Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.01.1965, Blaðsíða 12
12 MORGU N BLADIÐ Laugardagur 16. janúar 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÁLIT EFNAHAGS- OG FRAMFARA- STOFNUNARINNAR rfnahags- og framfarastofn- unin í París, sem íslend- ingar eiga aðild að, hefur birt ársskýrslu sína um efna- hagsmál íslands og segir þar að á síðustu árum hafi þróun- in í efnahagsmálum verið hag stæð hér á landi á margan hátt, enda hagvöxtur miklu meiri en á árunum 1950 til 60. Efnahags- og framfara- stofnunin bendir á, að vöru- skiptajöfnuðurinn hafi orðið hagstæður á árinu 1964 og gjaldeyrisforðinn hafi haldið áfram að aukast. Bent er á að hin hagstæða þróun stafi að verulegu leyti af aukinni tækni í fiskveiðum og mikilli eftirspurn eftir íslenzkum út- flutningsafurðum og síðan segir um hina hagstæðu efna- hagsþróun: „En hún stafar einnig að miklu leyti af betri stjórnar- stefnu. Viðreisnarráðstafan- irnar 1960 fólu í sér mikil- vægar og varanlegar umbæt- ur í efnahagsmálum. Afnám verðmisræmis í áföngum og aukið innflutningsfrelsi hefur beint fjárfestingunni í betri farveg en áður og aukið af- köstin. Traustari stefna í pen- ingamálum og f jármálum hef- ur styrkt greiðslujöfnuðinn“. Þetta eru raunar alkunnar staðreyndir, þótt stjórnarand- stæðingar hér á landi reyni að halda hinu gagnstæða fram. í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar er einnig vikið að verðbólgunni, sem enn hefur ekki tekizt að stöðva, og segir þar að ljóst sé, að möguleikarnir til þess að ná árangri í þessu eini séu nú betri en um langt skeið og menn verði að vona að allir geri sér ljóst, hve mikilvægt það er að þeir kjarasamning- ar, sem gerðir verði á árinu, hafi ekki verðbólguáhrif. En Efnahags- og framfara- stofnunin aðvarar okkur einn ig um að láta ekki umfram- eftirspurn raska jafnvægi í efnahagslífinu, og telur að gæta verði hófs í útgjöldum ríkisins, því að óraunhæft sé að búast við að jafnvægi geti náðst nema hert sé' að í fjár- málum ríkisins. Niðurlag á- litsgerðarinnar er á þessa leið: „Yfir lengri tíma litið er æskilegt að haldið sé áfram ráðstöfunum til að draga úr misræmi í verðlagi og tryggja þar með betri nýtingu fram- leiðsluþáttanna. Ríkisstjórnin hefur einnig mikilvægu hlut- verki að gegna í því að skapa betra kerfi til ákvörðunar launa og tekna, en árangur- inn af því starfi byggist að sjálfsögðu á samvinnu og á- byrgðartilfinni'ngu launþega og atvinnurekenda. Júnísam- komulagið var mikilvægt skref í rétta átt. Auk þess þarf að leggja drög að stefnu í landbúnaðarmálum, sem full nægir sanngjörnum óskum bænda, án þess að stofna öðr- um mikilvægum markmið- um almennrar efnahagsmála- stefnu í hættu. Árangur á þessum sviðum mundi gera það auðveldara að halda jafn- vægi í efnahagsmálum og hafa hagstæð áhrif á hagvöxt- inn“. TÓMSTUNDA- HEIMILI ÆSKULÝÐSINS Á vegum Æskulýðsráðs Reykjavíkur hefur nú verið opnað tómstundaheim- ili æskulýðsins í Bindindis- höllinni. Er þar aðstaða til fjölbreyttra tómstundaiðk- ana. Ýmis leiktæki verða þar, aðstaða til þess að spila og tefla, lesa, hlusta á tónlist og svo framvegis. Starfsemi þessi er ætluð 16 ára unglingum og eldri, og er fyrirhugað að efla hana smám saman og koma á ýmiss konar klúbbastarfsemi á kvöldin í skólunum. Þarf ekki að eyða að því orðum hve mikilvæg þessi aukna starfsemi æskulýðsráðs Reykjavíkui: er. Morgunblað- ið er að vísu ekki þeirrar skoð unar, sem stundum heyrist, að íslenzkur æskulýður sé spillt- ur. Þvert á móti telur blaðið, að sú kynslóð, sem nú er að vaxa upp, sé mannvænlegri og líklegri til að byggja traust og heilbrigt þjóðfélag en nokkur önnur. Engu að síður er það Ijóst, að æskulýðnum verður að skapa aðstöðu til heilbrigðrar skemmtunar og tómstundaiðju. í því efni hefur Reykjavík- urborg ásamt fjölmörgum æskulýðsfélögum unnið mikið og merkilegt starf, og nú batn ar öll aðstaðá til tómstunda- iðkana stórlega. Því hljóta allir að fagna. METVERÐ ins og greint var frá hér í blaðinu í gær, seldi tog- arinn Sigurður afla sinn í Bréf Kennedys og Krúsjeffs um Kúbu gefin út FYRRVERANDI blaða- fulltrúi Kennedys Banda- ríkjaforseta, Pierre Saling- er, hefur nú á prjónunum útgáfu bókar, þar sem birt verða ýmis atriði leyni- legra bréfa og orðsendinga, sem forsetanum og Krús- jeff, fyrrverandi forsætis- ráðherra Sovétríkjanna, fóru á milli meðan Kúbu- deilan stóð sem hæst. f erfðaskrá sinni ákvað Kennedy, að Salinger skyldi hafa umsjón með bréfunum, og að forsetanum látnum voru honum afhent þau. Salinger sendi sambandslög- reglunni (FBI) bréfin, og sér- fræðingar hennar rannsaka nú hver þeirra sé óhætt að birta án þess að öryggi Bandaríkj- anna sé ógnað. Salinger segir, að bréf Kennedys til Krúsjeffs sýni, að hið hefðbundna form slíkra bréfa sé orðið úrelt og kveðst hann viss um, að með birtingu bréfanna, verði tekin upp ný stefna í slíkum bréfaskriftum. Pierre Salinger. Lax með heimþrá RATVÍSI laxins er eitt af undrun náttúrunnar. Eftir eins eða fleiri ára dvöl í haf- inu, finnur hann leið um óraviddir hafsins upp að ósi árinnar, sem hann synti út úr sem gönguseiði. Já, hann getur meira að segja gengið upp á sjálfa uppeldisstaðina í ánni eða í eldisstöðinni, þó að þeir séu úr steinsteypu. Fyrir þessu fékkst nýlega ein sönnun enn vestur í Kali- forníu, og er hún af skemmti- legra taginu. Annan desember urðu starfs menn eldisstöðvarinnar í Prairie Creek í Humboldthér- aði í Kaliforníu varir við spegilfagran silfurlax, 35 sm hæng, tveggja ára gamlan, í einni eldistjörninni. Áttu þeir ekki von á, að lax kæmist upp í eldisstöðina frá sjó. Stöðin er inni í landi 8 km leið frá Kyrrahafinu. Leiðin, sem laxinn fór upp í eldis- stöðina, lá um Redwoodlæk, síðan um Prairielæk, sem fellur í Redwoodlæk, upp nokkur afrennsli og síðan í gegnum afrennslisrör 12 sm í þvermál, sem á var horn- rétt beygja og ýtti laxinn vír- neti ofan af 6 sm víðri pípu. til þess að komast leiðar sinn ar. Að lokum stökk laxinn yfir öryggisnet og synti inn í eldisstöðina. Haft er eftir eldisstöðvar- stjóranum, Kenneth Johnson, að þetta væri það ótrúlegasta, sem hann hefði orðið vitni að. Ef hann hefði ekki sjálfur verið viðstaddur, hefði hann haldið að frásögnin af ferð laxins væri furðusaga. Um uppvaxtarstað laxins þurfti ekki að efast, þar sem hann hafði verið merktur í eldis- stöðinni. Grimsby fyrir hæsta verð, sem nokkurn tíma hefur fengizt fyrir fisk; úr íslenzk- um togara, eða rúmlega 16V2 krónu fyrir hvert kíló. Auðvit að byggist þetta háa verð að nokkru leyti á því, að afli hefur almennt verið lítill hjá þeim togurum, sem veiðar stunda í Norðurhöfum, þann- ig að það mundi eitthvað lækka, ef aflabrögð ykjust. Engu að síður er fyllsta á- stæða til að ætla að verð fyrir ísfisk verði hátt á Evrópu- markaði í framtíðinni. Er því illt, að togaraútgerðin skuli dragast svo saman, sem raun ber vitni. Þótt Morgunblaðið viður- kenni að við mikinn vanda sé að etja, þá telur það tímabært að forustumenn sjómanna, út- vegsmanna og yfirvöld ræði alvarlega hvort ekki væri ó- hætt að leyfa hinum fáu tog- urum einhverjar veiðar fram yfir það, sem nú er gert, á á- kveðnum svæðum innan land helginnar. Auðvitað yrði þó að taka fullt tillit til álits fiski fræðinga í þessu efni. Dómurinn í máli togarans Péturs Halldórssonar, sem get .ið er á öðrum stað í blaðinu, lokar í rauninni víðáttumikl- um veiðisvæðum, sem menn áður töldu opin togurunum, fyrir þeim. Gerir hann það að verkum að enn brýnni nauð- syn er einhverra aðgerða í þessu efni. Bændur taka fram skilvindur sínar Eríiðir mjólkurflutningar í Þing. Weymouth HÚSAVÍK, 14. jan. — Áframhald andi hríðarveður er hér og mjóik urflutningar mjög erfiðir. Mý- vatnssveitarbíllinn kom í morg- un eftir 12 klst. ferð frá Hellu- vaði og yfir Mývatnsheiði með aðstoð jarðýtu. Venjulega tekup sú ferð rúma klukkustund. Mý- vatnssveitarbíllinn fer ekki aft.up fyrr en batnar, svo Mývetningap eru búnir að taka fram skilvind- ur og farnir að strokka að göml- um sið. Kinnarbíllinn kom í morgun eftir tæpan sólarhring í sinnl ferð með mjólk af yztu bæjum í Bárðardal og Kinn. Mánafoss hefur legið við bryggju alla þessa viku vegna þess að ekki hefur verið hægt að skipa upp áburði, sem hér á í land. IMýr yfirmaður varnar- liðsins hér á landi í DAG mun Paul D. Buie aðmír- áll láta af embætti sem yfir- maður varnarliðsins á íslandi, en hann hefur gegnt því embætti frá því í marz 1963. Við embættinu tekur Ralph Weymouth aðmíráll, en hann hefur að undanförnu verið í þjónustu flotamálastjórnárinnar i Washington. Ralph Weymouth er fæddur 26. maí 1917. Hann gekk í þjón- ustu bandaríska flotans árið 1934 og hefur síðan gegnt þar fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Hann er kvæntur franskri konu og eiga þau átta börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.