Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1965, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 29. mai 1965 IIM BÆKUR Bók sem beðið var eftir l Jón Guðnason - Pétur Har- aldsson: ÍSLENZKIR SAM- TÍÐARMENN, fyrra bindi, A-J. 439 bls. Bókaútgáfan Samtíðarmenn. Rvík, 1965. I»AÐ munu vera liðin tvö til þrjú ár, síðan útgefendur ritsins ís- lenzkir samtíðarmenn sendu frá sér eyðublöð til fjölda manna með beiðni um, að þau yrðu út- fyllt með helztu persónulegum upplýsingum hvers og eins. Allt frá þeim tíma hefur þessa rits verið beðið með óþreyju. Rit eins og íslenzkir samtíðarmehn er nefnilega ekki aðeins skemmti legt og gagnlegt, það er beinlínis nauðsynlegt í nútímaþjóðfélagi, þar sem samskipti manna eru svo hröð og margvísleg og fólksfjöld- inn orðinn það mikill, að ógjörn- ingur er að vita deili á nema til- tölulega fáum ' þeim mönnum, •ein skipt er við. lýsingar, sem nauðsynlegt getur verið að hafa tiltækar um menn, að ógerningur vseri upp að teljá. Það er ekki aðeins þægilegt, að geta flett upp á tilteknu nafni vegna afmælis, sem í vændum er. Það er engu síður hagkvæmt að hafa við höndina upplýsingar um menntun einhvers manns, starfs- feril, ritverk eða annars konar verk, sem hann hefur innt af hendi. Auk hagnýts notagildis má svo telja þann kostinn, að í riti af þessu tagi er hægt að svala per- sónulegri forvitni um náungann og nágrannann, og vera má, að ritið verði mest notað í þeim til- gangi. Auðvitað er ekkert við því að segja. I>að hefur aldrei þótt ljóður á ráði nokkurs manns á íslandi, að hann vildi vita deili á öðrum mönnum, svo fremi for- vitni hans sé ekki sprottin af illgirni, þórðargleði né öðrum annarlegum hvötum. Við höfum sem sagt beðið eftir tslenzkum samtíðarmönnum. Og nú eru þeir komnir, innihaldandi 2342 smágreinar um núlifandi eða nýlátna tslendinga, sem eiga í fornöfnum sínum upphafsstaf- ina A-J. Tveir menn hafa -unnið að samantekt ritsins, séra Jón Guðnason og Pétur Haraldsson. Séra Jón er löngu þjóðkunnur fræðimaður, en Pétur er nýliði á Iþví sviði. Það er tvímælalaust hagkvæm- ast að fleiri en einn maður taki saman rit sem þetta. í fyrsta lagi er verkið svo tímafrekt og viða- mikið að einn maður getur varla lokið því svo skjótt sem nauð- synlegt er, ef það á ekki að vera úrelt, þegar það loksins kemur fyrir almennings sjónir. í öðru lagi ætti samvinna fleiri manna að koma í veg fyrir, að persónu- leg sérvizka hafi áhrif á gerð ritsins, en þess konar sérvizka á heima alls staðar annars staðar en í ritum af þessu tagi. I þriðja lagi á samvinna fleiri manna að vera nokkur trygging fyrir vand- aðri vinnu, því betur sjá augu en auga, eins og máltækið segir. í>að mun hafa tafið útgáfu þessa rits, að fjórðungur þeirra manna, sem beðný: voru að senda útgefendum upplýsingar um sjálfa sig, svöruðu ekki, svo útgefendum varð nauðugur einn kostur, að taka sjálfir sam- an ævir þeirra. Hlédrægni eða hæversku var um kennt fremur en gikkshætti eða drembilæti. Það er frægur óvani íslendinga að svara ekki bréfum. Sá óvani hefur lengi sett' svip sinn á við- skipti manna hér á landi og nær til æðstu stofnana, þannig að fleiri en útgefendur íslenzkra samtíðarmanna hafa orðið fyrir því. Telji einhver einstaklingur, sem gegnt hefur ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, að æviferill hans sé einkamál hans sjólfs, þá er það misskilningur. Það getur enginn maður litið á sig sem óháð einkafyrirtæki í samfélagnu, því síðUr, ef samfélagið hefur lyft honum upp til nokkurrar virð- ingar. Sá sem heldur að öðrum komi ekki við, hvernig hann hef- ur lifað lífinu, hann er ekki mjög félagslega sinnaður, hvað sem öðru líður. Þegar við erum af skilríkum aðila beðin að láta í Jón GuSnason té eigið curriculum vitae, þá er það blátt áfram skylda að verða við þeirri bón, þó hvergi sé það beinlínis lögboðið. Þegar nú umrætt sinnuleysi — að svara ekki bréfum — er haft í huga, verðúr skiljanlegra, að í þetta fyrra bindi íslenzkra sam- tíðarmanna vantar ýmis nöfn, sem þar ættu að vera, að því er virðist. Að öðru leyti er ritið nógu víðtækt. íslenzkir samtíðarmenn eru að sjálfsögðu með orðabókarsniði, það er mönnum er raðað eftir stafrófsröð og öllum eftir for- nafni, hvort sem þeir hafa venju- leg íslenzk föðurnöfn eða ættar- nöfn. Ritið er líka með orða- bókarsvip að því leyti, að allar upplýsingar eru þar í einkar stuttu máli. Á stöku stað bregð- ur þó lítillega út af því. Til dæmis er sagt um mann einn: „Þótt hann væri í siglingum í tveimur heimsstyrjöldum, var hann svo lánsamur, að aldrei kom neitt fyrir þau skip, er hann var á.“ Um annan mann segir svo í sambandi við handritamálið: „Hefur haldið ræðúr og skrif- að meira um það mál en nokkur annar maður íslenzkúr.“ En athugasemdir sem þessar teljast til undantekninga og saka ekki. Get ég þess til, að höfundar hafi orðið að hlaupa yfir margar lengri athugasemdir. Það er nefnilega ótrúlegt, hvað mönnum getur dottið í hug að festa á blað, þegar andinn kemur yfir þá. í riti sem þessu verður að gæta Iþess, að sams konar upp- lýsingar sé að finna um alla, sem þar eru skráðir. Höfundar ís- lenzkra samtíðarmanna hafa far- ið eftir þeirri reglu. Þó er vitan- lega sitthvað að finna í ritinu, sem stendur utan þess ramma, sem þar er að öðru jöfnu fylgt. Tel ég að höfundar hafi þar farið meðalveginn og sett sér svo skyn- samleg og hófsamleg takmörk, sem verða mátti. Samning ritsins hefur verið nákvæmnisverk. En vinnan er ekki nema að nokkru leyti höf- undanna. Höfundarnir hafa í flestum til- fellum farið eftir upplýsingum, sem aðrir menn — oftast þeim sjálfum ókunnugir — hafa lagt þeim í hendur. Og hví skyldu þeir rengja upplýsingar, sem gegnir og ábyrgir menn láta í té um siálfa sie? Til þess virðist Það eru svo margs konar upp- * IJ0N, ,2^4 “ ^ A° VIUUM V/Ð 5^,^ VINUM -OKKAR Á AÐ GERA PANTANIR SÍNAR SEM ALLRA FYRST. Við bjoðum yður vandaSa þjónustu. Lótið okkur skipuleggja ferðir yðar — hvert sem farið er. PAIV AMERICAN Aðalumboð ó fsíandis G. Helgason & Melsted hf. Hafnarstrœti 19 Símar 10275 11644 bur n& - BVXVR í SVEIHNA - BVXVR í VINNVNA - BVXVR í FERÐALAGIÐ Pétur Haraldsson vera lítil ástæða, og sem betur fer gæta flestir fyllsta heiðar- leika í þeim efnum. Undantekn- ingar eru helzt þær, að menn þegja yfir atriðum, sem þeir telja sér fremur til vansa en virðingar. Tökum dæmi: í rit- inu er getið um maka. Nú háfa sumir skilið við maka sína, jafn- vel oftar en einu sinni og gengið að eiga aðra. Langflestir þeirra hafa veitt ritinu upplýsingar um fráskylda maka sína. Er það raunar svo sjálfsagt mál, að varla ætti að vera umtalsvert. En — þó furðulegt megi telj- ast, eru undantekningar frá þessu. Þannig getur þögnin talað ekki síður en orðin. Það er lítil- mótlegt að vilja ekki kannast við fyrrverandi eiginkonu eða eigin- mann. þó slitnað hafi upp úr sambúð. Hjónaskilnaður gefur út af fyrir sig litla hugmynd ura einstakling. Pukur og yfirdreps- skapur gefur á hinn bóginm nokkra hugmynd um innri mann. Naumast þarf að taka fram, að rit eins og íslenzkir samtíðar- menn verður aldrei fullkomið fremur en önnur mannanna verk; villur hljóta að slæðast þar með, hversu vel og samvizkulega sem að því er unnið. Einu sinni heyrði ég þá sögu, að þekktar eilífðarstúdent hér- lendur hefði af tilviljun fundið villu í hinni miklu alfræðibók, Encyclopedia Britannica, sent rit stjórninni leiðréttingu og fengið þakkarbréf fyrir. Við getum sagt í gamni og alvöru, að varla sé við því að búast, að íslenzkir samtíðarmenn séu villulausir, úr því Encyclo- pedia Britannica er það ekki. Höfundarnir, séra Jón Guðnason og Pétur Háraldsson. hafa unnið svo þarft verk með samtekt og útgáfu þessa rits, að vert er fyllstu viðurkenningar. Ritinu verður áreiðanlega tekið tveim. höndum. Það er nauðsynleg hand bók á hverri skrifstofu og skemmtilegt uppsláttarrit, sem gott er að hafa við höndina, hvar og hvenær sem er. Að útliti er bókin fremur ásjá- leg, þó einhverjum kunni að þykja fyrir, að hún líkist við- skiptaskrá fremur en gjafabók á jólamarkaði. Pappír er góður, einnig prentun. Bandið hef ég ekki reynt með hliðsjón af styrk- íe^,a’ en heldur þykir mér það óþjált, þegar bókin er opnuð og blöðum flett. Útgefendur hafa upplýst, að siðari hluti ritsins, væntanlega rífur helmingur þess, komi út að ári liðnu. Verður þess bindia beðið með eftirvæntingu ekki síður en þess, sem út er komið. Það sem eftir er starfsins geta höfundar og útgefendur stuðzt við góðar óskir margra forvit- inna og þakklátra lesenda. Erlendur Jónsson. ATQDGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.