Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.04.1965, Blaðsíða 10
10 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 13. apríl 1965 VÍS ND OOG TÆKNI \J Ný kynsldö af rafheilum ÞVÍ hefur verið spáð, að raf- heilinn muni hrinda af stokk- um eins umfangsmikilii bylt- ingu í lífi nútímamannsins, eins og gufuvélin gerði á sín- um tíma í lifsbaráttu afa okk- ar, þegar iðnbyltingin mikla gerbreytti högum Englend- inga og siðan velmegun ann- arra þjóða. Því hefur einnig verið spáð, að rafreiknirinn eigi eftir að verða almennings eign. Flestir rafreiknar í dag eru stór bákn, bæði dýr og fyrir- ferðamikil, sem smíðuð eru til þess að leysa verkefni á á- kveðnum smiðum. Sumir heil- arnir eru byggðir fyrir við- skiptaútreikninga, aðrir til þess að leysa flókin stærð- fræðidæmi, hinir þriðju til þess að stjórna flugumferð, hinir fjórðu til þess að segja fyrir um veðrið, hinir fimmtu til þess að kenna börnum lest- ur, hinir sjöttu til þess að stjórna verksmiðjum, hinir áttundu til þess að þýða tungu mál, og þannig má lengi telja. Allir þessir rafheilar hafa valdið miklum framförum hver á sínu sviði, og Banda- ríkjamenn, meðal annarra þjóða, eru að gera sér það ljóst, að byltingarspádómur- inn er smám saman að rætast. Þeir hafa sett á laggirnar nefndir og styrkt menntastofn anir til þess að rannsaka á- hrifin, sem verða munu af byltingunni, í því skyni að verða viðbúnir öllum þeim breytingum, sem búast má við að verði á högum manna og efnahagskerfi þjóðarinnar í heild. Ekki er hægt að segja, að síðarnefndi spádómurinn hafi uppfyllzt. Enn eru undratæk- in nær eingöngu í eigu stórra fyrirtækja, verzlunarsam- banda, ríkisstofnana eða rann sóknarfyrirtækja. Þetta er ekkert undarlegt, þegar tekið er með í reikninginn, að ekki eru liðin tuttugu ár síðan fyrsti rafheilinn var smíðað- ur. Hann bar nafnið ENIAC og var óskaplegt ferlíki. Við hliðina á nýjustu rafheilunum er hann eins og kassabíll á móti kádilják, hvað flýti, hag- nýtni og útlit snertir, og þó er samlíkingin ekki sönn, því kassabíll er ekki mörgum sinn um stærri heldur en Kádilják, heldur öfugt. En þótt Adam-raflheilinn hafi verið frumstæður, sem sí- fellt var að sprengja lampana í sér, hefur hann verið frjó- samur. Fáir forfeður geta stært sig af fleiri afkomend- um á ekki lengri tíma. Þróun- in hefur gengið fljótt fyrir sig og hefur að mestu stjórnast af nýjum uppfyndingum á sviði rafeindatækninnar. Með uppgötvun transistoranna kom strax fram ný kynslóð, sem bar af þeirri gömlu í öllum atriðum. Aðferðir til þess að geyma upplýsingar, sem nota þarf við útreikninga, í heil- unum sjálfum (þ.e. minni þeirra), hafa einnig verið ör- lagaríkur þáttur í framþróun þeirra. Rafreiknarnir eru sífellt að verða fljótvirkari, fjölhæfari, sparneytnari og smágerðari og það er margt sem bendir til þess að síðari spádómurinn eigi einnig eftir að uppfyllast alveg eins og hinn fyrri. Að minnsta kosti er nýr rafheili, sem IBM hefur nú hafið fram leiðslu á, stórt skref í þá átt. Hann verður ekki aðeins völ- undarsmíð fyrir verkfræðinga og vísindamenn, heldur einnig ódýr í leigu. Mánaðarleigan Hinn nýi rafreiknir frá IBM verður lægri heldur en á nokkrum öðrum IBM-raf- eindaheila. Greinarhöfundur átti ný- lega samtal við Otto Michel- sen, forstjóra fyrir IBM-fyrir- tækinu á íslandi, og ræddi við hann um hinn nýja heila. — Otto sagði meðal annars, að 1130 rafreiknirinn væri smíð- aður til þess að meðhöndla með litlum kostnaði mikinn fjölda af verkefnum, sem krefðust fjölþættra útreikn- inga og margvíslegra ákvarð- ana. „Kostnaðurinn ætti að minnsta kosti ekki að hindra það, að lítil verkfræðifyrir- tæki og viðskiptastofnanir geti hagnýtt sér hann. AðaÞ atriðið er, að hægt er að hafa rafheilan staðsettan, einmitt þar sem verkefnin þurfa að leysast". 1130 raflheilinn er fyrst og fremst smíðaður sem tæki til þess að leysa verkefni fyrir einstaklinga, hvort sem þeir eru verkfræðingar, vísinda- menn eða stærðfræðingar. Samt sem áður er hann einnig hentugur fyrir byggingarfé- lög, iðnfyrirtæki og aðrar þess háttar stofnanir. Tilgang- urinn er að hafa hann eins auðveldan í notkun og mögu- legt er, og þess vegna "fylgja með honum hundruðir af leystum verkefnum í formi prógramma, sem verkfræð- ingurinn eða vísindamaðurinn fyllir inn í með þeim stærð- um og tölum, sem hin ein- stöku verkefni þeirra bjóða upp á. Einnig fylgir sérstakt FORTRAM-kerfi, sem gerir notandanum kleyft að skrifa upp verkefni sín á sérstöku stærðfræðimáli, sem rafreikn- irinn skilur og getur auðveld- lega unnið úr. Notkun hins nýja heila er einnig gerð auðveldari með nýrri aðferð til þess að geyma upplýsingar, sem orsakar það, að það verður eins létt að meðhöndla upplýsingar eins og það að nota hljómplötu, Notaður er segulmagnaður diskur, sem getur geymt allt að 512.000 orð af upplýsing- um. Þegar mata skal rafheil- ann með upplýsingunum, er hulstrinu sem heldur disknum einfaldlega stungið inn um rifu á framhlið rafheilans. Raflheilar eru undraverð tæki, séð frá sjónarhóli tím- ans. Vísindamenn segja, að við mennirnir hugsum í stökk um, sem vara í einn sextándu hluta úr sekúndu. Okkur finnst það vel af sér vikið, ef við getum lesið hátt í sextán orð á sekúndu. Ef ef við ber- um okkur saman við rafheil- ana á því sviði, verður þó harla lítið úr okkur. Þeirra „hugsanastökk“ vara nefni- lega ekki lengur en einn millj ónasta úr sekúndu. Ef ef við berum okkur saman við raf- heilana á því sviði, verður þó harla lítið úr okkur. Þeirra „hugsanastökk“ vara nefni- lega ekki lengur en einn millj- ónasta, einn billjónasta eða Á tuttugu ára æviskeiði rafheilans hafa nú komið fram þrjár kynslóðir. í þeirri fyrstu voru framhlutarnir gerðir úr lömpum. Síðan kom transistorakynslóð, og nú er sú þriðja að fæðast í I.B.M. verksmiðjum. f hinum nýju raf- heilum þjóna agnirnar í þessari mynd sama hlutverki og lamparnir í hinum úreltu-kynslóðar rafheilum. Hagnaður- inn lýsir sér í minni, hagnýtari og almennari rafreiknum. jafnvel einn trilljónasta hluta úr sekúndu. Þessi „hugsana- hraðamismunur“ veldur því, að allt það sem raflheilinn seg- ir, verður hann að skrifa nið- ur, svo við getum lesið það 1 ró og næði. 1130 rafheilinn get ur til dæmis framkvæmt 120. 000 samlagningar (eða ca. 36.000 margfaldanir) á einni sekúndu. Þetta er honum kleift með nýju mikró-raf- rásakerfi, sem kallað er á raf- eindamáli Solid logik tækni. Með öllum rafheilum þarf sérstaka „túlka“ bæði til þess að koma boðum til þeirra og til þess að taka við boðun og niðurstöðum frá þeim. Þess- ir túlkar eru aðallega þrenns konar: 1) tæki sem meðhöndla upplýsingarnar með götuðum pappírsborðum, 2) þau sem nota gataspjöld, 3) þau sem nota ritvélaborð. Allar þessar gerðir eru fáanlegar með 1130 rafreikninum, eftir því hvaða aðferð hentar bezt fyrir kaup- endurna. Á 1130 rafreikninum, sem er eins og lítið skrifborð í laginu, er þó bæði ritvélar- borð til þess að koma upp- lýsingum til heilans og einnig prenttæki, sem skilar niður- stöðunum. Einnig er sérstakt Ijósaborð, þar sem hægt er að fylgjast með starfsemi heilans í heild. Sérstakt tæki, sem getur dregið upp niðurstöður raf- reiknisins í teikningar, er einn ig fáanlegt með IBM 1130. Teikningar sem gerðar eru eftir niðurstöðum raflheila, krefjast oft margra tíma vinnu af verkfræðingnum eða vísindamanninum. Plottarinn, en svo er hið sérstaka tæki kallað, framkvæmir verkið á nokkrum mínútum. Hann er t.d. hentugur fyrir alls konar verksteikningar og einnig til þess að draga upp landakort og veðurkort. 1130 rafreiknirinn er byggð ur fyrir smáfyrirtækin og einstaklinginn og táknar nýtt þrep í framfarastiga hins al- menna rafreiknis. Leigan er í samræmi við það, eða allt nið- ur í 725 dollara á mánuði. — Framleiðslustaðir hins nýja rafreiknis eru aðallega tveir: San Jose í Kaliforníu og Greenock í Skotlandi. Fyrstu tækin verða tilbúin til af- greiðslu seint á þessu ári. Vin Hólm. — Tollskrá Framh. af bls. 8. hugaðar á tollskránni væru vélar til framleiðslunnar tollaðar á fimm mismunandi vegu og væri það óeðlilegt og kvaðst hann ekki geta séð neinna skynsam- lega ástæðu fyrir því. Björn Jónsson (Alþbl.) gerði grein fyrir nefndaráJiti því og breytingartillögum við frumvarp ið, sem hann stóð að, en þær til- lögur miðuðu flestar að því að lækka tolla af vélum og tækjum til neyzluiðnaðarins niður í sama tollflokk og sjávarútvegur og landbúnaður eiga hæsta við að búr. Auk framarngreindra ræðu- manna tóku til máls Ásgeir Bjarnason (F) og Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra, en síð- an fór fram atkvæðagreiðsla um frumvarpið. Breytingartillögur meiri hluta fjárhagsnefndar voru teknar aftur til 3. umræðu, en breytingartillögur beggja minni hlutanna felldar. ★ Þriðja umræða um frumvarpið fór svo fram að lokinni annarri umræðu, en þá var fundur settur í Efri deild að nýju. Fór þá fram atkvæðagreiðsla um breytingartil lögur meiri hl. fjárhagsnefndar ag einnig um breytingartillögur, sem þá komu fram frá nefnd- inni í heild og voru hvoru tveggja tillögurnar samþykktar og frum- varpið þannig afgreitt til Neðri deildar. , — KR — Gullfoss Framhald af bls. 30 markverðirnir, sem sennilega einnig áttu í örðugleikum í litlum markteig Hálogalandshússins. — Það má búast við miklu meira af þessu danska liði en sást á laugardag. Það tryggja hinir fjöl þættu hæfileikar liðsmanna bæði í línuspili og langskotum. Beztu menn liðsins voru Skipp ar Nielsen sívinnandi fyrirliði og skemmtilegur leikmaður; Ger- hard Böving sem skoraði 8 mörk; Ove Mathisen sem skoraði 6 mörk og línumennirnir Erling Petersen og Tom Lund. Allir leik menn liðsins að markvörðunum undanskildum skoi-uðu 1 eða fleiri mörk, svo sem er óvenju- legt. Hjá KR var Karl með sín 14 mörk langbeztur og síðan Ellert og Reynir með 5 mörk. En hraði og ákveðni var ríkjandi hjá lið- inu þar til á siðustu mínútunum að „uppgjöfin“ varð. Dómari var Magnús Pétursson og dæmdi ágætlega. - VALUR Framhald af bls. 30 meiri. Sigurlína sem kom frá Osló einkum vegna þessa leiks styrkti liðið mjög. > Gróf vörn. í yngri flokkunum fóru fram úrslit einnig þetta kvöld. í 2. flokki kvenna vann ÍBK Fram með 5—3 eftir mjög har'ðan og tvísýnan leik sem framlengja varð en 3—3 var staðan eftir venjulegan leiktíma. Fram lék öllu betur en harka Keflví'S. g- anna tryggði sigurinn. Raunar var hún með ólíkindum stundum og hefði hvergi liðist nema hjá slökum dómara. Hið sama harka í vörn endur- tók sig í úrslitum 3. flokks karla þar sem Víkingur vann ÍR með 12—1,1. Varnarspil Víkings var mjög gróft -— móíherjum hrein- lega haldið föstum. Dómari dæmdi reyndar 6 vítaköst gegn Víking fyrir þetta en enginn leikmanna Víkings lét sér segjast við þa'ð. Nú kemur á daginn að saml þjálfari er hjá ÍBK í 2 fl. kvenna og 3 fl. karla hjá Víking. Gagn- rýnin hlýtur því að falla á hann fyrir að kenna slíkan handknatt- leik og Guð hjálpi handknatt- leiknum ef ekki verður tekið fyrir svona leik í byrjun. Úrslit fengust ekki. í 2 fl. karla varð hörkuleikur milli Vals og KR. Varð að tví- framlegja því jafnt stóð 9—9 i leikslok og 11—11 eftir fram- lengingu og aftur var jafnt 13—13 eftir áðra framlenginu. Verður aukaleikur fram að fara og verð- ur í kvöld undan leik Gullfoss og Fram. í 1. fl. sigraði Fram lið KR með 12—9 eftir mjög jafnaa leik framan aL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.