Morgunblaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.01.1965, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Sunnudagur 10. januar 1965 SVARTAR RAFPERLUR •••••••••••• EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY Tveir ungir drengir komu til að hjálpa þeim við bryggjuna þar sem þau lentu. Hérna megin var erfiðara að komast úr bátn um upp á brattan bakkann, en Miles hjálpaði henni með styrkri hendi. Þau stóðu á brúninni á bílvegi. Handan við veginn var svæði með litlum borðum og stólum, sem náði upp eftir brekkunni, undir stórum trjám. Enda þótt sólskin væri og hlýtt, var fá- mennt þarna við borðin. — Það er nógu hlýtt til að drekka te úti, sagð Miles. — Við skulum komá þangað sem lengst er frá veginum. Þjónn kom til þeirra og Miles pantaði á tyrknesku. Við borð skammt frá þeim sat maður og reykti tyrkneska pípu. Tracy horfði á hann sjúga reykinn gegn um bólandi vatn og langa slöngu. — Þetta er eins og ormurinn hennar Lísu, sagði hún. — Þetta var strax skárra. Þér eruð að koma til, sagði Miles. ;— Þér eruð að komast í betra skap. Aí hverju hafið þér svona mikl- ar áhyggjur? Hverju skiptir það þó Sylvana skammist Þér eruð ekki flækt í neitt nema verkið, sem þér eruð að vinna fyrir mig. Og það gildir ekki líf eða dauða. Ég skal skrifa hr. Hornwright vel um yður, ef það er það, sem þér hafið áhyggjur af. Jafnvel þótt Sylvana vilji yður á bak og burt, skiptir það ekki svo sér lega miklu máli. Hún ætti að segja honum sann leikann. En nú gat hún samt ekki annað en látið sér líða vel í sól- inni, horft á bólurnar í vatns- pípunni, sem höfðu dáleiðandi áhrif á hana. Hún kunni líka vel við röddina í Miles og vildi ekki að hann þagnaði. Á sumrin og þó einkum um helgar væri þetta kaffihús venju lega fullt, en nú voru þau á und an tímanum og höfðu það því næstum fyrir sig ein. 21 Áður en löng stund var liðin kom þjónninn með tevél, sem hann setti á borðið, ásamt diski með smábrauðum. Tracy bland- aði í tekönnuna og setti hana síðan upp á grindina til að jafna sig, alveg eins og hún hafði séð frú Erim gera. Svo braut hún mola af brauðinu og hélt honum á lofti. — Þetta er afmæliskakan mín, sagði hún. — í dag er ég tuttugu og þriggja ára. — Til hamingju, sagði Miles og hneigði höfuðið alvarlegur á svip inn. — Það var gott, að við skyld um fara út og gera okkur daga mun. Einhverja aðferð hlyti hún að geta fundið til að fá hann til að skilja þetta, hugsaði hún. Svo hóf hú,n máls, rétt eins og hún væri að tala við sjálfa sig. — Það skeði dálítið á af- mælinu mínu þegar ég var tólf ára sagði hún. Ég hef aldrei get að gleymt því vegna þess, að þetta var sorgardagur. — Segið mér frá því, sagði Miles, og það var einhver hlýja í röddinni, sem hún hafði ekki orðið vör fyrr. Hún hikaði og leitaði að réttu orðunum. Ef hún segði vel frá, gat þetta verið rétta aðferðin til að segja honum, að hún væri systir Annabel. — Foreldrar mín ir leyfðu mér sjaldan að hafa boð, hóf hún mál sitt. — Pabbi var læknir, skrifaði auk þess mikið. Það voru víst greinar um læknisfræðileg efni. Hann var alvarlegur og önnum kafinn og var ekkert hrifinn af hávaðan- um í krökkum. En í þetta sinn bað eldri systri mín fyrir mér, svo að þetta varð sérstakur dag ur. Það átti að verða minn dag- ur, þegar allir kómu að heim- sækja mig og færa mér gjafir. Þetta hefur sjálfsagt stigið mér dálítið til höfuðs. Ég fékk nýj- an kjól. Ég var miðdepill sam kvæmisins og var alveg frá mér af hégómaskap og æsingi. — En þá kom sautján ára gamla systir mín heim úr dans- tíma — og þá breyttist allt. Það var ekki henni að kenna; hún gerði það ekki viljandi. Hún var bara eins og hún átti að sér. En frá þeirri stundu sem hún kom inn, snerist allt samkvæmið um hana. Hún gat töfrað fólk á öll um aldri og hafði ánægju af því. Hún hafði ánægju af að vera elskuð og af að skemmta og þókn ast öðrum. Og eftir skamma stund höfðu allir gleymt mér þar sem hún var inni. Miles hlustaði með meiri eftir tekt en hún hafði búizt við. — Svo að þér voru alveg sett til hliðar? sagði hann. Tracy kinkaði kolli. — Ja, ég var afskaplega afbrýðissöm. Ég elskaði systur mína og dáðist að henni. En ég gat ekki orðið eins og hún og stundum var ég bæði gul og græn af öfund. Og þegar öfundin var komin á hámark þennan dag, læddist ég út úr sam kvæminu og inn í vinnustofuna hans pabba. Ég vissi, að enginn mundi sakna mín og það gerði illt verra. Meðan hún var að segja hon- um framhaldið af sögunni, fannst henni rétt eins og hún væri að lifa þetta upp aftur. Faðir hennar hafði verið að vinna við skrifborðið sitt, þeg- ar hún kom inn til hans. Hún hringaði sig upp í hægindastól og grét í hljóði, og sökkti sér niður í sjálfsmeðaumkun. Gegn um vegginn mátti heyra óminn frá samkvæminu. Tracy hafði ekki gert sér fulla grein fyrir því, hversvegna hún hafði leitað inn til föður síns, en ástæðan var fyrir hendi, eins og hún skildi seinna. Pabbi var stjúpi Annabel og hann var sá eini, sem lét aldrei hrærast af töfrum hennar og gælum. Kannski var hann svolítið af brýðissamur sjálfur. Móðir þeirra tilbað Annabel og bar hana saman við yngri dótturina, að minnsta kosti tíu sinnum á dag, og alltaf Tracy í óhag. En með því að koma nú inn til pabba síns, hafði hún sloppið út úr þessum töfrahring og þangað sem töfrar Annabel voru gjör- samlega áhrifalausir. Loksins hafði pabbi hennar orð ið þreyttur á þessu snökkti. Hann fleygði frá sér blöðunum sínum_ og sneri sér við. — Út með það- sagði hanra — Hversvegna ertu ekki inni í sam kvæminu þínu? Hún glopraði tafarlaust sann- leikanum út úr sér: — Annabel er þar. Þetta er allt farið út um þúfur. Það er orðið hennar sam- kvæmi. Það kærir sig enginn um mig lengur. — Mig furðar ekki á því, ef þú lætur svona — hlaupa burt eins og einhver krakkalydda. Komdu og ég skal losa þig við hana syst ir þína. Þá geturðu aftur orðið samkvæmisdrottningin! Og ég get haft eitthvert næði hérna inni. Þegar hann stóð upp frá borð- inu, hrökklaðist Tracy ofan af stólnum, dauðhrædd. Einhverra hluta vegna var þetta það, sem hún vildi allra sízt. Hún hafði mætavel vitað, að pabbi hennar mundi ekki klappa henni á kitjn ina eða faðma hana að sér, eða segja henni, að sér þætti vænna um hana. En hún vænti þess, að hann sýndi það á einhvern ann an hátt, að hann væri ekki neitt hrifinn af Annabel. Enda þótt tilgangur hans væri sá að koma Tracy aftur í sæti það, sem henni bar, mundi hann algjörlega splundra samkvæm- inu. Það yrði hvorki Annabel samkvæmi né heldur hennar sjálfrar, þegar hann væri búinn að tala yfir hausamótunum á Annabel. Hún flýtti sér því að segja honum, að þetta væri allt í lagi, að hún væri búin að jafna sig og væri alveg sama um þetta allt héðan af. Hann fylgdi því ekki málinu eftir, enda þótt hon um fyndist þessi skapbreyting hennar einn votturinn enn um veiklyndi hennar. Hún fór aftur inn í samkvæm ið og þar var Annabel að syngja fyrir hóp aðdáenda. Hún hleypti í sig stolti og bar höfuðið hátt. Hún horfði á syst ur sína með þessari ást, sem hún hafði jafnan borið til hennar, hversu mjög sem hún var bland in afbrýðissemi og öfund. Það var að minnsta kosti henni til hróss, að hún lét ekki á neinu bera og grét ekki framar. Það ólgaði ofurlítið í vatm,- pípunni við næsta borð og ilm- andi reykur barst að vitum hinn ar fullorðnu Tracy, þar sem hún sat hjá manninum, sem hafði ver ið eiginmaður Annabel. Miles lyfti teglasinu sínu. — Skál fyrir Tracy tólf ára! sagði hann. Ung kona, heiðarleg og hugrökk. Þér hafið snemma lært að reyna leiðinlegan sannleika og taka honum eins og maður. Hún saup á teinu. — Nei, það gerði ég ekki. Það er nú gallinn! Það er endir á þessari sögu. Ef hún væri ekki lengri en þetta, hefði ég aldrei getað munað hvert smáatriði eftir öll þessi ár. — Þá getið þér eins vel sagt mér sögulokin, sagði hann. Það var einkennilegt, að hann skyldi reynast svona þolinmóð- ur hlustandi. Hann hvorki gerði lítið úr henni né rengdi hana, og hún fann sig fá aukið traust á honum. Það sem síðar hafði gerzt, K fði skilið eftir sár, sem hafði verið lengi að gróa. Tracy hin unga hafði ekki sofið vel þá nótt. Hún hafði vaknað við hreyfingu á Annabel í næsta herbergi. Hún heyrði hana ganga út að glugganum, heyrði einhvern tor kennilegan fugl kvaka niðri á brautinni fyrir neðan. Þetta var ekki í fyrsta sinn, sem slíkt skeði og hún vissi alveg, hvað Annabel hafði í hyggju. Hún varð alltaf hrædd við það og skelfingu lost in. Ef hún hlypi með þetta í for- eldra sína, kæmist Annabel í hræðileg vandræði. Og ef hún léti það ógert kæmist Annabel í engu minni vandræði. Hún heyrði Annabel læðast út úr herberginu og niður stig- ann, heyrði ofurlítið ískur í eld húshurðinni en síðan varð þögn, Tracy sagði við sjálfa sig alvar lega, að það, sem systir hennar ha'fði fyrir stafni væri rangt, og að hún yrði að segja foreldrum þeirra frá því. Hún fór fram úr og inn í herbergið þeirra. Hún vakti þau og sagði þeim, hvað gerzt hafði. Hún mundi eft ir, að pabbi hennar klæddi sig bölvandi, en mamma hennar fór að gráta. Og pabbi hafði gengið fram og aftur um allar götur en árangurslaust Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Freyjugata Lynghagi Barónsstígur Grettisgata frá 2-35 IVIeðalholt Barðavogur Sími 22-4-80 KALLI KUREKI Teiknari: J. MORA WELL.OME PIECE^SUT I BETTeE FINP , Of LUCIC-TH’SHOT SHAPE BEfOgETH , PtPN’T HIT SONEf j SLW HAS ME WALKIN*j „Jæja, það var þó alltaf heppni að kúlan fór ekki inn að beini. En ég verð að komast einhversstaðar í skugga, að öðrum kosti kemur sólin mér til að ganga einlóma hringi.“ Tuttugu kílómetrum lengra, í Pinnaclefjöllum. „Rauðkollur gerði ekki neinn raunverulegan uppdrátt með nákvæmum kennimerkjum. Hérna segir hann aðeins „nálægt undirstöðu stóra klettsins“. „Og við vitum ekki að hvers kon- ar málmi við erum að Leita. Ert þú sérfræðingur í guilmálmi.“ „Nei það er ekki og við höfum ekki neina skóflu, til að vinna verkið al- mennilegt, en gullið er hérna og við munum finna það, jafnvel þótt svo fari að við þurfum að lifa á skordýx- um og kanínum heilan mánuð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.