Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.1965, Blaðsíða 20
1. tbl. — Sunnudagur 3. janúar 1965 SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS SERVIS Servis MMe LAU6AVEOI Rdleg aramdt r r Aramótafréttir frá fréttariturum J GÆR hafði blaðið sam- band við fréttaritara sína víðsvegar um landið. Yfir- leití fóru hátíðahöld og ára- mótafagnaðir mjög vel fram og slys urðu engin. Færð er víða þung og talsvert er kvartað um útvarpstruflanir. Vcgagerð ríkisins upplýsti blaðið um færð eins og hún var í gær. Nánari fregnir í einstökum atriðum fara hér á eftir. I gær var vel fært um Suður- landsveg um Þrengsli og færð allsæmileg á Suðurlandi yfirleitt. Þá var einnig orðið fært um Hval fjörð að Bröttubrekku, en von er á, að einnig hún verði fær mjög bráðlega. A Snæfellsnesi var færð til muna erfiðari sunnanvert en norðan og var þá verið að ryðja ýmsa vegi þar og vonazt til, að færð færi þar að batna. Á Snæ- fellsnesi norðanverðu var færð Ibetri enda snjóléttara. Norður- landsvegur var fær um Holta- vörðuheiði. Norðanlands var í gær fært að Blönduósi oig sums staðar sæmi- ieg færð um Skagafjörð. f Eyja- firði er mun snjóþyngra og færð verri. Um Öxnadal var færð orð- in afar erfið og þung. Annars staðar á landinu er færð erfið og súms staðar mjög slæm. Borgarnesí, 2. jan. Árinu nýja heilsuðu menn hér O’afs Thors ó þriðjudog Útför Ólafs Thors, fyrrver- andi forsætisráðherra, fer fram á vegum ríkisins næst- komandi þriðjudag, 5. jan- úar 1965, kl. 13.30 frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. Útvarpað verður frá at- höfninni. Frétt frá Forsætisráðuneyt- inu. ] Verkfallið skollið á Á MIÐNÆTTI á gamlárs- kvöld skall á verkfall báta- I sjómanna á Suðvestur- landi. Verkfallið tekur til bátasjómanna í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Grindavík og Akranesi. Alls munu tæplega tvö hundruð hátar stöðvast við verkfallið og hátt á annað þúsund manns leggja nið- ur vinnu. Seinasti sáttafundur hófst kl. 20.30 miðvikudaginn 30. desember. Stóð hann til kl. þrjú um nóttina, án þess að sætlir tækjust. Fundur hefur nú verið boðaður kl. 20.30 þriðjudaginn 5. janúar. .--- - - — - , ánægðir og glaðir eftir gott ár. Mikil brenna var á íþróttavellin- um. Lions-menn fóru blysför um bæinn og skutu flugeldum til himins á miðnætti. Dansað var í samkomuhúsinu frá miðnætti og fram á morgun. Mjólkurbílar komust allir hing að að vestan á gamlársdagsmorg un eftir fremur tafsama ferð. Hér var bannað að selja og dreifa kinverjum eða öðrum sprengjum. Lítið eitt bar þó á því, að unglingar væru með slíkt undir höndum. Gerði lögreglan nokkuð upptækt af slíkum varn ingi. Málið er í rannsókn. — H.J. Ólafsvík, 2. jan. Hér heilsuðu menn nýju ári í ágætis veðri eftir langa og stranga storma. Almenn þátttaka var í áramótafagnaði, sem hald- inn var í félagsheimilinu. Þar dansaði fólk frá miðnætti og fram á morgun. Allt fór hið bezta fram. Heldur rólegt er hér yfir öllu, enda bátar ekki farnir að róa. — H.K. ísafirði, 2. jan. Um áramótin var komið skap- legt veður hér um slóðir eftir hinn versta óveðurskafla, sem komið hafði í mörg ár. Gríðar- mikinn snjó setti niður og skóf víða í mikla skafla. Urðu götur bæjarins margar ófærar og veg- irnir til Súðavíkur og í Hnífs- dal og Bolungarvík lokuðust. í gær og í dag hefir verið hér hið fegursta veður. Hnífsdælingar gangast í kvöld fyrir myndar- legri álfabrennu og álfadansi, sem þeir urðu að fresta á gaml- árskvöld. Flugsamgöngur hafa verið á- kaflega stirðar frá því nokkru fyrir jól og milli jóla og nýárs kom aðeins flugvél á mánudag ■og siðan ekki þar til í dag. Hátíðadagskrá ríkisútvarpsins fór meira og minna fyrir ofan garð og neðan hjá fólki hér um slóðir. Geysimiklar truflanir voru bæði frá Loranstoðinni og er- lendri stöð og hafa vart verið meiri í annan tíma þannig að oft höfðu menn engin not af dag- skránni, sérstaklega þótti mörg- um leitt að missa alveg af skemmtiþætti Svavars Gests á gamlárskvöld. Þykir ýmsum hér um slóðir meira aðkallandi að bæta hlustunarskilyrði Ríkis- útvarpsins en koma upp íslenzky sjónvaivJÍ. — H.T. Hólmavík, 2. jan. Hér er yndislegt veður eftir bylinn mikla. Vegir eru tepptir norður frá Hólmavík, og síma- sambandslaust hefur verið í tvo daga við Reykjavik, en sam- bandið er nú að komast á aftur, og er unnið að viðgerð. Áramótin liðu hér hjá í mestu friðse.md. Áramótadansleikur var haldinn að vanda, og mikið „fýr- verkerí" átti sér stað, flugeldum og blysum skotið hátt á loft. Skátar hafa undanfarin ár efnt til áramótabrennu, en vegna ill- viðris varð að fresta henni. Verð- ur brennan senniiega haldin á þrettándanum. Allmargt fólk fer héðan suður með áætlunarbil nú um helgina, en margir höfðu komið að sunn- an um og fyrir hátíðar. Áætlunar bíll, sem fór héðan suður á gaml- ársdag, komst ekki til Reykja- víkur fyrr en á nýjársdagsmorg- un vegna slæmrar færðar. — A.Ó. Blönduósi, 2. jan. í Austur-Húnavatnssýslu hafa Forustumenn stjórn máiaflokk- anna minnast Ölafs Thors MORGUNBLAÐIÐ birtir hér á eftir ummæli forustumanna stjórnmálaflokkanna, í tilefni af fráfalli Ólafs Thors: ing sinn, sósíalistiska verka- lýðshreyfingu íslands, og beina þar með þróuninni inn á brautir allri þjóðinni til góðs. Fyrir það verður minning hans þjóðinni allri og sögunni kærust. Við höfuðandstæðingar flokks hans, sem bárum gæfu til að starfa með honum á ris- mestu stundum lífs hans, tengdumst þá við hann vináttu böndum sem oft reyndi á í Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði: MÉR kom andlát Ólafs Thors mjög á óvart, þó ég vissi að hann var ekki heill. Við urð- um sessunautar dagana, sem hann sat á Alþingi í haust og gerðum mikið að gamni okk- ar eins og svo oft áður í stríði og friði. Hann hvarf svo allt í einu með gamanyrði á vör- um. Mér þykir vænt um, að síð- ustu minningar mínar um Ólaf Thors eru með þessu móti og finnst það vel viðeig- andi, því erfiður andstæðing- ur gat Ólafur verið, en leið- inlegur var hann aldrei. Að minu mati var Ólafur Thors mikilhæfur stjórnmála- maður og verður hans saknað bæði af samherjum og and- stæðingum. Ég bið blaðið að flytja Ingi- björgu, konu hans, börnum hans og öðrum aðstandendum innilegar samúðarkveðjur. Einar Olgeirsson, formaður Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistafiokksins, sagði: ÓLAFUR THORS hefur sett mark sitt á íslandssöguna sem aðalleiðtogi íslenzkrar borg- arastéttar um aldarþriðjungs skeið, mesta umbreytingar- skeið þjóðarsögunnar. Honum tókst sakir hugrekkis, víðsýni og annara forustu'hæfileika að halda Sjálfstæðisflokknum, flokki íslenzkrar borgarastétt- ar, sem stærsta og voldugasta flokki landsins, en slíkt hefur engum forystumanni borgara- stétta á Norðurlöndum tekizt að gera á þessari öld. En hið mikla við hann sem mann og leiðtoga var að hann var nógu hugumstór til að rísa upp á úrslitastundum þjóðarsögunnar og taka hönd- um saman við höfuðandstæð- sviptibyljum sögunnar, en aldrei slitnuðu. Mun slíkt fá- títt á tímum harðrar baráttu en er í senn mark um mann- kosti hans, og gæfa fámennri þjóð að slíkt skuli vera hægt. Við tjáum hans ágætu konu, sem átti svo ósegjanlega mik- inn þátt í að gera líf hans gæfuríkt, aðstandendum hans og flokki hans innilegustu samúð okkar við fráfall hans. Emil Jónsson, formaður Alþýðuflokksins, sagði: „Ég hef átt ruáið samstarf við Ólaf Thoins á Alþingi oig í ríkisstjóirnum í þrjá tugi ára. Við höifum ýmist verið sam- (herjar um stjórn lanidsins e’ða andstæðingar. En ávallt fljótur hann var að átta sig á flóknum vandamálum, held ur einnig hversu sáttfús hann var og sanngjarn í samskipt- um við þá sem hann starfaði með. Hans mun ávallt ver'ða minnzt sem eins farsælasta stjórnmálaleiðtoga sem þjóð in hefur eignazt á þessari öld. Ég sendi frú Ingibjörgu, konu hans, hugheilar samúðar kveðjur.“ Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, komst svo að orði um Ólaf Thors í áramótaræðu sinni: „Við áttum langt og ég Ieyfi mér að segja óvenju náið sam starf. Ég á honum ósegjan-. lega mikið að þakka fyrir öll okkar kynni. Erfitt er að segja,. hvað mér hafi fundizt mest til um í fari hans. E.t.v. var það bjartsýni hans og sá eiginleiki að ætla öðrum gott, þangað. til hann reyndi annað. Ólafi kom aldrei til hugar að láta hendur fallast, þótt móti blési, hann var allra manna fyrstur að átta sig og úrræðagóður reyndi ég hann að drengskap og miklum mannkostum. Hann myndaði fynstu ríkisstiórnina sem ég átti sæti í, og ég sat í síðustu stjórninni sem hann veitti forystu. Hann var ein- stakur maður að vinna með, og olli því ekki aðeins hversu flestum fremur. Hann var sjálfkjörinn foringi og menn lutu leiðsögn hans með ljúfu igeði. Mörgum fleirum en mér mun finnast verða svipminna og daufara á fslandi eftir að Ólafur Thors er héðan horfinn. Öll sendir þjóðin eiginkonu hans og ættingjum alúðar- kveðjur og biður hinum látna höfðingja blessunar. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endL í æðri stjórnarhendi en það, sem heitt í hug þú barst. Þassi orð Einars Benedikts- sonar um föður sinn tek ég mér nú í munn um minn látna vin Oig út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld.“ litlar sem engar tafir orðið á um- ferð vegna snjókomu. Þó munu bílar hafa orðið að bíða eitthvað á Blönduósi meðan nokkrum sköflum var rutt í burtu. Á gaml árskvöld varð að fella niður ára- mótabrennur vegna veðurs, en veður hefur yfirleitt verið sæmi legt. Bílar munu nú komast allra sinna leiða í Austursýslunni. — Björn Bæ, Höfðaströnd 2. jan. Tiðindalítið hefur verið á Höfðaströnd undanfarna daga. Miklir skaflar voru á vegum, en vegirnir voru opnaðir aðfaranótt laugardags. Fólk mun hafa hald- ið kyrru fyrir um hátiðarnar vegna ófærðar. — Björn Siglufjörður, 2. jan. Hér hafa verið rólegar og at- burðalitlar hátíðar, slysalaust og farið hið bezta fram. Þorláksdaig var kveikt á jóla- tré hér í bænum, sem var gjöf frá vinabæ Siglufjarðar í Dan- mörku, Herning á Jótlandi. Við það tækifæri flutti sóknarprest- urinn, séra Ragnar Kjalar Lárus- son, stutta ræðu, en lúðrasveitin lék og kirkjukórinn söng. Óvenju mikið var um jólaskreytingar á húsum í bænum og kirkjugarð- urinn var upplýstur með ljós- krossum. Áramótaskreytingar voru allmiklar, Ijósblys á brún Hvanneyrarskálar og fjallstind- Framhald á bls. 19 Spilakvöldið fellur niður ÁÐUR auglýst áramótaspila- kvöld Sjálfstæðisfélaganna miffvikudaginn 6. janúar fell- ur niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.