Morgunblaðið - 20.12.1964, Page 11

Morgunblaðið - 20.12.1964, Page 11
Sunnudagur 20. des. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 11 verksmiðjur (fish-sticks factor- ies). Var þetta ný verkunarað- ferð, sem hafði í för með sér ger- byltingu í framleiðslumöguleik- um frystihúsanna hér á landi, en jþó sérstaklega eftir að Coldwater hóf eigin framleiðslu á tilreidd- um fiskréttum í verksmiðjunni í Nanticoke, í Maryland árið 1954. Eftirspurn og framleiðsla á til- reiddum fiskréttum hefur síðan aukizt jafnt og þétt og hefur sala þeirra ráðið úrslitum um hinn góða árangur í markaðsöflun á þessum mikla harðagjaldeyris- og eamkeppnismarkaði. Máttur samtakanna An samtakamáttar og útflutn- ingsaðstöðu S.H., sem var fólgin í því, að hafa sem næst einka- útflutningsrétt ásamt sjávarafurð erdeild SÍS, hefði aldrei tekizt að ryðja frystum sjávarafurðum bráut á erlendum mör; / jm í jafn ríkum mæli og raun ber vitni og tryggja íslenzkum fram- leiðendum jafnframt hæsta fáan- legt markaðsverð fyrir hið mikla framleiðslumagn. f þessari erfiðu uppbyggingu var ætíð lögð éherzla á, að selja afurðirnar undir íslenzkum vörumerkjum „ICELANDIC“ og „FRESHER BRAND“ og hefur hundruðum milljóna króna verið varið í þeim tilgangi í starfstíð Sölumið- stöðvarinnar. Vörumerkin hafa hlotið viðurkenningu banda- rískra neytenda og er íslenzkur ■hraðfrystur fiskur þar af leið- andi auðseljanleg vara. Er þetta eérstaklega mikilvægt því að í þessari beinu markaðsuppbygg- ingu íslenzkra framleiðenda til þandarískra neytenda, verða ís- lendingar óháðir hinum fáu en eterku heildsölufiskkaupendum, sem starfa á spákaupmennsku- grundvelli í in'nkaupum sínum á fiski hvaðanæva að. Starfsemi Coldwater og verksmiðjunnar í Nanticoke tryggir framleiðend- um innan S.H. árvissar sölur á miklu fiskmagni í hraðfrystu á- standi og gerir þeim kleift að reka frystihús sín á grunvelli lengri tíma sölu og framleiðslu- áætlana. Slík framkvæmd leiðir til meira öryggis og aukins jafn- vægis í rekstri hraðfrystihúsanna, en það hefur ómetanlega þýðingu fyrir sjávarútveginn og þjóðar- heildina. Þá er það ekki síður mikilvægt, að sölusamtökin af- stýra hinni geigvænlegu undir- boðahættu, sem jafnan fylgir í kjölfar þess, að margir bjóða söfcnu vöruna tiltölulega fáum, en stórum erlendum kaupendum. Hornsteinninn Verði markaðsaðstaða S.H. er- lendis veikt, eða henni teflt í tví- sýnu, sérstaklega í Bandaríkjun- um við það, að samtökin klofna og útflytjendum frystra sjávaraf- urða fjölgar, er mikil vá fyrir dyrum, ekki aðeins fyrir fiskfram leiðendur og útvegsmenn, heldur einnig fyrir sjómenn og aðra, sem byggja afkomu sína á sjávar útvegi. Það er óvarlegt fyrjr smá- þjóð með takmarkað og einhæft vöruframboð, að ætla sér að selja í sundruðu átaki á heimsmörkuð unum á sama tíma, og stórkost- leg samrunaþróun erlendra fyrir- tækja og samsteypa á sér stað í hliðstæðri verzlun. Slík stefna af hálfu íslendinga mun leiða til ófarnaðar og rýra þjóðartekjur þeirra stórkostlega, þegar fram í sækir. Hornsteinn sjálfstæðrar, ís- lenzkrar markaðsuppbyggingar í sölu frystra sjávarafurða, er í dótturfyrirtæki S.H., Coldwater 'Seafood Corporation. Bresti sú uppbygging, hvort sem er vegna samstöðuleysis innan S.H. eða þeirrar stefnu sumra innlendra forráðamanna, sem vilja gefa út- flutningsverzlunina alfrjálsa, brestur mikilvæg forsenda í bar- áttu þjóðarinnar fyrir efnalegu sjálfstæði og við tekur óábyggi- legt kerfi erlendra umboðsmanna á íslandi, sem þjónar fyrst og fremst arðvon erlendra kaup- sýslu- og fjármagnseigenda. í slíku kerfi verða hagsmunir ís- lenzks sjávarútvegs léttir á met- unum. Fyrri reynsla hefur á óyggjandi hátt sannað framan- skráð. Er það sjómönnum og út- vegsmönnum mikið hagsmuna- mál, að sölusamtökin riðlist ekki, enda hafa samtök útvegsmanna, LÍÚ, mangsinnis á aðalfundum sínum samþykkt yfirlýsingar þess efnis, að sala á íslenzkum sjávar- afurðum eigi að vera í höndum samtaka framleiðenda sjálfra i hverri framleiðslugrein, og telja útvegsmenn það mjög varhuga- vert, að í þeim greinum útflutn- ingsins, þar sem slík sölusamtök framleiðendanna eru starfandi, sé einstökum aðilum veitt aðstaða til þess að sitja að beztu mönkuðun- um og vera lausir við að selja á óhagstæðari mörkuðum og taka þátt í kostnaði við að vinna nýja. Markaðskerfi Coldwater Markaðs- og sölukerfi Cold- water er í stórum dráttum sem hér segir: Aðalsöluskrifstofa fyrirtækis- ins er í New York. Út frá henni greinist starfsemin um öll Banda ríkin. Er markaðnum skipt í þrjú sölusvæði: Vestur-mið og austur- svæði. Er sérstakur sölustjóri fyrir hvert svæði, en selt er í gegnum tugi umboðsfyrirtækja víðsvegar um landið. Ýmist er selt til stofnana eða smásölufyrir tækja. Helztu afurðir eru: Til- reiddir fiskréttir frá verksmiðj- unni í Nanticoke, eða flök og blokkir. Neyta Bandaríkjamenn helzt unninna afurða úr þorski, ýsu, ka / og steinbít. Góð eftir- spurn hefur jafnan verið eftir lúðu og humar. f sölum til Banda ríkjanna og framleiðslu verk- smiðjunnar hefur oft verið bryddað upp á ýmsum nýjungum m.a. nýverið hafin framleiðsla á svonefndum „Fish-Burger“. Fyrir nokkrum árum var gerð tilraun með niðurlagningu síldar, en hún mistókst, m.a. vegna þess, hve Bandaríkjamenn eru lítt hneigðir fyrir síldarneyslu. Var um að ræða tilraun til að skapa neyzlu- venju með svipuðum hætti og gert hafði verið með tilreiddu fiskréttina. Átta ár — tíföld söluaukning Þagar litið er á söluþróunina í tilreiddum fiskréttum, sem framleiddir eru í verksmiðjunni í Nanticoke, er hún ævintýrí líkust. Munu fá íslenzk fyrirtæki í einkaeign, séu Loftleiðir undan- skildar, hafa vaxið svo skjótt á jafn skömmum tíma og Cold- water í Bandaríkjunum frá því árið 1956, en sölumagn verk- smiðjunnar á tilreiddum fiskrétt- um hefur verið *em hér segir á tímabilinu 1956—1963. Ár: Magn: Aukning (milljónir lbs.) (1956:100) um 1956 1.800 100 1957 3.400 188 1958 6.500 365 1959 9.400 522 1960 13.000 722 1961 17.200 955 1962 17.800 988 1963 19.000 1055 Ofangreind aukning talar sínu máli um hinn mikla og góða ár- angur í framleiðslu- og sölumál- um á afurðum verksmiðju S.H. í Bandaríkjunum. Auk þess eru seld þar fiskflök í neytendaum- búðum og blokkir til annarra framleiðenda. Upþbygging frysti- iðnaðarins hérlendis á sama tímabili sýnir m.a. ávöxt þess- arar starfsemi, en þar á einnig hmn góði árangur á öðrum mörk- uðum sinn skerf. Hjá Coldwater Seafood Corp- oration starfa nú á skrifstofu, í verksmiðju og við sölustörf yfir 300 manns. Framkvæmdastjóri er Þorsteinn Gíslason, verkfræð- ingur og skrifstofustjóri Geir Maignússon, viðskiptafræðingur. Verksmiðjustjóri 1 Nanticoke er Guðni K. Gunnarsson, efnaverk- fræðingur. Á liðnum árum hafa m.a. verið í forystunni vestra: Jón Gunnarsson, verkfræðingur, sem vann hið mikla brautryðj- anda- og forustustarf, þar til hann lét af störfum í júní 1962, eftir að hafa starfað hjá S.H. í 17 ár, og Þorsteinn Gislason tók við. Gunnlaugur Pétursson, nú- verandi borgarritari, var for- stöðumaður Coldwater í 2 ár. Þá hafa starfað þar Ólafur Guð- mundsson, Pálmi Ingvarsson, Árni Ólafsson, Sigurður Tómas- son o. fl. — Er ei-gi ofmælt, þótt sagt sé, að starfsemi S.H. í Am- eríku hafi verið mörgum efnis- manninum mikill reynsluskóli í sölu og markaðsmálum. BILA LÖKK Grunnur Fyllir Sparsl Þynnir Bón EINKAUMBOÐ Asgeir ólafsson. heildv. Vonarstræti 12. - Simj 11073 Láiið jólabjöllu okkar visa yður veginn til hagkvæmra jólainnkaupa HeimiESstæki fra heimsþekktum verksmlð|um AEG hárþurrkur í handtösku, straujárn, sjálfvh-kar brauðristar. BEURER straujárn, 2 tegundir — hitapúðar, 2 tegundir. DAIMIVIAX kæliskápar, frystikistur. — Hagkvæmt verð. Jlusqvarna PHIUPS vöfflujárn, straujárn, steikarapönnur m/hitastilli. hrærivélar, straujárn, háfjallasólir, kaffikvarnir, brýni. SS ryksugur, bónvélar, hrærivélar, hárþurrkur. hrærivélar, straujárn, steikarapönnur m/hitastilli. MIXMASTER Belax rafmagns nuddtæki með nuddpúðum, Pliilips rafmagns rakvélar, baðvogir, eldhúsvogir, hárþurrkur, 2ja tóna dyra- Jólagjafir bjöllur, ódýr vasaljós fyrÍT drengi, gjafakassar með búsá- höldum fyrir litlu stúlkuna. MECCANO — PLASTICANT uppeldisleikföng. Jólaskraut Jdlatrésseríur frá kr. 180,00, varaperur í 12 og 16 ljósa, borð- skraut, jólasveinar og kirkjur með ljósi o. fl. Útiljósáseríur með 12 misl. ljósum, kr. 280,00. Mvslitar perur, venjul. perur. 33 ára fagþekking tryggir yður úrvals vörur Vinsamlegast litið i gluggana

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.