Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.05.1965, Blaðsíða 30
30 MOHGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. maí 196& Tæknifræðingur Vestmannaeyjakaupstaður óskar að ráða í sína þjón ustu byggingartæknifræðing. Upplýsingar gefur: Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum Guðlaugur Gíslason. Símar 11560 og 21723 — Reykjavík. Bréfritari Duglegur bréfritari óskast sem fyrst. Dönskukunnátta nauðsynleg. — Æskilegt að viðkomandi kunni hraðritun. Eggert Rristjánsson & Co. h.f. Hafnarstræti 5. — Reykjavík. Afgreiðslufólk konur og karla vantar okkur nú þegar til starfa í kjörbúðum. Fólk með starfsreynslu gengur fyrir. Upplýsingar á skrifstofunni, ekki í síma. Austurver hf. Skrifstofan Laugavegi 172. Handknattleikur á miklum vinsældum að fagna í Vestur-Þýzkalandi, enda hafa Þjóðverjar náð góðum árangri í þessari íþróttagrein. Myndin er frá leik í þýzku deildarkeppninni og sýnir landsliðsmarkvörðinn, Podak, verja snilldarlega. .. > * I sveitina — I vinnuna 14 oz nankin sterkustu vinnubuxurnar í USA í dag. Kynnið yður verð SÖLUUMBCHÐ: Björn Guðmundsson Vestmannaeyjum Kaupfélag Amesinga Selfossi Verzl. Friðriks Friðrikss. Þykkvabæ Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Veiðiver, Keflavík Kaupfélagið Þór Hellu Axel Sveinbjarnarson Akranesi Amaro, -Akureyri Verzl. Þingey, Húsavík. Verzl. Bjarni Eiriksson Bolungarvík Verzlunarfélag Austurlands Egilsstöðum Margrét Guðmundsdóttir Eskifirði Jón Barðason ísafirði Verzl. E. J. Waage Seyðisfirði Aðalsteinn Halldórsson Neskaupstað Ný ti'lagéi um 'kvenma : Island mæti Japan og U.S.A. í Dacimörku ENN er komin fram ný tillaga til lausnar því mikla vandamáli, sem skapazt hefur varðandi fram kvæmd heimsmeistarakeppni kvenna í handknattleik. Er til- lagan á þá leiS, að ísland, Japan og Bandaríkin myndi einn riðil og fari keppnin fram í Danmörku. Sigurvegarinn kemst síðan í úr- slitakeppnina í V-Þýzkalandi, sem fram fer um miðjan nóvem- ber nk. Forsaga máls þessa er I stuttu máli sú, að V-Þjóðverjar buðust til að halda heimsmeistarakeppn- ina og var þá ákveðið að 8 þjóðir kæmust í úrslit. Þegar þátttöku- frestur var útrunninn kom í ljós að 14 þjóðir höfðu tilkynnt þátt- töku og þar af 3 þjóðir, sem eiga yfir höf að fara, þ.e. ísland, Jap- an og Bandaríkin. Var nú hafizt handa um að skipuleggja undankeppni og í fyrstu var hugmyndin sú að þess- ar 3 þjóðir mynduðu einn riðil, keppnin færi fram í V-Þýzka- landi nokkrum dögum fyrir úr- slitakeppnina og sigurvegarinn héldi síðan áfram í úrslitakeppn- inni. Ekki varð úr þessu þvl að V- Þjóðverjar vildu ekki sjá um þessa forkeppni. Var þá ákveðið, eins og skýrt var frá hér í Mbl., að allar þjóðirnar skyldu heyja undankeppni og var ákveðið að Valur 1:1 Fram — Þróttur 2:2 f GÆBKVÖLiDŒ léku KR og Val- ur í Reykjavíkurmótinu, jafn- tefli varð 1-1. í hálfleik var stað- an 1-0 fyrir VaL Ekki er hægt að segja að að- stæður til knattspymukeppni Ihafi verið góðar í gærkvöldi Norðan hvassviðri og kuldi. Háði þetta að vonum leikmönnum, sem börðust vel og var ekki sama deyfðin yfir leiknum og nokkr- um af fyrri leikjum í mótinu. Valsmenn léku undan rokinu í fyrri hálfleik, en tókst ekki að skapa mörg tækifæri. Eina mark ið kom á 30. mínútu, er Berg- steinn gaf vel fyrir og Bergsveinn fylgdi eftir og sneiddi knöttinn í netið. Heimir markvörður virt- ist ekki í þetta sinn vel staðsett- ur. Reiknað var með að KR-ingar hefðu yfirburði í síðari hálfleik, undan rokinu, en því var ekki að skipta. Valsmenn voru mun ákveðnari og sköpuðu oft hættu- leg tækifæri, sem ekki tókst að skora úr enda varði Heimir mjög vel. Eina markið í hálfleiknum skor aði Ellert Schram úr víti, sem var mjög strangur dómur. Valsmenn voru nær sigrinum og verður gaman að sjá þessi lið leika saman á Laugardals- vellinum hinn 20. mía n.k., en þá hefist fslandsmótið. Dómari var Þorlákur Þórðar- son. FRAM — ÞRÓTTUR Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ léku Fram og Þróttur í Reykjavíkur- mótinu. Leiknum lauk með jafn- tefli 2-2. f hálfleik var staðan 1-0 fyrir Þrótt. Leikurinn var spennandi, en ekki að sama skapi vel leikinn. Þróttarar virtust í byrjun mun Framíhald á bls. 31 ísland og Danmörk skyldu mæt- ast tvisvar í Danmörku, þar eð ekki væri til á íslandi löglegur keppnisvöllur. Politiken skýrir frá því sl. laug ardag að nú hafi danska hand- knattleikssambandið boðizt til að sjá um undankeppni milli fs- lands, Japan og Bandaríkjanna, ef það mætti verða til að leysa Alþjóðasambandið úr þessum vandræðum. Hefur tilboð þetta verið sent til Alþjóðasamband^j ins og er reiknað með svari inn- an nokkurra daga. Þessi lausn er án efa mun hag- stæðari fyrir íslenzka liðið, en fyrri tillagan, þ.e. að mæta Dön- um tvisvar. Verður gaman að fylgjast með hvaða árangur þessi tilraun danska sambandsins ber. Bikarkeppni „fjórveldanna44 Skagamenn unnu Hafnfirðinga AKRANESI, 10. mai — Knatt- spyrnu,bikarkeppnin „fjórveld- anna“ við Faxafóla (óður þríveldanna, þvi nú hefur Kópavogur bætzt við Keflavík Hafnarfjörð og Akranes) var háð kl. 20,30 sl.. fimmtudag I Hafnarfirði milli Hafntfirðinga og Akurnesinga. Sóknarlhörkvt gætti í liði beggja. f hálfleik var staðan 2:0, Akurnesingum í viL Leikslok urðu þau, að Aikumes- ingar gengu með sigur atf hólmi með þremur gegn engu markL Fyrsta mark gerði Matthías Hallgrímsson með þrumuskóti af 25 metra færi. Tæpt stóð það, þvi knötturinn smaug í bláhorn marksins. Annað mark skoraði Þröstur Steíánsson, eftir að hafa leikið laglega á tvo, og þriðja markið skoraði Bjöm Lárusson. Dómari var Björn Kristjánsson og dæmdi vel. — Oddur. Smurbrauðsdama óskast til starfa á eina smurðbrauðsstofu borgarinnar. Tilboð er greini aldur og fyrri vinnustaði sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: „Smurbrauðsdama — 7314“. BLUE BELL tffárr&H Séary&rt tyförA aneí cfyxp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.