Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1964, Blaðsíða 2
2 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 196 Herlög og utgöngu- bann í Saigon í gær Til mikilla óeirða kom í borginni — Búddhatrúarmenn krefjast þess að Huong segi af sér 1 M Y N D I N sýnir flakið af ' Boeirig-þotunni frá flugfélag- inu TWA, sem fórst í flug-1 taki á flugveilinum í Róm. Það er ekki snjór, sem liggur á vellinum, heldur kvoða, sem I notuð er til slökkvistarfs á | flugvöllum. Báðirbræðurnir í miðstjórn ÞAU mistök urðu í Morgunblað inu í gær í frásögn af flokks- þingi Sósíalistaflokksins, að nafn Kristjáns Andréssonar féll nið- ur, þegar skýrt var frá, hvaða breytingar urðu á miðstjórn Sósíalistaflokksins. Kristján, sem er bróðir Kristins E. Andrés- sonar og einn af tryggustu stuðn ingsmönnum Brynjólfs Bjarnason ar, var meðal þeirra manna, sem kosnir voru í miðstjórn á flokks þingi kommúnista um síðustu helgi cig höfðu verið utan gátta í tvö ár eftir byltingu Lúðvíks Jósepssonar og SÍA-manna á flokksþinginu 1962. Húseigendur motmæla nýjum fasteignaskatti —Rússar mótmæla Framhald af bls. 1 Tass-fréttastofan sagði í dag að yfirlýsingin hefði veri'ð lesin belgíska sendiherranum, Hypp- loyte Cool. Svipuð yfirlýsing var lesin sendimönnum Bandaríkj- anna og Bretlands. Þeir munu haf svarað því til, að aðgerðirnar hafi einungis af mannúðartoga verið spunnar. Bretar og Banda- ríkjamenn hafa neitað að taka mótmæli Rússa til greina en belgiski sendiherrann neitaði að taka vfð mótmælunum í dag. Walter J. Stoessel, sendiráðs- ritari bandaríska sendiráðsins, var kvaddur til sovézka utan- ríkisráðuneytisins, og þar las V. V. Kuznetsov, varautanríkisráð- herra, mótmæli Sovétmanna fyrir hann, Stoessel ítrekaði að hér hefði aðeins verið um að ræða mannúðarráðstafanir, og vitnaði til nýrra sannanna um „svívirði- lega meðferð uppreisnarmanna á gislunum, sem sýndu ljóslega nauðsyn mannúðaraðgerða.“ í yfirlýsingunni, sem síðar var gerð opinber af Tass, segir að öll ábyrgð í máli þessu liggi hjá Belgíu, og hinum „samseku". Öll- um öðrum Afríkuríkjum sé ógn- a'ó með þessum aðgerðum, og löndin þrjú hafi gerzt sek um að troða á ibúum Kongó. „Fyrir framan augu ails heims ins hefur verið framið afbrot gegn þjóð Kongó, oig heimsfriðn um og öryggi annarra Afríku- ríkja hefur verið stofnað i voða“, segir í yfirlýsingu Rússa. Sovétstjórnin heldur því auk þess fram, að aðgerðirnar séu beint brot á sáttmála Samein- uðu þjóóanna, og að hún, Sovét- stjórnin, krefjist þess að hernað- araðgerðum í Kongó verði þegar í stað hætt, eins og það er orðað. BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi frá stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur: Stjórn Húseigendafélaigs Reykjavíkur leyfir sér hér með að mótmæla hugmyndinni um nýja fasteignaskatta og færir fyrir því eftirfarandi rök: Allt frá byrjun síðari heims- styrjaldar hefur viðleitni löggjaf arvaldsins beinzt í þá átt að þrengja kost húseigenda ýmist með húsaleigulögum eða sér- stökum eiignasköttum. Má þar fyrst nefna húsaleigu- lögin, sem enn eru að nokkru í gildi, nr. 30 frá 1952, og enn- fremur iög nr. 22 frá 1950 og nr. 44 frá 1957, þar sem sérstakir eignarskattar námu allt að 25% í hvort skipti. Algengara mun vera á fslandi en í nokkru öðru landi, sem til er vitað, að íbúðir séu í sjálfseign íbúanna. Meginþorri allra íbúða í kaup- stöðum jafnt sem sveitum er í sjálfsábúð eigenda. Þessi þróun er tiltölulega nýtt fyrirbæri, og ber flestum saman um að hún stefni í rétta átt. Hin síðari ár hefur mikill fjöldi heim ilisfeðra komið sér upp eigin hús næði með frábærum dugnaði, og er framtak þeirra lofsvert. Hinsvegar er einnig nauðsyn- legt að ávallt sé til nægjanleigt leiguhúsnæði fyrir þá, sem ekki hafa bolmagn til þess að koma sér upp eigin húsnæði. Undan- farin ár hefur eigi verið árenni- legt fyrir menn að leggja í bygg ingu slíkra húsa, en öruggt má telja að alveg taki fyrir slíka við- leitni með tilkomu nýrra fast- eignaskatta, og væri slíkt miður því nóg er húsnæðiseklan samt. Tillitslaus hækkun fasteigna- skatta á íbúðir myndi því eigi aðeins fæla menn frá byggingu leiguhúsa, heldur einnig valda því að fjöldi heimila missti eigin íbúðir. Sérstaklega kæmi þetta illa við barnmargar fjölskyldur, því þær búa eðlilaga í stærra hús næði, og skattabyrðin legðist þvi þyngra á þær. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur- varar stranglega við því, að nú sé gripið til opin- berra úrræða, sem torveldi mönn- um að eignast þak yfir höfuðið, og bendir á nauðsyn þess, að leit að verði annarra ráðstafanna til lausnar á efnahaigsvandamálum. 11 þjóðir styrkja sterlingspundið Leggja fram 3 milljarða dollara handa Englandsbanka til ráðstöfunar London og New York 25. nov. — AP — NTB, TILKYNNT var í London og New York í dag að bankar II þjóða muni leggja fram um þrjá milljarða dollara til ráðstöfunar handa Englandsbanka. Er hér um að ræða lið í samræmdum að- gerðum til að styrkja sterlings- pundið. í tilkynningu Englands'banka um þetta segir að umrædd lönd séu Austurríki, Belgía, Kanada, Frakkland, V-Þýzkaland, ftalía, Japan, Holland, Svíþjóð, Sviss og Bandaríkin. í tilkynningunni segir ennfrem ur, að umrædd fjárframlög eða lánsloforð standi í engu sam- bandi við þau lán, sem Bretland hafi tekið á undanförnum mán- uðum. í London segja menn að þessar ráðstafanir hafi orðið til þess, að auka álit manna í viðskiptalíf- inu á stjórn Verkamannaílokks- ins. Hér mun um a'ð ræða fjórhags- ráðstafanir, sem að stærð til munu enga hliðstæðu eiga sér í sögunni. Saigon, 25. nóv. (AP-NTB) TRAN VAN HUONG, for- sætisráðherra Suður-Viet- nam, setti í dag herlög í höf- uðborginni Saigon. Jafnframt var lýst útgöngubanni í borg- inni frá kl. 10 e.h. til kl. 5 f.h. á morgun eftir staðartíma. Ákvörðun um ráðstafanir þessar var tekin eftir að kom- ið hafði til mikilla óeirða í Saigon í dag, en þá fóru um 2000 ungmenni formælandi um götur borgarinnar og kröfðust þess að stjórnin færi frá. Handsprengjum var kast- að og grjóti, kveikt í rennandi benzíni á götum borgarinnar, og munu um 100 manns, þar af 60 lögreglumenn, hafa særzt í átökunum. Öllum skólum í borginni, þar á meðal háskólanum, hefur ver- ið lokað þar til öðruvísi verður ákveðið. TÁRAGASI BEITT Óeirðirnar í dag eru sagðar há- púnktur óánægjuöldu, sem stöð- ugt hefur verið að vaxa, og hófst fyrir nokkrum dögum með því, að stúdentar kröfðust þess að breytt yrði ráðherraskipan í hinni þriggja vikna gömlu ríkis- stjórn Huongs. Þróuðust málin svo, að til mótmælaaðgerðaöldu kom, og kröfðust stúdentar þess að lokum að stjórnin öll segði af sér. Huong hefur hins vegar lýst því yfir, að hann muni hvorki breyta skipan stjórnar- innar né segja af sér. í óeirðunum í dag beitti lög- regla og fallhlífahermenn tára- gasi til að dreifa hópi 2000 ung- menna, sem höfðu í frammi óeirðir skammt frá aðalstöðvum Búddhatrúarmanna í borginni. Óeirðirnar héldu engu að síður áfram, og hættu ekki fyrr er» Búddhamúnkur einn bað ungling ana að láta af þeim. TAYLOR TIL WASHINGTON Sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Vietnam, Maxwell Taylor, hafði skömmu áður en óeirðirn- ar hófust, stigið um borð í flug- vél, sem flytja átti hann til Was- hington. Þar mun Taylor ræða við Johnson forseta um ástandið í Suður-Vietnam. í yfirlýsingu, sem hann gaf út fyrir brottför sína, sagði hann að stjórnin ætti rétt á samvinnu við fólkið í land- inu og trausti þess. Bað hann íbúa Suður-Vietnam að sýna þjóðareiningu, og kvað aðalhætt- una, sem að landinu steðjaði, koma utan frá. Leiðtogar Búddhatrúarmanna í Saigon kröfðust þess í gær, að Phan Khac Sun, forseti, setti stjórn Huongs frá völdum. Vör- uðu Búddhatrúarmenn forsetann við því, að ef þessu yrði ekki sinnt, mundi koma til óeirða. Ekki kveikt á lendingarliésum ? Alvarlegar ásakanir sænskra ílugmanna Stokkhólmi 25. nóv. — NTB. SAMTÖK sænskra flugmanna hafa komið fram með þungar á- sakanir á hendur stjórn flugvall- arins við Ángelholm, þar sem mesta flugslys Svíþjóðar til þessa varð sl. föstudag. Halda flugmannasamtökin því fram, að hvorki hafi v’erið kveikt á að- flugs- né lendingarljósum flug- vallarins er Metropolitan-flug- vélin gerði aðflug sitt að honum á föstudagskvöld. Krefjast flug- mannasamtökin þess, að nokkur vitni komi aftur fyrir nefnd þá, sem rannsakar slysið, og lá'ti þar í té eiðsvarinn framburð. Formaður rannsóknarnefndar- innar, Karl Sidenbladlh, skýrði I frá því á bláðamannafundi í gaer ; kvöldi, að ekkert hefði enn kom- | ið fram, sem benti til þess að UM hádegi í gær var veður stillt hér á landi og í grennd- inni. Frost var vægt en fór vaxandi, víðast 2—4 stig stig norðanlands, en um frost- mark á Suðurlandi. Á Bretlandseyjum og Mið- Evrópu er óvenjulega hlýtt, víðast 10 — 12 stig. Veðurhorfur kl. 22 á rnið • vikudag fyrir næsta soiar- hring á eftir. SV-land, Faxaflói og rniðin Breytileg átt ag hægvið.'i smáél, en bjart á milli. Frost víðast 1-3 stig. Breiðafjörður til SA-lands og miðin: Stillt o.g bjart veðui' að mestu. Austurdjúp: NV-s-trekk i.ngur; éljagsngur. Veðurhorfur á föstudag: N- kaldi og surns staðar él N • lands, en bjart fyrir sunnan, nema V-stmningskaldi og é’ á SV-miðium. ekki hafi verið kveikt á að- flugs- og lendingarljósum flug- vallarins, er slysið varð. Nefndin hefur til þessa yfir- heyrt um 50 vitni, til þess að reyna að komast til botns í málinu. 31 maður beið bana i slysinu. Kaupgreiðslu- vísitala óbreytt KAUPLAGSNEFND hefur reikn að vísitölu framfærslukostnaðar í byrjun nóvember 1964 og reynd ist hún vera 164 stig eða einu stigi hærri en í októberbyrjun, Kauplagsnefnd hefur reiknaS kaupgreiðsluvísitölu eftir vísi- tölu framfærslukostnaðar 1. nóv, 1964. í samræmi við samkomu- lag ríkisstjórnarinnar, Alþýðu- sambands íslands og vinnuveit- enda frá 5. júní 1964 reyndist þessi kaupgreiðsluvisitala vera 163 stig eða hin sama o,- grunn- talan, sem verðtrygging launa er við miðuð samkvæmt nefndu samkomulagi. Er því ekki um aff ræða greiðslu verðlagsuppbótar á laun á tímabilinu 1. desember 1964 til 28. febrúar 1965. (Úr 'fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.