Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 5
Laugardagur 29. maí 1965 MORGUNBLAÐIÐ 5 llll IIIIIII1111111111111111111IMIIIII IIIII11111II11 Um 5 km. austur frá Reykjaihllíð við Mývatn er Námaskarð. Skarðið sjálft er og krókótt gilskora. Norðan ekki merkilegt, aðeins mjó við skarfSið er Dalfjall, en sunnan við það Námafjall, marglitt og einkennilegt, hvar sem á það er litið, enda er það alla vega soðið sund- ur af jarðhita. Efst á því er fjöldi af brennjsteinshverum, vellandi leirhverum og rjúk- andi gufuiholum. Austan við fjallið er leirslétta allmikil, öll sundur soðin af jaíðihita. í>arna eru hinir umtöluðu hverar í Námaskarði, og það- an kemur jarðhitinn þegar farið verður að vinna kísilgúr úr botnleðjunni í vatninu. Þarna eru margir hverir, sum ir stórir og óreglulegir, því að þeir hafa etið sig saman. Annars staðar eru bullandi leinhverir, spýta sumir þunn- um graut, en a’ðrir þykkum. Sumir gjósa, alt að því tveggja metra háu gosi. Erfitt er að ganga þarna milli gíganna, því að sums staðar er leir og brennisteinseðjan í ökla og límist föst við fæt- ur manna. Er enginn hægðar leikur að hreinsa skó sína eft- ir slíkar gönguferðir. Hættu- legt er lí'ka að fara þarna um, því að víða eru ósýnilegir hverir undir þunnri leirskán, lllllllllillllllllllllllll llllllllllllllllllllllll Wfi^ft&^fiWfiWfi^fií^H^WfiWfi'ifiR^fi-íWKSftfift^ííSífií i<iiiiiiliiiiiiiiii!Siiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuii- sem getur brostið svo að menn detti niður í hverina. Yfirleitt er þetta svæði bæði varasamt og óviðfeldið. — Fyrir allmörgum árum var þyrjað að bora eftir gufu á jöðrum sléttunnar, bæði að austan og vestan, og standa þar síðan gufustrókar í loft upp. Einu sinni hættu menn sér heldur langt frá fjallinu og fóru með borinn út á slétt svæ’ði er sýndist vera melur. En varla höfðu þeir hafið borun þegar undirstaðan sveik Féll þar niður spilda undan bornum, vegna þess að sjóð- andi hverir voru undir nokk- uð djúpt í jörð. Borinn náðist þó upp úr þessu jarðfalli vegna þess að fljótt var við brug’ðið. En síðan hafa hver- arnir, sem voru þar undir, soðið leirspilduna sundur 1 graut og etið sig út á alla óhugnanlegt leirhvers-gímald vegu þar til komið var þarna og þar bullar og vellur leirinn óaflátanlega. Þetta gímald má sjá hér á myndinni. ÞEKKIROU LANDIÐ ÞITT? r 'Miiiiiiiin i ii i ■ ■ i 111 • i l•l•••lllll•llllll VISUKORN Ómar blærinn æskuhýr um ævintýrin Iiðin, alltaf, þegar að mér snýr á þér veika hliðin. Stefán Stefánsson frá Móskógum. Lei^rétting Nafn höfundar vísukorns í blaðinu á fimmtudag misritaðist. Átti það að vera D. Bergmann en ekki G. Er beðið velvirðingar á þessu. Akranesferðir með sérleyfisferðum Þórðar Þ. Þórðarssonar. Afgreiðsla hiá B.S.R. við Lækjargötu. Ferðir frá Rvík mánudaga, þriðjudaga, kl. 8 og 6, mið- vikudaga kl. 8, 2 og 6, fimmtudaga og föstudaga kl. 8 og 6, laugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3, 9 og 11:30 (en kl. 11:30 frá B.S.Í. ann- ais alltaf frá B.S.R.). Frá Akranesi mánudaga kl. 8 og 6, þriájudaga kl. 8, 2 og 6, miðvikudaga og fimmtudaga kl. 8 og 6, föstudaga og laugardaga kl. 8, 2 og 6, sunnudaga kl. 10, 3 og 6. Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka- foss fór frá Manchester 26. til Ant- werpen og Rotterdam. Brúarfoss fór frá NY 21. væntanlegur til Rvíkur í dag 29. kemur að bryggju um kl. 13:30. Dettifoss fór frá Vestmanna- oyjum 25. til Gloucester, Cambridge og NY. Fíallfoss fór frá Hull 26. til Norðfjarðar, Reyðarfjarðar og Rvík- ur. Goðafoss fer frá Hull 29. til Grims by og Rvíkur. Gullfoss fer frá Rvík ki. 15:00 í dag 29. til Leith og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss kom til Rvík ur 27. frá Gdynia. Mánafoss fór frá Vestmannaeyjum 26. til London og Hull. Selfoss fór frá Rotterdam 28. til Hamborgar og Rvíkur. Skógafoss kom til Kotka 28. fer þaðan til Ventspils, Gdansk, Gdynia, Kaupmannahafnar, Gautaborgar og Kristiansand. Tungu- foss fer frá Antwerpen 26. til Rvíkur. Katla fór frá Vestmannav^jum 28. til Patreksfjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð ar, Akureyrar og Húsavíkur. Echo fór frá Gautaborg 26. til Rvíkur. Askja fer frá Skagaströnd 28. til Rvíkur. Hjálpræðis- herinn Kommandör Kaare Wester- g:aard og frú eru nú á förum til Noregs aftur. Síðustu samkomur þeirra hér á landi verða laugar- dag kl. 20:30 og sunnudag kl. 11 og 20.30. Samkoman sem aug:- lýst var á mánudag fellur niður Aðsókn hefur verið sérstaklega g:óð að samkomum þessum, enda ! eru þau hjónin vel þess virði að á þau sé hlýtt. Gestirnir frá Fær | eyjum taka áframhaldandi þátt í samkomunum með glöðum söng og vitnisburði. Playa De Las Canteras fer frá Kefla vík 28. til Vestmannaeyja. Utan skrif | stofutíma eru skipafréttir lesnar í sjálfvirkum símsvara 2-14-66. H.f. Jöklar: Drangajökull fór 19. þ.m. frá Charleston til Le Havre, Rotterdam, London og Liverpool. Hofsjökull fór 26. þ.m. frá Hamborg til Rvíkur. Langjökull fór frá Fær- eyjum 27. þ.m. til London, Rotterdam og Norrköping. Vatnajökull fór 24. þ.m. frá Reyðarfirði til Rostock og | Kotka. Jarlinn lestar í London 31. I þ.m. | Skipaútgerð ríkisins: Hekla var á Seyðisfirði kl. 12:00 á hádegi í gær á I suðurleið. Esja fór frá Rvík k.l 20.00 í gærkvöldi austur um land í hring- ferð. Herjólfur er í Rvík. Skjaldbreið er á Austfjarðahöfnum á suðurleið I Herðubreið er á Austfjarðarhöfnum. * Hafskip h.f.: Langá er i Rvík. Laxá er í Vestmannaeyjum. Rangá fór frá Vestmannaeyjum 29. þ.m. til Grav- arna. Selá er í Antwerpen. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f. — Katla er væntanleg til ísafjarðar í dag, fer þaðan til Norðurlandshafna. Askja fer væntanlega frá Blönduós í dag til Rvíkur. i Skipadeild S.Í.S.: Arnarfell er í Álaborg, fer þaðan til Kotka og Len_ ingrad. Jökulfell er í Rvík. Dísarfell i fór í gær frá Álaborg til Aabo og 1 Mántyluoto. Litlafell er væntanlegt til Rvíkur á morgun. Helgafell fór í gær frá Gufunesj til Breiðaf jarða, Vestfjarða og Norðurlands. Hamrafell fer í dag frá Ravenna væntanlega til I Hamborgar. Stapafell er væntanlegt til Siglufjarðar á morgun, fer þaðan | til Raufarhafnar og Bromborough. Mælifell er væntanlegt til Ventspils I á morgun, fer þaðan til Riga. Reest er í Gufunesi. Hermann Sif Er á ' Sauðárkróki. Birgitte Frellsen fer í | dag frá Hornafirði til ísafjarðar. Múrarar Vantar múrara, góð vinna. Get útvegað herbergi. Kári Þ. Kárason, múrarameistari. Sími 32739. Ökukennsla — Hæfnisvottorð. Kenni akstur og meðferð bifreiða. Nýr bíll. Sími 33696. Togaraháseta Og matsvein vantar á síldar bát. Uppl. í síma 92-8178. Ung hjón með 1 barn óska eftir íbúð 1. okt. nk. Tilboð sendist Mbl., merkt: „íbúð - 7746“. íbúð óskast Óska eftir að taka á leigu litla íbúð í Hafnarfirði, Kópavogi eða Kvík sem fyrst. Þrír i heimili. Uppl. í síma 50880. ■ iiiiiiiiiiu • • ■ - -yy'v', I Dieselvél Ný Lister dieselvél 30 ha. með 1100 sn/mín. til sölu. Uppl. í síma 51135 eða 33908. Kona með tvö börn óskar að komast á gott sveitaheimili. Meðgjöf eftir samkomulagi. Uppl. í síma 30034 eftir kl. 5 á daginn. Skrúðgarðaeigendur Látið ekki skordýrin spilla ánægju yðar af garðinum og pantið úðun í síma 17425. Ágúst Eiríksson, garðyrkjufræðingur. Afgreiðslustúlka óskast sem fyrst. Postulín og kristall Uppl. í síma 24860 eða 20350. Til sölu híll Dodge Royal árgerð 1956 að Nökkvavogi 44, laugar- dag kl. 2—5 og sunnudag kl. 10—3. Mótatimbur til sölu. Upplýsingar í síma 32932. Hárgreiðslusveinn óskast. Upplýsingar I síma 35602 milli kl. 9—11 og 3—5. Stúlka óskast i prentsmiðju, helzt vön bókbandsvinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 1. júní merkt: „Bókband — 7521“. Píanó — Píanó Nýupptekin nokkur píanó á hagstæðu verði. Ránargötu 8, sími 11671. Helgi Hallgrímsson. Skipstjórar Tvær reglusamar tvítugar stúlkur, ekki sjóveikar, vanar matreiðslu, óska eft- ir kokkplássi á síldarbát í sumar. Uppl. í síma 1424 eða 1365, Akranesi. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa t Morgunblaðinu en öðrum bjöðum. 75 ára er í dag Bertel Andrés- son, fyrrverandi skipstjóri Álf- heimum 27. í dag verða gefin saman í hjónaband í Landakirkju í Vest- mannaeyjum af séra Jóhanni | Hlíðar ungfrú Ingibjörg Braga- dóttir, Kirkjubæ, Vestmannaeyj- um og Valdemar Sævar Hall- dórsson, Ásgarði 1, Akureyri. Heimili þeirra verður Hásteins- veg 15 A, Vestmannaeyjum. Hœgra hornið Heppnin er einn bezti hæfi- ieiki manna. Isbúðin Laugalæk 8. — Sími 34555. Púkkaís 5 tegundir. — Einnig mjólkurís, ís-sósur, milk-shake, banana split og súkkulaði dýfa. Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—23:00. Aðra daga kl. 14—23:30. Næg bílastæði. Sbandamenn Sumarfagnaður verður í Skátaheimilinu (gamla salnum) laugardaginn 29. maí kl. 9. Góð hljómsveit leikur fyrir dansi. Fjölmennið stundvíslega. Átthagafélag Strandamanna. Frá TónSistarskóEanum í Reykjavík Skólauppsögn verður í dag, (laugardaginn 29. maí) kl. 2 e.h. Skólastjóri. Fundarborð Vandað fundarborð og 8 stólar til sölu á tækifæris- verði. Félag íslenzkra stórkaupmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.