Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 9
Sunnudagur 3. janúar 1965 MORGUNBLADIO 9 I i það me'ð yfirburðum, en út- nefning Goldwaters var þó þörf áminning um það, hversu nærri heljarþröm mannkynið rambar og hvílíkur háski vof- ir yfir því meðan friðurinn' í heiminum byggðist á ógnar jafnvægi (terror balance). — Stöðugt fjölgar kjarnorku- veldunum og þar með líkum fyrir því að einhver Goldwat- er hefjist til valda í einhverju þeirra og hleypi af stað tor- tímingarstyrjöld. Það er m.a. vegna tilhugsun arinnar um þessa möguleika, að minnisstæðust frá árinu 1964 verður mér sú dagstund, er ég dvaldist í borginni Hiro- shima, þar sem helsprengjan þurrkaði út kvartmilljón manna á brotabroti úr sek- úndu. Það sem fyrir augu ber í safnbyggingu þeirri, sem varðveitir minjar frá þessum ógnaratburði, er svo óútmálan lega andskoti hryllilegt, að ég get enn orðið andvaka af að hugsa um það. Er ég gekk þar um og sá skuggana á múrun- um, sem menn höfðu staðið upp við er helsprengjan féll, rifjaði ég upp, mér til fróun- ar, hinar fögru Ijóðlinur Þor- steins Valdimarssonar: Friður er mildi stáls og tungu, örgrynni sorganna, móðurhendur rósarinnar á logakumlum borganna, hinn regnborni sumarþeyr, sem strýkur vorri skúr yfir gleymdan skugga konu og manns brenndan í hruninn múr. Jóhann Hannesson, prófessor: MINNISSTÆÐUSTU viðburð irnir, sem ég lifði á því Herr- ans ári, sem nú er liðið í aldanna skaut, voru aldaraf- mæli lýðháskólanna í Noregi, sem hátíðlegt var haldið í Elv erum, og þing framkvæmda- ráðs Lútherska heimssam- bandsins (LWF), sem haldið var hér í Reykjavík á sl. sumri. Kveðjum frá afmælis- hátíðinni hef ég áður skilað með aðstoð blaða, m.a. frá dönskum vini vorum, Jörgen Bukdahl rithöfundi, og Bjarna M. Gíslasyni, sem kynnir land vort með miklum ágæt- um. Það er viðeigandi að minnast þeirra og margra annarra velgerðarmanna lands vors einmitt um þessi áramót. Eftirminnilegasta hugsjón- in, sem til umræðu var á þess- um alþjóðlegu mannamótum, er hjálp til handa fátækum þjóðum. Þessi hjálp er eitt af því, sem gefur von um að vinátta megi treystast milli manna víða um heim. Lýð- háskólamenn eru að sækja fram í þessari grein, og ræddu þeir um tvær hjálparleiðir: Að senda norræna menn til hinna fátæku þjóða til að vinna að uppeldismálum, heilsumálum, húsagerð, rækt- un o.fl. Hin aðferðin var að bjóða mönnum námsdvöl í nþrrænum löndum. Meðal lýðháskólamanna er hér um fremur nýlegt mál að ræða, einnig meðal stjórnmála- manna — og er þett^ gleðilegt tímanna tákn. Hjó LWP er um að ræða stækkun á starfi, sem kristin kirkja hefir unn- ið öldum saman með kristni- boðsstarfinu — en hálfa til heila öld í sumum þeim lönd- um, er nú um ræðir og aðrir vilja nú veita aðstoð. Hér um bera vitni þrjár „klassiskar“ stofnanir, sem oft má finna í þéttu nábýli: Kirkjan, skól- inn og sjúkrahúsið. En margt er einnig annað að finna: Ald- ingarðar, prentsmiðjur, sápu- verksmiðjur, vélsmiðjur, ný- ræktir o.fl. eru víða beinir ávextir af kennslu kristniboð- anna sl. öld í hinum nýju ríkjum Þann lærdóm, sem ég tel að nema mætti af reynslu hinna norrænu þinga, álít ég í því fólginn að vér gerðum sem fyrst róttæka breytingu á kennslu norrænna mála í skól um vorum. Kenna þyrfti æsku lýð vorum að skilja lesmál á dönskum, sænskum og norsk- um bókum, skera niður skrif- legt dönskunám, en kenna norskt talmál, svo að nem- endur yrðu viðmælanlegir á norsku, í stað þess að vera litt viðmælanlegir á dönsku. Norðmenn hafa sýnt máli voru meiri sóma en aðrar þjóðir erlendar, og því skyldi ekki gleymt — en hitt skyldi munað að þeirra talmál skilst bezt hinna norrænu mála þeg ar litið er til heildarinnar. Guð gefi lesendum gleðilegt ár. Páll V. G. Kolka: MERKASTUR af innlendum atburðum liðins árs er að mínu áliti þinghald Lútherska heimssambandsins í Reykja- vik á síðastliðnu sumri. Það var talandi vottur um vax- andi skilning á því megin- atriði, að samvinna — í þess orðs beztu merkingu — er ekki aðeins skylda kristinna manna, heldur og orðin höf- uðnauðsyn hins hrjáða mann- kyns, án tiilits til hörundslit- ar, tungutaks og ólikra erfða. Engir tveir menn eru að öllu eins, líffræðilega séð, en krist- in kirkja hefur alltaf trúað því og haldið því fram, að allir menn séu bræður, og þótt hún hafi stundum sjálf ekki sýnt þá trú í verki, þá hefur hún sett sitt varanlega mót á vestræna menningu. Það er ekki nema eðlilegt, að kristin kirkja gegni forustu- hlutverki í því að eyða alls konar skoðanaríg og byrji á því að brjóta niður þær grjój- girðingar, sem greina að lóð- arskika einstakra flokka inn- an hennar sjálfrar, enda er á þessu vaxandi áhugi innan flestra eða allra kirkjudeilda. Fyrir íslendinga, sem eyða orku sinni í. sífelldar illdeilur um þau gæði, sem landið okk- ar lætur í té, og eru tjóðraðir af kreddufastri og klíkubund- inni flokkapólitík, er það lærdómsríkt að sjá í höfuð- borg sinni safnast saman í bróðurlegu samstarfi fulltrúa úr öllum heimsálfum og af mismunandi litarhætti.. Eitt af því, sem ég dáðist að á þessu þingi, voru hin fá- dæmlega góðu vinnubrögð, undir stjórn forseta heimssam bandsins, dr. Schiotz. Öll mál strandferðaskipinu „Esju“ frá föstudagskvöldi til mánudags- morguns þ. 5.—8. júní. Þátttak endur í þeirri ferð voru 170, eða eins margir og skipið rúmaði. Ferðin var farin til að minn ast aldarafmælis föður míns, síra Jóns Árnasonar, sem þjónaði Otradals- og Bíldu- dalssóknum í, 36 ár. En þar sem liðin eru 27 ár síðan hann lét af prestsskap var mér það mikil ánægja að svo mörg af hans gömlu sóknarbörnum og afkomendum þeirra skyldu vilja heiðra minningu hans með því að fara þessa ferð. Móttökur vinanna á Bíldu- dal gleymast ekki. Annars álít ég það öllum hollt og enda nauSsynlegt að heimsækja æskustöðvar sínar við og við því „rótarslitinn visnar vísir þótt vökvist hlýrri morgun- dögg“. Og hvorki Alpafjöllin né nokkur önnur heimsfræg fjöll, sem ég hef séð, varpa nokkrum fölskva á bláa heið- rikju fjallanna minna í Arn- arfirði. Hún fylgir mér til æviloka. Birgir Kjaran, hagfræffingur: ÞAÐ sem mér finnst eftirtekt- arverðast á alþjóðavettvangi á þessu ári, er hvarf Krúsjeffs, — því að ég held, að hann hafi ekki verið verstur af vondum. Persónulega er mér minn- isstæðust sú þrekraun að halda á dótturdóttir minni árs Biskupinn, herra Sigurhjörn Einarsson: E F É G ætti að taka atburð, sem að mínu áliti er sérstak- lega minnisstæður og mikils- verður fyrir mig persónulega og mína kirkju, þá er það fundur stjórnarnefndar Lút- erska heimssambandsins, sem haldinn var hér í Reykjavík um mánaðamótin ágúst—sept- ember. Sá atburður var ein- stæður viðburður í sögu ís- lenzku kirkjunnar og ég tel einnig, að hann hafi verið mjög þýðingarmikill fyrir hana. Um heimsögulega viðburði er alltaf vandi að dæma. Það verður jafnan að líða einhver tími, áður en tíðindi birtast í fullu Ijósi og áður en fram kemur gildi þeirra í sögunni. Maður getur aðeins sagt, hver þeirra viðburða, sem tíðind- um hafa þótt sæta, hefur haft mest áhrif á mann sjálfan og spurningunni um það á ég auðvelt með að svara. Engin frétt liðins árs hafði þvílík á- hrif á mig sem fregnin um kjarnorkusprengju Kínverja. Auðvitað bjóst maður alltaf við þessu og það þurfti ekki að koma á óvart, en það er annað að standa frammi fyrir staðreyndinni en að vænta at- burðarins. Þessi viðburður er hin alvar legasta áminning, fyrst og fremst til hvítra manna, sem hingað til hafa gengið út frá því sem gefnu, að þeir gætu haft hnöttinn í sínu taumhaldi, og einnig mjög alvarleg á- minning til mannkynsins í heild. Annað hvort verða þjóð irnar að leggja niður vopn eða bálið, surtarloginn brýzt út fyrr eða síðar. Sigurður Þórarinsson, jarfffræffingur: ENN ER of fljótt að skera úr því, hver hafi raunverulega verið merkasti atburður árs- ins 1964. Tíminn mun síðar leiða það í ljós. Ég get aðeins sagt það, að sá atburður, sem mér fannst umhugsunarverð- astur á því ári, var kjör Barry Goldwaters sem forsetaefnis repúblikana. Það fór hrollur um gjörvalla heimsbyggðina við þá fregn að flokkur, sem ræður að hálfu voldugasta riki veraldar, væri reiðubúinn til þess að lyfta í æðsta valdasess manni, sem tjáð hefði sig reiðubúinn til að Ieggja út í kjarnorkustyrjöld, ef svo bæri undir. Sem betur fer sigruðu skynsamari menn í forseta- kosningunum þar vestra, og komu ágætlega undirbúin frá H milliþinganefndum, umræður |i| voru mjög stuttar og lausarli| við allt orðskrúð og tilfinn- Ji ingahjal, ekki aukatekið orð fram yfir þær nauðsynlegustu ! skýringar á mismunandi af- stöðu. Að því leyti var þetta þinghald líka óvenjulegur við burður í höfuðborg íslands. gamalli upp í flugvél í henn- ar fyrstu reisu til Kóngsins Kaupmannahafnar. Ragnheiffur Jónsdóttir, rithöfunaur: FRIÐARHORFUR í heiminum hljóta að liggja öllum hugs- andi mönnum þyngst á hjarta og kýs ég að svara báðum spurningunum í einu lagi. Undirskrift mannréttinda- laganna og sigur frjálslyndari afla við forsetakjör Banda- ríkjanna tel ég hiklaust merk- ustu atburði ársins. Einnig vildi ég nefna friðarverðlauna veitingu til blökkumannsins Framh. á bls. 12 Sigríffur Jónsdóttir Magnússon: SÁ atburður, er gladdi mig mest á síðastliðnu ári var for- setakosningin í Bandaríkjun- um. Það er því miður ekki alltaf, sem ,róleg íhugun og skynsemi ræður úrslitum í gangi heimsmálanna. Annan atburð langar mig að minna á, en það er Nóbels- verðlaunaveitingin til Martin Luther King, og þær móttök- ur, sem hann fékk þegar hann kom heim aftur til Bandaríkj- anna. Sú endurminning, sem mér er persónulega minnisstæðust, og hugljúfust er ferð með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.