Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1964, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. des. 1964 FH missti af sigri y fir Fram á síð. mín. — KR vann á síð. sek. Hundruð miilj. kr. i OL-svæði í Grenoble Glæsilegt afmælismót FH Afmaelismóti FH í handknatt- leik lauk að Hálogalandi í fyrra- kvöld. Mótið hafði nánast sagt verið einvígi milli FH annars vegar og nýbakaðra Beykjavíkur meistara í ýmsum aldursflokkum hins vegar. FH réðst ekki á garð inn þar sem hann var Iægstur. En telja má að boginn hafi verið heldur of háitt spenntur í þetta sinn. Sú var tíðin að FH bar ægishjálm yfir Réykjavíkurliðin í mörgum flokkum, en nú urðu úrslitin þessi: M.fl. karla FH — KR 11-12 M.fl. kvenna FH — Valur 6-10 1. fl. karla FH — KR 7-4 2. fl. — FH — Valur 7-11 3. fl. — FH — Valur 5-19 4. fl. — FH — Haukar 8-2 og lokaatriði keppninnar var leikur milli FH og íslandsmeist- ara Fram og skildu liðin jöfn 21-21. MEISTARAFLOKKUR Leikur Fram og FH var aðal- ieikur móhsins, enida sá eini sem vap fullgildur leikur að tíma til. Œ>arna meettust líka liðin sem barizt hafa um íslandsmeistara- titilinn s.L ár. Það voru enigin vettlingatök sem liðsmenn við- Ihiafðu er á Xeið leikinn. En á sfðustu 2 mín urðu FH menn að saetta sig við að sjá sigurinn renna út úr höndum sér. Tveim min fyrir leiksloik hafði FH tvö mörk yifir 21-19 en með einibeitt- um og hröðum leilk tókst Fram að jafna og átti reyndár jafmtefl- ið vel skilið. FH-liðið gerði þennan leik sannarlega skemmtilegah, eins og þeir hafa lifgað marga leiki á undanförnum árum. FH had'ði yfirleitt forystu í leiknum þó Fram næði henni af og til. FH hafði forystu í hléi 10-9. Forysta FH vax örugigari allan síðari hálfleikinn og það orsalk- aði nokkuð kæruleysi hjó FH-lið inu. Og undir lotkin féllu þeir á slíku gáieysi. Framarar gáfust ekki upp" og tóku mjög góðan emdasprett sem tryggði jafnteflið — og áframlhaldandi óvissu um þad hvort liðanna fer méð ís- landstitilinn frá keppni vetursins en liðsmenn beggja ætla sér að vinna hann. í ieiknum 2x15 mín við Rvík- urmeist. KR niáðu FH menn aldrei tökum á spilinu, einkum var þeim erfið vörn KR rnóti að sækja. En" slkemmtilegur var eá leikur og sigunmarkið skorað úr vítakasti á síðustu mín. Verð- ur gaman að sjá hrvort ungu liði KR veitir eins vel í viðureign við stórveldin tvö FH og Fxam í fulllöngum leik. í meistaratflokki kvenna gekk á ýmsu með foryetu og „dómin- eruðu“ lið FH og Vals leikinn til skiptis. Vaisliðið reyndist svo miklu skotharðara að sigur þess var tryggður með nokkrum yíir burðum. Sérstaka athygli á afmælis- mótinu vakti 2. flokks lið Yals sem lék fráibælega vel og gatf ekki eftir í listinni beztu liðum okkar. í>ar eru sannarlega menn framtíðarinnár að skjóta upp kollinum. Það má kalOast vel gert hjé ífámennu félagi sem FH að geta boðið til sMks méts. Félagið hef- ur verið sigursælla áður en nú, en framfarir hafa orðið meiri í Reykjavík og almennari hjá fé- lögum. En frammistáða FH er til 'SÓma og mættu fjölmennari fé- lög gjarna taka FH sér til fyrir- myndar. Frakkar láta sinn hlut ekki eftir liggja FRANSKA ríkisstjórnin hefur lofað um 175 milljón kr. (ísl) fjár- veitingu til undirbúnings Vetrar- Olympíuleikanna í Grenoble í Frakklandi 1968. Er þetta talið nauðsynlegt til þess að hægt sé að halda leikana á sómasamlegan hátt. Fjárveitingu þessari er skipt á 4 næstu ár. ★ Styrkur til íþróttamanna Auk þessarar fjárveitingar, sem franska stjómin hefur lofað framkvæmdanefnd leik- anna. þá hefur stjórain og gef- ið loforð um mjög aukinn styrk til franska skíða og skautasambandsins. 0,g loks í 3. lagi hefur stjórain lofað miklu fé til byggingar hótela í og við Grenoble. Sá ráðherra Frakka er fer með mál æskulýðs og íþrótta upp- lýsti þetta á blaðamannafundi í gær. Ráðherrann sagði enn- fremur að ekki kæmi til neinna árekstra varðandi veigabréfsárit- anir erl. íþróttamanna í sam- bandi við Vetrarleikana. ic Vegir og hótel Þá lofaði ráðherrann því að öll fjárhagsleg aðstoð yrði veitt yfirvöldunum í Grenoble sem nauðsynleg væri til þess að stað- urinn yrði aðlaðandi heim að sækja fyrir gesti á Olympíuleik- unum. Byggð verður sérstök ,.þjóðbraut“ frá Lyon til Greno- ble og enntfremur er ákveðið að stækka flugvöllinn við Grenöble mjög. Gert er ráð fyrir 3 milljón gesta til Grenoble í sambandi við Olympíuleikana þar veturinn 1968. Frakkar ætla sýnilega ekki að verða eftirbátar annarra þjóða þjóða er séð hafa um Olympíu- leika síðari áratugina. Keppnín um Evrópubikar í körfuknattleik LIBIN sem keppa í fyrstu um- ferð Coúpe d’Europe í körfu- knattleik, eru þessi og leika sam- an þau sem saman standa. Helsingin Kisa-Toverit, Finn- land. Gladsaxe Basketball, Club, Söborg, Danmörk. Í.R., Reykjaví'k. Collegians Club, Belfast, írland. London Central Y.M.C.A. London, England. Association Sportive Villeurbanne Eveil Lyonnais, Villeurbanne, Frakk- land. Alemannia, Aachen, Vestur- Þýzkaland. HONVED, Budapest, Ungverjaland. Association Sportive des F.A.R., Rabat, Marokko. Pallacanestro Ignis-Varese, Ítalíu. BBC Etzella Ettelbruck, Lux- embourg. Antwerps B.C. Anvers, Belgía. Maccabi, Tel-Aviv, ísrael. A.E.K. Athens, Grikkland. Alviks Basketboll Klu'bb, Stokkhólmi, Svíþjóð. The Wol- ves, Amsterdam, Holland. SK Handelsministerium, Wien, Austurríki. SC Chermie Helle, Austur-Þýzkaland. Tyrkland. Lokomotiv, Sofia, Búlgaría. Síðar koma inn í keppnina: Real Madrid, Spáni, OKK, „Beo- grad“, Júgóslavía. T.S. ,Wisla“, Krakow, Pólland. Spartak ZJS, Brao, Tékkóslóvakía. TB.S.K A. Moskva. (íþróttaklúbbur land- hersins) Rússland. ALMENNA BOKAFELAGIÐ íslenzh * þjóðfrœði:: KVÆÐI OG DANSLEIKIR í tveimur stórum bindum, Jón Samsonarson sá um útgáfuna. FORNKVÆÐT, VHCIVATCAR, VIÐLOG, STOKUR, KVIÐLTNGAR, AFMORSICVÆÐI, ÞULUR OG LANGLOKUIt. KVÆÐI OG DANSLETKIR eru tvimælalaust á smu sviði veglegasta safn þeirra kvæða sem orðið hafa til með þjóð vorri á liðnum öldum, og hefur fæst af ' þeim verið tiltækt fyrr en nú. Hér er um ósvikinn mannlegan skáldskap að ræða sprottinn upp , úr önn og ástríðum kynslóðanna. Tt Þetta rit mun örugglega kom velflestum lesendum sínum HT . mjög skemmtilega á óvart. TK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.