Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID Fimmtudagur 17. des. 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR Oíkisstjórnin hefur nú lagt fyrir Alþingi frumvarp um hækkun söluskatts úr 5Vz. % í 8%. Orsök þessarar tekju- öflunar ríkissjóðs er fyrst og fremst samkomulagið sem gert var í sumar milli ríkis- stjórnarinnar og verkalýðs- samtakanna. En þar var gert ráð fyrir, að vísitölu yrði hald ið niðri með niðurgreiðslum 'fyrst um sinn, en fjár til þeirra aflað þegar Alþingi kæmi saman. Þar eð kaupgjald er nú tengt vísitölu, er gert ráð fyr- ir 3% kauphækkun. Hækkun söluskattsins gengur inn í vísitöluna, og hefur þess vegna í för með sér launa- hækkanir. Jafnhliða hefur ríkisstjórn- in ákveðið að nota heimild í lögum til að hækka leyfis- gjöld af bifreiðum og bifhjól- um um 25%, en þau eru nú 100%. Enginn viti borinn ís- lendingur þarf að vera í minnsta vafa um orsakir og afleiðingar í sambandi við þessa nauðsynlegu tekjuöflun ríkissjóðs. í júnísamkomulaginu, sem fyrr er nefnt, er hreinlega gert ráð fyrir því, að vísitöl- unni yrði haldið niðri með niðurgreiðslum fyrst um sinn, en fjár til þeirra aflað þegar þingið kæmi saman. Það er þess vegna vísvitandi blekk- ing, þegar kommúnistar og Framsóknarmenn halda því fram, að með þessari tekju- öflun ríkisstjórnarinnar sé samkomulagið við verkalýðs- samtökin frá í sumar svikið. Það var meginkrafa verka- lýðssamtakanna að verðtrygg ing launa yrði tekin upp að . nýju, en af því leiddi að afla varð fjár til þess að halda vísitölunni niðri, ef verðlag átti að haldast óbreytt. Ríkisstjórnin hefur því fyllilega staðið við það sam- komulag, sem gert var. Full- trúar verkalýðssamtakanna vissu nákvæmlega um það sem gerast mundi í kjölfar þess. Ekkert hefur komið þeim á óvart, og engar ástæð- ur eru þess vegna fyrir hendi til þess að hafa uppi brígsl um svik eða skattpíningu. Almenningur í landinu sér áreiðanlega í gegnum hróp- yrði og æsingaskrum stjórnar andstöðunnar í þessu máli. Þjóðin veit, að það er ekki hægt að leggja nýjar útgjalda byrðar á ríkissjóð en neita jafnframt að horfast í augu við þá staðreynd, að afla verð ur tekna til þess að mæta út- gjöldunum. Framsóknarmenn deila nú harðlega á ríkisstjórnina fyr- ir hækkun f járlaganna. Sjálfir flytja þeir svo breytingartil- lögur, við aðra umræðu fjár- laga, sem myndu hækka þau um 220 milljónir króna, ef þær hefðu verið samþykktar. Slík framkoma vekur hvorki traust né virðingu fyrir þeim, er þannig haga sér. Ríkisstjórnin hefur komið fram af fullri ábyrgðartil- finningu í sambandi við af- greiðslu fjárlaga. — Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð- herra, hefur lagt á það meg- ináherzlu, að fjárlög beri að afgreiða greiðsluhallalaus. — Væri og annað ósæmilegt í einhverju mesta góðæri, sem yfir landið hefur komið. Ríkis stjórnin hefur einnig í hví- vetna staðið við júnísam- komulagið við verkalýðssam- tökin. Það þarf hinsvegar engan að undra, þótt Framsóknar- menn reyni enn að gera þetta samkomulag tortryggilegt, og leggi kapp á að efna til nýrra illinda. Leiðtogar Framsókn- arflokksins voru sárreiðir, þegar svo giftusamlega tókst til á síðastliðnu sumri, að samkomulag tókst um vinnu- frið til eins árs. Þóttust Fram- sóknarmenn illa sviknir og hafa síðan reynt að kynda elda hverskonar ósamkomu- lags og upplausnar. FJÁRLÖGIN OG FÓLKIÐ TT'járlögin gefa á hverjum tíma greinilega mynd af stjórnarstefnunni í fram- kvæmd. Fjárlög ársins 1965 liggja að vísu ekki endanlega fyrir, þó annarri umræðu þeirra sé lokið á Alþingi. En höfuðdrættir þeirra eru þó þegar ljósir. Af þeim kemur það í ljós, að aldrei í sögu landsins hefur eins miklu fjármagni verið varið til sköp unar félagslegs öryggis, lýð- hjálpar, og margvíslegrar mannúðarstarfsemi. — Aldrei hefur eins miklu fé verið varið til sjúkrahúsabygginga og heilbrigðismála, aldrei hafa jafn stórfelldar fjárveit- ingar átt sér stað til bygging- ar skóla og menntastofnana. Aldrei hefur verið lagt eins mikið kapp á að styðja hvers- konar rannsóknarstarfsemi og uppbyggingu í þágu atvinnu- vega til lands og sjávar. Af þessu fáu dráttum má sjá, að Viðreisnarstjórnin 10 millj. dollara 9 jíTT'® H tyrir einn tisk „Blár fiskur‘% sem liilinn var útdeuður fyriir 3 00 millj. árum, fékkst við Comoreseyjar RÉTT fyrir s.l. heigi áttu sér stað einhverjar þær aríbær- ustu fiskveiðar, sem sögur fara af. Þá veiddist fiskur einn við Comores-eyjar, sem eru á milli eyjarinnar Madagaskar og Mosambique í Afriku, og er þessi eini fiskur metinn á 14 milljónir Bandarikjadoll- ara eða 430 milljónir ísl. kr. Til að fyrirbyggja allan mis- skilning má bæta því við, að hér var um einstakt happ að ræða, og vafasamt hvort borg aði sig að reka útgerð í sam- bandi við þessa fisktegund, því að í mesta lagi veiðist einn slikur á ári. Hft- er um að ræða hinn mjög sjaldgæfa „bláa fisk“ eða coelacanther. Hann var talinn útdauður fyrir 301) milljón árum, en 1958 veiddist hinn fyrsti, svo vísindamenn hefðu spurnir af, ái Comores-svæðinu. Fiskurinn, sem fékkst 1938, eyðilagðist í hitanum, aður en unnt var að rannsaka hann svo nokkru naemi. St’tir síðustu hieimsstyrjöld hafa nokkrir „bláir fiskar“ veiðst, og það var ekki fyrr en þá að vísindamenn gábu stað- fest að eitthvað aif þessum furðufiski lifði í nágrenni Comores-eyjanna. I Fiskurinn, sem raú veiddist, I var rannsakaður í sjúikra- L ■hiúisi á Oomores-eyjum sl. laug 7 ardag og úrskurðuðu vísinda- 1 menn síðan að hér væri um t raunverulegan „Bláan fisk“ að k ræða. Bandarískur vLsinda- í maður, dr. Malcolm S. Gord- on, hafur þegar gert tillboð í I fiskinn, og nemur það 10, ■ millj. diollurum, að því er L fregnir herma. „Blái fiskurinn“ er tengilið- ur milli hinna eigintegu fisika og Láðs- og lagardýra. Hann er li'ðlega einn metri á tengd fulLvaxinn, og stáLblár að lit. i íbúar Comores-eyjanna urðu hvumsa við eftir styrjöld ina vegna þess geysilega á- huga, sem vísindamenn fengu þá á fiskinum. Höifðu eyja- skeggjar til þess tíma notað roðið af þeim fáu fiskum, sem U öfluðust, til þesis að skerpa l gamla hjóLbarða á reiðhjólum J sínum til þesis að mýkja þá. T Loks má þess geba, að nafni f þess heppna fiskimanns, sem I bláa fiskinn dró í síðustu viku | er haldið leyndu. i heldur áfram hinu mikla uppbyggingarstarfi í landinu. Fjárlögin mótast af víðsýnni og raunsærri framkvæmda- og framfarastefnu. Þeirri stað reynd fagna allir íslendingar, sem vilja landi sínu og þjóð vel, og trúa á framtíð þess, og möguleika fólksins til þess að búa í rúmgóðu og réttlátu menningarþjóðfélagi. MERKUR NORÐ- MAÐUR LÁTINN ’Sfið lát Carls J. Hambro er * merkur Norðmaður horf- inn af sjónarsviðinu. Hann var nær níræður er hann lézt. Nokkur síðustu árin hafði hann dregið sig í hlé úr stjórn málabaráttunni, sem hann hafði árum saman tekið þátt í af miklum þrótti og skör- ungsskap. Carl Hambro tók mikinn þátt í alþjóðamálum af hálfu þjóðar sinnar. Hann lét mikið til sín taka á vettvangi Þjóða- bandalagsins, og var síðar einn af fulltrúum Noregs á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. En lengst mun Hambros verða minnzt vegna viðbragða hans, þegar nazist- ar réðust á Noreg 9. apríl 1940. Hann var þá forseti Stórbines ins. Átti hann ríkan þátt í hinni einörðu afstöðu þings og stjórnar, sem neitaði allri samvinnu við ofbeldisöflin. Hambro flýði iand ásamt konungi og ríkisstjórn Noregs, og hélt baráttunni áfram frá Bretlandi. Vakti fordæmi Norðmanna á þessum þreng- ingarárum aðdáun um allan hinn frjálsa heim. Hambro var ekki aðeins merkur og mikilhæfur stjórn- málamaður, heldur afkasta- mikill fyrirlesari og rithöfund ur. Hann var um árabil rit- stjóri Morgunblaðsins í Ósló og á þingi átti hann sæti ára- tugum saman fyrir Hægri flokkinn. Var hann meðal sér- kennilegstu og stórbrotnustu ræðumanna Stórþingsins, með an hann átti þar sæti. Þeir ísleridingar, sem kynntust þessum stjórnmálaskörungi, geyma minningu hans og senda norsku þjóðinni sam- úðarkveðju við fráfall hans. Jölablað Faia er komið út. Blaðið er 72 síður og flybur margvíslegt efni. Kápu mynd er af fiskaðgerð í Kefla- vík um 1912. f blaðinu er meðai annars Utan við gistihúsið. Jólahug- leiðing eftir sr. Björn Jónsson. Minningar frá Keslavik* Marta Valgerður Jónsdóttir. Framfarir við sjávarútveginm. Ritstjórinn, Hallgrímur Th. Björnsson ræðir við Margeir Jónsson útgerðarmann. Jórunn Jónsdóttir Innri Njarð- áttræð. Afmælisgrein og Ijóð eftir Jón Tómasson og Guðmund Finnbogason. Suður með sjó. Ferðapistlar eftir Gils Guðmundsson rithöf- und, Sefljóð. Lag og ljóð eftir Krist in Reyr. Þegar' m/l» Hugur var talimn af, Gísli Guðmundsson, Frá afmælishófi Iðnaðarmamma félags Keflavíkur. En félagið varð 30 ára 4. nóv. s.l. Mannskaðaveðrið 1925 (Hala- veðrið svokallaða) Þorkell Guð- mundsson segir frá. Barnablaðið „Æskan“ 65 ára, eftir ritstjórann. „Hún amma Jtnín sagði irnér . eftir Pál Jónsson járnsmið. Úr fórum Magnúsar í HöskuM arkoti. Söguþáttur. Synd eða sjúkdómur? Ágúst Guðmundsson prentari þýddi. Aðfangadagurinn hans Karls. Jólasaga fyrir börn eftir Garðar Ó. Schram. Færeyjaför Bridgefélags Kefla víkur og frá starfsemi félagsins. Úr flæðarmálinu. Fréttapistlar úr Keflavík. Pétur Bjarnason frá Hákoti og Magnús hreppst. Bergmann í Fuglavík. Ævisögu þættir úr „Óðni“ frá 1907. Sjö sinnum níu og sjö sinnum átta. Saga fyrir börn. Frá aðalfundi málfundafélags- ins Faxi og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.