Morgunblaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 2
, \ í| /i 'íl \\ \jj % CL) 'j;t MORCUNBLAÐIÐ íft'.ít 1)1 iit'v'.hiíium'í- v. Sunnudagur 10. janúar 1965 Þjónar komnir í samúðarverkfall ISálelgesfia' fá þé f^mborinn mat SVO SEM frá hefur veriff skýrt slitnaði upp úr samningaumleit unum i deilu hljóðfæraleikara og Sambands veitinga- og gistihús eigenda, og hófu þjónar í veit- ingahúsum samúðarverkfall í fyrrinótt. í gær voru því allar vínstúkur og þau veitingahús, þar sem þjónar ganga um beina lokuð. >ó fá hótelgestir á Hótel Borg og Hótel Sögu aila nauðsynlega þjónustu. Fá nemarnir að ganga um beina fyyrir þá. En veitinga stofur, þar sem stúlkur afgreiða eru opnar. Ekki var boðaður fundur í deilu hljóðfæraleikaranna í gær. En stjórn félags framreiðslu- manna hittist á fundi svo og aðr ir framreiðsiumenn til að spjalla um málið. Gangur samninganna f ramkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúseigenda hef ur veitt eftirfarandi upplýsing- ar um gang samninganna: Að- faranótt 31. desember sl. sam- þykktu samninganefndir Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig enda (SVG) og Félag íslenzkra hljómlistarmanna (FÍH) á fundi með sáttasemjara nýjan kjara- samning með fyrirvara, sem gilda skyldi til 5. júní nk. Al- mennur fundur í FÍH felldi þenn an samning eftir hádegi á gaml ársdag og skall því verkfall á 1. jan. sl. Samkvæmt samningnum, sem felldur var, hækkaðF kaupið um 10%, en auk þessa hafði verið samið um aukna tímakaupstrygg ingu, sem jafngilti verulegum kauphækkunum hjá mörgum hljóðfæraleikurum. Á fundi með sáttasemjara á nýársdag settu hljóðfæraleikarar fram kaup- hækkunarkröfur um aðra 10% hækkun. Á fundi með sáttasemjara í fyrrakvöld hvikuðu hljóðfæra- leikarar ekki írá þessari kröfu sinni, en samninganefnd SVG hafði boðizt til að hækka um Haföm með 4.7 tonn Akranesi 8. janúar. HAFÖRN fiskaði í róðrinum í gær 4,7 tonn á línuna. Meirihluti mflans var ýsa,. hitt þorskur og langa. ■— Oddur. | rúm 6% það kaup, sem samið hafði verið um 31. des. og yrði kaupið þá með öllu kr. 142.56 pr. klst. á hljóðfæraleikara. Hljóðfæraleikurum hefur ver- ið boðið upp á kjaradóm, en einn- ig hefur þeim verið boðið að aug lýsa taxta sína, en það vilja hljóð færaleikarar heldur ekki. ★ Mbl. hafði einnig samband við Svavar Gests, formann FÍH, en hann óskaði ekki að taka neitt frekara fram á þessu stigi. Loks skal það tekið fram, að í blaðinu i gær var missögn, þar sem sagt var að boðin hefði verið 6% hækkun á nýársdag. I>ar átti að standa gamlársdag. Árið 1964 meðal hlýjustu ára aldarinnar Fyrstu 3 mán. næsthflýjastir og hvassviðri fátíð SAMKVÆMT hitamælingum í Reykjavík, á Akureyri og Hólum í Hornafirði hefur árið orðið 0.6°—0.7° hlýrra en meðallag áranna 1931—60. Árshitinn varð að þessu sinni 5.7° í Reykjavík, 4.5° á Akureyri og 5.4° á Hólum. Benda þessar niðurstöður til þess að árið megi telja meðal 6—7 hlýjustu ára aldarinnar, segir í skýrslu frá Veðurstofunni um árið 1964. Ársúrkoman í Reykjavík varð 786 mm, og sólskinsstundir 1305, en hvoru tveggja er nálægt meðallagi. Stormar voru óvenju fátíðir, stormdagar töldust 3, en eru 12 í meðalárferði. Fyrstu þrjá mánuði ársins voru einmuna hlýindi um land allt, og hefur aðeins einu sinni áður á öldinni verið jafn hlýtt þessa mánuði, en það var veturinn 1929. Meðalhiti þeirra varð nú 4.3° í Reykjavík og 2.0° á Akur- eyri. Úrkoma var lítil norðan lands, en sunnan lands var hún meiri en í meðalárferði. Hvassviðri voru fátíð. Storm gerði aðeins einu sinni í Reykja- vík, en átta daga aðra náði veður- hæð 8 vindstigum. í Reykjavík var snjólaust með öllu, nema dagana frá 30. janúar til 6. febr- úar, og tvo daga í marz var dálítill snjór á jörðu. Ekki var teljandi frost nema um mánaða- mótin jan.-febrúar. Kaldast varð 5 febrúar, 12.5’ frost. Hret gerði eftir miðjan april- mánuð, og varð jörð alsnjóa nokkra daga víðast hvar á land inu, en annars var vorið áfalla iaust að kalla, og reyndist hitinn yfir meðallagi bæði í apríl og maí. Á Akureyri var venju fremur úrkomusamt, en í Reykja- vík og Hólum i Hornafirði með þurrara móti. Sumarmánuðirnir undir meðallagi >að er venja á Veðurstofunni að telja mánuðina júní-septem ber sumarmánuði. >ó fjóra mán- uði varð hitinn í Reykjavík 0.9° Vii atvinnuleysi liggur út af verkfalli bátasjómanna MORGUNBLAÐIÐ sneri sér i gær til Axels Guðmundssonar hjá Ráðningarstofu Reykjavikur- borgar og Eðvarðs Sigurðssonar formanns Dagsbrúnar og spurðist fyrir um atvinnuástandið í borg- inni. Af ummælum þeirra er Ijóst, að nú jaðrar við atvinnu- leysi í Reykjavík í fyrsta sinn um langt árabil, og er verkfall bátasjómanna aðalorsökin. Axel Guðmundsson sagði, að enn sem komið er hefði aðeins ein kona látið skrá sig atvinnu- lausa. Ljóst væri þó, að atvinna væri með minnsta móti um þess- ar mundir. Margt kvenfólk, sem hefur stundað vinnu í fiskvinnslu rúsum borgaiinnar, hefði leitað fyrir sér um atvinnu annars staðar, og virtist yfirvofandi nokkurt atvinnuleysi kvenfólks á næstunni, ef verkfalli bátasjó- manna heldur áfram. Hins vegar sagði Axel, að Reykjavíkurborg vantaði ennþá nokkra verkamenn í vinnu, og væri því vart hægt að segja að atvinnuleysi væri farið að gera vart við sig meðal þeirra. Margir karlmenn hefðu þó snúið sér til Ráðningarstofunnar undanfarna daga og spurzt fyrir um atvinnu, en þeirra á meðal væru senni- lega nokkrir bátasjómenn. Eðvarð Sigurðsson sagði, að nærri atvínnuleysi stappaði í Reykjavík um þessar mundir. Væri ástandið einkum alvarlegt í frystihúsunum og +iefði reyndar verið um óvenju litla vinnu að ræða þar í allt haust. Nú fyrir skömmu hefði það gerzt, að frystihúsin hefðu sagt upp flest- um verkamönnum i sinni þjón- ustu og væri slíkt mjög alvar- legt nú í gyrjun vertíðar. Óvist væri með öllu hvernig þessum mönnum gengi að verða sér úti 'um atvinnu annars staðar og ekki útséð um hvort fiskvinnsluhúsin gætu fengið þá í vinnu aftur að verkfalli bátasjómanna loknu. Víða í húsunum hefði nær ein- göngu verið unnin dagvinna í allt haust, þar sem hráefnið hef- ur vantað og þættu verkamönn- um eftirtekjurnar að vonum litl- ar. Þá sagði Eðvarð, að við höfn- ina væri nú starfandi margt þeirra úr öðrum starfsgreinum. undir meðallagi áranna 1931-60, otg á Akureyri var 1.2° kaldara en í meðalárferði. Framan af sumri í júní og júlí voru þó sæmileg hlýindi, en þeim fylgdi meiri úrkoma og minni sól en í meðalári í Reykjavík. Á Akur- eyri varð hins vegar júní mjög þurr, þar rigndi aðeins 6 mm allan mánuðinn. í júlí gerði þar mjög góðan hlýindakafla og komst hitinn upp í 24.8°. Ágúst varð kaldur, einkum norðan lands. Meðalhitinn á Akureyri varð 8.2°, sem er 2.1° kaldara en meðallag áranna 1931-60. Eftir miðjan mánuð var þrálát norðanátt með snjó og slyddu til fjalla annað veifið. September var einnig mun kaldari en í meðalárferði en óvenju þurr, og er í flokki með 6 þurrustu sepembermánuðum 1931—60 í Reykjavík, Akureyri og Hólum í Hornafirði. Mánuðurinn varð 1.7° undir meðallagi í Reykjavík og 2.9° undir þvi á Akureyri. Fyrsta frostnótt í Reykjavík var 19. september miðað við mælingu í 2 m hæð. Niður við grasrótina í G Æ R var fagurt veður í Reykjavík, svalt í lofti og snjóföl yfir öllu. Þessa mynd tók ljósmyndari blaðsins ÓI. K. Mag., yfir bæinn af Oskjuhlíðinni. mældist hins vegar frost í öllutn mánuðum ársins. Haustmánuðir hlýir en desember kaldur í Reykjavík urðu haustmán- uðirnir október og nóvember báðir 0.5° yfir meðallagi, en á Akureyri fór hitinn lítið eitt nið- ur fyrir meðallag í nóvember. Úrkoma var nálægt meðallagú Leit oð Vest- mannaeyingmira drangurslaus MIKIL LEIT hefur verið gerð I höfninni í Vestmannaeyjum að manni, sem saknað hefur verið síðan á þriðjudagskvöld, en hann er sjómaður og sást síðast víð höfnina. Var slætt þar á fimmtu- dag og kafað á föstudag og laug ardag án árangurs. Hér er um að ræða liðlega fer- tugan Vestmanneying, Stefán Pálsson, kvæntan mann og 7 barna föður. Þrettándu sýningunni í Asgrímssafni að Ijúka SÝNINGUNNI í Ásgrímssafni, sem opnuð var 25. október fer senn að ljúka, en hún er sú 13. í röðinni siðan safnið var opnað haustið 1960. Sýningin er aðeins opin til sunnudagsins 17. þ. m., en þá verður Ásgrímssafni lokað um tíma vegna lagfæringa. Þessi sýning sem nú stendur yfir er sérstæð að því leyti, að í vinnustofu Ásgríms Jónssonar eru nær eingöngu sýndar olíu- myndir sem listamaðurinn mál- aði úr Húsafellsskógi á árunutn 1940—55, en sá staður var hon- um mjög kær. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1:30—4. í GÆRMORGUN var komin á Galtarvita, en 3 st. hiti var N-átt um allt land og snjóaði á Akureyri. Lægðin út af talsvert á annesjum fyrir Grænlandi dýpkaði ört, en var norðan og á Vestfjörðum. — ekki líkleg til að valda hér Frost var þó vægt, mest 5 st. veðurbreytingu. t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.