Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. janúar 1965 MORGUNBLAÐID 5 SUNNUDAGASKÓLAR Sunnudagaskólar og barnaguðsþjónustur eru nú all.sta£ar að hefjast aftur eftir áiramótin, eins og sjá má á tilkynningum hér í dagbókinni á laugar dögum. Á sunnudagsmorgnum má sjá f jölda barna hópast að samikomustöðunum til að hevra lesið guðsorð og útleggingu þess, syngja fallega sálma og fleira. Foreldrar ættu að hvetja börn sin til að sækja sunnudagaskólana. Bömin búa lengi að þvi veganesti, sem þau fá i sunnudagaskólanum. Æsk an i dag er þjóðin á morgun, og þvi skal vel vanda til þess veganestis. Myndin hér að ofan er tekin í Sunnudagaskóla K.F.U.M. og K. i Reykja- vík, en þar er á morgun sýnd litkvikmynd frá Afriku meðai annars. Mjög góða og við hæfi barna. Sunnudagaskóiinn hefst kl. 10:30. FRÉTTIR K.F.U.M. og K, í Haifnarfirði, Al- menn samkoma sunnudagskvöki kl. 8:30. Baldvin Steindórsson talar. Æskulýðsfélag Biistaðasóknar. Fund %ir í Rétta rholtsskóla ménud ag®kvöld kl. 8:30. Stjórnin. Breiðfirðingafélagið heldur félags- Tist og dans í Breiðf’rðingabúð mið- vikudaginn 20. jan. kl. 8:30. Ailir vel- konenii Stjómin Kvenfélag Neskirkju heldur spila- - kvöld þriðjudaginn 19. janúar kl. 8 í Félagsheimilinu. Félagskonur fjöl- ■nennið og takið með ykkur gesti. Btjórnin. Bræðrafélag Dómkirkjunnar heldur ■kemmti- og útbreiðslu-fund í Tjarnar búð upp (OddfélLowhúsinu) sunnu- daginn 17. jan-úar kl. 8.30 Séra Gísli Brynjólfsson flytur erindi. Mynda- •ýning, kórsöngur og fleira. Stjórnin. Kvenfélag Ásprestakall held- ur spilakvöld fyrir félagskonur og gesti þeirra þriðjudaginn 19. janúar kl. 8.30 í safnaðarheimil- inu Sólheimum 13. Spiluð verð- ur félagsvist og verðlaun veitt. Kaffidrykkja. Konur fjölmenn- ið og bjóðið eiginmönnunum með ykkur. Stjórnim STÚDENTAR! Aðalfundur Stúdentakórsins verður haldinn í Háskólanum mánudaginn 18. jan. n«k. og hefst kl. Zl. Skorað er á félaga að mæta vel og stundvíslega. Þorrablót Austfirðingafélags Suður- nesja, verður haldið í Ungmennafé- lagshúsi Keflavíkur laugardaginn 16. jan. Margt til skemmtunar. Stjórnin. Séra Frank M. Halldórsson biður þess getið, að símanúmer hans í Neskirkju er 1-11-44 við- talstimi kl. 5 til 6 virka daga aðra en laugrardaga. Heimasími 2-28-58. Vinsamlegast skrifið númerin hjá yður þau eru ekki í simaskránni. Hœgra hornið Það er ekki fyrr en seint á ævinni að við förum að viður- kenna a'ð við vitum ekki það, sem við ekki vitum, höfum ekki lesið þær bækur, sem við ekki höfum lesið. Það er þó huggun að við höfum löksins lært að vera heiðarleg. Smóvarningur Stórt pálmatré getur í 70—80 ár borið 150 stórar kókoshnetur áriega. Rætur slíks trés geta orð- ið allt að 7000 talsins. Stærstu appelsínutré geta bor- ið allt að 20 þúsund ávexti. ; >f Gengið >f Reykjavík 29. des. 1964 Kaup Sala 1 Enskt pund ........... 119,85 120,15 1 Bc.íUcí. iK.ttoioilar 42 9d 43.i>ö 1 Kanadadollar .......... 39,91 40,02 100 Austurr.... sch. 166.46 166,83 100 Danskar krónur ..... 620,20 621,80 100 Norskar krónur ........— 600.53 602.07 100 Sænskar kr.......... 835,70 837,85 100 Finnsk mörk .... 1.338,64 1.342,06 100 F r franki _______ 874.08 876.32 200 Svissn frankar ..... 992.95 995.50 1000 ítalsk. li-'ir __ 68,80 68.98 100 Gyllini ..... 1.193,68 1.196,74 100 V-þýzk mork 1.080,86 .083 62 100 Bmlg. frankar ....... 86,34 86,56 Bifreiðaeigendur Réttingar, tolettun og alsprautun. Bifreiðaverkstæðið Dugguvógi 7 — Símar 10154 og 30900. Opnum í dag Radioviðgerðarstofu og verzlun að Vesturgötu 27 Undir NAFNINU Radióþjónustan Tökum að okkur viðgerðir á öllum Radio- tækjum. — Leggjum sérstaka áherzlu á Transistortæki og bíltæki. Höfum fjölbreytt úrval af Radiovörum í verzlun vorri. Ú tvarpsvirk j ameistarar Bjarni Karlsson, Jón H. Stefánsson. Húseignin, Grettisgata 8 ásamt 400 ferm. eignarlóð er til sölu. Tilboð sendist skrifstofu Landgræðslu- sjóðs Grettisgötu 8. Skrifstofustarf Stórt iðnfyrirtkki vill ráða nú þegar skrifstofu- mann. Þeir sem vildu sinna þessu, eru beðnir að leggja nöfn sín á afgreisðlu blaðsins, fyrir 20. janúar, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, merkt: „Skrifstofustarf“. Blfreiðavíðgerðamaður Óskum eftir að ráða mann vanan bifreiðaviðgerð- um. — Gelum útvegað húsnæði. Bifreiðastöð Steindórs Sími 11588. NORÐUR úr Hengli gengur allhár fjallarani, er nefnist Dyrfjöll, og nær langleiðis a‘ð Þingvallavatni. Eru þetta margir móibergshryggir, er stafna allir til norðausturs og eru dalir á milli þeirra. Yfir þennan fjallgarð liggur hinn svonefndi Dyravegur og var mjög fjölfarinn fyrrum af bændum úr uppsveitum Ár- nessýslu. Var þá riðið yfir Álftavatn á Álftavaði og síð- an lá leiðin fram hjá Nesja- völlum og þar upp á hálsinn. Nú er þessi leið mjög fáfarin. Þó fara hana nokkrir Reyk- víkingar á hverju sumri sér til gamans, til þess að kynn- ast einkennilegu og fjöl- breyttu landslagi. Upp á Dyra veg er um nokkrar leiðir að ræða. Fara má þvert yfir Bola velli fyrir norðan Hósmúl- ann, eða þá upp hjá Lykla- felli, og er þá komið á nokkuð glöggar- götur upp að Dyr- fjöllum. Eins má fara af Mos- fellsheiði hjá Borgarhólum og beint á norðurenda > Sköfl- ungs. Er það langur hryggur, sem gengur norður úr Dyr- fjöllum, og er farið suður með honum áð vestan. Er það kom- ið að aflíðandi brekku upp á Dyrfjöliin og sjást þar gotur. Þegar komið er austur af þeim hrygg sést niður í Dyra- dal, sem er iokaður á alla vegu og lítt gróinn. Liggur leiðin niður í hann og eftir honum. Við norðurenda dalsins liggur gatan milli tveggja móbergs- veggja og heita þar Dyr, og af þeim draga fjöllin og veg- urinn nöfn sín. Nokkru sunn- ar er komið í svonefndan Sporihelludal. Dregur hann nafn sitt af því, að þar eru djúpar götur í móbergsklöpp- um, er sýna, a‘ð þarna hefir verið mikil umferð með hesta fyr á tímum. Suður af Spor- helludal er Háhryggur. í góðu veðri er þaðan hin feg- ursta útsýn yfir Grafning, Þin.gvallavatn og austur um allt. Er þá skammt niður að Nesjavöllum, en brekkurnar eru 200—300 metra háar. — Fyrir gangandi fólk er þetta hin ákjósanlegasta leið í góðu veðri. Landslag er þar mjög fagurt og breytilegt, svq a'ð með stuttu millibili er sem opnist nýir heimar. Útsýn frá Dyrfjöllum er og furðu víð og fögur, bæði til vesturs og austurs. Og þetta er svo sem ekki löng leið — um fjögurra klukkustunda gangur frá Bo.a völlum að Nesjavöllum. ÞEKKIRÐIJ LANDIÐ ÞITT? Húsnæði Til leigu skrifstofuhúsnæði á jarðhæð í Miðbænum. Þeir sem vildu kynna sér þetta nánar sendi nafn ásamt nánari upplýsingum til afgr. Mbl. fyrir n.k. þriðjudagskvöld merkt: „Miðbær — 6541“. Ásvallagötu 69 Simar 21515 og 21516 Kvöidsími: 33687. íbúðir í Háaleitishverfi Höfum verið beðnir að selja óvenju glæsilega íbúð- arhæð í húsi við Háaleitisbraut, Arkitekt Sigvaldi Thordarson. Á hæðnni eru 4 svefnherbergi, tvö bað- herbergi, þvottahús, eldhús, stofur og skáli með arin og stórum glugga. Svalir meðfram allri suður- hlið íbúðarinnar. Bifreiðageymsla á jarðhæð. Einnig er til sölu í sama húsi, tveggja herbergja þægileg og skemmtileg íbúð. íbúðirnar afhendast tilbúnar undir tréverk og málningu. Sameign fullgerð. SKOÐIÐ UM HELGINA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.