagskvöld- um, og er þá sennilega oft lítið eftir af útborguninni hjá mörg- um. Væri nú ekki reynandi að borga vinnulaun út á mánu- dögum eða þriðjudögum? Ég tel að þetta ætti að reyna og ég er sannfærður um, að þetta yrði til stórbóta og mörg heimili yrðu þessari breytingu fegin.“ EKKI ÓDÝRAST Það er ekki ólíklegt, að ástandið breyttist eitthvað til batnaðar, ef almennt væri borgað út eftir helgi í stað fyrir helgi. En vseri alls staðar borgað út á mánudögum er ég bara hræddur um að mánu- dagskvöldin yrðu aðalskemmti kvöld vikunnar — og þriðju- dagarnir mundu því notast illa á mörgum vinnustöðvum. Bezt væri að fyrirtæki borguðu út sitt hvern daginn — alla vik- una. Þá yrði áreiðanlega minnst um hópdrykkjuna. Svo að ég endurtaki það, sem ég sagði að framan: Það er í rauninni furðulegt hv* fólk hefur efni á að drekka mikið — og enn eykst drykkj- an. Ekki er þetta ódýrasta tóm- stundagamanið. Annars er þetta svo víðtækt vandamál, að það verður ekkl afgreitt í stuttu rabbi. Þetta er líka með leiðinlegri málum, ekki sízt til aflestrar á sunnu- dagsmorgni, þegar fólk er ekkl almennilega búið að jafna si® eftir skemmtun næturinnar. Ég tala nú ekki um þá, sem em svo „lukkulegir“ að vera bún- ir með vikukaupið. Það bíður því betri tíma. SÖFNIN Útlendingur, sem hér hefur verið á ferð ekki alls fyrir löngu, skrifar og kvartar yfir því að söfn í . Reykjavík séu ekki opin fyrir hádegi. Sagðist umræddur maður hafa verið hér á mjög skammri ferð, 1 rauninni komið hingað til þesr að fara til Grænlands — og haft tvo hálfa daga til ráð- stöfunar í Reykjavík. í bæði skiptin fyrrihluti dags — fram að hádegi. Fyrir bragðið komst hann ekki inn á neitt safn i höfuðborginni og fannst hon- um mjög miður að fara héðan án þess að hafa séð Þjóðminja safnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.