Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1964, Blaðsíða 17
Þriftjudagur 22. des. 1964 MORGU NBLADIÐ 17 Kórvilla í höfuðstaðnum Sigurður A. Magnússon svaiar foraianni Menntamdlaráðs Leikið á langspil og gítar HEiLG'I Sæmundsson hefur enn fundið hjá sér hvöt til að eyða púðrinu sínu á mig, og er ekki aldeilis spar á iþað. Nú síðast gerir hann skothríð sem tekur yfir hálfa aðra síðu í Alþýðu- blaðinu 16. desember — og má það teljast vel að verið í jóia- önnunum. Grein hans hin síðasta var ekki myndskreytt að haetti skrit'sins í Lesbókinni 6. des- ember, en Alþýðublaðið baetti úr þvt 19. desember með ágaetri imynd eftir Ragnar Lárusson og smákveðju frá honum, sem ég er tæplega búinn að átta mig á ennþá. Grein Helga Sæmunds- Sonar er þvílíkt samsafn af raka- la usum firrum og rangfærslum, að þurfa mundi heila Morgun- blaðsopnu ef ekki meira til að tína fram þær helztu, og skal ég «kki þreyta lesendur á slíkri sparðatínslu nú í jólaösinni, Jteld ttr einungis drepa á nokkur atriði «em ég vil siður að liggi í þagn- •rgildi. Helgi ber talsverða umhyggju fyrir taugum mínum og við- kvæmum tilfinningum, jafnvel tii þeirra muna að hann ræður mér frá að stunda blaðamennsku! Skilst mér að sú vinsamlega á- bending eigi rætur að rekja til ó- beitar hans sjálfs á því að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Ég er sem sé of stórorður fyrir hans næma smekk, og er ekkert við því að segja annað en það. að af tveim kostum kýs ég heídur Iþann að segja það sem ég tel rétt vera með stóryrðum en þjóna lyginni með hótfyndni, undan- brögðum, útúrsnúningum og ísmeygilegri hæversku — en hitt ®kal játað að kostirnir eru vita- skuld fleiri og kannski betri, þó sú spurning komi varla til álita í þessum umræðum. Helgi Sæmundsson furðar sig á gremju minni og telur tilefnið lítilvægt. I>að er matsatriði, en furða hans stafar fyrst og frernst af því að hann tekur skakkan pól í hæðina. Ég hef mér vitan- lega hvergi reynt að skipa hon- tim „í flokk með eða móti ung- um íslenzkum ljóðskáldum", og mig gildir satt að segja einu hvar i flokki hann stendur. Ég fetti fingur út í túlkun hans á mokkrum bókmenntasögulegum atriðum, en fann þó fyrri grein hans það einkum til foráttu að hún væri þokudrunguð: það sem hann staðhæfði um vinsældir og áhrif íslenzkra Ijóðskálda í öðru orðinu tók hann aftur í hinu. Ég fékk ekki skilið tilvísun hans til Fjölnis, sem átti litlu gengi •ð fagna á íslandi forðum daga, og til Jónasar Hallgrímssonar, „sem naut ekki snilldar sinnar í lifanda lífi“, eins og Helgi orðar það, öðru vísi en svo, að íslend- ingar hefðu bæði fyrr og síðar verið seinteknir þegar um var »ð ræða nýjungar í menningu og listum. Enda var niðurstaða Helga sjálfe þessi: „Vönduðustu og fegurstu bókmenntirnar eiga oft erfitt uppdráttar fyrst um •inn, en venjulega koma þær •amt í leitirnar.“ Af því ég veit *ð formanni Menntamálaráðs er það nokkur fróun, get ég tjáð honum í fyllstu einlægni, að Iþessi orð hans tók ég ekki til mín persónulega. Hitt þykir mér bæði sóðalegt og lítilmannlegt að leggja mönn- «m ævinlega til lægstu hvatir, eigingirni, öfund, minnimáttar- kennd, þegar rökrætt er eða deilt urn almenn mál eins og stöðu og horfur islenzkrar Ijóðlistar þessa stundina. Hann segir um okkur Matthías Johannessen, að við höfum verið ósparir á að láta útbreiddasta blað landsins koma •káldskap okkar á framfæri, ög á þá væntanlega við, að meira sé wn okkar ritverk fjallað í Morg- unblaðinu en annarra íslenzkra •kriffinna. Þetta er lúaleg að- dróttun, og ég geri ekki ráð fyrir •ð háttvirtur formaður Mennta- tnálaráðs treystist til að færa •önnur á hana. Ef hann er þeirr- •r skoðunar, að við eigum að Cjalda þess, að við vinnum við þetta tiltekna blað, og alls ekki layfa nein skrif um bækur okk- ar þar, þá má hann fyrir mér halda henni á loft þar sem hon- um sýnist. Um heiðarleik í skrif- um um bækur ætla ég hins vegar ekki að ræða við Helga Sæm- undsson. Það er rangt. með farið, að ég hafi hneykslazt á því, að Helgi skuli leyfa sér að mótmæla þeirri gagnrýni sem síðasta Ijóða bók Jóhannesar úr Kötium saetti.* * Hann nefndi nýbirta dóma í Al- þýðublaðinu og Morgunblaðinu í grein sinni 25. nóv. og hafði þá auðvitað í huga dóma þeirra Jóhanns Hjálmarssonar og Ólafs Jónssonar. (t seinni greininni nefnir hann einungis dóminn í Morgunbl.). Ég áfellist hann ekki fyrir að vera ósamdóma þessum gagnrýnendum, heldur fyrir hitt, að segja dóma þeirra runna af rót minnimáttarkenndar, hroka og öfundar. En nú er mál að víkja að hinu eiginlega tilefni greinar minnar í Lesbókinni S. desember. I>að var alls ekki, eins og Helgi Sæmundsson heldur fram, ágrein ingur um það, hvort ung ljóð- skáld njóti æskilegra vinsælda meðal þjóðarinnar. Tilefnið var það og það eitt, að formaður Menntamálaráðs leyfði sér að birta þá lygi, sem hann hefur enn ekki getað rennt neinum sannleiksstoðum undir, að við Matthías Johannessen höfum full yrt „svo rækilega á sínum tíma, hvað Ijóðin í „Þokum“ yrðu að teljast virðingarverður og per- sónulegur skáldskapur, þó að hrekkjalómarnir væru búnir að játa á sig spottið og spéið, að harðara verður ekki fram gengið í bardaga.“ í>etta eru nokkuð stór orð, og ég fór þess á leit með eins sterkum orðum og ég taldi mig hafa efni á (og hef ekki breytt um skoðun síðan), að Helgi Sæmundsson færði sönn ur á þessu staðhæfingu. í>ví mið- ur fór sem mig hafði raunar grun að, að hann treysti sér ekki til að finna orðum sínum stað í neinu sem við Matthías höfum sagt eða skrifað um títtnefndan „Jón Kára“, og verður þvi sá dómur að standa óhaggaður að formað- ur Menntamálaráðs hafi borið á borð fyrir lesendur sína rætnar og ósvífnar lygar, sennilega í trausti þess að við létum kyrrt liggja. Ég sný ekki aftur með það, að mér blöskrar slík umgengni við sannleikann af hálfu opin- bers og ábyrgs menningarfor- kólfs, og þó kastar fyrst tólf- unum þegar Helgi Sæmundsson reynir af veikum burðum að klóra yfir fyrri ummæli sín með því að fella niður setninguna, sem ég hef tilfært hér að ofan öðru sinni, og kveðst ekki hafa sagt annað en það „að Sigurður og Matthías þurfa ekki að hafa fyrir því að útskýra snilli Jóns Kára framar“. Við þessa setn- ingu hef ég í sjálfu sér ekkert að athuga, því mér vitanlega hef ur hvorugur okkar gert tilraun til að útskýra snilii þessa skugga sveins, né heldur sé ég ástæðu til að amast við útleggingu Helga á henni í seinni greininni. í>að er á almannavitorði, að eitt af Ijóðum „Jóns Kára“ var á sín- um tíma birt í Lesbókinni, og höfum við margoft bæði fyrr og síðar gert okkur seka um að birta yrkingar ungs fólks, sem langar að koma tilraunum sínum í ljóða gerð á framfæri. I>etta má út- leggja sem góðmennsku, ístöðu- leysi, smekkleysi eða dómgreind- arskot, en það er jafnan gert með góðri samvizku einfaldlega til að ■ýta undir viðleitni æskufólks á þessum vettvangi. Ég kysi fremur að verða „fórnardýr“ margra þokuskúma á borð við „Jón Kára“ en eiga þátt í að draga kjark, úr eða kæfa við- leitni eins ósvikins skáldefnis. Ég vit leyfa mér að leggja á það megináherzlu, að birting Ijóðsins margnefnda í Leshókinni er engin mælistika á Ijóðasmekk minn aða þeirra sem Lesbókinni stýra af þeirri einföldu ástæðu, að þar á engin ein stefna eða „skóli“ í Ijóðlist að vera ríkjandi. Ég er jafnvel ekki frá því, að ég hefði tekið til birtingar eitt Ijóðanna, sem Helgi Sæmundsson birti í Ijóðakveri sínu fyrir mörgum árum, ef ég hefði haft til þess aðsböðu þá og hann farið þess á leit, áður en bókin var prentuð. Nei, formanni Menntamálaráðs auðnast ekki að fela sig í þeim moðreyk, sem hann þyrlar upp út af birtingu þessa eina Ijóð- korns, né heldur getur hann vitnað í nein ummæli mín síðar, sem staðfesti þá fullyrðingu hans, að ég hafi talið yrkingar skuggasveinsins „virðingarverð- an og persónulegan skáldskap“. Hins vegar benti ég á það og skal gjarna ítreka, að hrekkja- bragðið mistókst að verulegu leyti, sprengjan sprakk ekki, af því klaufalega var til verka gengið. í stað þess að reka af sér slyðruorðið eða játa hreinlega framhleypni sína er Helgi Sæm- undsson hinn roggnasti og heimtar af mér svör í þremur liðum við spurningum, sem virð- ast skipta hann miklu máli. Hin fyrsta er þess efnis, hvaða þjóð- félög undir sólinni ég meti for- pokaðri en það sem íslendingar búa í, úr því ég telji „að við munum koma til greina sem met- hafar í þessari þokkalegu heims- iþrótt“. Því er þar til að svara, að ég hef gist um lengri eða skemmri tíma milli 30 og 40 ríki og man ekki í svipinn eftir neinu, þar sem forpokun pen- ingahyggjunnar sé á jafnháu stigi og hérlendis, ekki einu sinni í Nórður-Ameríku. Hins vegar mætti segja mér að ákveðnir minnihlutahópar í ríkjum Suður- Ameríku væru á sama stigi og við eða lengra komnir í and- lausri dýrkun velmegunar og þæginda og forpokun stjórnmál- anna. En þetta er vitaskuld smekksatriði eins og annað sem Helgi innir mig eftir. Hins vegar get ég bætt því við, að mér virðast vera ýmsar hræringar í þjóðfélagi okkar, sem benda til þess, að þjóðin sé að rumska og gera sér ljósan þann vanda sem I því er fólginn að halda uppi sjálfstæðu menningarríki. En þær hræringar virðast ekki enn hafa náð inn fyrir veggi Mennta málaráðs, Önnur spurning hans er á þá leið, hverjir séu þeir „riddarar lýðræðisins“ sem hafa „nákvæm- lega sömu viðhorf til lista og frjálsrar hugsunar eins og svarn- ir fjandmenn þeirra í austur- vegi.“ Þessi hópur er eflaust miklu stærri en ég hef hugmynd um, en dæmigerðir fulltrúar hans og ötulir talsmenn eru for- kólfar gulu pressunnar á íslandi með sitt mislita lið kakala og kakalaka. Þriðja spurningin fjallar um „kellingarnar" sem nú virðast komnar á hvers manns varir. Ég hélt satt að segja að bókmennta- maður á borð við Helga Sæm- undsson og auk þess í hans stöðu vissi, hverjar „kellingarnar“ væru, en úr því svo er ekki vil ég benda honum á ritdóm eftir Guðmund G. Hagalín í Morgun- blaðinu 17. desember, þar sem þær eru kirfilega taldar upp og verða jafnvel fleiri en ég hafði ætlað, alls 13 talsins. Hins vegar eru í þeim hópi nokkrar mætar skáldkonur, sem ég tel ekki til „kellinga" í neikvæðri merkingu, en gæti svo aftur bætt ýmsum karlmönnum í hópinn, ef þurfa þætti til að fá fulla bölu. Og vænti ég að Helgi geri sig á- nægðan með þessa úrlausn. Sálgreining Helga Sæmunds- sonar á mér er athyglisverð, meðal annars fyrir þá sök að hún virðist í aðalatriðum koma heim við þær formúlur sem reynzt hafa kellingunum nota- drýgstar við að setja saman per- sónur í metsöluskáldsögur, en framsetningin er bæði kjarnyr-t- arj og fimlegri hjá Heiga, þannig að hann á sér vísan frama á Margrét Jónsdóttir: t vökulok. Valið úr gömlum og nýjum Ijóðum. Leiftur. Reykjavík. 1964. í vökulok heitir hún, þessi snotra en yfirlætislausa bók, sem fiytur þau kvæði Margrétar Jónsdóttur, sem hún hefur sjálf valið til handa íslenzkum lesendum, áður en vökunni lýkur. Hún segir sjálf í Ijóði: Margrét Jónsdóttir „Nú liðið er á daginn, og kalda nóttin kallar, en kvíða skal ei neinu, þótt byrgist sólarátt. Að myrkum dyrum Heljar nú liggja leiðír allar, Það liður fyrr en varir og tekur enda brátt“. Margrét Jónsdóttir hefur unn- að ljóðum allt frá fyrstu bernsku, og ung tók hún að fella hugsanir sínar og tilfinningar í stuðla. Og hálfþrítug var hún tekin að yrkja blæfögur og smekkleg Ijóð. Ég minnist þess, að fyrir meira en fjörutíu og sex árum var það eitt Fimm dæmdir í S-Afríku Jóhannesarborg 19. des. - NTB. FIMM menn voru í gær dæmdir til langrar fangelsisvistar hér, eftir að þeir voru sekir filndnir um skemmdarverkastarfsemi og fyrir að hafa unnið að útbreiðslu kommúnisma. Einn Afríkusvert- ingi hlaut lífstíðarfangelsi, tveir hvítir menn 15 og 20 ára fangelsi og tveir Indverjar 12 og 18 ára fangelsi. Verkfalli lokið í Argentíim Buenos Aires, 19. des. — NTB HINU 48 stunda verkfalli Perón- ista í Argentínu lauk á föstu- dagskvöld, án þess að til alvar- legra átaka kæmi í landinu.— Perónistar fóru í verkfall til þess að krefjast hærri launa — og meira frelsis til handa áhangend um Juan Peróns, fyrrum forseta landsins. þeim vettvangi, ef honum skýldi eiohvern bíma hugkvæmast að verða virkur aðili að íslenzkri forpokun og gióðahyggju • Læt ég svo þessu orðabangi lokið :af mirtni hálfu. Sigurður A. Magnússoau fagurt vorkvöld, að við lásum oll þrjú ljóð okkar á félagsfundi, Margrét, Jóhann heitinn Jónsson og ég. Ég man, að þá stóð Mar- grét glóhærð og bjarteyg oghorfði ekki á áheyrendur, heldur í átt- ina til opins glugga, en inn um hann barst vorilmur og fugla- söngur. Hún las um vor og" drauma og ástir, — vökulok — þau voru víðsfjarri á þeim árum — og það á slíkri stund! Margrét hefur skrifað hug- þekkar barna- og unglingabæk- ur, og þýtt hefur hún nokkrar bækur handa börnum og ungling um, og hún var ritstjóri hins víð- lesna barnablaðs Æskunnar í mörg ár. En hugþekkast mun henni ævinlega hafa verið að yrkja ljóð og hefur gefið út tvær ljóðabækur á undan þessari. Hún hefur ort sér til yndis og ekki brotizt nýjar leiðir á vegum efnis eða forms, en stuðlað að eldfornum íslenzkum hætti hugs- anir sínar, þrár sínar og drauma — oftast af smekkvísi og hagleik um notkun máls og ríms. Hún hefur löngum verið fundvís á það, sem fegra mætti umhverfi og útsýni þröngs oft þreytandi verkahrings, hefur hlakkað til langdegis og vorblíðu í myrkri og kulda vetrarins: „Ég draumgullið mitt geymi, er gleðja í sumar skal langt frá alfaraleiðum í lognkyrrum fjalladal. Þar byggir bláfugl sér hreiður, þar búa álfar í hól. Og þar sprettur blóðrauða blómxð og blikar i aftansól“. Og jafnvel þá er haustar og vetur stendur fyrir dyrum, veit hún sér eyland, þar sem uppfyll- ing þrár og drauma bíður — og um þetta hefur hún ef til vill ort sitt fallegasta og hugþekkasta Ijóð — aðeins tvær vísur, sem hún kallar Haust: „í landi því mig langar til að búa, er liggur fjarst í bláum vestursæ. Og fús eg vil og fegin á það trúa, að finni ég þar lítinn draumabæ, að ég sé hún, sem gengur létt um lundinn í laufi, er hinzti aftangeisli skín, að ég sé sú, er hraðar för á fundinn í faðm þess vinar, sem þar bíður mín. En nú er haust og húm á öllum leiðum og hjarta mitt berst ótt af duldri þrá, og bliknuð laufin falla af flestum meiðum, og fölnuð hníga sumarblómin smá. En aftanroðans ey í bláum sænum, hún er þó meir en vökudrauma- sýn, og um það hvíslað er í svölum blænum, að eitt sinn þangað liggi sporin mín“. .... Hvort heyrir hún enn þetta hvísl . . Hvað um það, bókinni sinni lýkur hún með þessari hóg- væru bæn til þeirrar moldar, sem hún «r vaxin upp úr: „Móðurmold, móðurjörð, gróðurmold m«ð grænan svörð. Mjúkan beð bú þú mér, fósturmold t bimi þér“. OuðmundHr Gúfawea tbgnliR. V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.